Solid Clouds

Fréttamynd

Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds

Egill Örn Sigurjónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Solid Clouds hf. framleiðanda tölvuleiksins Starborne Frontiers. Hann tekur við starfinu af Stefáni Gunnarssyni sem gegnt hefur starfinu undanfarin ár en lét af störfum í síðustu viku með samkomlagi við stjórn Solid Clouds.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flaug alla leið frá Ástralíu til að heim­sækja Eiðis­torg

Tom er stjarneðlisfræðingur og einn hæfileikaríkasti spilari í heimi í íslenska tölvuleiknum Starborne: Frontier. Tom er búsettur í Adelaide í Ástralíu og flaug alla leiðina til Íslands til þess að heimsækja félaga sína hjá tölvuleikjafyrirtækinu Solid Clouds á Eiðistorgi og hitta aðra spilara leiksins.

Lífið
Fréttamynd

Jóhann Ingi frá Solid Clouds til Dokobit

Jóhann Ingi Guðjónsson hefur verið ráðinn markaðs- og samskiptastjóri hjá Dokobit sem er leiðandi fyrirtæki á Íslandi í að bjóða upp á rafrænar undirskriftir og meðferð rafrænna gagna. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýja flaggskipið höfðar vel til karlmanna

Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Solid Clouds hefur gefið út nýjan alþjóðlegan tölvuleik sem gerist í geimnum. Solid Clouds var skráð í íslensku kauphöllina í júní í fyrra og heldur nú úti tveimur tölvuleikjum en þessi nýjasti á að vera flaggskipið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Solid Clouds opinbera annan leik fyrirtækisins

Forsvarsmenn íslenska leikjafyrirtækisins Solid Clouds ætla að forsýna nýjasta leik fyrirtækisins á næstu dögum. Starborne Frontiers er annar tölvuleikur félagsins og verður hann opinberaður á fjárfestadegi Solid Clouds þann 1. desember.

Leikjavísir
Fréttamynd

Verðmetur Solid Clouds á tvo milljarða

Jakobsson Capital verðmetur tölvuleikjafyrirtækið Solid Clouds á um tvo milljarða króna eða 10,9 krónur á hlut. Það er um þriðjungur yfir markaðsvirði. Gert er ráð fyrir að helmings líkur séu á að nýi leikurinn muni ganga eins og vonast er til.

Innherji
Fréttamynd

Hlutafjárútboð Solid Clouds hafið

Klukkan tíu hófst hlutafjárútboð í íslenska tölvuleikjafyrirtækinu Solid Clouds hf. Útboðið hefst örfáum dögum eftir að tilkynnt var um næsta tölvuleik úr smiðju fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Viðskipti innlent