
Bestu mörkin

Bestu mörkin um botnslaginn: „Það var skjálfti beggja vegna“
Farið var yfir gengi Fylkis í Bestu deild kvenna í fótbolta í síðasta þætti Bestu markanna. Liðið hefur ekki unnið leik síðan í 3. umferð eða þann 2. júní síðastliðinn.

Helena hefur áhyggjur af FH sem gæti misst öfluga leikmenn
Bestu mörkin ræddu FH liðið og framtíð þess eftir skell á heimavelli á móti Breiðabliki í tólftu umferð Bestu deildar kvenna.

Besta upphitunin: Þetta var sjokk en þéttir hópinn
Helena Ólafsdóttir og Mist Rúnarsdóttir fengu til sín góða gesti í nýjasta upphitunarþætti Bestu markanna þar sem hitað var upp fyrir 12. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta.

Finnst það gleymast að dómarar eigi að vernda leikmenn
Bestu mörkin fengu ekki mörg mörk í elleftu umferð Bestu deildar kvenna en það var þeim mun meira af vafaatriðum þegar kom að dómgæslu í þessum leikjum. Sérfræðingarnir ræddu dómgæsluna í kvennadeildinni.

„Eru örugglega að leita sér að einhverju fersku“
Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Bestu mörkunum ræddu framtíð Sigdísar Evu Bárðardóttur, átján ára framherja Víkings, en hún gæti verið á förum úr Víkinni á næstu vikum.

Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Bestu mörkin
Ellefta umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta klárast í dag og hún verður gerð upp í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í kvöld.

„Við Olla erum enn vinkonur, er það ekki?“
„Ég er bara alltaf kölluð Olla, af öllum einhvern veginn,“ sagði Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, framherji Breiðabliks og Harvard-háskólans í Bandaríkjunum, en hún sleit nýverið krossband í hné og verður frá það sem eftir lifir leiktíðar í Bestu deild kvenna í fótbolta.

Dæla út bestu kvennaleikmönnum sögunnar en fáir mæta
Þorkell Máni Pétursson var gestur Helenu Ólafsdóttur í upphitunarþætti Bestu-markanna í dag. Þar fóru þau saman yfir næstu umferð í deildinni en tíunda umferðin verður leikin í kvöld og á morgun.

„Þá er komið hættulegt ástand fyrir þessi stóru lið“
Víkingskonur urðu þær fyrstu til að vinna topplið Breiðabliks í Bestu deild kvenna í sumar í síðustu umferð og Bestu mörkin ræddu þennan óvænta en frábæra sigur Vikingsliðsins.

Bestu mörkin: ÞórKA er alvöru lið byggt upp af heimastelpum
Þór/KA stelpur unnu sinn sjöunda sigur í níu leikjum í Bestu deild kvenna í sumar í síðustu umferð og starfið fyrir norðan fékk mikið hrós í Bestu mörkunum í gær.

„Held það geri okkur að betri leikmönnum“
„Jú, það er svolítið erfitt að bera sig ekki við systur sína þegar maður er í sömu deild og sömu stöðu en ég held að það geri okkur að betri leikmönnum,“ sagði Birta Guðlaugsdóttir aðspurð hvernig það er að eiga systur sem er einnig markvörður.

Margrét Lára: Breiðablik með öflugasta liðið
Blikakonur eru með fullt hús á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta eftir átta sigra í fyrstu átta leikjum sínum. Bestu mörkin ræddu Blikaliðið og þá sérstaklega breiddina hjá sóknarmönnum liðsins.

„Ef hún andar inn á vellinum þá skorar hún“
Sandra María Jessen varð um helgina sú fimmtánda í sögunni til að skora hundrað mörk í efstu deild kvenna í fótbolta.

Glódís og Sveindís hita upp fyrir Bestu-deildina: „Hún ákvað að verða Messi“
Landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir hituðu upp fyrir sjöundu umferð Bestu-deildar kvenna sem fram fer á morgun, laugardag.

„Margir hlutir sem spila inn í en fyrst og fremst þessi hefð og menning“
Helena Ólafsdóttir fékk til sín keppnisgesti til að hita upp fyrir 6. umferð Bestu deildar kvenna. Rakel Logadóttir, fyrrum leikmaður Vals og Ásthildur Helgadóttir, fyrrum leikmaður Breiðabliks, settust í settið ásamt sérfræðingnum Mist Rúnarsdóttur.

Margrét Lára: Mér finnst hún hafa verið stórkostleg
Breiddin hjá kvennaliði Breiðabliks var til umræðu í Bestu mörkunum í gær en Blikakonur hafa unnið fimm fyrstu leiki sína og það með markatölunni 16-1.

„Sá að þeim leið aldrei illa“
Bestu mörkin ræddu þann ávana Íslandsmeistaranna af Hlíðarenda að lenda alltaf undir í sínum leikjum. Það hefur þó ekki komið að sök, að minnsta kosti ekki hingað til.

„Við erum allar að læra þetta“
Helena Ólafsdóttir fékk til sín góða gesti í upphitunarþætti fyrir fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Þær Barbára Sól Gísladóttir og Heiða Ragney Viðarsdóttir úr Breiðabliki mættu í sófann til hennar, ásamt sérfræðingnum Mist Rúnarsdóttur.

Besta upphitunin: „Finn ekki fyrir pressunni“
Venju samkvæmt þá mun Helena Ólafsdóttir hita upp fyrir allar umferðirnar í Bestu deild kvenna.

Gáttaðar á því að fyrirliði Víkings var settur á bekkinn
Víkingskonur eru þegar búnir að missa einn fyrirliða frá sér á vormánuðunum þegar Nadía Atladóttir fór í Val og í annarri umferð Bestu deildarinnar var fyrirliði liðsns settur á varamannabekkinn. Sérfræðingarnir í Bestu mörkunum voru gáttaðir á þessu.

„Nú verður Edda brjáluð þegar ég hitti hana næst“
Breiðablikskonur sitja í efsta sæti Bestu deildar kvenna eftir tvo 3-0 sigra í fyrstu tveimur umferðunum. Sex stig og markatalan 6-0. Bestu mörkin ræddu þessa byrjun Blikaliðsins og staðan segir ekki allt.

„Hún á eftir að fá að skína aðeins meira“
Margrét Lára Viðarsdóttir og Sif Atladóttir töluðu báðar vel um Víkingsliðið sem vann Stjörnuna í fyrsta leik sínum í Bestu deild kvenna í sumar.

Arna Sif valin best: Það er mjög þægileg orka að ganga inn í
Bestu mörkin á Stöð 2 Sport völdu Örnu Sif Ásgrímsdóttur besta leikmann Bestu deildar kvenna í fótbolta í sumar en þetta er annað árið í röð sem Arna Sif fær þessi verðlaun frá þættinum.

Besta upphitunin: Sigur eða fall hjá Keflvíkingum
Fallbaráttan verður í algleymingi á morgun þegar lokaumferð úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar kvenna fer fram. Þrjú lið eru í fallhættu.

Landsliðsmenn mættust í Besta þættinum
Þáttur fjögur af Besta þættinum er kominn út en þar mættust landsliðsmennirnir Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Ingvi Traustason í skemmtilegri viðureign á milli Fram og Keflvíkur. Með Herði var bróðir hans Hlynur Atli Magnússon fyrirliði Fram og með Arnóri var Kristrún Ýr Holm fyrirliði Keflavíkur.

Bestu mörkin um Huldu Ósk og Söndru Maríu: Eins og gott Malt og Appelsín
Farið var yfir stöðu mála hjá Þór/KA í síðasta þætti Bestu markanna. Liðið gerði markalaust jafntefli við Tindastól í lokaumferð hefðbundinnar deildarkeppni Bestu deildar kvenna í fótbolta. Þór/KA er því í 6. sæti og fer í efri úrslitakeppnina þar sem efstu sex liðin mætast innbyrðis, neðst fjögur gera svo slíkt hið sama.

Bestu mörkin: Tap í bikarúrslitum gerði útslagið í titilbaráttu Blika
Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar Bestu markanna gerðu upp tímabilið hjá hverju liði fyrir sig í þætti gærkvöldsins eftir að lokaumferð Bestu-deildar kvenna fyrir tvískiptingu fór fram. Breiðabliki hefur fatast flugið í síðustu leikjum og liðið er nú átta stigum á eftir toppliði Vals.

„Allavega vill maður geta leikið sér við börnin sín í framtíðinni“
Á sunnudag fer 18. umferð í Bestu deild kvenna í knattspyrnu fram. Um er að ræða síðustu umferð hefðbundinnar deildarkeppni áður en tvískipting á sér stað. Að því tilefni fékk Helena Ólafsdóttir til sín góðan gest, Mist Edvardsdóttur – fyrrverandi leikmann Vals, KR og Aftureldingar hér á landi.

„Skil ekki alveg teiknimyndina sem er í Kópavogi“
Bestu mörkin gagnrýna gluggann hjá kvennaliði Breiðabliks sem hefur ekki styrkt sig neitt að ráði fyrir lokabaráttuna um Íslandsmeistaratitilinn þrátt fyrir að vera að missa leikmenn í meiðsli og út í skóla til Bandaríkjanna.

„Þegar það er verið að mismuna stelpum þá þarf að segja eitthvað“
„Þetta er búinn að vera minn skemmtilegasti tími í þjálfun í fótboltanum. Ég mæli með því að fleiri þjálfarar taki sig til og þjálfi kvennaliðin,“ segir Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, í ítarlegu spjalli við Helenu Ólafsdóttur í upphitun fyrir 15. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta.