Lögreglumál

Fréttamynd

Hinn látni hafi verið meðleigjandi þess grunaða

Karlmaður á fertugsaldri er sagður hafa verið meðleigjandi þess sem hann er nú grunaður um að hafa orðið að bana í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði, aðfararnótt 17. júní. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Fanga­geymslur fullar eftir nótt skemmtana á Akur­eyri

Mikill erill var hjá lögreglunni á Akureyri þar sem margt var um manninn á ýmsum skemmtunum í gærkvöldi og nótt. Þrátt fyrir að fangageymslur hafi verið fullar í morgun komu engin alvarleg mál upp, að sögn aðalvarðstjóra hjá lögreglunni. Maður sem var handtekinn með öxi í gær er enn í haldi.

Innlent
Fréttamynd

Handtekinn fyrir að hlaupa inn á Laugardalsvöll

Maður var handtekinn eftir að hann hljóp inn á Laugardalsvöll eftir að leik íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Slóvakíu lauk í gærkvöldi. Ísland tapaði leiknum sem er hluti af undankeppni fyrir Evrópumótið á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Einn í gæsluvarðhald en öðrum sleppt

Annar mannanna, sem handtekinn var í tengslum við mannslát í Drangahrauni í Hafnarfirði í dag, var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Hinn maðurinn sem var handtekinn er laus úr haldi lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Ung­menni til vand­ræða í Kópa­vogi

Töluverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Meðal 97 skráðra mála voru tvö atvik þar sem ungmenni voru til vandræða við skóla í Kópavogi og/eða Breiðholti.

Innlent
Fréttamynd

Gæslu­varð­hald fram­lengt um tvær vikur

Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði í dag karlmann, sem er grunaður um að hafa orðið 29 ára konu að bana á Selfossi, í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald. Bæði lögregla og maðurinn hafa kært úrskurðinn til Landsréttar.

Innlent
Fréttamynd

Síma­stulds- og byrlunar­mál í salt­pækli fyrir norðan

Að sögn Eyþórs Þorbergssonar varasaksóknara hjá lögregluembættinu á Norðurlandi eystra verður ekkert að frétta af rannsókn á máli sem tengist meintri byrlun og símastuldi af Páli Steingrímssyni skipstjóra fyrr en í allra fyrsta lagi í haust. Málið liggur því í saltpækli þó langt sé síðan það kom upp.

Innlent
Fréttamynd

Rann­sókn á mann­drápi á Sel­fossi gengur vel

Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur krafist áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir manni sem grunaður er um manndráp á Selfossi. Sá hefur meiri aðkomu að málinu en annar maður sem var handtekinn við upphaf rannsóknar en sleppt. 

Innlent
Fréttamynd

Leita enn að Sig­rúnu Arn­gríms­dóttur

Lög­reglan á Suður­nesjum leitar enn að Sig­rúnu Arn­gríms­dóttur sem fyrst var lýst eftir fyrir tveimur dögum síðan, þann 13. júní. Þetta kemur fram í til­kynningu frá lög­reglu. Verið er að endur­skipu­leggja leitar­svæðið og leit mun halda á­fram.

Innlent
Fréttamynd

Notuðu þyrlu, dróna og sporhund við leit að sofandi dreng

Lögregla og björgunarsveitarfólk kom að umfangsmikilli leit að níu ára dreng í Vatnaskógi í nótt. Sá hafði horfið frá sínum stað í sumarbúðunum KFUM og KFUK í Vatnaskógi en fannst svo nokkrum klukkustundum síðar undir sæng hjá vini sínum.

Innlent
Fréttamynd

Hafa lokið rann­sókn á Dubliner málinu

Rann­sókn lög­reglu á at­viki þar sem maður hleypti af skoti á Dubliner í Reykja­vík í mars er lokið. Maðurinn, sem er á þrí­tugs­aldri, situr á­fram í gæslu­varð­haldi en það var fram­lengt þann 6. júní síðast­liðinn.

Innlent
Fréttamynd

„Ég buffa þig og þennan drulludela“

Pólskur karlmaður hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir hótanir, umferðalagabrot og fjársvik, meðal ann­ars með því að hafa stolið bens­ín­lykli og notað hann án heim­ild­ar. Maðurinn rauf reynslulausn en hann hefur ítrekað verið dæmdur fyrir ýmis hegningarlagabrot.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir hand­teknir í tengslum við líkams­á­rás

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust þrjár tilkynningar um líkamsárásir í nótt. Í einu tilvikinu voru fjórir handteknir og málið í rannsókn fram eftir kvöldi og nóttu. Kært fyrir líkamsárás, vopnalagabrot og vörslu fíkniefna, segir í yfirliti lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Spyr hver beri ábyrgð á bílhræi

Kona sem rekur ferðaþjónustufyrirtæki spyr sig hver beri ábyrgð á bílhræi, sem legið hefur í vegkanti í sveitinni síðan á aðfaranótt laugardags. Hún segir vegfarendur um fjölfarinn veginn stöðva við hræið og það valdi þannig slysahættu.

Innlent
Fréttamynd

Þrír hand­teknir af sér­sveit í morguns­árið

Í umdæmi lögreglustöðvarinnar á Vínlandsleið í Reykjavík var tilkynnt um hnífstungu í morgunsárið. Sá sem fyrir árásinni varð náði að koma sér sjálfur út úr íbúðinni, þar sem hún var framin, og óskaði eftir aðstoð.

Innlent
Fréttamynd

Komst undan lögreglu á hlaupum

Lögregluþjónar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ætluðu í gærkvöldi að hafa afskipti af ökumanni bíls í miðbænum. Sá komst undan lögreglu en bíllinn fannst mannlaus í lausagangi. Vegfarandi benti lögreglu á að ökumaðurinn hefði hlaupið inn í garð þar skammt frá og komist undan.

Innlent