
Sjókvíaeldi

Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna
Útflutningsverðmæti allra fiskeldistegunda jókst um 17 prósent á milli ára og var 53,8 milljarðar króna árið 2024. Þar af var verðmæti laxaafurða um 47,7 milljarðar króna.

Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm
Veiðifélag Hrútafjarðarár og Síkár og Veiðifélag Blöndu og Svartár hafa höfðað dómsmál gegn íslenska ríkinu og Arctic Sea Farm fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna leyfis Matvælastofnunar fyrir sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði.

MAST kærir Kaldvík til lögreglu
Matvælastofnun hefur farið fram á opinbera rannsókn lögreglu vegna meintra brota fiskeldisfyrirtækisins Kaldvík á Austfjörðum á lögum um velferð dýra. Þetta kemur fram á vefsíðu MAST.

MAST rannsakar gat á sjókví Arnarlax í Patreksfirði
Matvælastofnun hefur til rannsóknar gat á nótarpoka í sjókví Arnarlax við Vatnseyri í Patreksfirði. Gat á nótunni uppgötvaðist síðasta fimmtudag, 20. Mars, og var lokað samdægurs. Matvælastofnun rannsakar meðal annars hvort strok hafi átt sér stað og hvort Arnarlax hafi virkjað og farið eftir eigin verklagsreglum og viðbragðsáætlunum.

Björk á forsíðu National Geographic
„Annað hvert ár vel ég einn hlut sem ég berst fyrir,“ segir Björk í forsíðuviðtali við National Geographic þar sem hún ræðir við Carrie Battan um umhverfismál, aktívisma og list. Björk prýðir nú forsíðu National Geographic, ein af 33 fulltrúum breytinga; hugsjónafólki, höfundum, fyrirmyndum og ævintýrafólki sem trúa því að heimurinn okkar þarfnist úrræða og aðkallandi aðgerða.

Lax slapp úr sjókví fyrir austan
Líffræðingur sem rannsakað hefur fiskeldi árum saman gerir athugasemdir við fullyrðingar Kaldvíkur um engar slysasleppingar úr sínum kvíum. Fiskur sem hann veiddi í Fjarðará í Seyðisfirði bendi ótvírætt til þess að þær fullyrðingar standist ekki.

Stórfelldur laxadauði í Berufirði
Stórfelldur laxadauði var í nóvember, desember og janúar í sjókvíum í Berufirði en þar er fiskeldisfyrirtækið Kaldvík með aðstöðu. Fyrirtækið þurfti að farga tugþúsundum eldislaxa sem voru ýmist dauðir vegna vetrarsára eða áttu sér enga lífsvon vegna þess hversu illa leiknir þeir voru.

Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra
Um 4,8 milljónir laxa drápust í sjókvíaeldi í fjörðum landsins í fyrra samkvæmt tölum Matvælastofnunar. Hún rannsakar enn dauða meira en milljónar laxa hjá fiskeldisfyrirtæki á Austfjörðum í lok síðasta árs.

85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar
Elfar Friðriksson er Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF)og skrifar á Vísi að íslenskum laxeldisfyrirtækjum hafi verið gefnar á silfurfati 85 milljarðar króna árið 2019 þar sem framleiðsluleyfi hafi ekki verið boðin út. “Vegleg gjöf það frá íslensku þjóðinni til sjókvíaeldisfyrirtækja.“ skrifar Elfar.

Áróður í boði SFS
Það er magnað að fylgjast með því hvernig Samtök Fyrirtækja í Sjávarútvegi (SFS) keppist við það að verja þann slæma málstað sem sjókvíaeldi er. Nú síðast var það lögmaður SFS sem tók upp hanskann fyrir Kaldvík hf, sem er að reyna að troða 10.000 tonnum af sjókvíaeldislaxi ofan í Seyðisfjörð, þvert á vilja íbúa.

Svar til lögmanns SFS
„Þingmaður og spilling á Veðurstofunni” er fyrirsögn á Vísi, sem mér blöskraði. Lögmaður hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hefði mátt kynna sér betur staðreyndir málsins, áður en hann rauk í þingmanninn.

Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni
Nýbakaður alþingismaður, skáldið Sigmundur Ernir Rúnarsson, fór mikinn á dögunum í skrifum sínum á vefsíðu Eyjunnar/DV um fyrirhugað sjókvíaeldi í Seyðisfirði.

Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru samtakanna VÁ! – félags um vernd fjarðar og eigenda jarðarinnar Dvergasteins á hendur Matvælastofnun vegna synjunar um frest til að skila inn athugasemdum við auglýsta tillögu að rekstrarleyfi til sjókvíaeldis í Seyðisfirði.

Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar
Nú þegar þetta er skrifað hafa tæp tólf þúsund skrifað undir bænaskjal þar sem biðlað er til stjórnvalda að stöðva leyfisveitingu til sjókvíaeldis í Seyðisfirði.

Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð
Hátt í fimm þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að stöðva leyfisveitingu til sjókvíaeldis á Seyðisfirði. Formaður félagasamtaka sem stendur fyrir söfnuninni segist vonast til þess að landsmenn skrifi undir og félagið fái umboð til að sýna stjórnvöldum að framkvæmdin fari gegn vilja landsmanna.

Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði
Félag um vernd Seyðisfjarðar segja að ögurstund sé runnin upp og hefur hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem biðlað er til nýrrar ríkisstjórnar um að veita ekki leyfi til sjókvíaeldis í Seyðisfirði. Þegar hafa 3387 skrifað ritað nafn sitt á listann.

Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar
Baráttan fyrir vernd Seyðisfjarðar hefur núna staðið í heil fjögur ár. Meirihluti íbúa hefur barist fyrir því að hagsmunir samfélagsins og náttúrunnar séu settir í forgang, en ávallt virðast sérhagsmunir sjókvíaeldis eiga að ráða.

Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa
Sterk fylgni er sögð á milli fjölda laxalúsa á villtum löxum og fjölda fullorðinna kvenkyns laxalúsa í nálægum sjókvíum.

3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað
Heildarfjöldi eldislaxa sem var fargað eða flokkast undir afföll í fiskeldi frá janúar til og með nóvember á þessu ári eru 3.715.904 fiskar. Undir afföll flokkast þeir fiskar sem drepast í sjókvíaeldi.

Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði
Formaður VÁ, Félags um verndun fjarðar, segir tillögu MAST að rekstrarleyfi Kaldvíkur til fiskeldis í Seyðisfirði vera áfall fyrir alla sem hafa barist gegn áformunum. Hún segir þennan tímapunkt einstaklega vondan fyrir tillöguna, nú sé starfsstjórn og korter í jól. Hún kveðst handviss um að landsmenn standi með Seyðfirðingum.

Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi
Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Hámark lífmassa af frjóum laxi má vera allt að 6.500 tonn. Tillagan byggir á matsskýrslu frá árinu 2020 um 10.000 tonna laxeldi í Seyðisfirði.

Upplýsingaóreiða í boði ASÍ
Í aðdraganda nýafstaðinna alþingiskosninga beindi ASÍ sjónum sérstaklega að auðlindagjaldtöku. Almennt má taka því fagnandi þegar hagaðilar láta sig svo mikilvæg mál varða og taka þátt í umræðu um þau. Sjónarmið öflugra samtaka launafólks hafa sannanlega mikla vigt í þessari umræðu. Það vakti hins vegar furðu að í áherslum ASÍ var farið vísvitandi með ósannindi. Rétt er að fara stuttlega yfir þau alvarlegustu.

Hætta rannsókn á kæru þriggja starfsmanna MAST um meinta mútuþægni
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hefur hætt rannsókn á kæru þriggja starfsmanna MAST vegna aðdróttana um mútuþægni í aðsendri grein á Vísi í sumar. Lögregla segir ólíklegt að málið hefði endað með refsiákvörðun vegna þess að enginn var nafngreindur í greininni. Opinberir starfsmenn þurfi að fara aðrar leiðir en dómsmeðferð við slíkar aðstæður.

Er einhver að hlusta?
Á morgun göngum við til kosninga og nýtum lýðræðislegan rétt okkar til að kjósa þá flokka sem spegla hvað best gildi okkar og það samfélag sem við viljum byggja upp. Forsenda þess að lýðræði virki er að almenningur taki þátt í kosningum og velji fulltrúa sína.

Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka
Allir frambjóðendur voru spurðir: Hvaða skoðun hafið þið á sjókvíaeldi í Seyðisfirði? Sjá mínútu 37:30 í upptöku. Jens Garðar svaraði: “Það eru lög í landinu um fiskeldi. Það er búið að gera haf- og strandsvæðaskipulagið fyrir Austurland og þar á meðal Seyðisfjörð. Það kveður á um fiskeldi í Seyðisfirði. Við styðjum fiskeldi í Seyðisfirði“.

Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Ný könnun leiðir í ljós að mikill meirihluti spurðra er andvígur fyrirhuguðu 10 þúsund tonna laxeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði.

„Lærið af mistökum okkar!“
Í gær var hrollvekjandi heimildarmynd Óskars Páls Sveinsson - Árnar þagna - sýnd fyrir troðfullum sal í Háskólabíó. Hún fjallar um hrun laxastofnsins í norskum ám. Samkvæmt myndinni er Ísland næst á dagskrá. Eftir myndina sátu svo frambjóðendur flokkanna fyrir svörum og áttu miserfitt með sig.

Tillaga í sjókvíaeldismálum
Eftir sýningu á heimildamyndinni Árnar þagna um grafalvarlega stöðu í norskum laxveiðiám vegna eldislaxa kom fram merkilegur samhljómur fulltrúa framboðanna sem sátu í pallborði í Háskólabíói þann 19. nóvember.

Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks!
Þann 24. október síðastliðinn birtist grein í Bændablaðinu þar sem fyrirtækið Kleifar fiskeldi kynna áform um stórfellt laxeldi á Norðurlandi. Þessi áform lofa fjölda starfa og nóg af peningum fyrir alla.

Vertu réttu megin við línuna
Hvernig gengur í sjókvíaeldisbaráttunni á Seyðisfirði, spurði hollenskur nýr baráttuvinur minn gær. Ég sagði honum það allra helsta og að það væri smá brekka núna.