Guðmundur Hrafn Arngrímsson

Fréttamynd

Upp­bygginga­skeiðin í Reykja­vík

Hrun í framleiðslu á húsnæði í Reykjavík sem byrjaði snemma síðastliðið haust virðist ætla að vera endalokin á því sem hefur verið kallað „mesta uppbyggingaskeið í Reykjavík frá upphafi”. Það hefur óneitanlega verið byggt mikið í borginni á síðustu árum enda verið eitt brýnasta verkefni borgaryfirvalda.

Skoðun
Fréttamynd

Öruggt hús­næði skiptir öllu

Öruggt og stöðugt húsnæði skiptir öllu máli í þroska og heilbrigði einstaklinga og fjölskyldna. Öryggi og stöðugleiki í húsnæðismálum er því eitt stærsta og mikilvægasta lýðheilsuverkefnið í okkar samtíma. Hvernig okkur tekst til ræður úrslitum um heilbrigði samfélagsins til bæði styttri og lengri tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Skriðið heim í lok dags

Í gærmorgun fór fram húsnæðisþing á vegum Húsnæðis og mannvirkjastofnunar sem bar heitið "Heimili handa hálfri milljón". Frummælandi á þinginu var Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra en þar kynnti hann stefnu stjórnvalda í húsnæðismálum, einu ferðina enn.

Skoðun
Fréttamynd

Aðför að leigjendum

Nýlega birtist í samráðsgátt stjórnvalda tillögur að breytingum á húsaleigulögum. Eru tillögurnar alls fjórar og byggðar á vinnu starfshóps innviðaráðherra um endurskoðun húsaleigulaga. Var starfshópurinn skipaður í maí 2022 og er einn af þremur starfshópum sem varða leigjendur á vettvangi húsnæðismála sem starfað hafa frá því ársbyrjun í fyrra. Er þá fjöldi starfshópa á vegum stjórnvalda um húsnæðismál frá aldamótum að nálgast sextíu.

Skoðun
Fréttamynd

Blessað sé miskunnarleysið á leigumarkaði

Fjölskyldur sem stóðu á brún hyldýpis hið örlagaríka ár 2008 var skipulega ýtt framaf og í frjálst fall til glötunnar á leigumarkaði. Í fallinu baða leigjendur út örmum sínum og fálma eftir börnunum, framtíðinni og voninni, öskra eftir hjálp og leita allra leiða til að draga úr hraðanum því botninn leynist í myrkrinu og hann veit á skjótann dauða. Angistaróp leigjenda hafa verið undirspil fundanna í stjórnarráðinu í einn og hálfan áratug og á einhvern óskiljanlegan hátt hefur það einungis aukið á forherðingu stjórnvalda og skeytingarleysi gagnvart þeim.

Skoðun
Fréttamynd

Húsa­leiga hefur hækkað tvö­falt meira en verð­lag, ..sem er furðu gott!

Húsnæðis og mannvirkjastofnun birti í gær nýja mánaðarskýrslu um stöðuna á húsnæðismarkaði, einu mikilvægasta viðfangsefni samtímans. Í skýrslunni er dregin upp greining á stöðunni, bæði á leigu- og kaupendamarkaði. Sú greining sem kemur frá stofnunni gefur annað hvort tilefni til viðbragða stjórnvalda eða ekki og hefir því mikil áhrif. Það er þess vegna mikilvægt að greining og framsetning sé vel unnin og að ekki þurfi að efast um heilindi né tilgang í framsetningu.

Skoðun
Fréttamynd

Lág­launa­fólk og leigu­markaðurinn

Stærsti hluti láglaunafólks á Íslandi býr á leigumarkaði og hefur húsnæðiskostnaður þeirra aukist mikið umfram laun síðastliðinn áratug. Frá árinu 2011 hefur til dæmis álag húsaleigu á lágmarkslaun aukist að minnsta kosti um 15% þ.e. hlutfall lágmarkslauna sem fer í húsaleigu.

Skoðun
Fréttamynd

Inn­viða­ráð­herra vill styrkja stöðu leigu­sala

Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra innviðamála hefur nú í þriðja sinn lagt fram frumvarp um breytingu á húsaleigulögum sem kveður á um skráningaskyldu á leigusamningum og um breytingu á leigufjárhæð. Í frumvarpinu er einnig kveðið á um breytingar á 37. gr núverandi húsaleigulaga um sanngjarna húsaleigu.

Skoðun
Fréttamynd

Hversu mörg ljós viltu slökkva herra borgar­stjóri?

Á föstudaginn síðasta var haldinn kynningarfundur um húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík. Var fundurinn sem haldinn var í Tjarnarsal ráðhússins vel sóttur af hagsmunaaðilum í húsnæðis- og mannvirkjageiranum. Bar fundurinn yfirskriftina “Hvernig byggjum við lífsgæðaborg?”

Skoðun
Fréttamynd

Er verið að hafa okkur að fíflum?

Í dag kynnir borgarstjórn Reykjavíkur fyrirætlanir sínar um svokallaða lífsgæðaborg. Á fundinum verður farið yfir þann fjölda íbúða sem eru í byggingu í Reykjavík og húsnæðsistefnuna almennt.

Skoðun
Fréttamynd

Sitt­hvað um hunda, en ekkert um leigj­endur

Samstarfssáttmáli nýs borgarstjórnarmeirihluta leit dagsins ljós í gær eftir tæplega þriggja vikna yfirlegu og samtal. Það var tilefni til þess að vera vongóður fyrir hönd leigjenda þegar þessar viðræður hófust stuttu eftir kosningarnar 14. maí.

Skoðun
Fréttamynd

Opið bréf til ráð­herra frá leigj­endum

3. apríl 2019 tilkynnti ríkisstjórn Ísland um aðgerðir ríkisvaldsins til stuðnings kjarasamningum, sem síðan hafa verið kallaðir Lífskjarasamningar. Í yfirlýsingunni ríkisstjórnarinnar var því lofað að koma á leigubremsu og að stuðningur við hagsmunasamtök leigjenda yrði aukinn.

Skoðun
Fréttamynd

Makinda­leg á frotté­sloppnum

Á síðasta áratug hefur ástand á leigumarkaði farið síversnandi. Leiguverð á Íslandi hefur hækkað 104% eða sjö sinnum meira en leiguverð á meginlandi Evrópu. Frá árinu 2005 hafa 67% af öllu fasteignum farið til eignafólks og fyrirtækja sem sækja sem aldrei fyrr inn á leigumarkaðinn í leit að góðri ávöxtun.

Skoðun
Fréttamynd

Kveðja og hvatning frá leigj­endum

Nú að loknum borgarstjórnarkosningum þá er tilefni til að fara yfir atburði liðinna vikna og það sem gæti verið í vændum fyrir þær tugþúsundir fjölskyldna á höfuðborgarsvæðinu sem þurfa að lúta lögmálum hins villta leigumarkaðar.

Skoðun
Fréttamynd

Jæja þá er partýið búið!

Græðgin getur stundum komið í bakið á fólki, er það ekki? Nú síðustu 10 árin hafa fjármagnseigendur gengið sífellt harðar fram í okri á fátækasta fólki landsins og með því að skattleggja almenning í gegnum húsnæðisstyrki, en þeir renna beint í vasann þeirra og viðhalda sjálfdæmi í verðlagningu og okri.

Skoðun
Fréttamynd

Fátækrabætur fyrir leigusalann leysir þig úr ánauð

Nú er árstíð vors og rísandi sólar, þegar við finnum þörf fyrir að taka almennilega til í kringum okkur, bæta virkni og gæði þess sem við búum við. Þetta er sannarlega tími samkenndar, kærleiks og umhyggju, góðra hugmynda og góðra verka. Sumarið er tíminn.

Skoðun
Fréttamynd

Leigu­þak er líka gott fyrir fast­eigna­kaup­endur!

Á samfélagsmiðlum eru nokkrir hópar þar sem fólk kemur saman og gefur hvort öðru góð fjárfestingaráð. Þar ægir saman þúsundum einstaklinga sem deila reynslu sinni og innsýn í hvernig best sé að ávaxta sparifé sitt og lífeyri.

Skoðun
Fréttamynd

Leigj­enda­sam­tökin lýsa yfir neyðar­á­standi á leigu­markaðnum

Leigjendasamtökin lýsa yfir neyðarástandi á leigumarkaðnum, ennfremur hvetja samtökin stjórnvöld til að setja neyðarlög fyrir húsaleigumarkaðinn. Mikilvægt er að það verði gert til að verja stríđshrjáð flóttafólk, leigjendur og þá sem þurfa að búa sér heimili á leigumarkaði fyrir óheftu okri og fyrirsjáanlegum hækkunum á húsaleigu verði ekkert að gert.

Skoðun
Fréttamynd

Reykjavíkurborg sektuð um 24,5 milljarða

Ef Reykjavík væri borg í Frakklandi, eða ef frönsku sjómennirnir og nunnurnar hefðu náð að setja almennilegt mark á okkur sem samfélag, væri Reykjavíkurborg sektuð um 24.5 milljarða af ríkinu á hverju ári vegna vanrækslu og ábyrgðarleysis í húsnæðismálum.

Skoðun