Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Við tölum oft um bestu útgáfuna okkar. Þessa eftirsóttu útgáfu sem gerir okkur sterkari, hamingjusamari, kátari og svo framvegis. Best í samskiptum, best í að nýta styrkleikana okkar og svo framvegis og svo framvegis. Áskorun 21.4.2025 08:01
Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ „Er þetta fólk ekki bara farið yfir um? hugsaði ég alltaf,“ segir Daníel Rafn Guðmundsson og hlær. Áskorun 20.4.2025 08:02
Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Það er allt fullt af blóði. Eins og blóðið fossi úr hesti frekar en manneskju. Anna hleypur frá svefnherberginu og inn á klósett. Grátandi af hræðslu og í geðshræringu ; Er dóttirin dáin eða get ég reynt að þrýsta á og framkalla fæðingu strax; Næ ég að bjarga henni? hugsar hún. Áskorun 18.4.2025 08:00
Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Á nýju ári eru það ófáir sem setja sér einhver markmið. Oft heilsutengd í janúar en líka stærri markmið; um vinnuna, ástina, heimilið, nýja og gamla drauma, ferðalög og svo framvegis. Áskorun 30. desember 2024 07:00
Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ „Einangrunin er að setjast inn. Öll rútína daglegs lífs er farin út um gluggann. Það er ekkert að gera nema hugsa og hafa áhyggjur af öllu saman,“ segir í dagbók Karitas Nínu Viðarsdóttur. Áskorun 28. desember 2024 08:02
Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” „Flestir nemendur voru þó jákvæðir en allan morguninn voru skjálftarnir í bakgrunninum og skólinn hristist endalaust. Á tímabili voru skjálftarnir svo margir að mér leið eins og ég væri á skipi sem ruggaði fram og til baka, mér varð óglatt.“ Áskorun 25. desember 2024 08:00
Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ „Það fer nú eiginlega eftir því hvernig við skilgreinum rangur maki. “ svarar Kristín Tómasdóttir fjölskyldumeðferðarfræðingur í upphafi samtals um val á réttum eða röngum maka. Áskorun 22. desember 2024 08:02
Skýringar á jólastressinu margvíslegar Þótt aðventan sé svo sannarlega tími til að njóta og jólin tími samveru fjölskyldu og vina fyrst og fremst, felur desember þó meira í sér fyrir marga: Já við erum að tala um jólastressið. Áskorun 13. desember 2024 07:03
Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ „Það var Egyptaland sem skilaði mér heim í dálítilli rúst. Ég einfaldlega missti trúna á mannkyninu og hef aldrei kært mig um að hafa það eftir sem ég sá og heyrði þar. En get sagt að hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar,“ segir Helena Jónsdóttir þegar hún rifjar upp tímann sem hún starfaði með Læknum án landamæra í Egyptalandi. Áskorun 8. desember 2024 08:02
Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ „Þegar fólk hefur verið saman í áratugi er ekkert ólíklegt að ýmislegt hafi safnast í gremjubankann í gegnum tíðina,“ segir Íris Eik Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi fjölskyldu- og sálfræðiþjónustunnar Samskiptastöðin. Áskorun 17. nóvember 2024 08:01
Kaupmálar 50+: „Mér finnst uppkomin börn oft ansi frek til fjárins“ „Því miður hef ég þó séð það of oft að uppkomin börn eru með slíka afskiptasemi fjármálum foreldra að eiginleg samskipti foreldra og barna verða óeðlileg, vegna peninga og væntra arfshluta. Hið rétta er þó að í lifanda lífi, eru peningamál foreldra almennt þeirra eigin mál,“ segir Pétur Steinn Guðmundsson, lögmaður hjá Deloitte Legal og sérfræðingur í skattamálum. Áskorun 27. október 2024 08:02
Framhald: „Málið er að mig langar ekki til að deyja“ „Málið er að mig langar ekki til að deyja. Ef þetta er einhver sofandi risi, þá er ég ekki að fara að láta pota í hann og mögulega vekja,“ segir dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, íþróttagarpur, sauðfjárbóndi og skólastjóri, til útskýringar á því að það sé víst hægt að skoða það eitthvað sérstaklega, hvers vegna krabbameinið er ekkert að láta á sér kræla lengur. Áskorun 13. október 2024 08:02
„Það er galið að sjá fimm manna fjölskyldu sitja saman en öll í símanum“ „Oft snýst málið um flókin samskipti. Eða jafnvel samskiptaleysi,“ segir Sunna Ólafsdóttir fjölskyldufræðingur, EMDR meðferðaraðili og klínískur félagsráðgjafi hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni. Áskorun 29. september 2024 08:02
Þráhyggja og árátta: „Er ég barnaníðingur? Slökkti ég örugglega á eldavélinni?“ „Við fáum öll óþægilegar hugsanir öðru hvoru. Sumar eru virkilega ógeðfelldar eins og að henda ungabarninu sínu í gólfið eða farþega út úr bíl á ferð,“ segir Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni og útskýrir að þótt hugsanirnar séu ógeðfelldar, þá sé eðlilegt að þær skjóti stundum upp kollinum. Áskorun 8. september 2024 08:02
50+: Að sporna við áhyggjum af eldri eða fullorðnum börnum Eflaust telja flestir ungir foreldrar að áhyggjur af börnunum þeirra minnki með aldrinum. Svona að því gefnu að allt sé að ganga vel: Börnin fullorðnast, klára sitt nám, stofna til sinnar eigin fjölskyldu eða parsambands og svo framvegis. Áskorun 5. september 2024 07:03
50+: Samlokukynslóðin að missa svefn af álagi Þótt umræðan snúist oft um leikskólabörnin eða barnafjölskyldur, er álagið ekkert síður á þann hóp fólks sem telst til samlokukynslóðarinnar. Áskorun 21. ágúst 2024 07:01
Sjálfið okkar: „Mér tekst þetta örugglega ekki“ „Ég sótti um starfið en fæ það örugglega ekki.“ „Ég ákvað að slá til en veit auðvitað að það er vonlaust.“ „Ég get þetta pottþétt ekki.“ Áskorun 8. ágúst 2024 07:00
50+: Algeng einkenni miðlífskrísunnar Það er engin ein tegund til af miðlífskrísu fólks. Og sem betur fer er þetta ekki krísa sem allir upplifa. Langt því frá. Áskorun 29. júlí 2024 07:00
50+: Neikvæð líkamsvitund algengari Útlits- og æskudýrkun er að hafa umtalsverð áhrif á líðan fólks í 50+ hópnum. Þannig sýna rannsóknir að síðustu tuttugu árin, hefur neikvæð líkamsvitund aukist jafnt og þétt hjá þessum aldurshópi. Áskorun 15. júlí 2024 07:01
50+ : Algengustu mistök hjóna Það er margt öðruvísi í lífinu eftir fimmtugt. Flestir búnir að koma sér nokkuð vel fyrir, vita fyrir hvað þau standa og nokkuð upplýst um hvar helstu áherslurnar liggja. Áskorun 9. júlí 2024 07:01
Framhjáhöld: Annar rannsóknarlögga en hinn í hundakofann „Sá sem verður fyrir því að makinn heldur framhjá vill fá að skoða alla þætti málsins aftur og aftur og ítrekað og oftar en ekki fer þessi aðili í rannsóknarlögguhlutverk um tíma,“ segir Íris Eik Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi fjölskyldu- og sálfræðiþjónustunnar Samskiptastöðin. Áskorun 30. júní 2024 08:58
„Endurtek í sífellu: Ég vil ekki deyja, ég vil ekki deyja“ „Ég man að ég var að drepast úr hræðslu. Ég var svo viss um að ég væri að deyja og hugsaði með mér að ég hefði ekki náð að kveðja strákana mína almennilega. Að ég vildi ekki að þetta endaði svona,“ segir Sindri Már Finnbogason, stofnandi Tixly. Áskorun 17. júní 2024 08:01
Neyslusaga móður: „Það var rítalínið sem rústaði mér alveg“ „Það var rítalínið sem rústaði mér alveg,“ segir Ásta Kristmannsdóttir þegar hún rifjar upp neyslusöguna sína. Áskorun 12. maí 2024 08:00
Gallstasi á meðgöngu: „Ég grátbað um að ég yrði sett af stað“ „Þá fer mig að klæja svo rosalega að ég var viðþolslaus af kláða. Mig klæjaði það mikið að ég var komin með gaffal til að klóra mér. Svona óstjórnlegur kláði gerir mann galinn,“ segir Anna Marta Ásgeirsdóttir þegar hún lýsir kláðakastinu sem hún fékk undir lok meðgöngu dóttur sinnar Sólar, sem fæddist andvana þann 28. mars árið 2008. Áskorun 28. apríl 2024 08:00
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp