Formúla 1

Fréttamynd

Vettel stakk af á lokæfingunni

Sebastian Vettel á Red Bull var langt á undan keppinautum sínum á síðustu æfingunni fyrir tímatökuna í Melbourne í Ástralíu í nótt. Hann varð 0.8 sekúndum á undan Mark Webber á Red Bull, sem er á heimavelli.

Formúla 1
Fréttamynd

Button og Hamilton á toppnum á McLaren í Melbourne

McLaren ökumennirnir Jenson Button og Lewis Hamilton voru fljótastir á seinni æfingu Formúlu 1 liða í nótt, á götubrautinni í Melbourne í Ástralíu. Á fyrri æfingurnni var Mark Webber á Red Bull fljótastur á undan félaga sínum Sebastian Vettel hjá Red Bull.

Formúla 1
Fréttamynd

Webber fljótastur á fyrstu æfingunni

Heimamaðurinn Mark Webber á Red Bull var sneggstur um Albert Park brautina í Melboourne, á æfingu fyrir fyrsta kappakstur ársins í Ástralíu í nótt samkvæmt frétt á autosport.com.

Formúla 1
Fréttamynd

Nýliðinn Maldonado og reynsluboltinn Barrichello eru tilbúnir í fyrsta Formúlu 1 mótið

Nýliðinn Pastor Maldonado frá Venúsúela hjá Williams segir spennandi að takast á við sitt fyrsta Formúlu 1 mót um næstu helgi. Það verður í Ástralíu. Maldonado varð meistari í fyrra í GP2 mótaröðinni, sem er undirmótaröð Formúlu 1. Hann ekur með Brasilíumanninum Rubens Barrichello hjá Williams, sem er einbeittur fyrir fyrsta mótið eftir að hafa notið þess að vera í fríi með fjölskyldu sinni.

Formúla 1
Fréttamynd

Button afskrifar ekki þriðja sigurinn í röð í Ástralíu

Jenson Button hjá McLaren mætir í fyrsta Formúlu 1 mót ársins 27. mars í Ástralíu með McLaren liðinu, ásamt Lewis Hamilton. Hann hefur unnið sama mót tvö síðustu ár á Albert Park brautinni í Melbourne. Button og Hamilton ræddu málin í fréttatilkynningu frá McLaren sem var birt á autosport.com í dag.

Formúla 1
Fréttamynd

Schumacher er vongóður um að geta keppt til sigurs í einhverjum mótum

Michael Schumacher ekur með Mercedes Formúlu 1 liðinu í ár, eins og í fyrra, en hann mætti til leiks á ný eftir þriggja ára hlé 2010. Í dag segist hann njóta þess að keppa með Mercedes, en keppnislið hans sendi frá sér viðtal við kappann, sem birtist á autosport.com í dag og neðan er hluti þess í lauslegri þýðingu.

Formúla 1
Fréttamynd

Alonso: Mikilvægast að vera með snöggan bíl

Fernando Alonso hjá Ferrari telur að það lið og ökumaður sem er með fljótasta bílinn næli í meistaratitilinn í ár. Hann hefur ekki trú á því að tilkoma nýs dekkjaframleiðanda verði afgerandi hvað útkomu bílanna varðar, en vandasamara gæti orðið að taka ákvarðanir varðandi þjónustuáætlanir en í fyrra.

Formúla 1
Fréttamynd

Rosberg fljótastur í bleytunni á Spáni

Síðaasti æfingadagurinn Formúlu 1 liða í Katalóníu brautinni í dag á Spáni nýttist ekki sérlega vel, þar sem mikill rigning varð til þess að lítið var ekið um brautina, þó fjögur lið væru á staðnum. Nico Rosberg á Mercedes náði besta tíma dagsins, en slagurinn um besta tíma var raunverulega síðustu 15 mínúturnar af æfingatíma dagsins þegar veðrið skánaði, eftir því sem sagði í frétt á autosport.com í dag.

Formúla 1
Fréttamynd

Hispania afhjúpaði 2011 keppnisbílinn

Hispania Formúlu 1 liðið afhjúpaði formlega 2011 keppnisbíl sinn á Katalóníu brautinni á Spáni í dag. Ökumenn liðsins í ár eru Tonio Liuzzi frá Ítalíu og Narain Karthikeyan frá Indlandi. Bíllinn hafði áður verið sýndur á vefsíðu liðsins.

Formúla 1
Fréttamynd

Nýliðinn Sergio Perez stal senunni

Sergio Perez frá Mexíkó, sem er nýliði í Formúlu 1 sló öllum við á Katalóníu brautinni á Spáni í dag, á æfingum Formúlu 1 keppnisliða. Hann náði besta tíma á Sauber bíl, sem er með Ferrari vél.

Formúla 1
Fréttamynd

Mótshaldarar í Barein fá frest til 1. maí

FIA hefur gefið Formúlu 1 mótshöldurum í Barein frest þangað til 1. maí til að ákveða hvort Formúlu 1 mót getur farið fram í landinu eður ei. Mótið átti að vera á dagskrá 13. mars, en var fellt niður vegna pólitísks ástands í landinu.

Formúla 1
Fréttamynd

Klien vonast eftir síðasta Formúlu 1 ökumannssætinu

Austurríkismaðurinn Christian Klien er að vonast eftir að komast að hjá Hispania Formúlu 1 liðinu spænska, sem á enn eftir að ráða einn ökumann til starfa. Indverjinn Narain Karthikeyan er þegar ökumaður liðsins. Klien sagði í frétt á autosport.com að umboðsmaður sinn, Roman Rummenigge sé í stöðugu sambandi við stjórnendur Hispania liðsins.

Formúla 1
Fréttamynd

Brawn segir Mercedes um sekúndu á eftir toppbílunum

Ross Brawn, yfirmaður Mercedes Formúlu 1 liðsins telur að bílar liðsins séu um sekúndu lakari í hverjum eknum hring, en toppbílarnir, en keppnislið hafa æft á Spáni á árinu og lið hafa því fengið samanburð. Brawn sagði þetta í frétt á BBC Sport.

Formúla 1