
Þýski boltinn

Blikabani á leið til Hamburg
Hamburg og Rosenborg tilkynntu í dag að Per Ciljan Skjelbred myndi ganga í raðir þýska félagsins í næsta mánuði. Leikmaðurinn sókndjarfi skoraði gegn Breiðablik í vikunni.

Stuðningsmenn Bayern sömdu reglur fyrir Neuer
Harðkjarna stuðningsmenn Bayern Munchen taka það ekki í mál að sætta sig við markvörðinn Manuel Neuer sem markvörð liðsins. Neuer kom til liðsins frá Schalke og er yfirlýstur stuðningsmaður liðsins og það kunna harðkjarnastuðningsmennirnir ekki að meta.

Werder Bremen bannar leikmönnum að fá sér húðflúr
Þýska knattspyrnufélagið Werder Bremen hafa ákveðið að meina leikmönnum sínum að fá sér húðflúr. Ástæðan er hættan við að leikmenn missi af leikjum vegna sýkingar af völdum nýrra húðflúra.

Boateng á leið til Bayern München
Þýski varnarmaðurinn Jerome Boateng er á leið til Bayern München. Félögin hafa komist að samkomulagi um kaupverð og reiknað með því að Boateng skrifi undir fjögurra ára samning.

Frank Rost til New York Red Bulls
Þýski markvörðurinn Frank Rost er á leið til New York Red Bulls í bandarísku atvinnumannadeildinni í knattspyrnu. Þýska blaðið Bild greinir frá þessu. Rost er 38 ára gamall og hefur spilað í Bundesligunni í 18 ár.

Enn ein stjarnan til Katar
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Ze Roberto hefur ákveðið að ljúka ferli sínum með Al Gharafa í Katar. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið en hann var samningslaus.

Neuer ekki í náðinni hjá stuðningsmönnum Bayern
Harðkjarna stuðningsmenn Bayern Munchen eru allt annað en sáttir við að Manuel Neuer sé orðinn markvörður félagsins en hann kom frá Schalke í sumar.

Hasan Salihamidzic til Wolfsburg
Bosníumaðurinn Hasan Salihamidzic er genginn til liðs við þýska félagið Wolfsburg. Salihamidzic kemur til liðsins á frjálsri sölu en samningur hans við Juventus var ekki endurnýjaður.

FC Bayern kaupir efnilegan Japana
Efnilegasti knattspyrnumaður Japan, Takashi Usami, er búinn að skrifa undir samning við FC Bayern. Hann kemur til þýska liðsins frá Gamba Osaka í heimalandinu.

Ferill Arne Friedrich í hættu vegna bakmeiðsla
Þýski landsliðsmaðurinn Arne Friedrich er sagður hafa íhugað að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra bakmeiðsla. Hann missti af fyrri hluta síðasta tímabils vegna meiðslanna.

Boateng vongóður um að komast til Bayern
Þýski landsliðsmaðurinn Jerome Boateng, leikmaður Manchester City á Englandi, segist vera vongóður um að komst til Bayern München áður en nýtt keppnistímabil hefst í sumar.

Demel á leið til Englands
Fílabeinsstrendingurinn Guy Demel gæti verið á leið til Englands frá þýska félaginu Hamburg. Frank Arnesen, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að svo gæti farið að gengið verði frá samningum þess efnis fyrir vikulok.

Diego fékk hæstu sekt í sögu Wolfsburg
Þýska félagið Wolfsburg hefur sektað brasilíska framherjann Diego um 82 milljónir íslenskra króna fyrir að rjúka út af hóteli liðsins fyrir leik gegn Hoffenheim í síðasta mánuði. Upphæðin jafngildir mánaðarlaunum leikmannsins.

Ballack afþakkar kveðjuleik með þýska landsliðinu
Michael Ballack hefur brugðist illa við boði Joachim Löw, landsliðsþjálfara Þýskalands, um að ljúka landsliðsferlinum í vináttuleik gegn Brasilíu í ágúst. Löw hefur sagst ekki ætla að velja fyrirliðann fyrrverandi aftur í landsliðið. Tími yngri leikmanna sé kominn.

Hollenskir landsliðsmenn til Malaga
Varnarmaðurinn Joris Mathijsen hefur samið til tveggja ára við spænska knattspyrnuliðið Malaga. Mathijsen fetar í fótspor markahróksins Ruud Van Nistelrooy sem gekk til liðs við Malaga fyrir skemmstu. Leikmennirnir koma báðir frá þýska félaginu Hamburg.

Hólmar: Samkeppni af hinu góða
Hólmar Örn Eyjólfsson mun að öllu óbreyttu skrifa undir þriggja ára samning við þýska B-deildarfélagið Bochum.

Hólmar Örn á leiðinni til Bochum
Hólmar Örn Eyjólfsson miðvörður U-21 landsliðs Íslands mun skrifa undir þriggja ára samning við þýska 2. deildarliðið Bochum. Hólmar gengur frá samningnum að loknu Evrópumótinu í Danmörku. Morgunblaðið greinir frá þessu.

Boateng hefur samið við Bayern München
Þýski landsliðsmaðurinn Jermoe Boateng sem er á mála hjá Manchester City hefur samþykkt fjögurra ára samning við Bayern München. Félögin eiga þó enn eftir að komast að samkomulagi.

Þýskar landsliðskonur í myndasyrpu hjá Playboy
Fimm leikmenn úr þýska U 20 ára kvenna-landsliðinu í fótbolta hafa vakið gríðarlega athygli í heimalandi sínu og víðar eftir að myndasyrpa af þeim var birt í þýskri útgáfu af tímaritinu Playboy. Eins og gefur að skilja eru leikmennirnir ekki í vetrarfatnaði í þeirri myndasyrpu.

Klose til Lazio
Markahrókurinn Miroslav Klose hefur gengið til liðs við Lazio á Ítalíu. Klose var laus allra mála hjá Bayern Munchen og kemur til liðsins á frjálsri sölu. Hann skrifaði undir tveggja ára samning.

Dortmund segir Kagawa ekki til sölu
Shinji Kagawa kantmaður Borussia Dortmund er ekki til sölu að sögn Michael Zorc fyrrum leikmanns Dortmund sem nú starfar fyrir félagið. Japanskir fjölmiðlar hafa undanfarið greint frá því að Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United horfi hýru auga til leikmannsins.

Neuer skrifaði undir 5 ára samning
Manuel Neuer skrifaði undir fimm ára samning við Bayern Munchen að lokinni læknisskoðun í dag. Neuer sem kemur frá Schalke þykir einn allra fremsti markvörður heims. Töluvert er síðan Bæjarar náðu samkomulagi við Schalke um kaupin með þeim fyrirvara að læknisskoðun gengi í gegn.

Nistelrooy samdi við Malaga
Ruud van Nistelrooy snýr aftur í spænsku úrvalsdeildina á næsta keppnistímabili en hann hefur gengið frá samningi við Malaga.

Neuer samdi loksins við Bayern
Bayern München og Schalke hafa loksins náð saman um félagaskiptin á markverðinum Manuel Neuer. Hann mun formlega ganga til liðs við Bayern þann 1. júlí næstkomandi.

Mancienne samdi við Hamburg
Michael Mancienne, leikmaður Chelsea, hefur verið seldur til þýska úrvalsdeildarfélagsins Hamburg fyrir 1,75 milljónir punda.

Löw: Klose er enn framherji númer eitt hjá þýska landsliðinu
Joachim Löw, þjálfari þýska landsliðsins í fótbolta, segir að Miroslav Klose sé ennþá framherji númer eitt hjá landsliðinu þrátt fyrir að Klose hafi misst sæti sitt til Mario Gomez hjá Bayern Munchen.

Stuðningsmenn völdu Gylfa leikmann ársins
Gylfi Þór Sigurðsson var valinn leikmaður ársins hjá þýska úrvalsdeildarfélaginu Hoffenheim af stuðningsmönnum félagsins.

Stuðningsmaður Schalke löðrungaði Neuer í bikarfögnuðinum
Manuel Neuer endaði ferilinn hjá Schalke 04 með því að taka við þýska bikarnum eftir 5-0 sigur á Duisburg í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. Hinn 25 ára gamli markvörður er nú á leiðinni til Bayern Munchen eftir tveggja áratuga veru í Schalke og einn stuðningsmaður félagsins sýndi óánægju sína í verki með að Neuer skyldi ekki endurnýja samning sinn við félagið.

Nýi Real Madrid maðurinn valinn bestur í þýsku deildinni
Tyrkneski landsliðsmaðurinn Nuri Sahin hefur kosinn besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á þessu tímabili af leikmönnum deildarinnar en Kicker greindi frá þessu í dag.

Schalke vann þýsku bikarkeppnina
Schalke varð í dag þýskur bikarmeistari í knattspyrnu er liðið vann stórsigur, 5-0, á Duisburg.