
Kórdrengir

Skipulagt lið XY lagði árásargjarna Kórdrengi
XY lagði Kórdrengi í fyrsta leik tímabilsins í Vodafone deildinni í CS:GO. Eftir frábæran fyrri hálfleik fór að síga undan fæti hjá Kórdrengjum sem réðu ekkert við sterka sókn XY og töpuðu því 16-12.

Jafntefli í lokaleik Lengjudeildar
Kórdrengir misstu frá sér tveggja marka forystu á Ísafirði er liðið gerði 3-3 jafntefli við Vestra í lokaleik tímabilsins í Lengjudeild karla. Um var að ræða frestaðan leik og því var þetta síðasti leikur deildarinnar áður en haldið er í frí.

Davíð Smári áfrýjar banninu: „Óútskýrð og illskiljanleg“ refsing
Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja, hefur ákveðið að áfrýja fimm leikja banninu sem hann var úrskurðaður í vegna framkomu í garð dómara í lok leiks við Fram í Lengjudeild karla í fótbolta.

Þjálfari Kórdrengja dæmdur í fimm leikja bann
Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja í Lengjudeild karla, hefur verið dæmdur í fimm leikja bann fyrir atvik sem átti sér stað eftir leik liðsins gegn Fram á dögunum.

Tók spjöldin af dómara leiksins | Fyrrverandi dómari setur spurningamerki við gæslumál á völlum landsins
Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja, var heldur betur ósáttur við dómara leiksins eftir jafntefli við Fram í Lengjudeild karla í gær.

Fram deildarmeistari og ÍBV einum sigri frá Pepsi Max-deildar sæti
Fram tryggði sér Lengjudeildartitilinn í fótbolta í dag með 2-0 útisigri á Grindavík. Sigur Fjölnis á Kórdrengjum þýðir að von þeirra síðarnefndu um sæti í efstu deild er orðin afar veik.

Kórdrengir halda lífi í baráttunni um sæti í efstu deild
Nú rétt í þessu lauk tveimur leikjum í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Kórdrengir unnu mikilvægan 4-0 heimasigur gegn föllnum Víkingum frá Ólafsvík og halda því enn í vonina um sæti í efstu deild. Á sama tíma gerðu Afturelding og Vestri 2-2 jafntefli.

Kórdrengir, Selfyssingar og Vestri með heimasigra í Lengjudeildinni
Fimm leikir fara fram í Lengjudeild karla í dag og nú er þrem þeirra lokið. Tíu leikmenn Kórdrengja héldu út gegn Þór frá Akureyri og unnu 2-0. Selfyssingar eru að hrista af sér falldrauginn eftir 3-0 sigur gegn Aftureldingu og Vestri vann góðan 2-0 sigur gegn botnliði Víkinga frá Ólafsvík.

Kórdrengir fara beint í B-deildina
Hanboltalið Kórdrengja hefur fengið ósk sína uppfyllta og mun leika í Grill 66 deildinni á komandi tímabili.

Framarar tryggðu sér sæti í Pepsi Max deild karla
Framarar munu leika í deild þeirra bestu á næsta tímabili, en liðið tryggði sér sæti í Pepsi Max deildinni að ári með 2-1 sigri gegn Selfyssingum. Þá unnu tíu leikmenn Grindavíkur 2-1 sigur gegn Þrótti R. og Grótta vann einnig 2-1 sigur gegn Kórdrengjum.

Kórdrengir vilja beint í B-deildina
Kórdrengir hafa sett á fót handboltalið sem mun taka þátt í deildarkeppni HSÍ í vetur. Þeir hafa fengið inn í 2. deild karla en hafa sóst eftir því við handknattleikssambandið að fara beint upp í næst efstu deild, Grill66-deild karla.

ÍBV steig skref í átt að sæti í efstu deild með sigri á Kórdrengjum - fjórir leikir í Lengjudeildinni í dag
Fjórir leikir voru á dagskrá Lengjudeildar karla í dag. Stærsti leikurinn var án efa leikur Kórdrengja og ÍBV sem fram fór á Domusnova vellinum í Breiðholtinu. Þá fóru þrír aðrir leikir fram.

Kórdrengir halda í við toppliðin og toppliðið fór létt með botnliðið
Kórdrengir og Framarar taka þrjú stig með sér á koddann úr þeim tveim leikjum sem fram fóru í Lengjudeild karla í kvöld. Kórdrengir unnu sterkan 2-1 sigur þegar Afturelding mætti í heimsókn og Topplið Fram vann öruggan 3-0 sigur gegn botnliði Víkinga frá Ólafsvík.

Kórdrengir sækja að Eyjamönnum
Kórdrengir unnu 3-0 sigur á Þrótti Reykjavík í síðari leik kvöldsins í Lengjudeild karla í fótbolta. Allt stefnir í harða baráttu þeirra við ÍBV um sæti í Pepsi Max-deild karla að ári.

Frá KR í Kórdrengi
Miðjumaðurinn Alex Freyr Hilmarsson hefur skrifað undir lánssamning við Kórdrengi og mun spila með liðinu út leiktíðina. Alex kemur frá KR til Kórdrengja.

Kórdrengir nálgast toppbaráttuna og Grótta og Afturelding fjarlægjast botnbaráttuna
Þrem leikjum var að ljúka í Lengjudeild karla. Kórdrengir sóttu þrjú stig á Selfoss með 1-0 sigri, Grótta vann sterkan 2-1 sigur gegn Fjölni á heimavelli og Afturelding átti ekki í vandræðum með Víking frá Ólafsvík þegar þeir unnu 6-1.

Kórdrengir upp í þriðja sæti eftir sigur gegn Vestra
Kórdrengir unnu í dag mikilvægan 2-0 sigur gegn Vestra í Lengjudeild karla. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn, en það eru Kórdrengir sem halda í við toppliðin með sigrinum.