Skartgripum stolið á Louvre

Fréttamynd

Fleiri hand­teknir vegna ránsins í Louvre

Lögregla í Frakklandi hefur handtekið fleiri í tengslum við ránið í Louvre-safninu í París fyrr í mánuðinum. Saksóknari segir að fimm til viðbótar hafi verið handteknir til viðbótar við þá tvo sem voru handteknir á laugardag.

Erlent
Fréttamynd

Hafa játað aðild að ráninu í Louvre

Mennirnir tveir sem handteknir voru um helgina vegna ránsins í Lovure hafa játað, að hluta til, að hafa komið að ráninu. Tveir menn ganga enn lausir og krúnudjásnin og aðrir verðmætir munir sem þeir stálu af safninu hafa ekki fundist enn.

Erlent
Fréttamynd

Tveir hand­teknir vegna Louvre ránsins

Tveir menn hafa verið handteknir vegna ránsins í Louvre um síðustu helgi. Annar þeirra ku hafa verið handtekinn á leið um borð í flugvél til Alsír um klukkan tíu í gærkvöldi og hinn var handtekinn í eða við París skömmu síðar.

Erlent
Fréttamynd

Annað safn rænt í Frakk­landi um helgina

Nokkrum klukkustundum eftir að bíræfnir ræningjar rændu gífurlega dýrmætum kórónum og skartgripum Louvre-safninu á sunnudaginn létu aðrir þjófar greipar sópa á öðru safni í Frakklandi. Um tvö þúsund gull- og silfurmyntum var stolið af safni sem tileinkað er heimspekingnum Denis Diderot í Landres í Frakklandi.

Erlent
Fréttamynd

Louvre-safni lokað vegna ráns

Louvre-safninu í Parísarborg hefur verið lokað vegna ráns í húsakynnum þess. Níu hlutir úr skartgripasafni Napóleons voru teknir. Einn þeirra er þegar fundinn.

Erlent