Handbolti

Fréttamynd

Danir fóru illa með væng­brotna Hollendinga

Heimsmeistararnir áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotið lið Hollands er liðin mættust í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta í kvöld. Danir unnu leikinn með tólf marka mun, lokatölur 35-23.

Handbolti
Fréttamynd

Darri: Höfum allt að vinna og engu að tapa

„Þetta var virkilega svekkjandi, sérstaklega þar sem við vorum með þetta í lokin. Virkilega leiðinlegt að missa þetta svona úr höndunum á sér,“ sagði Darri Aronsson en hann kom óvænt inn í lið Íslands sem tapaði með eins marks mun gegn Króatíu á EM í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Ferðalöngum létt þegar fregn af áfengisleysi reyndist röng

Forseti Íslands var með í för þegar hópur Íslendinga tók leiguflug til Búdapest til þess að hvetja strákana okkar áfram gegn heimsmeisturum Dana á EM í handbolta. Óhætt er að fullyrða að stemningin hafi verið gríðarleg allt frá því að komið var inn í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Fullyrðing eins ferðalangs um að um áfengislaust flug væri að ræða féll hins vegar í grýttan jarðveg. Þá vakti kátínu blaðamanns þegar sjálfur forsetinn var spurður hvort hann væri Íslendingur.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta gerir náttúrulega mótið erfitt og liggur við ómarktækt til lengdar“

Framkvæmdastjóri HSÍ segir ljóst að sóttvarnir hafi ekki verið í hávegum hafðar í Ungverjalandi þar sem Evrópumótið í handbolta fer fram en sex leikmenn íslenska liðsins og sjúkraþjálfari hafa nú greinst smitaðir. Búið er að herða sóttvarnir hjá liðinu og vonir bundnar við að fleiri greinist ekki smitaðir á næstu dögum. Framkvæmdastjóri HSÍ telur engar líkur á því að mótinu verði frestað.

Handbolti
Fréttamynd

Fram fór illa með botnliðið

Fram og Afturelding mættust í eina leik kvöldsins í Olís-deild kvenna í handbolta. Heimakonur unnu sannkallaðan stórsigur en leiknum lauk með sextán marka sigri Fram, lokatölur 38-22.

Handbolti
Fréttamynd

Rakel Dögg hætt með Stjörnuna

Rakel Dögg Bragadóttir og Stjarnan hafa komist að samkomulagi um starfslok. Rakel Dögg verður því ekki lengur þjálfari liðsins í Olís-deild kvenna í handbolta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjörnunni.

Handbolti