Lögreglumál

Fréttamynd

Sann­færð um að hún eigi ekki eftir að sjá Magnús aftur

Enn hefur ekkert spurts til Magnúsar Kristins Magnússonar sem týndist í Dóminíska Lýðveldinu fyrir rúmum mánuði. Bróðir hans kom heim í gær eftir árangurslausa ferð út í leit að svörum. Systir Magnúsar gagnrýnir sinnuleysi og hægagang yfirvalda hér á landi. Hún á ekki von á því að sjá bróður sinn á ný.

Innlent
Fréttamynd

Tíu í gæslu­varð­haldi vegna smygls að jafnaði

Í fyrra sátu áttatíu menn í gæsluvarðhaldi að kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum í samtals 2.903 daga, eða að jafnaði 8 menn á dag, alla daga ársins, í tengslum við innflutning á fíkniefnum, peningaþvætti eða flutning á reiðufé úr landi. Í ár eru þeir þegar 96 talsins.

Innlent
Fréttamynd

Kær­endur hafi átt frum­kvæði að því að ljúka málinu með greiðslu

Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun héraðssaksóknara um að fella niður rannsókn á meintri fjárkúgun þeirra Vítalíu Lazarevu og Arnars Grant gegn þremur mönnum sem Vítalía hafði kært fyrir meint kynferðisbrot. Ákvörðunin var tekin á þeim grundvelli að mennirnir hafi átt frumkvæði að því að ljúka málinu með peningagreiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Tveir hand­teknir í tengslum við líkams­á­rás

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til vegna líkamsárásar í hverfi 105 í Reykjavík um klukkan eitt í nótt. Tveir menn voru handteknir og vistaðir í fangageymslu. Þá var einn handtekinn í gærkvöldi vegna vörslu fíkniefna.

Innlent
Fréttamynd

„Þá verður farið ofan í saumana á þessu“

Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir mál 19 ára manns vegna aðgerða lögreglu á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar ekki komið á borð til sín enn sem komið er. Hann eigi þó von á að það berist til sín á næstunni. 

Innlent
Fréttamynd

Leit að Sigur­veigu lokið

Leit að Sigur­veigu Steinunni Helga­dóttur er lokið. Hún hefur sjálf látið vita af sér. Þetta stað­festir bróðir hennar, Þor­valdur S. Helga­son.

Innlent
Fréttamynd

Vopnað rán og ekið um með unga­barn í fanginu

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gærkvöldi eða nótt um vopnað rán í póstnúmerinu 105. Var greint frá því að einstaklingur hefði ógnað öðrum með skotvopni og krafið um fjármuni.

Innlent
Fréttamynd

„Ég vildi fá að hringja í pabba og þeir bönnuðu mér það“

Nítján ára maður, sem er dökkur á hörund, og var handtekinn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar segir húðlit sinn hafa ráðið aðgerðum lögreglu. Hann segir fordóma í samfélaginu hafa færst í aukana. Lögmaður mannsins hefur krafist miskabóta úr hendi ríkisins. 

Innlent
Fréttamynd

Kona ráfandi um á sokkunum

Tæplega áttatíu mál voru skráð í kerfi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar, en þar segir að nokkuð hafi verið um ölvun og stimpingar í miðborginni. Þar gistu þrír einstaklingar fangageymslu eftir nóttina.

Innlent
Fréttamynd

Ný tegund net­svika beinist að heima­banka Ís­lendinga

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu varar við nýju formi net­svika, svo­kölluðum smis­hing á­rásum. Þar er mark­miðið að yfir­taka heima­banka með al­var­legum af­leiðingum, að því er segir í til­kynningu lög­reglunnar. Fólk fái skila­boð sem líti út fyrir að vera frá þeirra við­skipta­banka.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Áfram í gæslu eftir harmleikinn í Bátavogi

Krufning á 58 ára karlmanni sem fannst meðvitundarlaus í félagsíbúð við Bátavog í Reykjavík laugardagskvöldið 23. september bendir til þess að honum hafi verið ráðinn bani að sögn lögreglu. Kona á 42. aldursári var í dag úrskurðuð í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald en hún var á vettvangi þegar lögreglu bar að garði.

Innlent