Pawel Bartoszek: Tómir stólar Pawel Bartoszek skrifar 12. apríl 2010 06:00 Verkföllin í skipasmíðastöðinni í Gdansk árið 1980 mörkuðu að mörgu leyti upphaf endalokanna kommúnismans í Póllandi. Kveikjan að þeim verkföllum var þegar að iðnaðar- og baráttukonan Anna Walentynowicz var rekin úr starfi, einungis örfáum mánuðum áður en hún átti rétt á eftirlaunum. Verkföllunum lauk með sigri verkamannanna, Anna fékk starfið sitt að nýju og Samstaðan fékkst skráð sem löglegt félag. Þetta var einn fyrsti marktæki sigur stjórnarandstöðuafla á hinum sitjandi stjórnvöldum. Gagnbyltingin var hafin. Anna Walentynowicz lést, líkt og svo mörg önnur pólsk fyrirmenni, þegar flugvél forsetans brotlenti í aðflugi að Smolensk-flugvellinum, í leið á minningarathöfn vegna fjöldamorðanna í Katyn-skógi fyrir um 70 árum síðan. "Það hvílir bölvun á þessum stað," hafa margir sagt undanfarna daga. Fyrir sjötíu árum var höggvið stórt skart í raðir pólsks samfélags þegar um 20 þúsund liðsforingjar og menntamenn voru teknir af lífi af sovésku öryggissveitunum, og nú deyr rjóminn á stjórnmálaelítu landsins við að minnast þeirra. Svona er þetta nú. Flugslys af þessari stærðargráðu hefði raunar orðið stórfrétt sama hverjir farþegarnir væru. En þegar rennt er yfir lista yfir hinna látnu kemur á daginn að dauði a.m.k. helmings farþeganna hefði orðið forsíðufrétt á venjulegum degi. Listinn er langur og inniheldur, svo eitthvað sé nefnt, fyrrum forseta útlagastjórnar Póllands, þrjá varaforseta þingsins, seðlabankastjórann, umboðsmann mannréttinda, formann ólympíusambandsins, átján þingmenn, alla æðstu yfirmenn hersins og annarra öryggisstofnana að ógleymdum sjálfum forsetanum, konu hans og öllum nánustu samstarfsmönnum. Flokkur forsetans missti þingflokksformanninn og nokkra lykilþingmenn. Vinstriflokkurinn missti forsetaframbjóðanda sinn og kosningastjóra hans. Andlát baráttukonunnar sem átti þátt í að ýta hrinda fyrsta spilinu í spilaborg kommúnismans þarf sem sagt að berjast um athygli fjölmiðlanna. Tvennt kemur þó upp í hugann sem Pólverjar geta verið ánægðir með og stoltir af í kjölfar flugslyssins. Í fyrsta lagi er hin borgaralega og lýðræðislega hefð í Póllandi orðin það sterk að engum kemur upp í hugann að atburður sem þessi, sama hve hræðilegur hann er á mannlegum skala, geti ruggað undirstöðum samfélagsins eða þá stuðlað að einhvers konar valdatómi. Það hljómar eiginlega fáranlega að þurfa yfir höfuð að minnast á það að slys sem þetta breyti engu fyrir lýðræðið í Póllandi, líkurnar á einhverskonar kerfishruni eða að gamlir draugar snúi aftur eru engar. En það hve fáranlegar slíkar vangaveltur þykja, er einmitt eitthvað til að sem menn geta verið ánægðir með. Það sýnir hve langt á veg pólska lýðræðishefðin er komin. Ég hygg að ef sambærilegt slys hefði átt sér stað snemma á tíunda áratugnum hefði óvissan um framhaldið verið mun meiri. Í öðru lagi þá geta menn verið sáttir við þá samkennd og þau einlægu viðbrögð sem allir Pólverjar hafa sýnt í kjölfar fréttanna frá Smolensk. Götur allra borga og bæja fylltust af fólki sem vildi leggja blóm við opinberar byggingar, kveikja á kertum og biðja fyrir hinum látnu. Nú er það ekki svo að forsetinn sálugi hafi notið óumdeildra vinsælda, og dvínuðu þær þegar leið á kjörtímabilið ef eitthvað er. En allir þeir sem mættu fyrir framan forsetahöllina til að votta honum virðingu sína á laugardag gátu þó sameinast í því að þarna hefði farið maður sem hefði stofnað flokk um skoðanir sínar, boðið fram í kosningum og unnið. Á þann hátt var hann því auðvitað fulltrúi þeirra allra. Og hann og aðrir kjörnir fulltrúar dó einmitt sem slíkur fulltrúi. Í opinberum erindagjörðum fyrir hönd þeirra sem kusu hann. Annars verða minningarorð í kjölfar vondra atburða aldrei frumleg og síst einlægari eftir því sem menn fá lengri tíma til að vinna þau. Mest áhrif mig hafði útsendingin frá Katyn skógi þar sem áðurnefnd minningarathöfn átti á að fara fram. Þegar fréttir bárust af slysinu tók bersýnilega hrærður skipuleggjandi hátíðarinnar til máls og sagði "Hér átti nú að hefjast athöfn klukkan hálfellefu. Forsetinn okkar ætlaði að koma. Nú, forsetinn er ekki hér..." Fremst hjá sviðinu stóðu tugir auðra stóla sem á hefðu verið lagðar litlar rauðhvítar fánaveifur. Fráteknir fyrir rjómann af stjórnmálaelítu Póllands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Skoðun Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Verkföllin í skipasmíðastöðinni í Gdansk árið 1980 mörkuðu að mörgu leyti upphaf endalokanna kommúnismans í Póllandi. Kveikjan að þeim verkföllum var þegar að iðnaðar- og baráttukonan Anna Walentynowicz var rekin úr starfi, einungis örfáum mánuðum áður en hún átti rétt á eftirlaunum. Verkföllunum lauk með sigri verkamannanna, Anna fékk starfið sitt að nýju og Samstaðan fékkst skráð sem löglegt félag. Þetta var einn fyrsti marktæki sigur stjórnarandstöðuafla á hinum sitjandi stjórnvöldum. Gagnbyltingin var hafin. Anna Walentynowicz lést, líkt og svo mörg önnur pólsk fyrirmenni, þegar flugvél forsetans brotlenti í aðflugi að Smolensk-flugvellinum, í leið á minningarathöfn vegna fjöldamorðanna í Katyn-skógi fyrir um 70 árum síðan. "Það hvílir bölvun á þessum stað," hafa margir sagt undanfarna daga. Fyrir sjötíu árum var höggvið stórt skart í raðir pólsks samfélags þegar um 20 þúsund liðsforingjar og menntamenn voru teknir af lífi af sovésku öryggissveitunum, og nú deyr rjóminn á stjórnmálaelítu landsins við að minnast þeirra. Svona er þetta nú. Flugslys af þessari stærðargráðu hefði raunar orðið stórfrétt sama hverjir farþegarnir væru. En þegar rennt er yfir lista yfir hinna látnu kemur á daginn að dauði a.m.k. helmings farþeganna hefði orðið forsíðufrétt á venjulegum degi. Listinn er langur og inniheldur, svo eitthvað sé nefnt, fyrrum forseta útlagastjórnar Póllands, þrjá varaforseta þingsins, seðlabankastjórann, umboðsmann mannréttinda, formann ólympíusambandsins, átján þingmenn, alla æðstu yfirmenn hersins og annarra öryggisstofnana að ógleymdum sjálfum forsetanum, konu hans og öllum nánustu samstarfsmönnum. Flokkur forsetans missti þingflokksformanninn og nokkra lykilþingmenn. Vinstriflokkurinn missti forsetaframbjóðanda sinn og kosningastjóra hans. Andlát baráttukonunnar sem átti þátt í að ýta hrinda fyrsta spilinu í spilaborg kommúnismans þarf sem sagt að berjast um athygli fjölmiðlanna. Tvennt kemur þó upp í hugann sem Pólverjar geta verið ánægðir með og stoltir af í kjölfar flugslyssins. Í fyrsta lagi er hin borgaralega og lýðræðislega hefð í Póllandi orðin það sterk að engum kemur upp í hugann að atburður sem þessi, sama hve hræðilegur hann er á mannlegum skala, geti ruggað undirstöðum samfélagsins eða þá stuðlað að einhvers konar valdatómi. Það hljómar eiginlega fáranlega að þurfa yfir höfuð að minnast á það að slys sem þetta breyti engu fyrir lýðræðið í Póllandi, líkurnar á einhverskonar kerfishruni eða að gamlir draugar snúi aftur eru engar. En það hve fáranlegar slíkar vangaveltur þykja, er einmitt eitthvað til að sem menn geta verið ánægðir með. Það sýnir hve langt á veg pólska lýðræðishefðin er komin. Ég hygg að ef sambærilegt slys hefði átt sér stað snemma á tíunda áratugnum hefði óvissan um framhaldið verið mun meiri. Í öðru lagi þá geta menn verið sáttir við þá samkennd og þau einlægu viðbrögð sem allir Pólverjar hafa sýnt í kjölfar fréttanna frá Smolensk. Götur allra borga og bæja fylltust af fólki sem vildi leggja blóm við opinberar byggingar, kveikja á kertum og biðja fyrir hinum látnu. Nú er það ekki svo að forsetinn sálugi hafi notið óumdeildra vinsælda, og dvínuðu þær þegar leið á kjörtímabilið ef eitthvað er. En allir þeir sem mættu fyrir framan forsetahöllina til að votta honum virðingu sína á laugardag gátu þó sameinast í því að þarna hefði farið maður sem hefði stofnað flokk um skoðanir sínar, boðið fram í kosningum og unnið. Á þann hátt var hann því auðvitað fulltrúi þeirra allra. Og hann og aðrir kjörnir fulltrúar dó einmitt sem slíkur fulltrúi. Í opinberum erindagjörðum fyrir hönd þeirra sem kusu hann. Annars verða minningarorð í kjölfar vondra atburða aldrei frumleg og síst einlægari eftir því sem menn fá lengri tíma til að vinna þau. Mest áhrif mig hafði útsendingin frá Katyn skógi þar sem áðurnefnd minningarathöfn átti á að fara fram. Þegar fréttir bárust af slysinu tók bersýnilega hrærður skipuleggjandi hátíðarinnar til máls og sagði "Hér átti nú að hefjast athöfn klukkan hálfellefu. Forsetinn okkar ætlaði að koma. Nú, forsetinn er ekki hér..." Fremst hjá sviðinu stóðu tugir auðra stóla sem á hefðu verið lagðar litlar rauðhvítar fánaveifur. Fráteknir fyrir rjómann af stjórnmálaelítu Póllands.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun