Fasteignamarkaður

Fréttamynd

Ekkja í Hafnar­firði svikin um í­búð þrátt fyrir samning

Atli Þór Albertsson, fasteignasali og skemmtikraftur, segir fasteignasölu í Hafnarfirði og byggingaverktaka hafa svikið tengdamóður sína við fasteignakaup. Hún hafi skrifað undir kaupsamning, selt íbúðina sína en síðan fengið þau svör að íbúðin hefði verið seld öðrum í millitíðinni. Fasteignasalan og verktakinn bendi hvor á annan en Atli vekur athygli á því að enginn hafi svo mikið sem beðið tengdamóður sína afsökunar.

Neytendur
Fréttamynd

Eig­endur Tripical keyptu glæsihæð við Nes­veg

Engey fasteignafélag, sem er í eigu mæðginanna Elísabetar Agnarsdóttur og Viktors Hagalín, meðeigenda ferðaskrifstofunnar Tripical, hefur fest kaup á glæsilegri hæð við Nesveg. Kaupverðið nam 117,9 milljónum króna.

Lífið
Fréttamynd

Andri og Anne selja í Foss­vogi

Andri Sigþórsson, athafnamaður og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, og eiginkona hans Anne Kathrine Angvik Jacobsen hafa sett einbýlishús sitt við Traðarland í Fossvogi á sölu. Óskað er eftir tilboði í eignina. 

Lífið
Fréttamynd

Hefur á­hyggjur af unga fólkinu

Þrátt fyrir merki um að hagkerfið sé að kólna hefur Peningastefnunefnd Seðlabankans ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum annað skiptið í röð. Seðlabankastjóri segir að fall Play hafi ekki haft mikil áhrif á ákvörðunina. Það þurfi að ná verðbólguvæntingum niður og fyrr verði ekki hægt að lækka vextina. Hann hefur áhyggjur af unga fólkinu sem er að reyna að komast inn á fasteignamarkaðinn. 

Innlent
Fréttamynd

Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna

Hjónin, Vilborg Jóhannsdóttir og Úlfar Gunnarsson, eigendur tískuvöruverslunarinnar Centro, hafa sett tæplega fimm hundruð fermetra einbýlishús sitt við Helgamagrastæti á Akureyri á sölu. Um er að ræða eitt glæsilegasta hús bæjarins, reist árið 1985. Ásett verð er 259,5 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Jafet Máni selur í­búð með ræktarsal

Jafet Máni Magnúsarson, leikari og flugþjónn, hefur sett íbúð við Skipholt í Reykjavík á sölu. Um er að ræða rúmlega 120 fermetra eign í húsi sem var byggt árið 2007. Ásett verð er 99,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Ómar Örn og Nanna selja á eftir­sóttum stað í mið­bænum

Hjónin Ómar Örn Hauksson, grafískur hönnuður og fyrrum meðlimur Quarashi, og Nanna Þórdís Árnadóttir, hönnuður, hafa sett fallega íbúð í hjarta Reykjavíkur á sölu. Eignin er 108 fermetrar að stærð og innréttuð á afar heillandi hátt. Ásett verð er 87,5 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið

Fjölmiðlamaðurinn Sindri Sindrason og eiginmaður hans, Albert Haagensen umhverfis- og byggingarverkfræðingur hjá Kaldalóni, hafa sett einbýlishús sitt við Bauganes í Skerjafirðinum á sölu. Ásett verð er 268 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Fyrrum með­ferðar­heimili sett á sölu

Geldingalækur á Rangárvöllum, þar sem starfsemi meðferðarheimilisins Lækjarbakka fór áður fram, hefur verið sett á sölu. Starfseminni var hætt í húsnæðinu eftir að mygla fannst þar.

Innlent
Fréttamynd

Hefur keypt fast­eignir fyrir rúman milljarð ís­lenskra króna á árinu

Knattspyrnukappinn Albert Guðmundsson hefur fjárfest í fasteignum í gegnum félag sitt Albert ehf. fyrir 1,152 milljarð íslenskra króna undanfarna mánuði, bæði á Íslandi og erlendis. Það má líkja fasteignaviðskiptum Alberts við vel útfært Monopolí þar sem hann hefur keypt íbúðir í mörgum af nýjustu fjölbýlishúsum miðborgarinnar. 

Lífið
Fréttamynd

Sam­félag kallar á minni í­búðir – skipu­lagið býr til stærri

Á meðan skipulagsyfirvöld á höfuðborgarsvæðinu beina byggingaraðilum frá minni íbúðum koma þau ekki til móts við þarfir íbúa. Þau stuðla að óhagkvæmari uppbyggingu húsnæðis og auka enn frekar á húsnæðisvandann. Hagkvæm húsnæðisuppbygging er ein helsta forsenda fyrir því að viðhalda og auka lífsgæði allra landsmanna.

Umræðan
Fréttamynd

Raun­virði í­búða lækkar á ný

Raunvirði íbúða er tekið að lækka á ný. Í nýrri skýrslu húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að helmingur nýrra íbúða hafi staðið óseldur í meira en tvö hundruð daga.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lands­meistari í kokteilagerð selur slotið

Grétar Matthíasson, barþjónn og margfaldur Íslandsmeistari í kokteilagerð, hefur sett íbúð sína við Flétturima í Grafarvogi á sölu. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð á smekklegan máta á liðnum árum. Ásett verð er 79,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Helmingur nýrra í­búða ó­seldur í yfir 200 daga

Um það bil 5.000 íbúðir voru á sölu í upphafi septembermánaðar en um er að ræða tvöföldun frá upphafi árs 2023. Þar af voru nýjar íbúðir um 2.000 en um helmingur þeirra hafði verið óseldur í meira en 200 daga.

Innlent
Fréttamynd

Ei­ríkur og Alma selja smekk­lega hæð í Garða­bæ

Eiríkur Björn Björgvinsson, þingmaður Viðreisnar og fyrsti varaformaður atvinnuveganefndar, og eiginkona hans Alma Jóhanna Árnadóttir, PCC markþjálfi og grafískur hönnuður, hafa sett fallega hæð við Bjarkarás í Garðabæ á sölu.

Lífið
Fréttamynd

Fögur hæð í frönskum stíl

Við Austurbrún í Reykjavík er að finna sjarmerandi sérhæð í þríbýlishúsi sem var byggt árið 1955. Um er að ræða 109 fermetra eign sem hefur verið hönnuð í Parísarstíl. Ásett verð er 94,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Meðalsölutími fast­eigna hundrað dagar

Páll Pálsson fasteignasali segir jafnvægi á fasteignamarkaði í dag. Það sé frábær tími fyrir kaupendur því það sé mikið framboð og verð hækki ekki það mikið milli mánaða. Íbúðir í eldri byggingum seljist betur en í nýbyggingum. Páll fór yfir stöðuna á fasteignamarkaði í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu

Óskar Þórðarson, einn stofnenda súkkulaðiverskmiðjunnar Omnom, og eiginkona hans Marta Nowosad, hafa sett fallegt raðhús við Byggakur í Akralandi í Garðabæ á sölu. Húsið er 229 fermetrar að stærð á tveimur hæðum. Ásett verð er 209 milljónir.

Lífið