Kolbeinn Óttarsson Proppé Sinnulausi neytandinn Um helgina heyrði ég fregnir af því að einhver fyrirtæki úti í heimi hefðu verið dæmd fyrir eitthvað samráð. Gott ef ekki var um framleiðendur sjónvarpstækja að ræða. Ekki man ég fyrir mitt litla líf hvaða framleiðendur það voru og ég efast um að þegar þörfin á nýju sjónvarpstæki – sem er reyndar ekki ofarlega á forgangslistanum – bankar upp á, muni ég hafa fyrir því að fletta því upp. Það eru því töluverðar líkur á því að þegar fjárfest verður í sjónvarpi, sem vonandi er langt þangað til, muni ég verðlauna svikahrappana með viðskiptum mínum. Bakþankar 10.12.2012 22:01 Viljaskot í Palestínu Frá því að ég man eftir mér hafa fregnir af drápum Ísraelsmanna á Palestínumönnum reglulega skotið upp kollinum. Mistíðar reyndar, en alltaf aftur og aftur. Og svo allrar sanngirni sé gætt þá hafa einnig reglulega boristfregnir af drápum Palestínumanna á Ísraelsmönnum. Bakþankar 19.11.2012 22:11 Línudans lobbýismans Hagsmunasamtök heimilanna eru félagsskapur sem virðist tala fyrir hönd heimilanna í landinu, en þau virðast, samkvæmt samtökunum, hafa sameiginlega hagsmuni. Helsta baráttumál samtakanna er að afskrifa skuldir á íbúðarhúsnæði. Fyrir það eiga allir að greiða, líka þeir sem leigja húsnæði en eiga ekki. Sjónvarpsauglýsingar samtakanna eru hins vegar merki um það sem koma skal í íslenskum stjórnmálum. Bakþankar 12.11.2012 21:52 Að gefast ekki upp Frá því ég man eftir mér hefur það verið hluti af minni tilveru að tjá skoðanir og berjast fyrir málstað. Það átti við um sjálfan mig og aðra í kringum mig. Starf í stjórnmálaflokkum kenndi rökræður við þá sem voru manni ósammála og starf í ýmsum félagasamtökum beindi kraftinum í að vinna málstaðnum gagn, vekja athygli á honum í mótmælum eða hvers konar aðgerðum. Bakþankar 29.10.2012 21:59 Kúldrast í kreddum Fordómar. Við höfum þá öll. Þeir eru hluti af eðli okkar, gera okkur kleift að meta aðstæður á örskotsstundu og hegða okkur í samræmi við það mat sem hugur okkar hefur lagt á aðstæður, meðvitað sem ómeðvitað. Þeir geta birst í sérviskulegri andúð, til dæmis á því sem nýtt er, eða vali okkar á gönguleið á síðkvöldum. Þeir geta birst í jákvæðum væntingum til einhvers, en auðvitað einnig neikvæðum. Fordómar, sleggjudómar, hleypidómar, öll þessi orð lýsa því sama; ógrunduðum dómum. Bakþankar 15.10.2012 21:37 Sannleikur í hættu Oft er sagt að fyrsta fórnarlambið í stríði sé sannleikurinn. Það má til sanns vegar færa og á við í fleiri tilvikum en beinhörðum stríðsátökum. Raunar má segja að afskaplega margt í mannlegri tilveru byggi á því að hnika sannleikanum til, skreyta og fegra. Við þykjumst betri í einhverju en við erum, hissa á einhverju sem við bjuggumst við eða gumum af því á Facebook að hafa sko vel vitað eitthvað á undan öllum öðrum sem enginn gat vitað með vissu. Svo er það blessuð pólitíkin. Bakþankar 1.10.2012 20:50 2700 límbandsrúllur Hvað getur maður keypt sér fyrir tæpar 2,3 milljónir á mánuði sem maður gat ekki leyft sér með rúmar 1,8 milljónir í mánaðarlaun? Dýrari bíl? Stærra hús? Lengri utanlandsferð? Fleiri jakkaföt? Bakþankar 6.9.2012 22:23 Vald vaðalsmanna Fyrirtæki nokkurt hér í bæ hefur mælt væntingarvísitölu Íslendinga um nokkra hríð. Hún á að sýna hversu mikil bjartsýni einkennir þjóðina og gott ef sama könnun er ekki gerð í fleiri löndum þannig að alþjóðlegur samanburður náist. Ofurtrú ýmissa á hvers kyns skoðanakönnunum er reyndar slík að hún hefur litað pólitískan málflutning meira en góðu hófi gegnir. Um þessa könnun er hins vegar ekkert nema gott að segja, hún mælir hverjar væntingar við höfum til framtíðarinnar. Það hefur enda verið talið órækt merki þess að hlutirnir mjakist eilítið fram á við að þessi blessaða vísitala hefur aukist. Bakþankar 4.9.2012 09:20 Vald vaðalsmannanna Bakþankar 4.9.2012 09:14 Óskað eftir framsýni Talið er að hægt sé að tímasetja næstum upp á dag hvenær Íslendingar gáfu norsk-íslenska síldarstofninum slíkt högg að síldin lét ekki sjá sig hér næstu áratugina – og forðast sum svæði enn. Það mun hafa verið 23. ágúst 1967 þegar met var slegið á miðunum og flotinn, búinn kraftblökkum og asdic-fiskileitartækjum, veiddi 16 þúsund tonn af síld. Skömmu síðar hvarf síldin og með henni störfin, athafnasemin, fólkið og peningarnir. Bakþankar 20.8.2012 22:07 Friðarloginn Ég er af þeirri kynslóð sem man ógnina af kjarnorkuvopnum. Reglulega hlustaði maður á fregnir af því að samanlagður sprengikraftur vopnabúrs Bandaríkjanna og Sovétríkjanna dygði nú til að eyða jörðinni margoft. Og eftir því sem árin liðu var hægt að eyða jörðinni oftar, eins og einu sinni væri ekki nóg. Það er ekki nema von að dimm nýbylgjutónlist og volæðislegir textar hafi heillað ungmenni þessa tíma. Það hefur áhrif á lífsgleðina að heyra reglulega að möguleikinn á að tortíma jörðinni sé í höndum bjána eins og leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Bakþankar 7.8.2012 21:38 Smá nauðgað, annars fínt Það er orðið árviss viðburður að fá fréttir af nauðgunum um Verslunarmannahelgi. Sem betur fer virðist ákveðin vitundarvakning hafa orðið í þessum efnum og jafnvel örgustu tréhausar hafa samþykkt víðtækari aðgerðir til að sporna við þeim hryllilega glæp sem nauðgun er. Á stundum hefur manni nefnilega fundist að skipuleggjendur hátíða telji það gefa þeim slæmt orðspor ef það spyrst út að til allra ráðstafana sé gripið til að hamla gegn nauðgunum. Það er auðvitað mikill misskilningur, orðspor hátíða batnar aðeins við það að allra bragða sé beitt til að koma í veg fyrir að sálsjúkir karlpungar nauðgi. Bakþankar 6.8.2012 21:32 Hið landlæga stefnuleysi Við Íslendingar erum skorpuþjóð. Já, þetta er klisja og jafn fúl og aðrar slíkar, en það þarf ekki að þýða að hún sé ekki sönn. Þessi fullyrðing gerir líka ráð fyrir því að hægt sé að fullyrða um þjóðareðli, sem er hæpið og byggir aftur á því að hægt sé að fullyrða um að þjóð sé til, sem er einnig hæpið. En hér erum við komin út í póstmódernísk fræði sem gætu leitt okkur í karp um hugtök, sem er hið besta mál en skilar kannski ekki endilega miklu. Það getur verið kostur að geta einhent sér í verkin, að láta ekki fyrirframgefið skipulag niðurnjörva allt og geta brugðist við breyttum aðstæðum hratt. Það er hins vegar galli hve víða alla stefnu skortir í íslensku samfélagi. Bakþankar 24.7.2012 17:06 Mannúð á hrakhólum Stundum virðist sem Íslendingum hafi tekist að flækja hluti sem mest þeir mega þegar kemur að blessaðri stjórnsýslunni, bæði hvað pólitíkina og embættin sjálf varðar. Hvernig stendur til dæmis á því að við höfum komið okkur upp kerfi þar sem hælisleitendur bíða árum saman á milli vonar og ótta eftir afgreiðslu umsókna sinna? Trauðla er það skilvirkt, hvað þá mannúðlegt, að kippa fólki út úr mannlegu samfélagi og geyma í limbói í nokkur ár á meðan umsóknir velkjast í kerfinu. Bakþankar 23.7.2012 21:52 Öll dýrkum við útlitið Segi þér einhver að hann eða hún spái ekkert í útlitið þá er viðkomandi að ljúga. Við spáum vissulega mismikið í útlitið, en öll veltum við því fyrir okkur. Hafir þú, lesandi góður, greitt þér í fegrunarskyni, litað varirnar, snyrt skeggið, látið lita á þér hárið eða skerða það með annað en þægindi í huga, ekki keypt þægilega skó þar sem þeir voru forljótir, kreist á þér bólu, eða hvað annað sem við gerum í dagsins önn; þá hefurðu vissulega spáð í útlitið. Bakþankar 9.7.2012 17:18 Útlendingar vita ekkert Við Íslendingar erum um margt sérkennilegur hópur. Ekki skortir okkur sjálfsálitið og við virðumst trúa því að við gerum allt öðrum betur. Meira að segja hrunið okkar var mest og best. Og, eðli málsins samkvæmt, vitum við allra best hvað okkur sjálfum er fyrir Bakþankar 25.6.2012 23:35 Loðin fortíð Sjálfsmynd er skemmtilegt fyrirbæri. Tilvera okkar er uppfull af táknum sem eiga að minna okkur á hver við erum og hvaðan við komum og hvers vegna við tilheyrum þeim klúbbum sem við teljum okkur tilheyra; hvort sem um Samtök örvhentra frímerkjasafnara eða íslensku þjóðina er að ræða. Eða útvegsmenn. Eða landsbyggðarfólk. Eða Reykvíkinga. Eða íbúa í einhverju póstnúmeri. Eða Dire Straits-aðdáendur. Eða félaga í stuðningshópi um bætta umræðumenningu, en það er hópur sem hittist reglulega á Alþingi og úttalar sig um ýmis mál. Bakþankar 11.6.2012 16:57 Meiri peningar í morð Ísland er ekki stórt land og vægi þess í alþjóðlegu samstarfi er ekki mikið. Samt virðist stundum eins og íslenskir stjórnmálamenn finni sig verða meiri og mikilvægari þegar þeir eru aðilar að alvarlegum ákvörðunum sem hafa gríðarleg áhrif. Þannig mátti beinlínis sjá hvernig Davíð Bakþankar 28.5.2012 21:54 Abdul og útgerðin Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að dvelja í Þýskalandi í rúma viku. Þar fékk ég lærða fyrirlestra um umhverfismál og hvernig væri hægt að koma í veg fyrir að jörðin yrði allt að því óbyggileg. Vissulega var ekki allt í þessum dramatíska stíl, sorpflokkun, vel einangruð hús og góð gluggahönnun til að spara rafmagnsljós komu einnig við sögu. Félaga okkar frá Maldíveyjum fannst hins vegar málið ansi brýnt; enda verða eyjarnar óbyggilegar innan ekki of langs tíma ef ekki tekst að draga úr hlýnun jarðar. Bakþankar 14.5.2012 21:14 Grunnur réttindanna Því get ég lofað þér, lesandi góður, að ef þú skellir þér inn á hið alltumfaðmandi internet verður þér ekki skotaskuld úr því að finna pistla þar sem lítið er gert úr baráttudegi verkalýðsins. Fólk mun velta sér upp úr því að hann hafi ekki lengur neitt gildi, sé úreltur, jafnvel rifja upp horfna tíð þegar það var börn og allt var betra og kannski fylgir ein vonbrigðasaga, eða tvær, frá deginum. Það er gott og blessað, en breytir þó ekki þeirri staðreynd að af öllum þeim frídögum sem launafólk fær er enginn sem ætti að standa því nær. Bakþankar 30.4.2012 21:44 Excel-samfélagið Það fólk er til sem finnst ekkert fallegra en vel upp sett excel-skjal. Að tölur sem rétt er raðað upp í dálka fangi alla kima mannlífsins. Ef einungis debet- og kreditdálkar stangast á sé allt gott. Þetta er gott og blessað, en lífið er örlítið flóknara en svo. Excel getur verið hið besta forrit til að reikna og raða, en þar rúmast ekki mannlegir þættir. Bakþankar 27.4.2012 21:33 Ég og Groucho Marx Dagur rennur upp og sólin skín á Álftanesið. Eftir endurnærandi svefn rumska ég og finn kaffiilm í loftinu. Það er gott að fara á fætur og gott að fá sér morgunsopann. Ég renni yfir blöðin. Þar er náttúrulega ekkert að frétta frekar en venjulega, merkilegt hvaða slúbbertar skrifa orðið í blöðin. Jú, jú, þarna eru ein, tvær pillur á mig, eins og við var að búast. Maður er nú einu sinni forseti. Bakþankar 13.4.2012 16:12 Hið háða Alþingi Mikilvægasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar er að endurvekja traust á stofnunum samfélagsins,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir 23. febrúar 2009, þá tiltölulega nýtekin við sem forsætisráðherra. Og Jóhanna var ekki ein um að telja þetta brýnt verkefni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hjó í sama knérunn rúmu ári síðar, 14. júní 2010, í almennum stjórnmálaumræðum á Alþingi. "Traust á Alþingi, á þingstörfunum, hefur verið í lágmarki undanfarin misseri. Það er grafalvarlegt mál því að Alþingi er bæði elsta og æðsta valdastofnun landsins.“ Bjarni taldi augljóst að allir þingmenn hefðu velt þessu fyrir sér. "Ég hygg að allir þingmenn hafi spurt sig: Hvernig má endurheimta traust Alþingis? Hvernig endurheimtum við traust á störfum þingsins? Við sem hér störfum, hvar í flokki sem við stöndum, tökum skilaboð um lítið traust á þinginu til okkar og viljum allt til þess vinna að endurheimta virðingu þess.“ Bakþankar 3.4.2012 17:39 Samfélag tómu tunnanna Á dögunum fór ég í sjálfskipað frí frá fjölmiðlaumræðunni. Dvaldi fjarri dægurþrasinu um hríð og vissi ekkert hvaða þingmaður ásakaði kollega sinn í það skiptið fyrir það að vinna markvisst að tortímingu Íslands, eða eitthvað þaðan af verra. En það er allt í lagi, allt þetta beið mín þegar ég sneri á ný til hins siðaða samfélags samfélagsumræðunnar. Bakþankar 20.3.2012 22:03 Rödd þjóðarinnar Árið 1996 vildi ég, þrátt fyrir að finnast forsetaembættið óþarft, að róttæki vinstri maðurinn Ólafur Ragnar Grímsson yrði kjörinn. Aðallega þar sem það var gegn vilja hins pólitíska valdakerfis. Já, æskan er oft bláeyg. Bakþankar 30.12.1899 00:00 Ég þekki ekki stjórnarskrána Bessaleyfi skal tekið hér í upphafi pistilsins og það fullyrt að fyrir fimm árum hafi varla nokkur einasti ólöglærður Íslendingur þekkt innihald stjórnarskrár íslenska lýðveldisins. Jú mann rámar í að Ísland sé lýðveldi með þingbundinni stjórn en ekki meira en það. Og hvað þýðir þingbundin stjórn? Og hvar kemur forsetinn inn í þetta? Hvar er hann í þingbundnu stjórninni sem á að ráða? Sjálfur þjóðkjörinn höfðinginn? Bakþankar 21.2.2012 17:12 Leiðindi á leiðindi ofan Hver veit hvaða köflum í viðræðum við Evrópusambandið er lokið? Og hverjir eftir? Hver getur svarað því hvað aðild að sambandinu þýðir fyrir Ísland? Förum við á hausinn? Á spenann? Fyllist allt af Evrópubúum hér á landi? Stóreykst útflutningur okkar til Evrópu? Eykst atvinnuleysið og hrynur efnahagurinn? Fjölgar störfum og styrkjast innviðirnir? Missum við réttindi? Aukast réttindin? Hver í ósköpunum veit þetta? Bakþankar 8.2.2012 11:02 Mamma Bobba starfrækir mig Allir þekkja þá tilhlökkun sem fylgir því að flytja að heiman. Að skapa sér eigin tilveru og skera á naflastrenginn við ma og pa. Bakþankar 24.1.2012 21:19 Man einhver eftir Manning? Þrátt fyrir takmarkalitla möguleika til að verða sér úti um upplýsingar og koma þeim á framfæri á nýstárlegan máta er stundum eins og íslenskir fjölmiðlar nýti sér allir sömu fréttauppsprettuna. Á þetta bæði við um innlendar sem erlendar fréttir. Kannski endurspeglar það umræðuhefðina í samfélaginu; svo virðist sem okkur láti best að fókusa á eitt afmarkað mál þar til við hættum að hafa áhuga á því og snúa okkur síðan að því næsta. Þess vegna virðist manni stundum sem mál hverfi úr vitund okkar, eitthvað sem allir eitt sinn ræddu liggur í þagnargildi. Bakþankar 9.1.2012 21:22 Skammarleg íslensk þögn Bandaríkjamenn nutu samúðar heimsbyggðarinnar allrar eftir árásirnar á New York fyrir tíu árum. Þá samúð hefði mátt nýta til að skapa ástand samhygðar og bætts skilnings manna á millum. Það var ekki gert. Þvert á móti. Í staðinn var mannskepnan enn frekar dregin í dilka og enn skýrari línur dregnar utan um hver væru við og hver væru hinir. Bakþankar 27.12.2011 22:30 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 6 ›
Sinnulausi neytandinn Um helgina heyrði ég fregnir af því að einhver fyrirtæki úti í heimi hefðu verið dæmd fyrir eitthvað samráð. Gott ef ekki var um framleiðendur sjónvarpstækja að ræða. Ekki man ég fyrir mitt litla líf hvaða framleiðendur það voru og ég efast um að þegar þörfin á nýju sjónvarpstæki – sem er reyndar ekki ofarlega á forgangslistanum – bankar upp á, muni ég hafa fyrir því að fletta því upp. Það eru því töluverðar líkur á því að þegar fjárfest verður í sjónvarpi, sem vonandi er langt þangað til, muni ég verðlauna svikahrappana með viðskiptum mínum. Bakþankar 10.12.2012 22:01
Viljaskot í Palestínu Frá því að ég man eftir mér hafa fregnir af drápum Ísraelsmanna á Palestínumönnum reglulega skotið upp kollinum. Mistíðar reyndar, en alltaf aftur og aftur. Og svo allrar sanngirni sé gætt þá hafa einnig reglulega boristfregnir af drápum Palestínumanna á Ísraelsmönnum. Bakþankar 19.11.2012 22:11
Línudans lobbýismans Hagsmunasamtök heimilanna eru félagsskapur sem virðist tala fyrir hönd heimilanna í landinu, en þau virðast, samkvæmt samtökunum, hafa sameiginlega hagsmuni. Helsta baráttumál samtakanna er að afskrifa skuldir á íbúðarhúsnæði. Fyrir það eiga allir að greiða, líka þeir sem leigja húsnæði en eiga ekki. Sjónvarpsauglýsingar samtakanna eru hins vegar merki um það sem koma skal í íslenskum stjórnmálum. Bakþankar 12.11.2012 21:52
Að gefast ekki upp Frá því ég man eftir mér hefur það verið hluti af minni tilveru að tjá skoðanir og berjast fyrir málstað. Það átti við um sjálfan mig og aðra í kringum mig. Starf í stjórnmálaflokkum kenndi rökræður við þá sem voru manni ósammála og starf í ýmsum félagasamtökum beindi kraftinum í að vinna málstaðnum gagn, vekja athygli á honum í mótmælum eða hvers konar aðgerðum. Bakþankar 29.10.2012 21:59
Kúldrast í kreddum Fordómar. Við höfum þá öll. Þeir eru hluti af eðli okkar, gera okkur kleift að meta aðstæður á örskotsstundu og hegða okkur í samræmi við það mat sem hugur okkar hefur lagt á aðstæður, meðvitað sem ómeðvitað. Þeir geta birst í sérviskulegri andúð, til dæmis á því sem nýtt er, eða vali okkar á gönguleið á síðkvöldum. Þeir geta birst í jákvæðum væntingum til einhvers, en auðvitað einnig neikvæðum. Fordómar, sleggjudómar, hleypidómar, öll þessi orð lýsa því sama; ógrunduðum dómum. Bakþankar 15.10.2012 21:37
Sannleikur í hættu Oft er sagt að fyrsta fórnarlambið í stríði sé sannleikurinn. Það má til sanns vegar færa og á við í fleiri tilvikum en beinhörðum stríðsátökum. Raunar má segja að afskaplega margt í mannlegri tilveru byggi á því að hnika sannleikanum til, skreyta og fegra. Við þykjumst betri í einhverju en við erum, hissa á einhverju sem við bjuggumst við eða gumum af því á Facebook að hafa sko vel vitað eitthvað á undan öllum öðrum sem enginn gat vitað með vissu. Svo er það blessuð pólitíkin. Bakþankar 1.10.2012 20:50
2700 límbandsrúllur Hvað getur maður keypt sér fyrir tæpar 2,3 milljónir á mánuði sem maður gat ekki leyft sér með rúmar 1,8 milljónir í mánaðarlaun? Dýrari bíl? Stærra hús? Lengri utanlandsferð? Fleiri jakkaföt? Bakþankar 6.9.2012 22:23
Vald vaðalsmanna Fyrirtæki nokkurt hér í bæ hefur mælt væntingarvísitölu Íslendinga um nokkra hríð. Hún á að sýna hversu mikil bjartsýni einkennir þjóðina og gott ef sama könnun er ekki gerð í fleiri löndum þannig að alþjóðlegur samanburður náist. Ofurtrú ýmissa á hvers kyns skoðanakönnunum er reyndar slík að hún hefur litað pólitískan málflutning meira en góðu hófi gegnir. Um þessa könnun er hins vegar ekkert nema gott að segja, hún mælir hverjar væntingar við höfum til framtíðarinnar. Það hefur enda verið talið órækt merki þess að hlutirnir mjakist eilítið fram á við að þessi blessaða vísitala hefur aukist. Bakþankar 4.9.2012 09:20
Óskað eftir framsýni Talið er að hægt sé að tímasetja næstum upp á dag hvenær Íslendingar gáfu norsk-íslenska síldarstofninum slíkt högg að síldin lét ekki sjá sig hér næstu áratugina – og forðast sum svæði enn. Það mun hafa verið 23. ágúst 1967 þegar met var slegið á miðunum og flotinn, búinn kraftblökkum og asdic-fiskileitartækjum, veiddi 16 þúsund tonn af síld. Skömmu síðar hvarf síldin og með henni störfin, athafnasemin, fólkið og peningarnir. Bakþankar 20.8.2012 22:07
Friðarloginn Ég er af þeirri kynslóð sem man ógnina af kjarnorkuvopnum. Reglulega hlustaði maður á fregnir af því að samanlagður sprengikraftur vopnabúrs Bandaríkjanna og Sovétríkjanna dygði nú til að eyða jörðinni margoft. Og eftir því sem árin liðu var hægt að eyða jörðinni oftar, eins og einu sinni væri ekki nóg. Það er ekki nema von að dimm nýbylgjutónlist og volæðislegir textar hafi heillað ungmenni þessa tíma. Það hefur áhrif á lífsgleðina að heyra reglulega að möguleikinn á að tortíma jörðinni sé í höndum bjána eins og leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Bakþankar 7.8.2012 21:38
Smá nauðgað, annars fínt Það er orðið árviss viðburður að fá fréttir af nauðgunum um Verslunarmannahelgi. Sem betur fer virðist ákveðin vitundarvakning hafa orðið í þessum efnum og jafnvel örgustu tréhausar hafa samþykkt víðtækari aðgerðir til að sporna við þeim hryllilega glæp sem nauðgun er. Á stundum hefur manni nefnilega fundist að skipuleggjendur hátíða telji það gefa þeim slæmt orðspor ef það spyrst út að til allra ráðstafana sé gripið til að hamla gegn nauðgunum. Það er auðvitað mikill misskilningur, orðspor hátíða batnar aðeins við það að allra bragða sé beitt til að koma í veg fyrir að sálsjúkir karlpungar nauðgi. Bakþankar 6.8.2012 21:32
Hið landlæga stefnuleysi Við Íslendingar erum skorpuþjóð. Já, þetta er klisja og jafn fúl og aðrar slíkar, en það þarf ekki að þýða að hún sé ekki sönn. Þessi fullyrðing gerir líka ráð fyrir því að hægt sé að fullyrða um þjóðareðli, sem er hæpið og byggir aftur á því að hægt sé að fullyrða um að þjóð sé til, sem er einnig hæpið. En hér erum við komin út í póstmódernísk fræði sem gætu leitt okkur í karp um hugtök, sem er hið besta mál en skilar kannski ekki endilega miklu. Það getur verið kostur að geta einhent sér í verkin, að láta ekki fyrirframgefið skipulag niðurnjörva allt og geta brugðist við breyttum aðstæðum hratt. Það er hins vegar galli hve víða alla stefnu skortir í íslensku samfélagi. Bakþankar 24.7.2012 17:06
Mannúð á hrakhólum Stundum virðist sem Íslendingum hafi tekist að flækja hluti sem mest þeir mega þegar kemur að blessaðri stjórnsýslunni, bæði hvað pólitíkina og embættin sjálf varðar. Hvernig stendur til dæmis á því að við höfum komið okkur upp kerfi þar sem hælisleitendur bíða árum saman á milli vonar og ótta eftir afgreiðslu umsókna sinna? Trauðla er það skilvirkt, hvað þá mannúðlegt, að kippa fólki út úr mannlegu samfélagi og geyma í limbói í nokkur ár á meðan umsóknir velkjast í kerfinu. Bakþankar 23.7.2012 21:52
Öll dýrkum við útlitið Segi þér einhver að hann eða hún spái ekkert í útlitið þá er viðkomandi að ljúga. Við spáum vissulega mismikið í útlitið, en öll veltum við því fyrir okkur. Hafir þú, lesandi góður, greitt þér í fegrunarskyni, litað varirnar, snyrt skeggið, látið lita á þér hárið eða skerða það með annað en þægindi í huga, ekki keypt þægilega skó þar sem þeir voru forljótir, kreist á þér bólu, eða hvað annað sem við gerum í dagsins önn; þá hefurðu vissulega spáð í útlitið. Bakþankar 9.7.2012 17:18
Útlendingar vita ekkert Við Íslendingar erum um margt sérkennilegur hópur. Ekki skortir okkur sjálfsálitið og við virðumst trúa því að við gerum allt öðrum betur. Meira að segja hrunið okkar var mest og best. Og, eðli málsins samkvæmt, vitum við allra best hvað okkur sjálfum er fyrir Bakþankar 25.6.2012 23:35
Loðin fortíð Sjálfsmynd er skemmtilegt fyrirbæri. Tilvera okkar er uppfull af táknum sem eiga að minna okkur á hver við erum og hvaðan við komum og hvers vegna við tilheyrum þeim klúbbum sem við teljum okkur tilheyra; hvort sem um Samtök örvhentra frímerkjasafnara eða íslensku þjóðina er að ræða. Eða útvegsmenn. Eða landsbyggðarfólk. Eða Reykvíkinga. Eða íbúa í einhverju póstnúmeri. Eða Dire Straits-aðdáendur. Eða félaga í stuðningshópi um bætta umræðumenningu, en það er hópur sem hittist reglulega á Alþingi og úttalar sig um ýmis mál. Bakþankar 11.6.2012 16:57
Meiri peningar í morð Ísland er ekki stórt land og vægi þess í alþjóðlegu samstarfi er ekki mikið. Samt virðist stundum eins og íslenskir stjórnmálamenn finni sig verða meiri og mikilvægari þegar þeir eru aðilar að alvarlegum ákvörðunum sem hafa gríðarleg áhrif. Þannig mátti beinlínis sjá hvernig Davíð Bakþankar 28.5.2012 21:54
Abdul og útgerðin Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að dvelja í Þýskalandi í rúma viku. Þar fékk ég lærða fyrirlestra um umhverfismál og hvernig væri hægt að koma í veg fyrir að jörðin yrði allt að því óbyggileg. Vissulega var ekki allt í þessum dramatíska stíl, sorpflokkun, vel einangruð hús og góð gluggahönnun til að spara rafmagnsljós komu einnig við sögu. Félaga okkar frá Maldíveyjum fannst hins vegar málið ansi brýnt; enda verða eyjarnar óbyggilegar innan ekki of langs tíma ef ekki tekst að draga úr hlýnun jarðar. Bakþankar 14.5.2012 21:14
Grunnur réttindanna Því get ég lofað þér, lesandi góður, að ef þú skellir þér inn á hið alltumfaðmandi internet verður þér ekki skotaskuld úr því að finna pistla þar sem lítið er gert úr baráttudegi verkalýðsins. Fólk mun velta sér upp úr því að hann hafi ekki lengur neitt gildi, sé úreltur, jafnvel rifja upp horfna tíð þegar það var börn og allt var betra og kannski fylgir ein vonbrigðasaga, eða tvær, frá deginum. Það er gott og blessað, en breytir þó ekki þeirri staðreynd að af öllum þeim frídögum sem launafólk fær er enginn sem ætti að standa því nær. Bakþankar 30.4.2012 21:44
Excel-samfélagið Það fólk er til sem finnst ekkert fallegra en vel upp sett excel-skjal. Að tölur sem rétt er raðað upp í dálka fangi alla kima mannlífsins. Ef einungis debet- og kreditdálkar stangast á sé allt gott. Þetta er gott og blessað, en lífið er örlítið flóknara en svo. Excel getur verið hið besta forrit til að reikna og raða, en þar rúmast ekki mannlegir þættir. Bakþankar 27.4.2012 21:33
Ég og Groucho Marx Dagur rennur upp og sólin skín á Álftanesið. Eftir endurnærandi svefn rumska ég og finn kaffiilm í loftinu. Það er gott að fara á fætur og gott að fá sér morgunsopann. Ég renni yfir blöðin. Þar er náttúrulega ekkert að frétta frekar en venjulega, merkilegt hvaða slúbbertar skrifa orðið í blöðin. Jú, jú, þarna eru ein, tvær pillur á mig, eins og við var að búast. Maður er nú einu sinni forseti. Bakþankar 13.4.2012 16:12
Hið háða Alþingi Mikilvægasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar er að endurvekja traust á stofnunum samfélagsins,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir 23. febrúar 2009, þá tiltölulega nýtekin við sem forsætisráðherra. Og Jóhanna var ekki ein um að telja þetta brýnt verkefni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hjó í sama knérunn rúmu ári síðar, 14. júní 2010, í almennum stjórnmálaumræðum á Alþingi. "Traust á Alþingi, á þingstörfunum, hefur verið í lágmarki undanfarin misseri. Það er grafalvarlegt mál því að Alþingi er bæði elsta og æðsta valdastofnun landsins.“ Bjarni taldi augljóst að allir þingmenn hefðu velt þessu fyrir sér. "Ég hygg að allir þingmenn hafi spurt sig: Hvernig má endurheimta traust Alþingis? Hvernig endurheimtum við traust á störfum þingsins? Við sem hér störfum, hvar í flokki sem við stöndum, tökum skilaboð um lítið traust á þinginu til okkar og viljum allt til þess vinna að endurheimta virðingu þess.“ Bakþankar 3.4.2012 17:39
Samfélag tómu tunnanna Á dögunum fór ég í sjálfskipað frí frá fjölmiðlaumræðunni. Dvaldi fjarri dægurþrasinu um hríð og vissi ekkert hvaða þingmaður ásakaði kollega sinn í það skiptið fyrir það að vinna markvisst að tortímingu Íslands, eða eitthvað þaðan af verra. En það er allt í lagi, allt þetta beið mín þegar ég sneri á ný til hins siðaða samfélags samfélagsumræðunnar. Bakþankar 20.3.2012 22:03
Rödd þjóðarinnar Árið 1996 vildi ég, þrátt fyrir að finnast forsetaembættið óþarft, að róttæki vinstri maðurinn Ólafur Ragnar Grímsson yrði kjörinn. Aðallega þar sem það var gegn vilja hins pólitíska valdakerfis. Já, æskan er oft bláeyg. Bakþankar 30.12.1899 00:00
Ég þekki ekki stjórnarskrána Bessaleyfi skal tekið hér í upphafi pistilsins og það fullyrt að fyrir fimm árum hafi varla nokkur einasti ólöglærður Íslendingur þekkt innihald stjórnarskrár íslenska lýðveldisins. Jú mann rámar í að Ísland sé lýðveldi með þingbundinni stjórn en ekki meira en það. Og hvað þýðir þingbundin stjórn? Og hvar kemur forsetinn inn í þetta? Hvar er hann í þingbundnu stjórninni sem á að ráða? Sjálfur þjóðkjörinn höfðinginn? Bakþankar 21.2.2012 17:12
Leiðindi á leiðindi ofan Hver veit hvaða köflum í viðræðum við Evrópusambandið er lokið? Og hverjir eftir? Hver getur svarað því hvað aðild að sambandinu þýðir fyrir Ísland? Förum við á hausinn? Á spenann? Fyllist allt af Evrópubúum hér á landi? Stóreykst útflutningur okkar til Evrópu? Eykst atvinnuleysið og hrynur efnahagurinn? Fjölgar störfum og styrkjast innviðirnir? Missum við réttindi? Aukast réttindin? Hver í ósköpunum veit þetta? Bakþankar 8.2.2012 11:02
Mamma Bobba starfrækir mig Allir þekkja þá tilhlökkun sem fylgir því að flytja að heiman. Að skapa sér eigin tilveru og skera á naflastrenginn við ma og pa. Bakþankar 24.1.2012 21:19
Man einhver eftir Manning? Þrátt fyrir takmarkalitla möguleika til að verða sér úti um upplýsingar og koma þeim á framfæri á nýstárlegan máta er stundum eins og íslenskir fjölmiðlar nýti sér allir sömu fréttauppsprettuna. Á þetta bæði við um innlendar sem erlendar fréttir. Kannski endurspeglar það umræðuhefðina í samfélaginu; svo virðist sem okkur láti best að fókusa á eitt afmarkað mál þar til við hættum að hafa áhuga á því og snúa okkur síðan að því næsta. Þess vegna virðist manni stundum sem mál hverfi úr vitund okkar, eitthvað sem allir eitt sinn ræddu liggur í þagnargildi. Bakþankar 9.1.2012 21:22
Skammarleg íslensk þögn Bandaríkjamenn nutu samúðar heimsbyggðarinnar allrar eftir árásirnar á New York fyrir tíu árum. Þá samúð hefði mátt nýta til að skapa ástand samhygðar og bætts skilnings manna á millum. Það var ekki gert. Þvert á móti. Í staðinn var mannskepnan enn frekar dregin í dilka og enn skýrari línur dregnar utan um hver væru við og hver væru hinir. Bakþankar 27.12.2011 22:30
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent