Kosningar 2009

Hyggilegast hefði verið að mynda þjóðstjórn í haust
Geir H. Haarde fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins segir að hyggilegast hefði verið strax í haust að mynda þjóðstjórn allra flokka sem sæti áttu á þingi. Þetta kom fram í ræðu sem Geir hélt í upphafi landsfundar í laugardalshöll sem hófst klukkan hálfsex.

Þú hlýtur að vera að grínast, Gylfi?
Þingkonan Ragnheiður Ríkharðsdóttir, sem lenti í þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir skömmu, skýtur föstum skotum á forseta ASÍ, Gylfa Arnbjörnsson, vegna ásakana um að hann hefði rekið Framsóknakonuna Vigdísi Hauksdóttur fyrir að vera í framboði.

Tvísýnn varaformannsslagur
Varaformannsslagur Árna Páls Árnasonar og Dags B. Eggertssonar verður tvísýnn, að mati Stefaníu Óskarsdóttur stjórnmálafræðings. Hún telur að Dagur hafi meiru að tapa heldur en Árni Páll.

Hitað upp fyrir formannsslaginn í Sjálfstæðisflokknum
Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson eru í framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins en kosið verður á landsfundi um helgina. Bjarni lýsti yfir framboði fyrir þónokkru síðan en Kristján hefur verið í framboði í þrjá daga. Vísir sló á þráðinn og heyrði í þeim félögum.

Bjarni stendur betur að vígi en Kristján Þór
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, segir Sjálfstæðisflokkinn standa á tímamótum en landsfundur flokksins hefst í dag. Baldur telur Bjarna Benediktsson standa betur að vígi en Kristján Þór Júlíusson en báðir sækjast eftir því að verða næsti formaður flokksins. Baldur segir mikilvægt fyrir formannsframbjóðendurna að mæta vel undirbúna leiks.

Landsfundur sjálfstæðismanna hefst í dag
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður settur í dag og hefst fundurinn klukkan hálf sex með ræðu Geirs H. Haarde, fráfarandi formanns flokksins. Evrópumálin verða fyrirferðamikil á fundinum en í fyrramálið verða kynntar tillögur evrópunefndar flokksins.

Ríkisstjórnarflokkarnir fengju traustan meirihluta
Ríkisstjórnarflokkarnir tveir fengju traustan meirihluta á þingi, ef kosið yrði nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar tvö, en fylgið hrynur af Framsóknarflokknum.

Bjarni leiðir listann - Bryndís hvergi sjáanleg
Listi Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningar sem fram fara 25. apríl næstkomandi var samþykktur á fundi kjördæmaráðs í kvöld. Bjarni Benediktsson alþingismaður leiðir listann og í öðru sæti er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingismaður.

Vigdís fékk ekki launalaust leyfi frá ASÍ
Vigdís Hauksdóttir sem situr í fyrsta sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður segist hafa óskað eftir launalausu leyfi frá störfum hjá Alþýðusambandi Íslands vegna framboðs síns til Alþingis en Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hafi þá tjáð henni að litið væri á framboðið sem uppsögn af hennar hálfu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Vigdísi.

Stuðningsmenn Guðlaugs styðja Kristján Þór
Nánir samstarfsmenn þingmannsins Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hafa fylkt sér að baki Kristjáns Þórs Júlíussonar í formannsslag Sjálfstæðisflokksins.

Segir Vigdísi hafa óskað eftir starfslokum
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að Vigdís Hauksdóttir hafi óskað eftir starfslokum hjá sambandinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Gylfa en þar segir einnig að Alþýðusamband Íslands hafni því alfarið að Vigdís hafi verið látin gjalda stjórnmálaskoðana sinna.

1700 skráðir á landsfund Samfylkingarinnar
Um 1700 manns hafa skráð sig til þátttöku á landsfund Samfylkingarinnar sem fer fram um helgina í Smáranum, Kópavogi. Á fundinum verður kjörin ný forysta en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður flokksins, og Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður, sækjast ekki eftir endurkjöri.

Framboðsræða Snorra í Valhöll - myndband
Listamaðurinn Snorri Ásmundsson er í framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins, en nýr formaður verður kjörinn á landsþingi flokksins um komandi helgi. Á fundi í Valhöll hélt Snorri ræðu ásamt þeim Kristjáni Þór Júlíussyni og Bjarna Benediktssyni sem einnig eru í framboði. Í máli Snorra kom fram að hann væri krónískur óþekktarangi sem sennilega hefði getað farið þann veg sem venjulegir formenn fara ef hann hefði verið settur á Rítalín. Snorri segir stjórnmálin krabbameinsvaldandi og því sé þetta ekki öfundsvert starf.

Kynna lista yfir mál sem þarf að ljúka fyrir þinglok
Listi yfir 22 mál sem stjórnarflokkarnir telja að brýnt sé að ljúka fyrir þinglok hefur verið kynntur fyrir formönnum stjórnmálaflokkanna og verður kynntur þingmönnum síðar í dag. Þetta kom fram í máli Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Birgis Ármannssonar þingmanns sem vildi vita hvaða mál ætti að leggja áherslu á fyrir þinglok.

Pólitískar nornaveiðar innan ASÍ
Siv Friðleifsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins spurði félagsmálaráðherra út í mál Vigdísar Hauksdóttur samflokkssystur sinnar á Alþingi í dag. Vígdísi var ekki veitt launalaust leyfi sem hún sótti um þegar hún tók þátt í prófkjöri fyrir Framsóknarflokkinn. Siv benti á að Magnús Norðdal lögfræðingur hjá ASÍ hefði hinsvegar fengið launalaust leyfi þegar hann tók þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar. Siv sagði þetta lykta af pólitískum nornaveiðum og kallaði eftir upplýsingum frá félagsmálaráðherra um málið.

Harmar að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið við framlögum frá Neyðarlínunni
Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segist harma þau mistök sem urðu þegar að flokkurinn tók við fjárframlögum frá Neyðarlínunni. Í yfirlýsingu sem Andri hefur sent frá sér segir hann að framlagið hafi þegar verið endurgreitt og muni öll framlög sem stangist á við lög um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra verða endurgreidd.

Bryndís vill sæti Ármanns
Bryndís Haraldsdóttir hefur farið fram á það við kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi að hún verði flutt upp í sjöunda sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir Alþingiskosningarnar í vor þar sem Ármann Kr. Ólafsson hefur ákveðið að taka ekki sæti á listanum. Að öðrum kosti hyggst hún ekki taka sæti á listanum.

Endurgreiði styrkinn frá Neyðarlínunni
Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að afþakka 300 þúsund króna framlag sem Neyðarlínan veitti flokknum árið 2007 og endurgreiða það.

Guðjón Arnar: Flokkurinn er ekki í góðu standi
,,Flokkurinn er náttúrulega ekki í góðu standi þegar koma svona uppákomur. Alls ekki. Þetta kemur manni algjörlega í opna skjöldu," segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, um aðspurður um brotthvarf Ásgerðar Jónu Flosadóttur og tveggja þingmanna úr flokkknum.

Steingrímur skrifar undir Færeyjalánið í kvöld
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, fer til Færjeyja í kvöld þar sem undirritaður verður samningur sem þjóðirnar hafa gert með sér um greiðslukjör lánsins sem Færeyingar buðu Íslendingum í kjölfar bankahrunsins.

Enn fækkar í Frjálslynda flokknum
Ásgerður Jóna Flosadóttir sem nýverið var kjörin varaformaður Frjálslynda flokksins hefur ákveðið að segja sig úr flokknum. Hún segir að Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, vilji ekki gera nauðsynlegar breytingar á flokknum. Ásgerður var kjörin varaformaður á landsþingi sem haldið var fyrir níu dögum.

Aðstoðarmannakerfi þingmanna verði lagt niður
Afnema ber aðstoðarmannakerfi þingmanna og efla nefndasvið Alþingis þess í stað. Þetta segir í drögum að ályktun sem liggur fyrir landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem hefst með setningarræðu Geirs H. Haarde, fráfarandi formanns flokksins, á fimmtudaginn. Flokkurinn telur einnig brýnt að fækka ráðuneytum enda væri slík hagræðing gott fordæmi gagnvart öðrum stofnunum stjórnsýslunnar.

Útvarpsstöð Ástþórs í loftið
Ástþór Magnússon og félagar í Lýðræðishreyfingunni hófu útsendingar Lýðvarpsins klukkan 07:00 í morgun. Í tilkynningu frá hreyfingunni segir að í hádeginu verði Fréttavaktin send út þar sem hlustað verður á fréttir ríkisútvarpsins með hlustendum.

Grétar Mar: Ríkisstjórnin verður að semja við sjómenn
„Með aðgerðarleysinu er Steingrímur að brjóta mannréttindi á íslenskum sjómönnum, og þá sérstaklega þessum tveimur frá Tálknafirði sem fóru með mál sitt alla leið til mannréttindadómstóls og sigruðu þar," segir Grétar Mar, þingmaður Frjálslynda flokksins í Suðurlandskjördæmi en hann er ekki sáttur við að íslenska ríkisstjórnin, og Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra, hafi ekki samið við sjómennina um bætur.

Vinstri grænir bundnir gegn Sjálfstæðisflokknum
Landsfundi Vinstri Grænna lýkur nú í kvöld en verið er að leggja lokahönd á ályktanir fundarins.

Prófkjör NV: Ásbjörn sigraði Einar
Nú er talningu lokið í prófkjöri sjálfstæðismanna í NV kjördæmi. Ásbjörn Óttarsson í Snæfellsbæ skaust í efsta sæti listans þegar síðustu atkvæði höfðu verið talin og telst því sigurvegari prófkjörsins, samkvæmt fréttavef Skessuhorns.is.

Átta atkvæði á milli Einars og Ásbjörns
Einar K. Guðfinnsson, fyrrum sjávarútvegsráðherra vermir fyrsta sætið í hörðum prófkjörsslag í Norðvesturkjördæmi en meirihluti atkvæð hefur verið talinn, eða alls 2400 atkvæði.

Ármann ekki á þing
Þingmaðurinn Ármann Kr. Ólafsson mun ekki taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi en hann hafnaði í sjöunda sæti.

Kristján Þór í formanninn
Kristján Þór Júlíusson, fyrsti maður á lista í Norðausturkjördæmi, gefur kost á sér í formann Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Beneditksson hefur þegar gefið út að hann sækist eftir formannsembættinu. Því verður þetta í fyrsta skiptið í átján ár sem barist verður um formannsembættið í Sjálfstæðisflokknum.

Gríðarlega mjótt á munum i prófkjöri NV-kjördæmi
Mikil spenna ríkir á talningarstað á Hótel Borgarnesi þar sem talið er í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í NV kjördæmi. Samkvæmt Skessuhorni.is er búið að telja 2400 af 2700-2800 atkvæðum.