Dísilvélin fer á HM í Moskvu Stefán Árni Pálsson skrifar 29. júní 2013 06:00 Ásdís Hjálmsdóttir verður meðal þátttakenda á heimsmeistaramótinu í Moskvu sem fram fer í ágúst. Nordicphotos/AFP Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir hefur tilkynnt Frjálsíþróttasambandi Íslands að hún ætli sér ekki að taka þátt á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum sem fram fer í Moskvu 10.-18. ágúst næstkomandi. Hún vill frekar einbeita sér að heimsmeistaramóti 17 ára og yngri og Evrópumeistaramóti 19 ára, en þessi mót fara bæði fram í júlí. Frjálsíþróttasamband Íslands hefur því í staðinn fengið leyfi til að senda spjótkastarann Ásdísi Hjálmsdóttur út til Moskvu. Ásdís var hársbreidd frá því að ná lágmarkinu fyrir heimsmeistaramótið í Sollentuna í Svíþjóð á fimmtudaginn þegar hún kastaði 59,97 metra og var því þremur sentímetrum frá lágmarkinu. „Við höfum tök á því að senda tvo keppendur á heimsmeistaramótið og fyrst Aníta [Hinriksdóttir] tekur þessa ákvörðun gátum við sent Ásdísi Hjálmsdóttur á mótið,“ segir Jónas Egilsson, framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands. „Ég hef nú þegar fengið leyfi hjá Alþjóða frjálsíþróttasambandinu til að senda Ásdísi [Hjálmsdóttur] á mótið. Hana vantar ennþá þrjá sentímetra til að ná lágmarkinu en þetta tekur mikla pressu af henni og hún getur því einbeitt sér betur.“ Ásdís Hjálmsdóttir ætlar sér að vera komin í sitt besta form fyrir heimsmeistaramótið. „Ég er að finna mig vel núna og loksins er ég að ná betri tökum á tækninni,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir.Flott ákvörðun „Mér finnst þetta mjög skynsamleg ákvörðun hjá Anítu [Hinriksdóttur] og ég veit að hún hefur tekið þessa ákvörðun í samráði við þjálfarana sína. Hún er bæði að fara að taka þátt á HM 17 ára og yngri sem og Evrópumeistaramóti 19 ára í júlí og það er í sjálfu sér rosalega mikið fyrir 17 ára stelpu. Að ætla sér að fara á heimsmeistaramót einum mánuði síðar er allt of mikið álag, það er bara rosalega erfitt að vera í topp formi allan þennan tíma. Hún er rosalega ung og á eftir að taka þátt á mörgum heimsmeistaramótum í framtíðinni. Þetta er bara ofboðslega skynsamleg ákvörðun og það segi ég ekki vegna þess að ég er allt í einu komin inn á HM.“Tók mig í gegn „Mér hefur gengið upp og niður að undanförnu en eftir gott samtal við þjálfarann minn [Terry McHugh], þar sem hann tók mig gjörsamlega í gegn, hefur mér liðið betur og ég finn að þetta er allt að koma. Núna tekur við hjá mér tveggja vikna æfingatímabil og gott að standa sig vel rétt fyrir slík átök til að efla sjálfstraustið. Ég stefni síðan á að vera komin í algjört toppform eftir þann tíma. Strax í kjölfarið mun ég keppa á þremur mótum í júlí.“ Eins og áður segir var Ásdís þremur sentímetrum frá lágmarkinu á heimsmeistaramótið í gær. Hún hefur aftur á mótið fengið keppnisrétt á mótið. „Mér var tilkynnt á fimmtudaginn, rétt áður en ég átti að keppa í Svíþjóð, að Aníta [Hinriksdóttir] myndi ekki fara á heimsmeistaramótið og að ég væri komin inn. Það var því aldrei nein pressa á mér. Það hafði samt sem áður lítil áhrif á mig, þar sem ég hafði ákveðið að setja enga pressu á mig á fimmtudaginn. Takmarkið var bara að laga ákveðna hluti í tækninni og byggja svo ofan á það.“Dísilvélin „Það tekur mig oft þó nokkuð langan tíma að komast á skrið í spjótinu. Ég er eins konar dísilvél og oftast hef ég tryggt mig seint inn á stórmót. Það er einfaldlega ekki hægt að vera í toppformi í marga mánuði og það snýst allt um að toppa á réttum tíma í þessari íþrótt. Ef maður er of þreyttur eða illa upplagður kemur það bara niður á frammistöðunni. Ég er í þyngri æfingum núna til að geta slakað á í nokkrar vikur fyrir HM svo ég verði úthvíld fyrir mótið.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira
Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir hefur tilkynnt Frjálsíþróttasambandi Íslands að hún ætli sér ekki að taka þátt á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum sem fram fer í Moskvu 10.-18. ágúst næstkomandi. Hún vill frekar einbeita sér að heimsmeistaramóti 17 ára og yngri og Evrópumeistaramóti 19 ára, en þessi mót fara bæði fram í júlí. Frjálsíþróttasamband Íslands hefur því í staðinn fengið leyfi til að senda spjótkastarann Ásdísi Hjálmsdóttur út til Moskvu. Ásdís var hársbreidd frá því að ná lágmarkinu fyrir heimsmeistaramótið í Sollentuna í Svíþjóð á fimmtudaginn þegar hún kastaði 59,97 metra og var því þremur sentímetrum frá lágmarkinu. „Við höfum tök á því að senda tvo keppendur á heimsmeistaramótið og fyrst Aníta [Hinriksdóttir] tekur þessa ákvörðun gátum við sent Ásdísi Hjálmsdóttur á mótið,“ segir Jónas Egilsson, framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands. „Ég hef nú þegar fengið leyfi hjá Alþjóða frjálsíþróttasambandinu til að senda Ásdísi [Hjálmsdóttur] á mótið. Hana vantar ennþá þrjá sentímetra til að ná lágmarkinu en þetta tekur mikla pressu af henni og hún getur því einbeitt sér betur.“ Ásdís Hjálmsdóttir ætlar sér að vera komin í sitt besta form fyrir heimsmeistaramótið. „Ég er að finna mig vel núna og loksins er ég að ná betri tökum á tækninni,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir.Flott ákvörðun „Mér finnst þetta mjög skynsamleg ákvörðun hjá Anítu [Hinriksdóttur] og ég veit að hún hefur tekið þessa ákvörðun í samráði við þjálfarana sína. Hún er bæði að fara að taka þátt á HM 17 ára og yngri sem og Evrópumeistaramóti 19 ára í júlí og það er í sjálfu sér rosalega mikið fyrir 17 ára stelpu. Að ætla sér að fara á heimsmeistaramót einum mánuði síðar er allt of mikið álag, það er bara rosalega erfitt að vera í topp formi allan þennan tíma. Hún er rosalega ung og á eftir að taka þátt á mörgum heimsmeistaramótum í framtíðinni. Þetta er bara ofboðslega skynsamleg ákvörðun og það segi ég ekki vegna þess að ég er allt í einu komin inn á HM.“Tók mig í gegn „Mér hefur gengið upp og niður að undanförnu en eftir gott samtal við þjálfarann minn [Terry McHugh], þar sem hann tók mig gjörsamlega í gegn, hefur mér liðið betur og ég finn að þetta er allt að koma. Núna tekur við hjá mér tveggja vikna æfingatímabil og gott að standa sig vel rétt fyrir slík átök til að efla sjálfstraustið. Ég stefni síðan á að vera komin í algjört toppform eftir þann tíma. Strax í kjölfarið mun ég keppa á þremur mótum í júlí.“ Eins og áður segir var Ásdís þremur sentímetrum frá lágmarkinu á heimsmeistaramótið í gær. Hún hefur aftur á mótið fengið keppnisrétt á mótið. „Mér var tilkynnt á fimmtudaginn, rétt áður en ég átti að keppa í Svíþjóð, að Aníta [Hinriksdóttir] myndi ekki fara á heimsmeistaramótið og að ég væri komin inn. Það var því aldrei nein pressa á mér. Það hafði samt sem áður lítil áhrif á mig, þar sem ég hafði ákveðið að setja enga pressu á mig á fimmtudaginn. Takmarkið var bara að laga ákveðna hluti í tækninni og byggja svo ofan á það.“Dísilvélin „Það tekur mig oft þó nokkuð langan tíma að komast á skrið í spjótinu. Ég er eins konar dísilvél og oftast hef ég tryggt mig seint inn á stórmót. Það er einfaldlega ekki hægt að vera í toppformi í marga mánuði og það snýst allt um að toppa á réttum tíma í þessari íþrótt. Ef maður er of þreyttur eða illa upplagður kemur það bara niður á frammistöðunni. Ég er í þyngri æfingum núna til að geta slakað á í nokkrar vikur fyrir HM svo ég verði úthvíld fyrir mótið.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira