
Frjálsar íþróttir

Nýjar reglur um þjófstart teknar upp á ÓL í London
Usain Bolt, heimsmethafi í 100 metra hlaupi karla, náði ekki að verja heimsmeistaratitil sinn í greininni á síðasta HM í Suður-Kóreu þar sem hann var dæmdur úr leik fyrir þjófstart. Atvikið vakti upp ýmsar spurningar varðandi harðar þjófstarts reglur IAAF, Alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Og IAAF hefur nú slakað aðeins á reglugerðinni fyrir Ólympíuleikana sem hefjast um helgina í London.

Bolt ætlar sér að hlaupa á 9,4 sek á ÓL í London
Spretthlauparinn Usain Bolt ætlar sér að bæta heimsmetin sem eru í hans eigu í 100 m og 200 metra hlaupi á Ólympíuleikunum sem hefjast í London um næstu helgi. Jamaíkumaðurinn telur að hann geti komið í mark í 100 metra hlaupinu á 9,4 sekúndum og það met verður aldrei bætt að mati Bolt.

Usain Bolt er viss um sigur í spretthlaupunum á ÓL í London
Usain Bolt er handviss um að hann geti endurtekið leikinn frá því á Ólympíuleikunum í Peking þar sem hann sigraði í 100 og 200 metra hlaupi – og setti heimsmet í báðum greinum. Bolt leggur nú lokahönd á undirbúning sinn fyrir titilvörnina en Ólympíuleikarnir verða settir í London á föstudag.

Carolina Klüft missir af Ól vegna meiðsla
Carolina Klüft, fyrrum ólympíumeistari í sjöþrautt kvenna, verður ekki með á ólympíuleikunum sem hefjast í Lnndon um næstu helgi. Klüft, sem er frá Svíþjóð, meiddist á aftanverðu læri hefur keppt í langstökki undanfarin misseri eftir að hún hætti að einbeita sér að sjöþrautinni.

Guðmundur Sverrisson fékk brons á Norðurlandamóti 22 ára og yngri
Guðmundur Sverrisson, ÍR, hafnaði í 3. sæti á Norðurlandamóti 22 ára og yngri en hann kastaði 74,09 metra og bætti sig um tvo metra.

Góður árangur Stefaníu og Sveinbjargar
Sveinbjörg Zophoníasdóttir úr FH tryggði sér í gær Norðurlandameistaratitil kvenna 22 ára og yngri í langstökki en keppt er í Jessheim í Noregi.

Einar Daði og Sveinbjörg keppa í Noregi
Fjölþrautarfólkið Einar Daði Lárusson úr ÍR og Sveinbjörg Zophoníasdóttir úr FH verða á meðal keppenda á Nordic Baltic frjálsíþróttamótinu í Jessheim í Noregi um helgina.

Dagskrá íslensku keppendanna á Ólympíumótinu
Íþróttasamband fatlaðra birtir á heimasíðu sinni í dag dagskrá íslensku keppendanna á Ólympíumóti fatlaðra sem hefst í London 31. ágúst.

Trausti og Hafdís stálu senunni á meistaramóti Íslands í frjálsum
Trausti Stefánsson úr FH sló heldur betur í gegn á meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum um helgina en hann vann í 100, 200 og 400 metra spretthlaupi og hirti því þrenn gullverðlaun.

Nárameiðsli angra Powell | Verður klár í London
Jamaíski spretthlauparinn Asafa Powell er hættur við keppni á Demantamótinu sem fram fer í London um helgina. Kappinn einbeitir sér að því að ná sér heilum fyrir Ólympíuleikana sem hefjast á sama stað 27. júlí.

Ásdís og Óðinn keppa á Meistaramótinu um helgina
Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fer fram í 86. skipti á Laugardalsvelli um helgina. 160 keppendur eru skráðir til leiks þeirra á meðal Ólympíufararnir Ásdís Hjálmsdóttir og Óðinn Björn Þorsteinsson.

Bestu tímar ársins hjá Hafdísi og Trausta í Gautaborg
Hafdís Sigurðardóttir úr UFA og Trausti Stefánsson úr FH náðu sínum bestu tímum á árinu í 400 metra hlaupi á Gautaborgarmótinu í frjálsum íþróttum um helgina.

Sveinbjörg bætti sinn besta árangur
Sveinbjörg Zophaníasdóttir bætti um helgina sinn besta árangur í sjöþraut þegar hún varð í öðru sæti á móti í Belgíu.

Bætir Kári Steinn Íslandsmetið í götuhlaupi á Akureyri?
Kári Steinn Karlsson, Íslandsmethafi í maraþonhlaupi karla, stefnir að því að slá brautarmetið á Íslandsmeistaramótinu í 10 km. götuhlaupi sem fram fer á Akureyri fimmtudaginn 5. Júlí. Það er Ungmennafélag Akureyrar sem hefur umsjón með Íslandsmeistaramótinu sem er hluti af dagskrá Akureyrarhlaups UFA, Átaks og Íslenskra verðbréfa.

Pistorius fékk silfurverðlaun en missti af Ólympíusæti
Suður-Afríski hlauparinn Oscar Pistorius, sem keppir með koltrefjafætur frá stoðtækjafyrirtækinu Össuri, hljóp 400 metrana á afríska meistaramótinu í frjálsum íþróttum í dag á 45,52 sekúndum. Hann var 0,22 sekúndum frá því að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í London.

Næstbesta stökk Kristins á árinu dugði ekki - endaði í 28. sæti á EM
Kristinn Torfason úr FH endaði í 28. sæti í undankeppninni í langstökki á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fer fram í Helsinski í Finnlandi. Kristinn var síðasti íslenski keppandinn á mótinu.

Þráinn: Vorum búnir að búa Einar Daða undir ýmislegt en ekki þetta
Einar Daði Lárusson, tugþrautarmaður, lenti í þeirri leiðinlegu stöðu að langt kast hans í kringlukastkeppni dagsins var dæmt ógilt. Þjálfari hans, Þráinn Hafsteinsson, segir atvikið hafa sett Einar Daða aðeins út af laginu.

Einar Daði: Rosalega gaman að keppa fyrir framan allt þetta fólk
Einar Daði Lárusson, frjálsíþróttamaður úr ÍR, lauk í dag sinni fyrstu tugþraut á stórmóti í frjálsum íþróttum. Einar Daði hafnaði í 13. sæti á Evrópumeistaramótinu í Helsinki með 7.653 stig sem er hans næstbesti árangur í þraut.

Einar Daði í 13. sæti í tugþraut á EM í frjálsum
ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson endaði í 13. sæti á Evrópumótinu í frjálsum en hann endaði þrautina á því að fá 684 stig í lokagreininni sem var 1500 metra hlaup.

Einar Daði í tólfta sæti fyrir lokagreinina
Einar Daði Lárusson, frjálsíþróttamaður úr ÍR, kastaði lengst 51,75 metra í spjótkastinu í tugþrautarkeppninni á Evrópumótinu í Helsinki. Einar Daði hlaut 615 stig fyrir vikið og er áfram í 12. sæti.

Með brons um hálsinn og rós í munninum - Davíð þriðji á EM
Davíð Jónsson úr Ármanni, vann í dag til bronsverðlauna á Evrópumeistaramóti fatlaðra í frjálsíþróttum sem fram fer í Stadskanaal í Hollandi. Þetta eru þriðji verðlaun íslenska hópsins á mótinu.

Einar Daði kominn niður í tólfta sæti - tvær greinar eftir
Einari Daða Lárussyni gekk ekki nóg vel í annarri greininni í röð í tugþrautarkeppninni á Evrópumótinu í frjálsum í Finnlandi þegar hann fór bara yfir 4,60 metra í stangarstökkinu. Einar Daði er í 12. sæti eftir átta greinar með 6354 stig.

Einar Daði niður í 10. sætið - gekk illa í kringlunni
Einar Daði Lárusson fékk aðeins 583 stig fyrir kringlukastið í tuþrautarkeppni EM í frjálsum en sjö greinum af tíu er nú lokið og er Einar Daði í tíunda sæti með 5564 stig.

Einar Daði áfram í níunda sætinu eftir grindarhlaupið
ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson náði tólfta besta tímanum í 110 metra grindarhlaupi í fyrstu þraut seinni dags tugþrautarkeppninnar á EM í frjálsum í Helsinki og er áfram í níunda sætinu.

Einar Daði í níunda sæti eftir fyrri daginn
ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson endaði fyrri dag tugþrautarkeppninnar á Evrópumótinu í frjálsum með því að ná góðu 400 metra hlaupi. Einar Daði hljóp 400 metrana á 49.07 sekúndum og er í 9. sæti eftir fyrri daginn.

Ingeborg hafnaði í fimmta sæti | Matthildur komst ekki í úrslit
Frjálsíþróttakonan Ingeborg Eide Garðarsdóttir úr FH hafnaði í fimmta sæti í kringlukasti á Evrópumóti fatlaðra í frjálsum íþróttum sem fram fer í Stadskanaal í Hollandi.

Greene hefur enga trú á því að Bolt setji heimsmet á ÓL í London
Bandaríkjamaðurinn Maurice Greene, fyrrum Ólympíumeistari, Heimsmeistari og heimsmethafi í 100 metra hlaupi, hefur enga trú á því að Usain Bolt takist að setja nýtt heimsmet í 100 metrunum á Ólympíuleikunum í London.

Ásdís einu sæti frá úrslitunum á öðru stórmótinu í röð
Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni tókst ekki að tryggja sér sæti í úrslitum í spjótkasti á Evrópumótinu í frjálsum í Helsinki í Finnlandi en undankeppnin fór fram í dag.

Einar Daði yfir tvo metra í hástökkinu - í 8. sæti eftir 4 greinar
ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson fór yfir tvo metra í hástökkinu í tugþrautarkeppni Evrópumótsins í frjálsum í Helsinki og er í áttunda sæti eftir fjórar greinar.

Helgi setti nýtt Íslandsmet og vann silfur í spjótkasti
Ármenningurinn Helgi Sveinsson vann í dag til silfurverðlauna á EM fatlaðra í frjálsíþróttum þegar hann kastaði spjótinu 46,52 metra í flokki F42.