

Lokaþáttur Kanans fer í loftið á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í kvöld. Meðal viðmælenda í kvöld er Keyshawn Woods, fyrrum leikmaður Tindastóls sem lék með liðinu þegar yfir 60 ára bið Skagfirðinga eftir Íslandsmeistaratitlinum lauk.
Fyrsta bandaríska konan sem spilaði körfubolta á Íslandi, Penni Peppas, var meðal þeirra sem var til umfjöllunar í þriðja þætti Kanans. Hún kom hingað til lands haustið 1994 og vakti mikla athygli fyrir framgöngu sína inni á vellinum og fyrir það að læra íslensku á undraverðum hraða.
Kaninn veitti Körfuboltakvöldi innblástur fyrir skemmtilegt innslag þar sem teknar voru saman gamlar blaðaúrklippur af sérfræðingunum Hermanni Haukssyni og Teiti Örlygssyni.
Kvennakarfan verður í brennidepli í þriðja þætti Kanans sem verður sýndur í kvöld. Þar verður meðal annars rætt við fyrrverandi leikmann Keflavíkur sem starfar við þjálfun í NBA.
Bandarískir körfuboltamenn settu skemmtilegan svip á íslenska menningu undir lok síðustu aldar, þegar NBA-æðið var í hæstu hæðum, eins og rifjað er vandlega upp í þáttaröðinni Kaninn.
Fáir bandarískir leikmenn hafa sett jafna sterkan svip á íslenskan körfubolta og Rondey Robinson sem lék með Njarðvík á 10. áratug síðustu aldar. Í öðrum þætti Kanans var góðverk Rondeys rifjað upp.
Í öðrum þætti Kanans í kvöld verður fjallað um sprenginguna sem varð á áhuga á körfubolta í upphafi tíunda áratugarins þegar NBA-æðið reið yfir og goðsögnin Michael Jordan varð stærsti íþróttamaður í heimi.
Kaninn var frumsýndur á Stöð 2 og Stöð 2 Sport um síðustu helgi og í fyrsta þætti var fjallað um komu fyrstu bandarísku leikmannanna í íslenskan körfubolta um miðbik áttunda áratugarins.
Í fyrsta þætti Kanans í kvöld verður í fyrsta sinn í íslensku sjónvarpi sýnt frá því þegar íslenskir landsliðsmenn í körfubolta voru heiðursgestir í þætti Ed Sullivan árið 1964, langvinsælasta skemmtiþætti Bandaríkjanna á þeim tíma.
Heimildarþáttaröðin Kaninn verður frumsýnd á Stöð 2 og Stöð 2 Sport á sunnudagskvöldið. Í fyrsta þætti verður fjallað um ævintýraleg upphafsár um miðbik áttunda áratugarins þegar fyrstu Kanarnir hófu að koma hingað til lands til að leika sem atvinnumenn.
Kaninn er ný fjögurra þátta heimildaþáttaröð sem frumsýnd verður á Stöð 2 og Stöð 2 Sport þann 24. nóvember. Stiklu fyrir þættina má nú sjá á Vísi.