Úkraína

Deilan hættuleg heimsfriði
Eiríkur Bergmann segir Pútín að einhverju leyti bera ábyrgð á þeirri hernaðaraðgerð að skjóta niður MH17.

Loka lofthelgi austur Úkraínu
Evrópska flugumferðarstofnunin Eurocontrol segir að yfirvöld í Kænugarði hafi lokað lofthelginni yfir austurhluta landsins.

Barist um rússnesku landamærin
Uppreisnarmenn í Úkraínu skutu í gær flugskeytum á úkraínska hermenn í Austur-Úkraínu þar sem nítján féllu.

Þrýst á Rússa að stöða vopnaflutning yfir landamærin
Þjóðverjar og Frakkar þrýsta nú á Rússar komi í veg afyrir að vopn berist yfir rússnesku landamærin til uppreisnarmanna í Úkraínu.

Um mikilvægan áfangasigur að ræða
Aðskilnaðarsinnar í austurhluta Úkraínu, sem hliðhollir eru Rússum, hópast nú saman í borginni Donetsk en hersveitir úkraínska hersins lögðu eitt af höfuðvígjum þeirra undir sig í gær þegar úkraínski þjóðfáninn var dreginn að húni í Sloviansk.

Samningur ESB við Úkraínu, Moldóvu og Georgíu undirritaður
Petro Porosjenko, forseti Úkraínu, sagði um sögulegan dag að ræða.

Íhuga þvinganir gegn Rússum
Þvinganirnar myndu hafa áhrif á mikinn hluta rússnesks efnahagslífs.

Vikulangt vopnahlé ekki virt
Vladímír Pútín Rússlandsforseti skorar á Úkraínustjórn að framlengja vopnahléið og ræða við uppreisnarmenn.

Þyrla skotin niður í Úkraínu
Níu manns voru um borð og talið er að allir séu látnir. Úkraínski herinn segir aðskilnaðarsinna á bak við árásina.

Stjórnvöld í Úkraínu endurheimta Mariupol
Innanríkisráðherra landsins, Arseníj Avakoff, sagði í gær að öryggissveitir ríkisstjórnarinnar hefðu nú fulla stjórn á höfuðvígum aðskilnaðarsinna í borginni.

Nauðsynlegt að bardögum ljúki sem allra fyrst
Petro Porosjenkó, nýkjörin forseti Úkraínu, segir í yfirlýsingu eftir fund sinn með sendiherra Rússlands að nauðsynlegt sé að bardagar í landinu taka enda sem allra fyrst.

Fjórtán létust þegar þyrla var skotin niður í Úkraínu
14 létust þegar þyrla úkraínska hersins var skotin niður af uppreisnarmönnum við borgina Sloviansk í morgun. Þá hafa úkraínska varnarmálaráðuneytið og leiðtogi uppreisnarmanna þar í borg staðfest að fjórir starfsmenn Öryggis- og eftirlitsstofnunar Evrópu, ÖSE, sem hurfu í fyrradag, séu í haldi aðskilnaðarsinna.

Tugir manna liggja í valnum
Tugir líka voru fluttir inn í líkhús borgarinnar Donetsk í gær, eftir að harðir bardagar geisuðu þar milli stjórnarhersins og uppreisnarmanna.

Sögulegar kosningar
Forsetakosningar í Úkraínu fara fram í dag og voru kjörstaðir opnaðir um klukkan fimm að íslenskum tíma í morgun.

Pútín segir borgarastyrjöld ríkja í Úkraínu
Rússlandsforseti fjallaði um málefni Úkraínu í ræðu sinni í Pétursborg í dag.

„Súkkulaðikonungurinn“ talinn sigurstranglegastur
Nú á sunnudaginn eiga forsetakosningar að fara fram í Úkraínu. Aðskilnaðarsinnar í austurhluta landsins vilja koma í veg fyrir að kosningarnar heppnist.

Pútin kallar hermenn sína til baka
Rússnesk yfirvöld segjast hafa skipað sínum fjörutíu þúsund hermönnum við landamæri Úkraínu að snúa aftur til stöðva sinna.

Rússar vilja ekki frekari innlimun
Uppreisnarmenn í Donetsk og Luhansk lýsa yfir sjálfstæði, en fá engar undirtektir hjá rússneskum stjórnvöldum.

Atkvæðagreiðslan „ómarktæk með öllu“
Yfirvöld í Úkraínu og á Vesturlöndum fordæma þjóðaratkvæðagreiðsluna sem fór fram í austurhluta landsins í gær.

Umdeild atkvæðagreiðsla í Úkraínu
Aðskilnaðarsinnar í Donetsk og Luhansk standa fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Austur-Úkraína eigi að fá að stjórna sér sjálf.

Pútín á leið til Krímskaga
Ríkin sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum fagna Sigurdeginum í dag.

Gunnar Bragi: Úkraínska þjóðin á rétt á að búa við frið
Utanríkisráðherra tók til máls á ráðherrafundi Evrópusambandsins í gær.

Fulltrúum ÖSE sleppt úr haldi
Tólf gíslum hafði verið haldið föngnum í rúma viku.

Þrjátíu og einn lét lífið í Odessa
Kveikt var í byggingu í Odessa í Úkraínu í dag.

Herskyldu komið á í Úkraínu
Olexander Túrtsjínov, settur forseti, bregst við versnandi ástandi í austurhluta landsins.

Beita refsiaðgerðum gegn mönnum og fyrirtækjum í innsta hring Pútíns
Bandaríkjamenn bregðast við skotárás á borgarstjóra Kharkív.

Ræða hertar refsiaðgerðir gegn Rússum
Embættismenn frá Evrópusambandslöndunum hittast í dag til þess að ræða hertar refsiaðgerðir gegn Rússum vegna ástandsins í austurhluta Úkraínu.

Sjö eftirlitsmönnum ÖSE rænt
Sjö fulltrúum Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu var rænt af aðskilnaðarsinnum í borginni Slóvíansk, í Úkraínu.

Bandaríkjamenn senda 600 hermenn
Bandaríkjamenn tilkynntu á blaðamannafundi í kvöld að þeir ætli sér að senda um 600 hermenn til Póllands og Eystrasaltsríkjanna vegna stöðunnar í Úkraínu.

Tveir menn pyntaðir til dauða í Úkraínu
Olexander Turchynov, forseti Úkraínu, fyrirskipaði í dag að hefja hernaðaraðgerðir gegn aðskilnaðarsinnum á ný eftir að tveir menn fundust látnir í austurhluta landsins en þeir voru báðir pyntaðir til dauða.