Pawel Bartoszek Tussuskítt Fastir pennar 29.7.2010 18:31 Matvælaóöryggi Fyrir þremur árum var matvælaverð á Íslandi töluvert hærra en í Evrópu. Síðan þá hefur verðið hækkað og laun margra hafa lækkað. Hver er svo niðurstaðan? Jú, matvælaverðið er orðið svipað og víða í Evrópu. Takk, bankahrun! Fastir pennar 1.7.2010 22:30 Ásælni óskast Ég fæ æluflog í hvert skipti sem ég heyri þá orðnotkun að einhverjir útlendingar ásælist íslenskar auðlindir, fyrirtæki, eða eitthvað annað sem íslenskt er. Í fyrsta lagi vegna þetta er ekki satt og í öðru lagi myndum við gjarnan vilja að það væri það. Við þurfum einfaldlega fleiri erlendar fjárfestingar, erlend fyrirtæki, erlent fagfólk og þá reynslu sem öllu þessu fylgir. Fastir pennar 17.6.2010 23:13 Niðurgreiddir bílar Margir virðast afar sannfærðir um að bílar og bensín séu afar skattpínd fyrirbæri. Kannski ekki að ósekju. Þegar bensínlítrinn er greindur niður í krónur kemur vissulega á daginn að flestar þeirra enda hjá Ríkinu. Sömuleiðis hvíla fjölmörg gjöld á bílunum sjálfum, vörugjöld, bifreiðagjöld og þungaskattar. Fljótt á litið virðast því hagsmunaaðilar bíleigenda hafa nokkuð til síns máls. Ríkið skattpínir bíleigendur, en samt halda allir áfram að keyra. Fólkið hefur valið einkabílinn. Fastir pennar 3.6.2010 16:15 Pawel Bartoszek : Af hverju fimmtán? Það er til formúla yfir hve margir þingmenn eigi að sitja á þingum ríkja. Besti fjöldinn er víst fenginn með því að taka þriðju rót af íbúatölu ríkisins og sé það gert í tilfelli Íslands kemur í ljós að hér ættu að vera 68 þingmenn, sem sagt, ansi nálægt raunverulega fjöldanum. Sé sömu formúlu beitt í tilfelli Reykjavíkur kemur á daginn að í ráðhúsinu ættu að sitja 49 borgarfulltrúar. Þeir eru hins vegar fimmtán og hefur fjöldi þeirra haldist nær óbreyttur í heila öld. Fastir pennar 20.5.2010 18:25 Pawel Bartoszek: Róló burt? Í þriggja mínútna göngufjarlægð við heimili mitt eru að minnsta kosti þrír rólóvellir, opnir almenningi. Sé gengið í fimm mínútur er hægt að velja um sjö ólíka leikvelli. Það er vissulega kærkomið fyrir okkur feðga að geta valið um svo marga staði til að róla okkur á, en því miður er raunin sú að í níu af tíu tilfellum erum við einu gestir þessara ágætu leiksvæða. Sem er fínt ef menn eru félagslega bældir en verra ef menn líta á samskipti við annað fólk jákvæðum augum. Fastir pennar 22.4.2010 22:58 Pawel Bartoszek: Tómir stólar Verkföllin í skipasmíðastöðinni í Gdansk árið 1980 mörkuðu að mörgu leyti upphaf endalokanna kommúnismans í Póllandi. Kveikjan að þeim verkföllum var þegar að iðnaðar- og baráttukonan Anna Walentynowicz var rekin úr starfi, einungis örfáum mánuðum áður en hún átti rétt á eftirlaunum. Verkföllunum lauk með sigri verkamannanna, Anna fékk starfið sitt að nýju og Samstaðan fékkst skráð sem löglegt félag. Þetta var einn fyrsti marktæki sigur stjórnarandstöðuafla á hinum sitjandi stjórnvöldum. Gagnbyltingin var hafin. Skoðun 11.4.2010 20:37 Ósamræmd próf Í vikunni mátti lesa fréttir þess efnis að hverfisskólarnir væru að koma aftur samkvæmt nýjum innritunarreglum fyrir framhaldsskólana, en samkvæmt þeim þurfa skólarnir að taka in 45% af nemendum úr skólum sem liggja í grenndinni. Hér er um að ræða óþarfa skerðingu á valfrelsi nemenda auk þess sem verið er að skekkja samkeppni bæði á milli nemendanna og framhaldsskólanna sjálfra. Fastir pennar 25.2.2010 17:54 Litli-Steinn Frá tímum styrjaldanna hefur örríkið Liechtenstein grundvallað tilveru sína á afar góðu samstarfi við nágrannaríkið Sviss. Samstarf er kannski ekki rétta orðið. Frekar má segja að Sviss sé eins og stóri bróðir sem fer í ríkið fyrir litlu systur sína sem enn er í menntaskóla. Fastir pennar 11.2.2010 17:28 Dýr og volgur Þegar lög um bann við smásölu áfengis kl. 20 á kvöldin voru afnumin í Danmörku á einn stuðningsmaður breytinganna að hafa sagt: „Hvers vegna á hafa það bannað að selja áfengi einmitt á þeim tíma sem menn þurfa mest á því að halda?" Á Íslandi er þessu þveröfugt farið. Sama hvar menn standa í flokki, virðast allir sammála um að því torfundnara og dýrara sem áfengi er því betra. Fastir pennar 28.1.2010 18:32 Ofstolt og fréttafréttir Flestir hljóta að fyllast óhug og sorg yfir þeim fréttum sem nú berast frá Haítí. Ef marka má fréttirnar virðist jarðskjálftinn ekki aðeins hafa lagt í rúst höfuðborgina og bundið endi á þúsundir mannslífa heldur einnig laskað sjálfar undirstöður samfélagsins sem veikar voru fyrir. Þeir íslensku björgunarmenn sem drifu sig á hamfarasvæðið áður en sólarhringur var liðinn frá skjálftanum eiga án efa eftir að gera mikið gagn og sjálfsagt er að hæla þeim fyrir skjót viðbrögð. Hins vegar er ekki laust við að það mikla hlutverk sem för íslensku björgunarsveitarinnar hefur fengið í allri umfjöllun um hamfarirnar beri vott um einmitt þá minnimáttarkennd sem þátttaka í slíkum verkefnum ætti að vinna bug á. Skoðun 14.1.2010 17:20 Skrattamálarafélagið Þrátt fyrir nafnið þá er heimssýn einmitt eitt af því sem fólk í samnefndum samtökum deilir ekki. Innan raða fylkingarinnar hafa jaðar- og sérhagsmunahópar íslenskra stjórnmála sameinast, frjálshyggjumenn sem trúa á lágmarksríkið, þjóðernissinnar, gamlir Nató-andstæðingar, bændur og útvegsmenn. Þarna eru því sósíalistar sem hata Evrópusambandið fyrir hve kapítalískt það er og kapítalistar sem nýta hvert tækifæri til að líkja því við Sovétríkin; einstaka fólk sem vill fella niður tolla á landbúnaðarvörur og óttaslegnir framleiðendur þeirra. Fólk sem vill þjóðnýta kvótann og fólk sem á hann. Fastir pennar 19.11.2009 15:51 Tvö hundruð vesen Hlutir á Íslandi eru ekki verðlagðir í krónum. Þeir eru verðlagðir í veseni. Flestir Íslendingar fá laun greidd í krónum en verðtilfinningin byggist á veseni. Krónurnar eru tölurnar sem við sjáum í heimabankanum og á pósaafrifunum. Krónurnar þykir okkur ekkert sérlega vænt um. Vesenið á sér ýmis birtingarform, eitt er tími, annað eru gömlu kringlóttu málmskífurnar með sjávarfanginu. Þannig er það rangt að það kosti bara 280 krónur að fara í strætó og 80 krónur á tímann að leggja við stöðumæli niðri í bæ. Í hugum flestra kostar hvort tveggja einfaldlega heilmikið vesen. Fastir pennar 5.11.2009 18:38 Hreppur eða borg Þrátt fyrir hina miklu bílaeign þjóðarinnar eru bílar almennt ekki sérlega vel liðinn hlutur. Flestum er raunar afar illa við alla aðra bíla en þeirra eiginn. Hinir bílarnir eru of margir, keyra og hratt, leggja ólöglega, virða ekki stöðvunarskyldur og gefa ekki stefnuljós. Annarra manna bílar eru einhver versti gestur og nágranni sem menn geta óskað sér. Ef „íbúar í nágrenninu“ fengju einhverju ráðið yrðu allar götur annað hvort botnlangar eða einsstefnugötur, eða jafnvel hvort tveggja. Sem væri raunar dálítið fyndið. Fastir pennar 22.10.2009 17:06 Hugverkavaktin Ef einhver væri öruggur um að hlaða niður ólöglega fyrsta Fangavaktarþættinum, þá er það líklegast Ólafur Ragnar, söguhetja úr samnefndum þáttum. Söguþráðurinn skrifar sig nánast sjálfur: „Þetta er sko alveg löglegt, það er ekkert hægt að taka mann fyrir þetta, frændi minn er alltaf að dánlóda svona einhverju stöffi, og það er ekkert gert við hann,“ mundi Ólafur útskýra um leið og hann biði til sölu ylvolga Fangavaktar-mynddiska, beint úr brennaranum. Þátturinn myndi svo enda á Ólafi sitjandi skömmustulegum á meðan lögreglumenn og lögmaður SMÁÍS renna gaumgæfilega yfir hasarmyndirnar og klámið í fartölvunni hans. Fastir pennar 8.10.2009 19:03 « ‹ 7 8 9 10 ›
Matvælaóöryggi Fyrir þremur árum var matvælaverð á Íslandi töluvert hærra en í Evrópu. Síðan þá hefur verðið hækkað og laun margra hafa lækkað. Hver er svo niðurstaðan? Jú, matvælaverðið er orðið svipað og víða í Evrópu. Takk, bankahrun! Fastir pennar 1.7.2010 22:30
Ásælni óskast Ég fæ æluflog í hvert skipti sem ég heyri þá orðnotkun að einhverjir útlendingar ásælist íslenskar auðlindir, fyrirtæki, eða eitthvað annað sem íslenskt er. Í fyrsta lagi vegna þetta er ekki satt og í öðru lagi myndum við gjarnan vilja að það væri það. Við þurfum einfaldlega fleiri erlendar fjárfestingar, erlend fyrirtæki, erlent fagfólk og þá reynslu sem öllu þessu fylgir. Fastir pennar 17.6.2010 23:13
Niðurgreiddir bílar Margir virðast afar sannfærðir um að bílar og bensín séu afar skattpínd fyrirbæri. Kannski ekki að ósekju. Þegar bensínlítrinn er greindur niður í krónur kemur vissulega á daginn að flestar þeirra enda hjá Ríkinu. Sömuleiðis hvíla fjölmörg gjöld á bílunum sjálfum, vörugjöld, bifreiðagjöld og þungaskattar. Fljótt á litið virðast því hagsmunaaðilar bíleigenda hafa nokkuð til síns máls. Ríkið skattpínir bíleigendur, en samt halda allir áfram að keyra. Fólkið hefur valið einkabílinn. Fastir pennar 3.6.2010 16:15
Pawel Bartoszek : Af hverju fimmtán? Það er til formúla yfir hve margir þingmenn eigi að sitja á þingum ríkja. Besti fjöldinn er víst fenginn með því að taka þriðju rót af íbúatölu ríkisins og sé það gert í tilfelli Íslands kemur í ljós að hér ættu að vera 68 þingmenn, sem sagt, ansi nálægt raunverulega fjöldanum. Sé sömu formúlu beitt í tilfelli Reykjavíkur kemur á daginn að í ráðhúsinu ættu að sitja 49 borgarfulltrúar. Þeir eru hins vegar fimmtán og hefur fjöldi þeirra haldist nær óbreyttur í heila öld. Fastir pennar 20.5.2010 18:25
Pawel Bartoszek: Róló burt? Í þriggja mínútna göngufjarlægð við heimili mitt eru að minnsta kosti þrír rólóvellir, opnir almenningi. Sé gengið í fimm mínútur er hægt að velja um sjö ólíka leikvelli. Það er vissulega kærkomið fyrir okkur feðga að geta valið um svo marga staði til að róla okkur á, en því miður er raunin sú að í níu af tíu tilfellum erum við einu gestir þessara ágætu leiksvæða. Sem er fínt ef menn eru félagslega bældir en verra ef menn líta á samskipti við annað fólk jákvæðum augum. Fastir pennar 22.4.2010 22:58
Pawel Bartoszek: Tómir stólar Verkföllin í skipasmíðastöðinni í Gdansk árið 1980 mörkuðu að mörgu leyti upphaf endalokanna kommúnismans í Póllandi. Kveikjan að þeim verkföllum var þegar að iðnaðar- og baráttukonan Anna Walentynowicz var rekin úr starfi, einungis örfáum mánuðum áður en hún átti rétt á eftirlaunum. Verkföllunum lauk með sigri verkamannanna, Anna fékk starfið sitt að nýju og Samstaðan fékkst skráð sem löglegt félag. Þetta var einn fyrsti marktæki sigur stjórnarandstöðuafla á hinum sitjandi stjórnvöldum. Gagnbyltingin var hafin. Skoðun 11.4.2010 20:37
Ósamræmd próf Í vikunni mátti lesa fréttir þess efnis að hverfisskólarnir væru að koma aftur samkvæmt nýjum innritunarreglum fyrir framhaldsskólana, en samkvæmt þeim þurfa skólarnir að taka in 45% af nemendum úr skólum sem liggja í grenndinni. Hér er um að ræða óþarfa skerðingu á valfrelsi nemenda auk þess sem verið er að skekkja samkeppni bæði á milli nemendanna og framhaldsskólanna sjálfra. Fastir pennar 25.2.2010 17:54
Litli-Steinn Frá tímum styrjaldanna hefur örríkið Liechtenstein grundvallað tilveru sína á afar góðu samstarfi við nágrannaríkið Sviss. Samstarf er kannski ekki rétta orðið. Frekar má segja að Sviss sé eins og stóri bróðir sem fer í ríkið fyrir litlu systur sína sem enn er í menntaskóla. Fastir pennar 11.2.2010 17:28
Dýr og volgur Þegar lög um bann við smásölu áfengis kl. 20 á kvöldin voru afnumin í Danmörku á einn stuðningsmaður breytinganna að hafa sagt: „Hvers vegna á hafa það bannað að selja áfengi einmitt á þeim tíma sem menn þurfa mest á því að halda?" Á Íslandi er þessu þveröfugt farið. Sama hvar menn standa í flokki, virðast allir sammála um að því torfundnara og dýrara sem áfengi er því betra. Fastir pennar 28.1.2010 18:32
Ofstolt og fréttafréttir Flestir hljóta að fyllast óhug og sorg yfir þeim fréttum sem nú berast frá Haítí. Ef marka má fréttirnar virðist jarðskjálftinn ekki aðeins hafa lagt í rúst höfuðborgina og bundið endi á þúsundir mannslífa heldur einnig laskað sjálfar undirstöður samfélagsins sem veikar voru fyrir. Þeir íslensku björgunarmenn sem drifu sig á hamfarasvæðið áður en sólarhringur var liðinn frá skjálftanum eiga án efa eftir að gera mikið gagn og sjálfsagt er að hæla þeim fyrir skjót viðbrögð. Hins vegar er ekki laust við að það mikla hlutverk sem för íslensku björgunarsveitarinnar hefur fengið í allri umfjöllun um hamfarirnar beri vott um einmitt þá minnimáttarkennd sem þátttaka í slíkum verkefnum ætti að vinna bug á. Skoðun 14.1.2010 17:20
Skrattamálarafélagið Þrátt fyrir nafnið þá er heimssýn einmitt eitt af því sem fólk í samnefndum samtökum deilir ekki. Innan raða fylkingarinnar hafa jaðar- og sérhagsmunahópar íslenskra stjórnmála sameinast, frjálshyggjumenn sem trúa á lágmarksríkið, þjóðernissinnar, gamlir Nató-andstæðingar, bændur og útvegsmenn. Þarna eru því sósíalistar sem hata Evrópusambandið fyrir hve kapítalískt það er og kapítalistar sem nýta hvert tækifæri til að líkja því við Sovétríkin; einstaka fólk sem vill fella niður tolla á landbúnaðarvörur og óttaslegnir framleiðendur þeirra. Fólk sem vill þjóðnýta kvótann og fólk sem á hann. Fastir pennar 19.11.2009 15:51
Tvö hundruð vesen Hlutir á Íslandi eru ekki verðlagðir í krónum. Þeir eru verðlagðir í veseni. Flestir Íslendingar fá laun greidd í krónum en verðtilfinningin byggist á veseni. Krónurnar eru tölurnar sem við sjáum í heimabankanum og á pósaafrifunum. Krónurnar þykir okkur ekkert sérlega vænt um. Vesenið á sér ýmis birtingarform, eitt er tími, annað eru gömlu kringlóttu málmskífurnar með sjávarfanginu. Þannig er það rangt að það kosti bara 280 krónur að fara í strætó og 80 krónur á tímann að leggja við stöðumæli niðri í bæ. Í hugum flestra kostar hvort tveggja einfaldlega heilmikið vesen. Fastir pennar 5.11.2009 18:38
Hreppur eða borg Þrátt fyrir hina miklu bílaeign þjóðarinnar eru bílar almennt ekki sérlega vel liðinn hlutur. Flestum er raunar afar illa við alla aðra bíla en þeirra eiginn. Hinir bílarnir eru of margir, keyra og hratt, leggja ólöglega, virða ekki stöðvunarskyldur og gefa ekki stefnuljós. Annarra manna bílar eru einhver versti gestur og nágranni sem menn geta óskað sér. Ef „íbúar í nágrenninu“ fengju einhverju ráðið yrðu allar götur annað hvort botnlangar eða einsstefnugötur, eða jafnvel hvort tveggja. Sem væri raunar dálítið fyndið. Fastir pennar 22.10.2009 17:06
Hugverkavaktin Ef einhver væri öruggur um að hlaða niður ólöglega fyrsta Fangavaktarþættinum, þá er það líklegast Ólafur Ragnar, söguhetja úr samnefndum þáttum. Söguþráðurinn skrifar sig nánast sjálfur: „Þetta er sko alveg löglegt, það er ekkert hægt að taka mann fyrir þetta, frændi minn er alltaf að dánlóda svona einhverju stöffi, og það er ekkert gert við hann,“ mundi Ólafur útskýra um leið og hann biði til sölu ylvolga Fangavaktar-mynddiska, beint úr brennaranum. Þátturinn myndi svo enda á Ólafi sitjandi skömmustulegum á meðan lögreglumenn og lögmaður SMÁÍS renna gaumgæfilega yfir hasarmyndirnar og klámið í fartölvunni hans. Fastir pennar 8.10.2009 19:03
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent