Stj.mál Endurskipulagning hefst í haust Það er tímabært að breyta skipan ráðuneyta. Endurskipulagning hefst í haust og á að ljúka á sem skemmstum tíma. Þetta var meðal þess sem Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í morgun í sínu fyrsta þjóðhátíðarávarpi. Innlent 13.10.2005 15:33 Chirac samþykkir frestun Jacques Chirac, forseti Frakklands, sagði fyrir stundu að hann væri reiðubúinn að fresta atkvæðagreiðslu um tillögu þess efnis að Bretar fái ekki lengur afslátt af gjöldum Evrópusambandsins, gegn því að það verði til þess að breyting verði á fjárframlögum til sambandsins í heild. Erlent 13.10.2005 15:33 Miklar deilur á leiðtogafundi ESB Það logar stafna á milli á leiðtogafundi Evrópusambandins sem hófst í Brussel í gær. Samþykkt stjórnarskrársáttmála sambandsins hefur verið slegið á frest um óákveðinn tíma og nú er hart tekist á um fjárframlög þjóðanna í sameiginlega sjóði. Erlent 13.10.2005 15:33 Breyting á skipan ráðuneyta Það er tímabært að breyta skipan ráðuneyta og sú endurskoðun mun hefjast í haust. Þetta sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í þjóðhátíðarávarpi sínu í morgun. Innlent 13.10.2005 15:33 Milljarða fram úr áætlunum Skólar og heilbrigðisstofnanir fóru mest umfram heimildir árið 2004. Átta ráðuneyti héldu sig innan marka en þrátt fyrir það fór rekstur stofnana 1,7 milljarða fram úr fjárlögum. Innlent 13.10.2005 15:34 Ráðuneytum fækkað í sex? Árni Magnússon félagsmálaráðherra telur að fækka megi ráðuneytunum í allt að sex og sameina ríkisstofnanir um leið. Hann segir stjórnarflokkana sammála um þörfina á breytingum. Innlent 13.10.2005 15:34 ESB: Staðfestingarferlinu frestað Staðfestingarferli stjórnarskár Evrópusambandins hefur verið slegið á frest. Hvort eða hvenær staðfestingarferli stjórnarskrár Evrópusambandsins hefst að nýju er á huldu. Erlent 13.10.2005 15:33 Fáir mótmæltu varðhaldi yfir Gill Fáir sinntu því kalli að mótmæla gæsluvarðahaldi yfir Paul Gill við dómsmálaráðuneytið í dag. Gill er einn þremenninganna sem skvettu grænu skyri á ráðstefnugesti á Nordica-hóteli og sá eini sem situr í gæsluvarðhaldi vegna verknaðarins. Innlent 13.10.2005 19:22 Ríkisendurskoðandi lauk rannsókn Ríkisendurskoðandi lauk nú undir kvöld endurskoðun sinni á hæfi forsætisráðherra varðandi sölu ríkisbankanna eftir að hafa fengið enn eitt atriðið til úrlausnar í dag. Nýjar upplýsingar, sem lagðar voru fram á fundi fjárlaganefndar Alþingis, bentu til að eignarhlutur Halldórs Ásgrímssonar og fjölskyldu hans í fyrirtækjum, sem tengdust bankasölunni, væri stærri en gert var ráð fyrir í fyrri könnun Ríkisendurskoðanda. Innlent 13.10.2005 19:22 Þungur rekstur skóla og sendiráða Ráðuneyti utanríkismála og landbúnaðarmála fóru um og yfir tíu prósent fram úr fjárheimildum á síðasta ári samkvæmt bráðabirgðayfirliti fjármálaráðuneytisins, samtals um 550 milljónir króna. Innlent 13.10.2005 19:22 Holræsagjald ekki lagt niður Dælustöðin í Gufunesi er tilbúin og þar með lýkur hreinsun strandlengju borgarinnar af skólpi. Holræsagjaldið verður samt ekki fellt niður, en því var ætlað að standa straum af þessum framkvæmdum. Innlent 13.10.2005 19:22 Rætt við ríkisendurskoðanda Fjárlaganefnd Alþingis kemur saman nú í hádeginu til að ræða skýrslu Ríkisendurskoðanda um hæfi forsætisráðherra til að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi verður kallaður fyrir nefndina. Stjórnarandstaðan telur ýmislegt orka tvímælis í úttekt hans á hæfi forsætisráðherra og ætlar að ákveða næstu skref í málinu eftir fundinn í dag. Innlent 13.10.2005 19:22 Eignin 34 en ekki 25 prósent Ríkisendurskoðandi gat ekki veitt fullnægjandi svör um eignarhald venslamanna forsætisráðherra í Ketillaugu ehf. og eign félagsins í Skinney Þinganesi á fundi fjárlaganefndar í gær. Innlent 13.10.2005 19:22 Nýjar upplýsingar breyti engu Ríkisendurskoðandi hefur lokið athugun sinni á hæfi forsætisráðherra varðandi sölu ríkisbankanna og segir að nýjar upplýsingar sem lagðar hafi verið fram á fundi fjárlaganefndar breyti engu, Halldór Ásgrímsson hafi ekki verið vanhæfur til að fjalla um bankasöluna. Lögfræðingi félagsins Skinney-Þinganes hafði sést yfir hlut venslafólks Halldórs í öðru fyrirtæki, sem átti um 18 prósent í Skinney-Þinganesi. Forsætisráðherra sjálfur átti þó ekkert í því. Innlent 13.10.2005 19:22 Vill stofna OPEC-samtök fiskveiða Færeyingurinn Högni Hoydal lagði til á fiskveiðiráðstefnu vestnorræna ráðsins, sem haldin er í Þórshöfn í Færeyjum, að stofnuð yrðu í samstarfi við Noreg ný fiskveiðisamtök, nokkurs konar OPEC-samtök fiskveiðanna, eins og hann orðaði það með skírskotun til samtaka olíuframleiðsluríkja. Þetta kemur fram á vef Norðurlandaráðs. Erlent 13.10.2005 19:22 Slíta öllu samstarfi við ráðherra Kennarasambandið hefur slitið öllu samstarfi við menntamálaráðherra um að stytta námstíma til stúdentsprófs. Formaður Kennarasambandsins segir að með þessu sé verið að mótmæla afskiptaleysi ráðherra sem hvorki ræði við kennara né svari ósk þeirra um viðræður vegna áformanna. Innlent 13.10.2005 19:22 Fulltrúa Samfylkingar vanti enn Nefnd um endurskipulagningu lagalegrar umgjarðar um stjórnmálastarfsemi á Íslandi hefur ekki tekið til starfa þar sem Samfylkingin hefur enn ekki tilnefnt fulltrúa í hana. Forsætisráðuneytið segir í svari við fyrirspurn fréttastofu Stöðvar 2 að aðrir stjórnmálaflokkar hafi tilnefnt fulltrúa sína áður en fresturinn til þess rann út fyrir rúmum mánuði. Ítrekað hafi verið við Samfylkinguna að hún tilnefni tvo menn í nefndina. Innlent 13.10.2005 19:22 Ármann tekur við af Gunnsteini Ármann Kr. Ólafsson var kosinn forseti bæjarstjórnar Kópavogs í gærkvöldi og tekur hann við embættinu af Gunnsteini Sigurðssyni. Aðrir í bæjarráði þessa næststærsta bæjar landsins eru Gunnar I. Birgisson, Halla Halldórsdóttir, Hansína Björgvinsdóttir, Ómar Stefánsson og Flosi Eiríksson. Innlent 13.10.2005 19:22 Guðmundur Árni til Svíþjóðar Aðspurður hvort hann hlakki ekki til að taka við nýju starfi segir Guðmundur Árni: "Mér líst prýðilega á Svíþjóð og það er heilmikil tilhlökkun í mér en auðvitað dálítill tregi líka. Ég er búinn að vera í pólitísku vafstri nú í 25 ár þannig að þetta er auðvitað mikil breyting. Innlent 13.10.2005 19:22 Hæfismat á minnisblaði "Meginatriði þessa máls er að aðeins hefur komið fram minnisblað Ríkisendurskoðunar um hugsanlegt vanhæfi forsætisráðherra í bankasölumálinu," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar Innlent 13.10.2005 19:22 Markús og Guðmundur halda utan Utanríkisráðuneytið hefur í dag staðfest að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri og Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, taki við sendiherrastöðum - eins og fréttastofa Stöðvar 2 og Bylgjunnar greindi frá fyrir þremur vikum. Þá könnuðust hvorki Guðmundur Árni né Markús við að þetta stæði til og sögðust „koma af fjöllum“. Innlent 13.10.2005 19:22 Nýir sendiherrar Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri fer til starfa hjá utanríkisþjónustunni 1. september næstkomandi og verður sendiherra í Kanada með aðsetur í Ottawa. Guðmundur Árni Stefánsson þingmaður Samfylkingarinnar verður sendiherra í Stokkhólmi. Innlent 13.10.2005 19:22 Ætlar ekki að selja flugvallarland Samgönguráðherra ætlar ekki að selja land ríkisins sem Reykjavíkurflugvöllur er á og byggja nýja flugvöll verða þar með við áskorun flokksbræðra sinna á Akureyri. Þá telur hann ekki tímabært að gera hálendisveg á meðan enn er margt óunnið við hringveginn. Innlent 13.10.2005 19:22 Vísar ásökunum kennara á bug Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra vísar því á bug að hún hafi hvorki viljað tala við kennara né hlustað á sjónarmið þeirra vegna áforma um að stytta nám til stúdentsprófs. Hún segir það slæmt ef forysta kennara vilji ekki vera með í því umfangsmikla ferli að endurskoða öll skólastigin því um sé að ræða mikla hagsmuni til framtíðar. Innlent 13.10.2005 19:22 Vísar öllum ásökunum KÍ á bug Kennarasambandið hefur slitið öllu samstarfi við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um að stytta námstíma til stúdentsprófs. Kennarar segja ráðherra sýna þeim lítilsvirðingu með því að ræða hvorki við þá né svara ósk um viðræður. Ráðherra vísar öllum ásökunum á bug. Innlent 13.10.2005 19:22 Undarlegt mat á vanhæfi "Við ætlum að komast að því hjá ríkisendurskoðanda á fundi fjárlaganefndar í dag hvernig hann fari að því að draga vanhæfismörk við 26,3 prósenta eignaraðild forsætisráðherra og fjölskyldu hans," segir Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. Innlent 13.10.2005 19:22 Hæfismat ekki til dómstóla Sigurður Líndal, fyrrverandi lagaprófessor, telur að Ríkisendurskoðun geti fjallað um vanhæfi. Hann segir að niðurstaða embættisins um hæfi forsætisáðherra hljóti að standa nema Alþingi ákveði annað. Innlent 13.10.2005 19:22 Ungmenni fá rétt til nefndarsetu Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ákvað í gær að veita ungmennum rétt til nefndarsetu á vegum bæjarins. Bæjarstjórnin samþykkti að fulltrúi Ungmennaráðs Hafnarfjarðar ætti rétt til setu á fundum íþrótta- og tómstundanefndar bæjarins. Sá verður áheyrnarfulltrúi en með tillögurétt og málfrelsi. Innlent 13.10.2005 19:22 Gagnrýnd fyrir að nýta þotu Baugs Þingmenn gagnrýna að Dorrit Moussaieff, forsetafrú, hafi þegið boð um að ferðast með einkaþotu Baugs til að vera við tískusýningu Mosaic Fashion Group. Innlent 13.10.2005 19:22 Utanríkisþjónustan vex enn Utanríkisþjónustan vex og vex. Tveir uppgjafapólitíkusar bættust í dag í hóp sendiherra og virðist sem nægt rúm sé innan þjónustunnar til að finna fleiri samastað. Innlent 13.10.2005 19:22 « ‹ 91 92 93 94 95 96 97 98 99 … 187 ›
Endurskipulagning hefst í haust Það er tímabært að breyta skipan ráðuneyta. Endurskipulagning hefst í haust og á að ljúka á sem skemmstum tíma. Þetta var meðal þess sem Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í morgun í sínu fyrsta þjóðhátíðarávarpi. Innlent 13.10.2005 15:33
Chirac samþykkir frestun Jacques Chirac, forseti Frakklands, sagði fyrir stundu að hann væri reiðubúinn að fresta atkvæðagreiðslu um tillögu þess efnis að Bretar fái ekki lengur afslátt af gjöldum Evrópusambandsins, gegn því að það verði til þess að breyting verði á fjárframlögum til sambandsins í heild. Erlent 13.10.2005 15:33
Miklar deilur á leiðtogafundi ESB Það logar stafna á milli á leiðtogafundi Evrópusambandins sem hófst í Brussel í gær. Samþykkt stjórnarskrársáttmála sambandsins hefur verið slegið á frest um óákveðinn tíma og nú er hart tekist á um fjárframlög þjóðanna í sameiginlega sjóði. Erlent 13.10.2005 15:33
Breyting á skipan ráðuneyta Það er tímabært að breyta skipan ráðuneyta og sú endurskoðun mun hefjast í haust. Þetta sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í þjóðhátíðarávarpi sínu í morgun. Innlent 13.10.2005 15:33
Milljarða fram úr áætlunum Skólar og heilbrigðisstofnanir fóru mest umfram heimildir árið 2004. Átta ráðuneyti héldu sig innan marka en þrátt fyrir það fór rekstur stofnana 1,7 milljarða fram úr fjárlögum. Innlent 13.10.2005 15:34
Ráðuneytum fækkað í sex? Árni Magnússon félagsmálaráðherra telur að fækka megi ráðuneytunum í allt að sex og sameina ríkisstofnanir um leið. Hann segir stjórnarflokkana sammála um þörfina á breytingum. Innlent 13.10.2005 15:34
ESB: Staðfestingarferlinu frestað Staðfestingarferli stjórnarskár Evrópusambandins hefur verið slegið á frest. Hvort eða hvenær staðfestingarferli stjórnarskrár Evrópusambandsins hefst að nýju er á huldu. Erlent 13.10.2005 15:33
Fáir mótmæltu varðhaldi yfir Gill Fáir sinntu því kalli að mótmæla gæsluvarðahaldi yfir Paul Gill við dómsmálaráðuneytið í dag. Gill er einn þremenninganna sem skvettu grænu skyri á ráðstefnugesti á Nordica-hóteli og sá eini sem situr í gæsluvarðhaldi vegna verknaðarins. Innlent 13.10.2005 19:22
Ríkisendurskoðandi lauk rannsókn Ríkisendurskoðandi lauk nú undir kvöld endurskoðun sinni á hæfi forsætisráðherra varðandi sölu ríkisbankanna eftir að hafa fengið enn eitt atriðið til úrlausnar í dag. Nýjar upplýsingar, sem lagðar voru fram á fundi fjárlaganefndar Alþingis, bentu til að eignarhlutur Halldórs Ásgrímssonar og fjölskyldu hans í fyrirtækjum, sem tengdust bankasölunni, væri stærri en gert var ráð fyrir í fyrri könnun Ríkisendurskoðanda. Innlent 13.10.2005 19:22
Þungur rekstur skóla og sendiráða Ráðuneyti utanríkismála og landbúnaðarmála fóru um og yfir tíu prósent fram úr fjárheimildum á síðasta ári samkvæmt bráðabirgðayfirliti fjármálaráðuneytisins, samtals um 550 milljónir króna. Innlent 13.10.2005 19:22
Holræsagjald ekki lagt niður Dælustöðin í Gufunesi er tilbúin og þar með lýkur hreinsun strandlengju borgarinnar af skólpi. Holræsagjaldið verður samt ekki fellt niður, en því var ætlað að standa straum af þessum framkvæmdum. Innlent 13.10.2005 19:22
Rætt við ríkisendurskoðanda Fjárlaganefnd Alþingis kemur saman nú í hádeginu til að ræða skýrslu Ríkisendurskoðanda um hæfi forsætisráðherra til að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi verður kallaður fyrir nefndina. Stjórnarandstaðan telur ýmislegt orka tvímælis í úttekt hans á hæfi forsætisráðherra og ætlar að ákveða næstu skref í málinu eftir fundinn í dag. Innlent 13.10.2005 19:22
Eignin 34 en ekki 25 prósent Ríkisendurskoðandi gat ekki veitt fullnægjandi svör um eignarhald venslamanna forsætisráðherra í Ketillaugu ehf. og eign félagsins í Skinney Þinganesi á fundi fjárlaganefndar í gær. Innlent 13.10.2005 19:22
Nýjar upplýsingar breyti engu Ríkisendurskoðandi hefur lokið athugun sinni á hæfi forsætisráðherra varðandi sölu ríkisbankanna og segir að nýjar upplýsingar sem lagðar hafi verið fram á fundi fjárlaganefndar breyti engu, Halldór Ásgrímsson hafi ekki verið vanhæfur til að fjalla um bankasöluna. Lögfræðingi félagsins Skinney-Þinganes hafði sést yfir hlut venslafólks Halldórs í öðru fyrirtæki, sem átti um 18 prósent í Skinney-Þinganesi. Forsætisráðherra sjálfur átti þó ekkert í því. Innlent 13.10.2005 19:22
Vill stofna OPEC-samtök fiskveiða Færeyingurinn Högni Hoydal lagði til á fiskveiðiráðstefnu vestnorræna ráðsins, sem haldin er í Þórshöfn í Færeyjum, að stofnuð yrðu í samstarfi við Noreg ný fiskveiðisamtök, nokkurs konar OPEC-samtök fiskveiðanna, eins og hann orðaði það með skírskotun til samtaka olíuframleiðsluríkja. Þetta kemur fram á vef Norðurlandaráðs. Erlent 13.10.2005 19:22
Slíta öllu samstarfi við ráðherra Kennarasambandið hefur slitið öllu samstarfi við menntamálaráðherra um að stytta námstíma til stúdentsprófs. Formaður Kennarasambandsins segir að með þessu sé verið að mótmæla afskiptaleysi ráðherra sem hvorki ræði við kennara né svari ósk þeirra um viðræður vegna áformanna. Innlent 13.10.2005 19:22
Fulltrúa Samfylkingar vanti enn Nefnd um endurskipulagningu lagalegrar umgjarðar um stjórnmálastarfsemi á Íslandi hefur ekki tekið til starfa þar sem Samfylkingin hefur enn ekki tilnefnt fulltrúa í hana. Forsætisráðuneytið segir í svari við fyrirspurn fréttastofu Stöðvar 2 að aðrir stjórnmálaflokkar hafi tilnefnt fulltrúa sína áður en fresturinn til þess rann út fyrir rúmum mánuði. Ítrekað hafi verið við Samfylkinguna að hún tilnefni tvo menn í nefndina. Innlent 13.10.2005 19:22
Ármann tekur við af Gunnsteini Ármann Kr. Ólafsson var kosinn forseti bæjarstjórnar Kópavogs í gærkvöldi og tekur hann við embættinu af Gunnsteini Sigurðssyni. Aðrir í bæjarráði þessa næststærsta bæjar landsins eru Gunnar I. Birgisson, Halla Halldórsdóttir, Hansína Björgvinsdóttir, Ómar Stefánsson og Flosi Eiríksson. Innlent 13.10.2005 19:22
Guðmundur Árni til Svíþjóðar Aðspurður hvort hann hlakki ekki til að taka við nýju starfi segir Guðmundur Árni: "Mér líst prýðilega á Svíþjóð og það er heilmikil tilhlökkun í mér en auðvitað dálítill tregi líka. Ég er búinn að vera í pólitísku vafstri nú í 25 ár þannig að þetta er auðvitað mikil breyting. Innlent 13.10.2005 19:22
Hæfismat á minnisblaði "Meginatriði þessa máls er að aðeins hefur komið fram minnisblað Ríkisendurskoðunar um hugsanlegt vanhæfi forsætisráðherra í bankasölumálinu," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar Innlent 13.10.2005 19:22
Markús og Guðmundur halda utan Utanríkisráðuneytið hefur í dag staðfest að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri og Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, taki við sendiherrastöðum - eins og fréttastofa Stöðvar 2 og Bylgjunnar greindi frá fyrir þremur vikum. Þá könnuðust hvorki Guðmundur Árni né Markús við að þetta stæði til og sögðust „koma af fjöllum“. Innlent 13.10.2005 19:22
Nýir sendiherrar Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri fer til starfa hjá utanríkisþjónustunni 1. september næstkomandi og verður sendiherra í Kanada með aðsetur í Ottawa. Guðmundur Árni Stefánsson þingmaður Samfylkingarinnar verður sendiherra í Stokkhólmi. Innlent 13.10.2005 19:22
Ætlar ekki að selja flugvallarland Samgönguráðherra ætlar ekki að selja land ríkisins sem Reykjavíkurflugvöllur er á og byggja nýja flugvöll verða þar með við áskorun flokksbræðra sinna á Akureyri. Þá telur hann ekki tímabært að gera hálendisveg á meðan enn er margt óunnið við hringveginn. Innlent 13.10.2005 19:22
Vísar ásökunum kennara á bug Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra vísar því á bug að hún hafi hvorki viljað tala við kennara né hlustað á sjónarmið þeirra vegna áforma um að stytta nám til stúdentsprófs. Hún segir það slæmt ef forysta kennara vilji ekki vera með í því umfangsmikla ferli að endurskoða öll skólastigin því um sé að ræða mikla hagsmuni til framtíðar. Innlent 13.10.2005 19:22
Vísar öllum ásökunum KÍ á bug Kennarasambandið hefur slitið öllu samstarfi við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um að stytta námstíma til stúdentsprófs. Kennarar segja ráðherra sýna þeim lítilsvirðingu með því að ræða hvorki við þá né svara ósk um viðræður. Ráðherra vísar öllum ásökunum á bug. Innlent 13.10.2005 19:22
Undarlegt mat á vanhæfi "Við ætlum að komast að því hjá ríkisendurskoðanda á fundi fjárlaganefndar í dag hvernig hann fari að því að draga vanhæfismörk við 26,3 prósenta eignaraðild forsætisráðherra og fjölskyldu hans," segir Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. Innlent 13.10.2005 19:22
Hæfismat ekki til dómstóla Sigurður Líndal, fyrrverandi lagaprófessor, telur að Ríkisendurskoðun geti fjallað um vanhæfi. Hann segir að niðurstaða embættisins um hæfi forsætisáðherra hljóti að standa nema Alþingi ákveði annað. Innlent 13.10.2005 19:22
Ungmenni fá rétt til nefndarsetu Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ákvað í gær að veita ungmennum rétt til nefndarsetu á vegum bæjarins. Bæjarstjórnin samþykkti að fulltrúi Ungmennaráðs Hafnarfjarðar ætti rétt til setu á fundum íþrótta- og tómstundanefndar bæjarins. Sá verður áheyrnarfulltrúi en með tillögurétt og málfrelsi. Innlent 13.10.2005 19:22
Gagnrýnd fyrir að nýta þotu Baugs Þingmenn gagnrýna að Dorrit Moussaieff, forsetafrú, hafi þegið boð um að ferðast með einkaþotu Baugs til að vera við tískusýningu Mosaic Fashion Group. Innlent 13.10.2005 19:22
Utanríkisþjónustan vex enn Utanríkisþjónustan vex og vex. Tveir uppgjafapólitíkusar bættust í dag í hóp sendiherra og virðist sem nægt rúm sé innan þjónustunnar til að finna fleiri samastað. Innlent 13.10.2005 19:22