EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: „Getum klárlega ekki spilað svona opna vörn á móti Hollendingunum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. janúar 2022 11:35 Íslenska vörnin þarf að passa sig á Kay Smits (nr. 31) en hann skoraði 11 mörk gegn Ungverjalandi. EPA-EFE/Tamas Kovacs Farið var yfir hollenska landsliðið í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar að loknum glæstum sigri á Portúgal í fyrstu umferð riðlakeppni EM í handbolta. Hvað þarf Ísland að varast í leik kvöldsins? „Það er algjört lykilatriði hvernig Elvar Örn (Jónsson) verður í næsta leik. Í Hollandi erum við að fara keppa við miðjumann sem er ekkert minna en stórkostlegur. Luc Steins er ofboðslega fljótur og það er ekkert smá verkefni fyrir Elvar Örn að vinna hann maður á mann ítrekað í leiknum,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson um verkefni kvöldsins. „Við getum klárlega ekki spilað svona opna vörn á móti Hollendingunum,“ bætti Róbert Gunnarsson við áður en Ásgeir Örn tók aftur orðið. „Við getum ekki byrjað þetta eins og gegn Portúgal. Svo í seinni hálfleik fórum við aðeins neðar, þéttum okkur dálítið og ég hugsa að það sé það sem ætti að vera uppleggið gegn Hollendingunum. Við verðum aðeins aftar.“ „Svo má ekki gleyma því að Hollendingar eru með rosalega flotta hægri skyttu sem spilar með Ómari Inga (Magnússyni) í Magdeburg. Það sýnir hversu vel Magdeburg er sett með örvhenta leikmann þar sem Kay Smits skoraði 11 mörk gegn Ungverjum. Var í Holstebro í Danmörku á sama tíma og ég var þar og spilaði stórkostlega með þeim,“ sagði Róbert Gunnarsson að endingu. Þátt EM-hlaðvarps Seinni bylgjunnar má hlusta á hér að neðan en umræðan um Holland byrjar eftir rétt tæplega 33 mínútur. Þar fara þeir Stefán Árni Pálsson, Ásgeir Örn og Róbert yfir málin. Leikur Íslands og Hollands hefst klukkan 19.30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Handbolti EM karla í handbolta 2022 Seinni bylgjan Tengdar fréttir EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar um Ómar Inga: Hann var alveg geggjaður í leiknum „Við höfðum áhyggjur af því í upphitunarþættinum að þetta yrði svolítið mikið á herðum Arons (Pálmarssonar, fyrirliða Íslands) en það var alls ekki tilfellið gegn Portúgal. Ómar Ingi (Magnússon) sem við vorum að kalla eftir steig upp og var ofboðslega flottur í þessum leik.“ 15. janúar 2022 23:01 EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: Slæmi kaflinn kom aldrei Ísland vann góðan fjögurra marka sigur á Portúgal í fyrsta leik Evrópumótsins í handbolta á föstudagskvöld. Hinn margumtalaði „slæmi kafli“ kom aldrei hjá íslenska liðinu. 15. janúar 2022 12:16 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
„Það er algjört lykilatriði hvernig Elvar Örn (Jónsson) verður í næsta leik. Í Hollandi erum við að fara keppa við miðjumann sem er ekkert minna en stórkostlegur. Luc Steins er ofboðslega fljótur og það er ekkert smá verkefni fyrir Elvar Örn að vinna hann maður á mann ítrekað í leiknum,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson um verkefni kvöldsins. „Við getum klárlega ekki spilað svona opna vörn á móti Hollendingunum,“ bætti Róbert Gunnarsson við áður en Ásgeir Örn tók aftur orðið. „Við getum ekki byrjað þetta eins og gegn Portúgal. Svo í seinni hálfleik fórum við aðeins neðar, þéttum okkur dálítið og ég hugsa að það sé það sem ætti að vera uppleggið gegn Hollendingunum. Við verðum aðeins aftar.“ „Svo má ekki gleyma því að Hollendingar eru með rosalega flotta hægri skyttu sem spilar með Ómari Inga (Magnússyni) í Magdeburg. Það sýnir hversu vel Magdeburg er sett með örvhenta leikmann þar sem Kay Smits skoraði 11 mörk gegn Ungverjum. Var í Holstebro í Danmörku á sama tíma og ég var þar og spilaði stórkostlega með þeim,“ sagði Róbert Gunnarsson að endingu. Þátt EM-hlaðvarps Seinni bylgjunnar má hlusta á hér að neðan en umræðan um Holland byrjar eftir rétt tæplega 33 mínútur. Þar fara þeir Stefán Árni Pálsson, Ásgeir Örn og Róbert yfir málin. Leikur Íslands og Hollands hefst klukkan 19.30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Handbolti EM karla í handbolta 2022 Seinni bylgjan Tengdar fréttir EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar um Ómar Inga: Hann var alveg geggjaður í leiknum „Við höfðum áhyggjur af því í upphitunarþættinum að þetta yrði svolítið mikið á herðum Arons (Pálmarssonar, fyrirliða Íslands) en það var alls ekki tilfellið gegn Portúgal. Ómar Ingi (Magnússon) sem við vorum að kalla eftir steig upp og var ofboðslega flottur í þessum leik.“ 15. janúar 2022 23:01 EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: Slæmi kaflinn kom aldrei Ísland vann góðan fjögurra marka sigur á Portúgal í fyrsta leik Evrópumótsins í handbolta á föstudagskvöld. Hinn margumtalaði „slæmi kafli“ kom aldrei hjá íslenska liðinu. 15. janúar 2022 12:16 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar um Ómar Inga: Hann var alveg geggjaður í leiknum „Við höfðum áhyggjur af því í upphitunarþættinum að þetta yrði svolítið mikið á herðum Arons (Pálmarssonar, fyrirliða Íslands) en það var alls ekki tilfellið gegn Portúgal. Ómar Ingi (Magnússon) sem við vorum að kalla eftir steig upp og var ofboðslega flottur í þessum leik.“ 15. janúar 2022 23:01
EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: Slæmi kaflinn kom aldrei Ísland vann góðan fjögurra marka sigur á Portúgal í fyrsta leik Evrópumótsins í handbolta á föstudagskvöld. Hinn margumtalaði „slæmi kafli“ kom aldrei hjá íslenska liðinu. 15. janúar 2022 12:16