Hæfismat ekki til dómstóla 15. júní 2005 00:01 "Í máli forsætisráðherra reynir á mat á hæfi og reglur þar að lútandi," segir Sigurður Líndal fyrrverandi lagaprófessor. Hann telur að hlutverk Ríkisendurskoðunar geti falist í skoðun á hæfisreglum. Í minnisblaði síðastliðinn mánudag komst ríkisendurskoðandi að því að ástæðulaust væri að véfengja hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra til afskipta af sölu Búnaðarbankans á sínum tíma. Ríkisendurskoðandi segir í sama minnisblaði að spurningum um hæfi eða vanhæfi valdhafa sé lögfræðilegt álitaefni sem löggjafinn hafi ekki ætlað Ríkisendurskoðun að leysa úr. "Hér þarf að meta hvort hagsmunir forsætisráðherra séu verulegir eða óverulegir, hvort hann fái ekki litið hlutlægt á málavöxtu og að hve miklu leyti hann hafi komið nálægt þessu. Ég held að niðurstaða Ríkisendurskoðunar hljóti að standa nema Alþingi taki aðra ákvörðun." Sigurður Líndal bendir jafnframt á að heimild sé í stjórnarskrá lýðveldisins til þess að skipa rannsóknarnefndir. "Það er afar sjaldan gert en slíkar nefndir hafa vald af ýmsum toga. Þótt stjórnmálaflokkur skipaði lögfræðinga til að rannsaka málið yrði að tilgreina og leggja fyrir þá ákveðnar forsendur. Þeir geta ekki yfirheyrt menn, kallað þá fyrir eða heimtað skýrslur eins og rannsóknarnefnd mundi geta gert eða dómstólar," segir Siguður og tekur fram að málið sé ekki á því stigi. "Ég sé ekki hvernig ætti að standa að þessu nema Alþingi skipaði formlega rannsóknarnefnd ef ástæða þætti til. Alþingi yrði að samþykkja slíkt og ætli séu nokkrar líkur til þess. Rannsóknarnefnd var síðast skipuð af Alþingi árið 1955. Ef ekki kemur til kasta rannsóknarnefndar eða dómstóla er lítið hægt að gera." Sigurður bendir á að fræðilega sé fyrir hendi ákæruvald Alþingis og landsdómur. "Brjóti ráðherra af sér eru til lög um ráðherraábyrgð og landsdómur dæmir í slíkum málum. Hann hefur að vísu aldrei komið saman í liðlega eina öld eða frá stofnun. Það hefur hins vegar gerst til dæmis í Danmörku þar sem ríkisréttur hefur verið kallaður saman." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Innlent Fleiri fréttir Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Sjá meira
"Í máli forsætisráðherra reynir á mat á hæfi og reglur þar að lútandi," segir Sigurður Líndal fyrrverandi lagaprófessor. Hann telur að hlutverk Ríkisendurskoðunar geti falist í skoðun á hæfisreglum. Í minnisblaði síðastliðinn mánudag komst ríkisendurskoðandi að því að ástæðulaust væri að véfengja hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra til afskipta af sölu Búnaðarbankans á sínum tíma. Ríkisendurskoðandi segir í sama minnisblaði að spurningum um hæfi eða vanhæfi valdhafa sé lögfræðilegt álitaefni sem löggjafinn hafi ekki ætlað Ríkisendurskoðun að leysa úr. "Hér þarf að meta hvort hagsmunir forsætisráðherra séu verulegir eða óverulegir, hvort hann fái ekki litið hlutlægt á málavöxtu og að hve miklu leyti hann hafi komið nálægt þessu. Ég held að niðurstaða Ríkisendurskoðunar hljóti að standa nema Alþingi taki aðra ákvörðun." Sigurður Líndal bendir jafnframt á að heimild sé í stjórnarskrá lýðveldisins til þess að skipa rannsóknarnefndir. "Það er afar sjaldan gert en slíkar nefndir hafa vald af ýmsum toga. Þótt stjórnmálaflokkur skipaði lögfræðinga til að rannsaka málið yrði að tilgreina og leggja fyrir þá ákveðnar forsendur. Þeir geta ekki yfirheyrt menn, kallað þá fyrir eða heimtað skýrslur eins og rannsóknarnefnd mundi geta gert eða dómstólar," segir Siguður og tekur fram að málið sé ekki á því stigi. "Ég sé ekki hvernig ætti að standa að þessu nema Alþingi skipaði formlega rannsóknarnefnd ef ástæða þætti til. Alþingi yrði að samþykkja slíkt og ætli séu nokkrar líkur til þess. Rannsóknarnefnd var síðast skipuð af Alþingi árið 1955. Ef ekki kemur til kasta rannsóknarnefndar eða dómstóla er lítið hægt að gera." Sigurður bendir á að fræðilega sé fyrir hendi ákæruvald Alþingis og landsdómur. "Brjóti ráðherra af sér eru til lög um ráðherraábyrgð og landsdómur dæmir í slíkum málum. Hann hefur að vísu aldrei komið saman í liðlega eina öld eða frá stofnun. Það hefur hins vegar gerst til dæmis í Danmörku þar sem ríkisréttur hefur verið kallaður saman."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Innlent Fleiri fréttir Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Sjá meira