Hamar

Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus
Hamar/Þór og KR unnu bæði stórsigra í fyrsta leiknum í einvígum liðanna í úrslitakeppninni um eitt laust sæti í Bónus deild kvenna í körfubolta á næstu leiktíð.

Uppgjörið: Grindavík - Hamar/Þór 91-90 | Grindavík í úrslitakeppnina eftir rafmagnaðar lokamínútur
Grindavík vann eins nauman sigur á Hamar/Þór og hugsast getur. Með því tryggði liðið sér sæti í úrslitakeppni Bónus-deildar kvenna í körfubolta. Hamar/Þór er á sama tíma á leið í umspil um að halda sæti sínu í deildinni.

„Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn“
„Já, ég held það,“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur hvort það hafi truflað hans lið að fyrir leikinn gegn Hamri/Þór bjuggust flestir við sigri hjá sjóðheitu liði Njarðvíkinga. Njarðvík hafði sigur að lokum eftir æsispennu á síðustu sekúndunum.

Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn
Njarðvík er komið í úrslitaleik VÍS-bikars kvenna í körfubolta eftir 84-81 sigur á Hamri/Þór í undanúrslitaleik. Leikurinn væri æsispennandi og Hamar/Þór fékk tækifæri til að jafna metin í lokasókn sinni en tókst ekki.

„Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“
Hamar/Þór vann í kvöld mikilvægan sigur gegn Stjörnunni 72-78. Lokamínúturnar voru gríðarlega spennandi en Hákon Hjartarson þjálfari liðsins var ánægður með frammistöðu sinna kvenna.

Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri
Hamars/Þórs konur sóttu tvö stig í Garðabæinn í neðri hluta Bónus deildar kvenna í körfubolta í kvöld en þær unnu þá Stjörnuna 78-72.

Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins
Hamar/Þór tók á móti Tindastól í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í dag þegar Bónus deild kvenna neðri hluta fór fram. Hamar/Þór gátu lyft sér upp úr fallsæti með sigri í dag á meðan Tindastóll gat styrkt stöðu sína efstar í neðri hluta. Það voru Hamar/Þór sem fóru með góðan sigur í dag 77-72 og trygðu um leið að þær myndu ekki eiga möguleika á að falla beint úr deildinni.

Aþena vann loksins leik
Botnlið Bónus deildar kvenna í körfubolta, Aþena, vann loks leik þegar liðið sótti Hamar/Þór heim. Sigurinn var eins naumur og hægt var, lokatölur 87-88.

Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum
Valur sótti sex stiga sigur, 83-89, í heimsókn sinni til Hamars/Þórs í Þorlákshöfn í átjándu umferð Bónus deildar kvenna. Sigurinn skaut Valskonum upp í efri hlutann en Hamar/Þór situr í níunda sæti deildarinnar sem skiptist nú til helminga.

Háspennuleikir á Akureyri og Króknum
Það voru vægast sagt spennandi leikir sem fóru fram í Bónus deild kvenna í körfubolta á Akureyri og Sauðárkróki í dag.

Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór
Njarðvík vann góðan útisigur á Hamar/Þór í Bónus-deild kvenna í kvöld. Gestirnir brutu 100 stiga múrinn og heimaliðið var ekki langt frá því.

Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna
Toppbarátta Bónus-deildar kvenna í körfubolta er galopin eftir sigur Þórs Akureyrar á toppliði Hauka. Þá vann Keflavík sjö stiga sigur á Hamar/Þór.

Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða
Ármann og Hamar/Þór áttust við í 8-liða úrslitum VÍS-bikars kvenna í kvöld. Ármann sem er á toppi 1. deildar, var þegar búið slá Bónus-deildarlið Aþenu út í 16-liða úrslitum. Það var þó aldrei líklegt í kvöld að leikurinn yrði endurtekinn þar sem Hamar/Þór vann leikinn 65-94. Sannfærandi sigur og þær eru komnar í undanúrslit.

Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra
Njarðvík og Stjarnan unnu bæði öfluga útisigra í Bónus-deild kvenna í körfubolta í kvöld.

Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs
Hamar/Þór sótti tvö stig í Smárann í kvöld í Bónus deild kvenna í körfubolta eftir frábæran endurkomusigur á Grindavík, 80-76.

Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið
Hamarsmenn eru komnir upp að hlið Ármenningum á toppi 1. deildar karla í körfubolta eftir ellefu stiga sigur í toppslagnum í kvöld.

Haukar og Hamar/Þór með góða sigra
Haukar og Hamar/Þór unnu góða sigra í Bónus-deild kvenna í körfubolta í dag. Haukar lögðu Stjörnuna örugglega á meðan Hamar/Þór vann nýliðaslaginn gegn Aþenu.

Norðankonur áfram fullkomnar á heimavelli
Þór Akureyri hélt sigurgöngu sinni áfram á heimavelli sínum í Bónus deildar kvenna í körfubolta í kvöld.

Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld
Haukar komust aftur á sigurbraut í Bónus deild kvenna í körfubolta með stórsigri á nýliðum Hamars/Þórs í kvöld en leikurinn var spilaður í Þorlákshöfn í kvöld.

Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð
Eftir fjögur töp í röð vann Valur 23 stiga sigur á Hamri/Þór, 82-59, í 9. umferð Bónus deildar kvenna í körfubolta í kvöld.

Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð
Njarðvíkurkonur eru komnar á mikla siglingu í Bónus deild kvenna í körfubolta en þær unnu fjórða sigur sinn í röð í kvöld.

Suðurnesjaliðin með góða sigra
Njarðvík og Keflavík unnu bæði góða sigra í Bónus-deild kvenna í dag. Liðin eru í humátt á eftir Haukum í toppbaráttu deildarinnar.

Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag
Grannar tókust á í Hveragerði í kvöld þegar Hamar mætti Selfossi í 1. deild karla í körfubolta. Hamarsmenn unnu öruggan tuttugu stiga sigur, 105-85.

Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn
Sameiginlegt lið Hamars frá Hveragerði og Þórs frá Þorlákshöfn, Hamar/Þór, gerði sér lítið fyrir og sóttu sigur í Garðabæinn þegar liðið lagði Stjörnuna með tveggja stiga mun í Bónus-deild kvenna í körfubolta, lokatölur í Garðabæ 82-84.

Grindavík lagði nýliða Hamars/Þórs með 46 stigum
Það verður seint sagt að leikur Hamars/Þórs og Grindavíkur í 4. umferð Bónus-deildar kvenna í körfubolta fari í sögubækurnar fyrir spennustig. Gestirnir í Grindavík unnu 46 stiga sigur, lokatölur 51-97.

Þegar pólitík hindrar framför
Það fór ekki fram hjá mörgum er Hamarshöllin í Hveragerði skemmdist og fauk í óveðri í febrúar 2022. Endurreisn hallarinnar og þeirrar aðstöðu sem hún bauð upp á varð að kosningamáli í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor.

Hamar/Þór hafði betur í nýliðaslagnum
Hamar/Þór hafði betur í nýliðaslag Bónus-deildar kvenna í körfubolta þegar liðið sótti Aþenu heim í kvöld, lokatölur 85-97 .

Beeman með sýningu í fyrsta sigri nýliðanna
Hamar/Þór tók á móti Þór frá Akureyri í annarri umferð Bónus deildar kvenna í kvöld. Svo fór að heimaliðið vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu, 95-91 eftir æsispennandi leik.

Fær Njarðvík frekar stimpilinn?
Þrátt fyrir að Njarðvík sé ekki sérstaklega tilgreind í tölum Hagstofunnar um mannfjölda í byggðakjörnum landsins, heldur skilgreind sem hluti af Reykjanesbæ, þá er vel hægt að nota aðra skilgreiningu en Hagstofan og segja að Njarðvík sé stærsti byggðakjarni Íslands sem aldrei hefur átt lið í efstu deild karla í fótbolta.

Færir sig á milli liða á Suðurlandinu
Franski bakvörðurinn Franck Kamgain mun spila áfram í Bónus deildinni í körfubolta þrátt fyrir að hafa fallið niður í 1. deild með Hamri á síðustu leiktíð.