Ferðalöngum létt þegar fregn af áfengisleysi reyndist röng Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. janúar 2022 21:01 Vélin var ekki full af fólki, með alls 77 farþega innanborðs. Hún var hins vegar barmafull af stemningu, sérstaklega þegar nær dró Búdapest. Forseti Íslands var með í för þegar hópur Íslendinga tók leiguflug til Búdapest til þess að hvetja strákana okkar áfram gegn heimsmeisturum Dana á EM í handbolta. Óhætt er að fullyrða að stemningin hafi verið gríðarleg allt frá því að komið var inn í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Fullyrðing eins ferðalangs um að um áfengislaust flug væri að ræða féll hins vegar í grýttan jarðveg. Þá vakti kátínu blaðamanns þegar sjálfur forsetinn var spurður hvort hann væri Íslendingur. Undirritaður fór með hópi Íslendinga til að fylgjast með leik Íslands og Danmerkur á Evrópumóti karla í handbolta. Þrátt fyrir áföllin sem dunið hafa á liðinu frá upphafi móts var stemningin meðal íslensku stuðningsmannanna frábær. „Blessaður Vésteinn. Hvað segirðu, heldurðu að þú gætir skellt þér til Ungverjalands á Danaleikinn?“ Þetta var ekki símtalið sem ég bjóst við að fá frá yfirmanni mínum klukkan níu á miðvikudagskvöldi, staddur uppi í Háskóla Íslands, á meðan ég reyndi að virkja skammdegisþunglyndið og læra það námsefni sem fyrir mig var lagt. Mér fannst mun líklegra að hann væri að biðja mig um að vinna næstu helgi, eða taka auka kvöldvaktir. Í stað þess að tjá yfirmanni mínum að ég hefði takmarkað vit á handbolta (þrátt fyrir að hafa æft íþróttina lengra inn á mín unglingsár en ég þori að viðurkenna, án viðhlítandi árangurs), þá sagði ég einfaldlega: „Já. Ég held að ég ætti að ráða við það.“ Pepp í flugstöðinni Á fimmtudagsmorgun var förinni því heitið á staðinn sem Íslendinga dreymir jafnan um í skammdeginu: Keflavíkurflugvöll. Settur brottfarartími var klukkan ellefu fyrir hádegi, og því mætti ég upp á völl um níuleytið. Ég fann strax fyrir góðri stemningu. Við innritunarborðið mátti sjá fólk klætt í landsliðstreyjur sem hlakkaði augljóslega mikið til ferðarinnar. Einhverjir ferðalangar gerðust svo kræfir að spyrja starfsfólkið hvort þeir þyrftu sérstaklega að láta vita ef þeir ætluðu að vera lengur í Búdapest. Ég gat ekki tekið því öðruvísi en merki um að hugur væri í fólki, og að stemningin væri allsráðandi. Sú reyndist raunin, því um leið og ég hafði farið í gegnum öryggisleitina fann ég fyrir allsherjarstemningu á vellinum, þar sem morgunumferðin var búin og allir í flugstöðinni virtust vera á leið til Búdapest á leikinn. Og fólk var peppað. Ég ræddi við nokkra stuðningsmenn landsliðsins sem voru sigurvissir, og lögðu sérstaka áherslu á stemninguna í ferðinni. Áfengisleysið reyndist falsfrétt Þegar hópurinn var sestur inn í vél barst hins vegar agaleg frétt. Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson höfðu greinst með Covid-19. Það var ekki á það bætandi, eftir að Björgvin Páll Gústavsson, Elvar Örn Jónsson og Ólafur Andrés Guðmundsson höfðu greinst smitaðir daginn áður. Þetta hjó ákveðið skarð í stemninguna, sem var þó enn hátt uppi. Fólk ræddi sín á milli hverjir gætu komið inn í byrjunarliðið og leyst lykilmenn af hólmi. Þegar nánast allir höfðu sest í sætið sitt í vélinni gekk kunnuglegur maður inn. „Góðan daginn,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hátt og snjallt, þegar hann gekk inn í vélina. Forsetanum var vel tekið og undirritaður hugsaði með sér að þetta myndi ekki gerast hjá neinni annarri Evrópuþjóð, að forsetinn rölti inn í leiguflug, byði góðan daginn, og settist svo í sæti 2F. Allt saman mjög íslenskt. Stemningin í vélinni var góð. Þó var einn grínisti með í för sem ákvað að henda því fram að um áfengislaust flug væri að ræða. Þetta olli nokkrum misskilningi meðal þeirra farþega sem heyrðu, sem hljómuðu ekkert allt of ánægðir með þann ráðahaginn. Þessi misskilningur var þó fljótt leiðréttur þegar áhöfnin kom færandi hendi með bjór og vín, vopnað posanum góða. Þyrstir farþegar þurftu því ekki að örvænta, ekki frekar en undirritaður sem svalaði þorstanum með Pepsi Max. Vísir/Vésteinn Örn Flugið gekk vel fyrir sig, lítið um ókyrrð og ólæti, sem var gott. Það vakti sérstaka kátínu hjá mér þegar einn áhafnarmeðlimur gaf sig á tal við Guðna forseta til að ræða handboltann. Það var vegna þess að í miðjum samræðum þá spurði áhafnarmeðlimurinn, sem var ítalskur, hvort Guðni væri Íslendingur. „Ef þú bara vissir hver þetta er,“ hugsaði ég með mér og flissaði innra með mér. Ég stillti mig þó um að tilkynna þessum ágæta manni að hann hefði spurt forseta Íslands hvort hann væri íslenskur. Eftir á að hyggja hefði ég átt að segja honum við hvern hann var að tala. Það hefði verið miklu fyndnara. Smukke unge mennesker Síðar í fluginu spjallaði ég sjálfur stuttlega við Guðna. Hann sagðist hafa áhyggjur af Covid-stöðunni í liðinu og því að fleiri myndu greinast smitaðir. Hann hafði sérstaklega orð á því að hann hefði pakkað íþróttaskónum til vonar og vara, og því væri hann viðbúinn ef Covid-tæki völdin í íslenska hópnum og kallið frá Guðmundi þjálfara kæmi. Guðni er einn þeirra sem fór ekki með fluginu heim en hann ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þegar það var um korter í lendingu fóru vel valdir stuðningsmenn að syngja og tralla svo tekið var eftir. Gerum okkar besta og Stöndum upp fyrir Íslandi hljómuðu um vélina. Því næst sungu menn Smukke unge mennesker eftir Kim Larsen, og voru um leið farnir að leggja á ráðin um að taka ástsæl dönsk dægurlög og nota þau gegn Dönunum. Allt til þess að leggja þá í stúkunni. Þegar við loksins lentum var stemningin í vélinni nánast orðin ærandi. Við lendingu var klappað og gólað, og heyra mátti ýmiskonar hvatningarorð ætluð íslenska landsliðinu. Hópurinn óð út úr vélinni og beint í rútu sem ók okkur að flugstöðvarbyggingunni. Þar kom reyndar í ljós að Gísli Þorgeir væri einnig smitaður, sem var harmafregn í eyru hópsins. En, áfram með smjörið, það skyldi ekkert eyðileggja stemninguna. Við þurftum reyndar að bíða í dágóða stund í rútunni, og það var afskaplega heitt þar inni. Ég viðurkenni að þeirri hugsun laust niður í huga minn að þetta væri leið Ungverjanna til þess að hefna fyrir tapið gegn okkur, sem gerði út um drauma þeirra um að komast í milliriðil á sínu eigin Evrópumóti. Hvort það var raunin skal þó ósagt látið. Laugardalshöll bliknaði í samanburðinum Það gekk hratt og vel fyrir sig að komast í gegnum flugvöllinn, sem var eiginlega tómur. Eftir það tók við 25 mínútna rútuferð á hótelið, sem var innifalið í pakkanum. Þar höfðum við stuttan tíma til þess að henda farangrinum upp á herbergi og fá miðana okkar til að komast í höllina. Því næst fórum við beint aftur upp í rútu, sem fór með okkur að sérstökum bólusetningarvottorðatjöldum, þar sem við fengum armbönd til staðfestingar á fullri bólusetningu. Eftir það tók ég viðtöl við stuðningsmenn beggja liða, Íslands og Danmerkur. Sigurvissan var ríkjandi í báðum herbúðum, en ég verð að viðurkenna að hlutlægni mín sem blaðamaður var fokin út um gluggann á þessum tímapunkti. Ég var gíraður í íslenskan sigur. Þegar komið var að höllinni var það fyrsta sem ég hugsaði hvað hún væri ótrúlega stór. Það var hálf fáránleg tilhugsun að þetta risastóra mannvirki hverfðist um einn handboltavöll, sem er 40 sinnum 20 metrar. Í samanburðinum lítur Laugardalshöll svolítið út eins og bensínstöð úti á landi. MVM Dome höllin, lituð ungversku fánalitunum. Um er að ræða stærstu handboltahöll Evrópu.Tamas Kovacs/MTI via AP Stærðfræðidæmi sem ég vildi ekki reikna til enda Ég kom inn í höll í hálfleik á viðureign Frakka og Hollendinga, þar sem miðinn gilti fyrir alla leiki dagsins í höllinni. Staðan var 15 – 12, Frökkum í vil, en mér skildist að fyrri hálfleikurinn hefði verið nokkuð jafn. Hollendingar, sem fóru með okkur áfram í milliriðil, sáu hins vegar aldrei til sólar í síðari hálfleik. Frakkar settu í fimmta gír og enduðu á að vinna tíu marka sigur, 34 – 24. Hollensku leikmennirnir brostu reyndar út að eyrum eftir leik, og virkuðu bara ánægðir að vera í milliriðlinum. Þeir um það, íslensku stuðningsmennirnir vildu hins vegar sigur, enda var slagorð ferðarinnar „Ekkert kjaftæði!“ Eins og glöggir lesendur muna kannski þá unnum við Íslendingar eins marks sigur á Hollendingum í undanriðlinum, 29-28. Það var áður en veiran skæða tók sér bólfestu í íslenska hópnum og tók út eina sex leikmenn, marga afar mikilvæga. „Við áttum erfitt með Holland með fullskipað lið. Frakkland rústaði Hollendingum. Við mætum Frökkum á laugardaginn,“ hugsaði ég. Þetta var reikningsdæmi sem var ekki stemning fyrir að reiknað yrði til enda, þannig að ég hætti að spá í því, enda styttist óðfluga í stóru stundina. Frakkar fóru illa með Hollendinga með firnasterkri frammistöðu í seinni hálfleik. Hægra megin í stúkunni má sjá rautt mannhaf, þar er um að ræða stuðningsmenn Danmerkur. Þegar um klukkustund var í leik hafði Íslendingum í stúkunni fjölgað verulega. Höllin var ekki full, og því var fólk ekki bundið við sætin sem því var úthlutað. Íslenski hópurinn þjappaði sér nánast allur fyrir aftan markið sem Danirnir sóttu síðan á í fyrri hálfleik. Stemningin var að magnast upp, Sérsveitin var mætt og íslenskir söngvar farnir að óma um höllina. Þá mátti sjá nokkur kunnugleg andlit í stúkunni, meðal þeirra voru fyrrverandi landsliðsmennirnir Hreiðar Levý Guðmundsson, Bjarni Fritzson, Valdimar Grímsson og Kristján Arason. Með þeim síðastnefnda í för var eiginkona hans, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, en þau eru foreldrar Gísla Þorgeirs Kristjánssonar, sem gat ekki verið með vegna Covid-smits, illu heilli. Það var ekki laust við að maður fengi smá gæsahúð, að vera í stúkunni með jafnmörgum goðsögnum í íslensku handboltasögunni, í jafnmikilli stemningu og raun bar vitni. Þorgerður Katrín og Kristján Arason létu heyra vel í sér í stúkunni og hvöttu strákana áfram af miklum móð. Eitthvað lá í loftinu Íslenska liðið var kynnt inn á völlinn á undan því Danska. Ljósin voru dimmuð, hleypt af eldvörpum og alls konar gert til þess að búa til enn meiri stemningu. Danska liðinu var reyndar fagnað ívið meira, enda stuðningsmenn þeirra í höllinni fleiri. Miðað við höfðatölu sprengdu íslensku stuðningsmennirnir samt þakið af kofanum. Þjóðsöngur Dana var spilaður á undan okkar. Ég veit ekki hvort Danirnir geta kvartað, en Lofsöngurinn var í það minnsta spilaður allt, allt of hratt. Það var ekki séns að halda í við þessa útgáfu Ungverjanna. Því kláraðist hann fljótt og þá var ekkert eftir nema að flauta leikinn á. Það var mikið jafnræði með liðunum í upphafi, og Ísland komst þó nokkrum sinnum yfir, stundum tveimur mörkum. Lesendur geta líklega ímyndað sér hvað það gerði fyrir stemninguna í stúkunni, hjá hópi sem var svo gott sem nýlentur í Ungverjalandi og tilbúinn í slaginn. „Það er eitthvað í loftinu!“ Þessi orð heyrðust margoft sögð í stúkunni þegar leikurinn var bara nokkurra mínútna gamall. Í hvert skipti sem danska liðið skoraði þá svaraði Ísland, og staðan nokkuð vænleg fyrir strákana. Stuðningsmenn höfðu tröllatrú á því að strákarnir gætu klárað þetta, sem var ekker skrýtið. Þetta leit vel út. Það var svo þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, í stöðunni 15 – 12 fyrir Dani, sem stemningin tók aðeins að dala, og hugurinn fór með mann í ferðalag um hvað hefði getað gerst ef færri smit hefðu komið upp í okkar hóp. Hefði Bjöggi varið fleiri skot? Hefði Aron dregið vagninn og stappað stálinu í sína menn? Hefði Gísli látið dönsku varnarmennina finna fyrir því? Spurningar sem við fáum því miður ekki svarað. Undirritaður rakst á gamla vini úr framhaldsskóla í stúkunni, þau Viktor Pétur og Rannveigu. Viktor er einn besti vinur Gísla Þorgeirs og Rannveig er kærastan hans (Gísla, ekki Viktors). Það var því einstaklega svekkjandi fyrir þau að koma út, og sjá þá fréttirnar um að Gísli væri smitaður, þar sem hann hafði ekki greinst þegar þau fóru í loftið. Þau Þorgerður Katrín, Rannveig og Viktor Pétur hefðu helst viljað hafa sinn mann, Gísla Þorgeir Kristjánsson, með í leiknum gegn Danmörku. Í staðinn varði hann kvöldinu í einangrun. Haldið í vonina fram á síðustu stundu Í seinni hálfleik var svipað uppi á teningnum og í þeim fyrri. Liðin skiptust á að láta finna fyrir sér, en Danirnir hleyptu okkur aldrei upp að sér aftur. Við náðum einu sinni að minnka muninn í eitt mark, þegar um tuttugu mínútur voru eftir, og ég hélt að ég myndi missa heyrnina, svoleiðis var stemningin. „Ómar Ingi Magnússon skoraði mark. Gerði lítið úr dönsku varnarmönnunum! Frábær stemning í höllinni núna. ÍSLAND! ÍSLAND! Munurinn eitt mark,“ skrifaði Sindri Sverrisson í textalýsingu Vísis frá leiknum. Ég get tekið undir þetta, því á þessum tímapunkti var stúkan aftur farin að trúa því að Davíð gæti sigrað Golíat. „Það á að dæma okkur úr leik“ Þetta heyrði ég kallað einhvers staðar úr stúkunni þegar ákvörðun dómarans féll okkur ekki í vil. Ég treysti mér bara ekki til þess að meta hvort sú hafi verið raunin, enda mun meiri stemningsblaðamaður heldur en handboltablaðamaður. Ég skal þó segja að það virðist vera eilífðarvandamál í handboltanum hvað dómararnir eru of fljótir að flauta. Það vakti aldrei lukku meðal íslensku stuðningsmannanna. Skiljanlega. Frakkarnir fá að finna fyrir því Danirnir reyndust að endingu of stór biti fyrir strákana sem eftir stóðu og fengu þetta risavaxna verkefni í fangið. Þeir stóðu sig þrátt fyrir það með eindæmum vel og það var viðkvæðið í stúkunni. Fyrir leik höfðu svartsýnustu stuðningsmenn spáð yfir tíu marka tapi. Sú varð þó alls ekki raunin og stuðningsmenn fögnuðu strákunum okkar eins og sigurvegurum að leik loknum. Það er ljóst að stuðningurinn að baki liðinu er gríðarlegur og eflaust þarf að leita tæp 14 ár aftur í tímann, til Ólympíuleikanna 2008, til þess að finna viðlíka stemningu og er fyrir þessu móti. Framtíðin er sannarlega björt. Eftir leik var gleðin við völd hjá flestum, þrátt fyrir tapið. Stuðningsfólk íslenska liðsins tíndist út úr höllinni og inn í ungverska nóttina, sem var köld. Fjöldi fólks hafði raunar tekið ákvörðun um að vera áfram í Búdapest, í stað þess að fljúga heim síðdegis í dag. Undirritaður er þeirra á meðal. Þegar ég ræddi við fararstjóra Úrvals Útsýnar tjáði hún mér raunar að flugið heim í dag yrði afskaplega fáliðað. Stemningin hópnum greinilega bráðsmitandi, og talsvert skemmtilegra að smitast af henni en öðru sem er að ganga þessa dagana. Á leiðinni út úr höllinni heyrði ég síðan oftar en einu sinni frasa sem ég held að sé viðeigandi að verði lokaorð þessarar ferðasögu: „Við vinnum þá bara helvítis Frakkana!“ EM karla í handbolta 2022 Ungverjaland Íslendingar erlendis Handbolti Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Undirritaður fór með hópi Íslendinga til að fylgjast með leik Íslands og Danmerkur á Evrópumóti karla í handbolta. Þrátt fyrir áföllin sem dunið hafa á liðinu frá upphafi móts var stemningin meðal íslensku stuðningsmannanna frábær. „Blessaður Vésteinn. Hvað segirðu, heldurðu að þú gætir skellt þér til Ungverjalands á Danaleikinn?“ Þetta var ekki símtalið sem ég bjóst við að fá frá yfirmanni mínum klukkan níu á miðvikudagskvöldi, staddur uppi í Háskóla Íslands, á meðan ég reyndi að virkja skammdegisþunglyndið og læra það námsefni sem fyrir mig var lagt. Mér fannst mun líklegra að hann væri að biðja mig um að vinna næstu helgi, eða taka auka kvöldvaktir. Í stað þess að tjá yfirmanni mínum að ég hefði takmarkað vit á handbolta (þrátt fyrir að hafa æft íþróttina lengra inn á mín unglingsár en ég þori að viðurkenna, án viðhlítandi árangurs), þá sagði ég einfaldlega: „Já. Ég held að ég ætti að ráða við það.“ Pepp í flugstöðinni Á fimmtudagsmorgun var förinni því heitið á staðinn sem Íslendinga dreymir jafnan um í skammdeginu: Keflavíkurflugvöll. Settur brottfarartími var klukkan ellefu fyrir hádegi, og því mætti ég upp á völl um níuleytið. Ég fann strax fyrir góðri stemningu. Við innritunarborðið mátti sjá fólk klætt í landsliðstreyjur sem hlakkaði augljóslega mikið til ferðarinnar. Einhverjir ferðalangar gerðust svo kræfir að spyrja starfsfólkið hvort þeir þyrftu sérstaklega að láta vita ef þeir ætluðu að vera lengur í Búdapest. Ég gat ekki tekið því öðruvísi en merki um að hugur væri í fólki, og að stemningin væri allsráðandi. Sú reyndist raunin, því um leið og ég hafði farið í gegnum öryggisleitina fann ég fyrir allsherjarstemningu á vellinum, þar sem morgunumferðin var búin og allir í flugstöðinni virtust vera á leið til Búdapest á leikinn. Og fólk var peppað. Ég ræddi við nokkra stuðningsmenn landsliðsins sem voru sigurvissir, og lögðu sérstaka áherslu á stemninguna í ferðinni. Áfengisleysið reyndist falsfrétt Þegar hópurinn var sestur inn í vél barst hins vegar agaleg frétt. Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson höfðu greinst með Covid-19. Það var ekki á það bætandi, eftir að Björgvin Páll Gústavsson, Elvar Örn Jónsson og Ólafur Andrés Guðmundsson höfðu greinst smitaðir daginn áður. Þetta hjó ákveðið skarð í stemninguna, sem var þó enn hátt uppi. Fólk ræddi sín á milli hverjir gætu komið inn í byrjunarliðið og leyst lykilmenn af hólmi. Þegar nánast allir höfðu sest í sætið sitt í vélinni gekk kunnuglegur maður inn. „Góðan daginn,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hátt og snjallt, þegar hann gekk inn í vélina. Forsetanum var vel tekið og undirritaður hugsaði með sér að þetta myndi ekki gerast hjá neinni annarri Evrópuþjóð, að forsetinn rölti inn í leiguflug, byði góðan daginn, og settist svo í sæti 2F. Allt saman mjög íslenskt. Stemningin í vélinni var góð. Þó var einn grínisti með í för sem ákvað að henda því fram að um áfengislaust flug væri að ræða. Þetta olli nokkrum misskilningi meðal þeirra farþega sem heyrðu, sem hljómuðu ekkert allt of ánægðir með þann ráðahaginn. Þessi misskilningur var þó fljótt leiðréttur þegar áhöfnin kom færandi hendi með bjór og vín, vopnað posanum góða. Þyrstir farþegar þurftu því ekki að örvænta, ekki frekar en undirritaður sem svalaði þorstanum með Pepsi Max. Vísir/Vésteinn Örn Flugið gekk vel fyrir sig, lítið um ókyrrð og ólæti, sem var gott. Það vakti sérstaka kátínu hjá mér þegar einn áhafnarmeðlimur gaf sig á tal við Guðna forseta til að ræða handboltann. Það var vegna þess að í miðjum samræðum þá spurði áhafnarmeðlimurinn, sem var ítalskur, hvort Guðni væri Íslendingur. „Ef þú bara vissir hver þetta er,“ hugsaði ég með mér og flissaði innra með mér. Ég stillti mig þó um að tilkynna þessum ágæta manni að hann hefði spurt forseta Íslands hvort hann væri íslenskur. Eftir á að hyggja hefði ég átt að segja honum við hvern hann var að tala. Það hefði verið miklu fyndnara. Smukke unge mennesker Síðar í fluginu spjallaði ég sjálfur stuttlega við Guðna. Hann sagðist hafa áhyggjur af Covid-stöðunni í liðinu og því að fleiri myndu greinast smitaðir. Hann hafði sérstaklega orð á því að hann hefði pakkað íþróttaskónum til vonar og vara, og því væri hann viðbúinn ef Covid-tæki völdin í íslenska hópnum og kallið frá Guðmundi þjálfara kæmi. Guðni er einn þeirra sem fór ekki með fluginu heim en hann ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þegar það var um korter í lendingu fóru vel valdir stuðningsmenn að syngja og tralla svo tekið var eftir. Gerum okkar besta og Stöndum upp fyrir Íslandi hljómuðu um vélina. Því næst sungu menn Smukke unge mennesker eftir Kim Larsen, og voru um leið farnir að leggja á ráðin um að taka ástsæl dönsk dægurlög og nota þau gegn Dönunum. Allt til þess að leggja þá í stúkunni. Þegar við loksins lentum var stemningin í vélinni nánast orðin ærandi. Við lendingu var klappað og gólað, og heyra mátti ýmiskonar hvatningarorð ætluð íslenska landsliðinu. Hópurinn óð út úr vélinni og beint í rútu sem ók okkur að flugstöðvarbyggingunni. Þar kom reyndar í ljós að Gísli Þorgeir væri einnig smitaður, sem var harmafregn í eyru hópsins. En, áfram með smjörið, það skyldi ekkert eyðileggja stemninguna. Við þurftum reyndar að bíða í dágóða stund í rútunni, og það var afskaplega heitt þar inni. Ég viðurkenni að þeirri hugsun laust niður í huga minn að þetta væri leið Ungverjanna til þess að hefna fyrir tapið gegn okkur, sem gerði út um drauma þeirra um að komast í milliriðil á sínu eigin Evrópumóti. Hvort það var raunin skal þó ósagt látið. Laugardalshöll bliknaði í samanburðinum Það gekk hratt og vel fyrir sig að komast í gegnum flugvöllinn, sem var eiginlega tómur. Eftir það tók við 25 mínútna rútuferð á hótelið, sem var innifalið í pakkanum. Þar höfðum við stuttan tíma til þess að henda farangrinum upp á herbergi og fá miðana okkar til að komast í höllina. Því næst fórum við beint aftur upp í rútu, sem fór með okkur að sérstökum bólusetningarvottorðatjöldum, þar sem við fengum armbönd til staðfestingar á fullri bólusetningu. Eftir það tók ég viðtöl við stuðningsmenn beggja liða, Íslands og Danmerkur. Sigurvissan var ríkjandi í báðum herbúðum, en ég verð að viðurkenna að hlutlægni mín sem blaðamaður var fokin út um gluggann á þessum tímapunkti. Ég var gíraður í íslenskan sigur. Þegar komið var að höllinni var það fyrsta sem ég hugsaði hvað hún væri ótrúlega stór. Það var hálf fáránleg tilhugsun að þetta risastóra mannvirki hverfðist um einn handboltavöll, sem er 40 sinnum 20 metrar. Í samanburðinum lítur Laugardalshöll svolítið út eins og bensínstöð úti á landi. MVM Dome höllin, lituð ungversku fánalitunum. Um er að ræða stærstu handboltahöll Evrópu.Tamas Kovacs/MTI via AP Stærðfræðidæmi sem ég vildi ekki reikna til enda Ég kom inn í höll í hálfleik á viðureign Frakka og Hollendinga, þar sem miðinn gilti fyrir alla leiki dagsins í höllinni. Staðan var 15 – 12, Frökkum í vil, en mér skildist að fyrri hálfleikurinn hefði verið nokkuð jafn. Hollendingar, sem fóru með okkur áfram í milliriðil, sáu hins vegar aldrei til sólar í síðari hálfleik. Frakkar settu í fimmta gír og enduðu á að vinna tíu marka sigur, 34 – 24. Hollensku leikmennirnir brostu reyndar út að eyrum eftir leik, og virkuðu bara ánægðir að vera í milliriðlinum. Þeir um það, íslensku stuðningsmennirnir vildu hins vegar sigur, enda var slagorð ferðarinnar „Ekkert kjaftæði!“ Eins og glöggir lesendur muna kannski þá unnum við Íslendingar eins marks sigur á Hollendingum í undanriðlinum, 29-28. Það var áður en veiran skæða tók sér bólfestu í íslenska hópnum og tók út eina sex leikmenn, marga afar mikilvæga. „Við áttum erfitt með Holland með fullskipað lið. Frakkland rústaði Hollendingum. Við mætum Frökkum á laugardaginn,“ hugsaði ég. Þetta var reikningsdæmi sem var ekki stemning fyrir að reiknað yrði til enda, þannig að ég hætti að spá í því, enda styttist óðfluga í stóru stundina. Frakkar fóru illa með Hollendinga með firnasterkri frammistöðu í seinni hálfleik. Hægra megin í stúkunni má sjá rautt mannhaf, þar er um að ræða stuðningsmenn Danmerkur. Þegar um klukkustund var í leik hafði Íslendingum í stúkunni fjölgað verulega. Höllin var ekki full, og því var fólk ekki bundið við sætin sem því var úthlutað. Íslenski hópurinn þjappaði sér nánast allur fyrir aftan markið sem Danirnir sóttu síðan á í fyrri hálfleik. Stemningin var að magnast upp, Sérsveitin var mætt og íslenskir söngvar farnir að óma um höllina. Þá mátti sjá nokkur kunnugleg andlit í stúkunni, meðal þeirra voru fyrrverandi landsliðsmennirnir Hreiðar Levý Guðmundsson, Bjarni Fritzson, Valdimar Grímsson og Kristján Arason. Með þeim síðastnefnda í för var eiginkona hans, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, en þau eru foreldrar Gísla Þorgeirs Kristjánssonar, sem gat ekki verið með vegna Covid-smits, illu heilli. Það var ekki laust við að maður fengi smá gæsahúð, að vera í stúkunni með jafnmörgum goðsögnum í íslensku handboltasögunni, í jafnmikilli stemningu og raun bar vitni. Þorgerður Katrín og Kristján Arason létu heyra vel í sér í stúkunni og hvöttu strákana áfram af miklum móð. Eitthvað lá í loftinu Íslenska liðið var kynnt inn á völlinn á undan því Danska. Ljósin voru dimmuð, hleypt af eldvörpum og alls konar gert til þess að búa til enn meiri stemningu. Danska liðinu var reyndar fagnað ívið meira, enda stuðningsmenn þeirra í höllinni fleiri. Miðað við höfðatölu sprengdu íslensku stuðningsmennirnir samt þakið af kofanum. Þjóðsöngur Dana var spilaður á undan okkar. Ég veit ekki hvort Danirnir geta kvartað, en Lofsöngurinn var í það minnsta spilaður allt, allt of hratt. Það var ekki séns að halda í við þessa útgáfu Ungverjanna. Því kláraðist hann fljótt og þá var ekkert eftir nema að flauta leikinn á. Það var mikið jafnræði með liðunum í upphafi, og Ísland komst þó nokkrum sinnum yfir, stundum tveimur mörkum. Lesendur geta líklega ímyndað sér hvað það gerði fyrir stemninguna í stúkunni, hjá hópi sem var svo gott sem nýlentur í Ungverjalandi og tilbúinn í slaginn. „Það er eitthvað í loftinu!“ Þessi orð heyrðust margoft sögð í stúkunni þegar leikurinn var bara nokkurra mínútna gamall. Í hvert skipti sem danska liðið skoraði þá svaraði Ísland, og staðan nokkuð vænleg fyrir strákana. Stuðningsmenn höfðu tröllatrú á því að strákarnir gætu klárað þetta, sem var ekker skrýtið. Þetta leit vel út. Það var svo þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, í stöðunni 15 – 12 fyrir Dani, sem stemningin tók aðeins að dala, og hugurinn fór með mann í ferðalag um hvað hefði getað gerst ef færri smit hefðu komið upp í okkar hóp. Hefði Bjöggi varið fleiri skot? Hefði Aron dregið vagninn og stappað stálinu í sína menn? Hefði Gísli látið dönsku varnarmennina finna fyrir því? Spurningar sem við fáum því miður ekki svarað. Undirritaður rakst á gamla vini úr framhaldsskóla í stúkunni, þau Viktor Pétur og Rannveigu. Viktor er einn besti vinur Gísla Þorgeirs og Rannveig er kærastan hans (Gísla, ekki Viktors). Það var því einstaklega svekkjandi fyrir þau að koma út, og sjá þá fréttirnar um að Gísli væri smitaður, þar sem hann hafði ekki greinst þegar þau fóru í loftið. Þau Þorgerður Katrín, Rannveig og Viktor Pétur hefðu helst viljað hafa sinn mann, Gísla Þorgeir Kristjánsson, með í leiknum gegn Danmörku. Í staðinn varði hann kvöldinu í einangrun. Haldið í vonina fram á síðustu stundu Í seinni hálfleik var svipað uppi á teningnum og í þeim fyrri. Liðin skiptust á að láta finna fyrir sér, en Danirnir hleyptu okkur aldrei upp að sér aftur. Við náðum einu sinni að minnka muninn í eitt mark, þegar um tuttugu mínútur voru eftir, og ég hélt að ég myndi missa heyrnina, svoleiðis var stemningin. „Ómar Ingi Magnússon skoraði mark. Gerði lítið úr dönsku varnarmönnunum! Frábær stemning í höllinni núna. ÍSLAND! ÍSLAND! Munurinn eitt mark,“ skrifaði Sindri Sverrisson í textalýsingu Vísis frá leiknum. Ég get tekið undir þetta, því á þessum tímapunkti var stúkan aftur farin að trúa því að Davíð gæti sigrað Golíat. „Það á að dæma okkur úr leik“ Þetta heyrði ég kallað einhvers staðar úr stúkunni þegar ákvörðun dómarans féll okkur ekki í vil. Ég treysti mér bara ekki til þess að meta hvort sú hafi verið raunin, enda mun meiri stemningsblaðamaður heldur en handboltablaðamaður. Ég skal þó segja að það virðist vera eilífðarvandamál í handboltanum hvað dómararnir eru of fljótir að flauta. Það vakti aldrei lukku meðal íslensku stuðningsmannanna. Skiljanlega. Frakkarnir fá að finna fyrir því Danirnir reyndust að endingu of stór biti fyrir strákana sem eftir stóðu og fengu þetta risavaxna verkefni í fangið. Þeir stóðu sig þrátt fyrir það með eindæmum vel og það var viðkvæðið í stúkunni. Fyrir leik höfðu svartsýnustu stuðningsmenn spáð yfir tíu marka tapi. Sú varð þó alls ekki raunin og stuðningsmenn fögnuðu strákunum okkar eins og sigurvegurum að leik loknum. Það er ljóst að stuðningurinn að baki liðinu er gríðarlegur og eflaust þarf að leita tæp 14 ár aftur í tímann, til Ólympíuleikanna 2008, til þess að finna viðlíka stemningu og er fyrir þessu móti. Framtíðin er sannarlega björt. Eftir leik var gleðin við völd hjá flestum, þrátt fyrir tapið. Stuðningsfólk íslenska liðsins tíndist út úr höllinni og inn í ungverska nóttina, sem var köld. Fjöldi fólks hafði raunar tekið ákvörðun um að vera áfram í Búdapest, í stað þess að fljúga heim síðdegis í dag. Undirritaður er þeirra á meðal. Þegar ég ræddi við fararstjóra Úrvals Útsýnar tjáði hún mér raunar að flugið heim í dag yrði afskaplega fáliðað. Stemningin hópnum greinilega bráðsmitandi, og talsvert skemmtilegra að smitast af henni en öðru sem er að ganga þessa dagana. Á leiðinni út úr höllinni heyrði ég síðan oftar en einu sinni frasa sem ég held að sé viðeigandi að verði lokaorð þessarar ferðasögu: „Við vinnum þá bara helvítis Frakkana!“
EM karla í handbolta 2022 Ungverjaland Íslendingar erlendis Handbolti Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira