HM 2015 í Katar

Kristján Ara: "Íslensk liðsheild" hjá þýska liðinu
Kristján Arason hrósaði Degi Sigurðssyni, þjálfara þýska landsliðsins í handbolta, í HM-kvöldinu í gærkvöldi en þá var farið yfir sextán liða úrslitin á HM í Katar.

Guðjón Valur: Þægilegt að segja að við vildum þetta ekki
Fyrirliðinn efast ekki um dugnað og vinnusemi strákanna í landsliðinu.

„Væri sárt að missa af ÓL í Ríó“
Möguleikar íslenska landsliðsins á keppnisrétt á næstu Ólympíuleikum stórminnkuðu í gær.

Carsten Lichtlein: Dagur heldur ekki langar ræður
Carsten Lichtlein stóð í marki Þjóðverja í sigri þeirra á Egyptum í 16 liða úrslitum. Þessi rúmlega tveggja metra kappi var stórkostlegur í leiknum, varði 20 af þeim 36 skotum sem hann fékk á sig. Þrjú af fimm vítaköstum Egypta höfnuðu í skrokknum á Lichtlein sem spilar með Gummersbach í Þýskalandi.

Leikurinn um júmbósætið fór alla leið í vítakeppni
Alsír, neðsta liðið í riðli Ísland á HM í Katar, endaði í 24. og síðasta sætinu á HM í handbolta í ár en liðið tapaði fyrir Síle í leiknum um 23. sætið.

Ólafur Stefáns: Þurfum að fá heiðarlegt svar því sumir eru orðnir þreyttir
Ólafur Stefánsson, einn allra besti handboltamaðurinn í sögu íslensku þjóðarinnar, var gestur í HM-stofunni í gær og sagði sína skoðun á gengi íslenska landsliðsins á HM í Katar.

Brotið sem réði örlögum íslenska landsliðsins á HM í Katar | Myndband
Tékkinn Ondrej Zdráhala átti líklega meiri þátt í örlögum íslenska handboltalandsliðsins á HM í Katar en margur annar leikmaður móherja Íslands á heimsmeistaramótinu.

Guðmundur Guðmundsson: Stórkostleg upplifun
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, var ánægður með sigurinn á Íslendingum í gær.

Kristján Ara: Íslensku leikmennirnir voru hræddir
Kristján Arason og Guðjón Guðmundsson fóru yfir leik Íslands og Danmerkur í HM-kvöldinu hjá Herði Magnússyni í gær en danska landsliðið sendi þá það íslenska heim af heimsmeistaramótinu í Katar.

HM-kvöld: Patrekur og austurrísku leikmennirnir flautaðir út úr HM
Hörður Magnússon og Guðjón Guðmundsson tóku það saman í HM-kvöldinu í gær hvernig austurríska landsliðið var hreinlega flautað út út heimsmeistaramótinu þegar liðið tapaði á móti Katar í sextán liða úrslitum HM í handbolta.

Ísland endaði í ellefta sætinu á HM í Katar
Alþjóðahandboltasambandið hefur nú gefið út lokastöðu liðanna átta sem duttu út úr sextán liða úrslitum á HM í handbolta í Katar.

Guðjón: Auðvitað gerir læknirinn hrikaleg mistök í máli Arons
Aron Pálmarsson lék ekki með íslenska landsliðinu í tveimur síðustu leikjum liðsins á HM í handbolta í Katar og Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, ræddi mál Arons í HM-kvöldi á Stöð 2 Sport í gær.

Guðmundur: Hefðum getað unnið stærra
Rætt við Guðmund í myrkvuðu herbergi á Hilton-hótelinu í Doha.

Áskorun að halda fána Íslands á lofti í handboltanum
"Við vildum gefa þessu liði einn séns á stórmóti og freista þess að ná toppframmistöðu úr þessum leikmönnum,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir að Ísland féll úr leik á HM í Katar í gærkvöldi.

Guðjón Valur: Ég ætla ekki að vera með neina niðurrifsstarfsemi
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sagðist vera stoltur af sínum mönnum fyrir frammistöðuna á HM í handbolta, þó svo að niðurstaðan hafi ekki verið eftir óskum manna.

Eins og leikmenn hafi ekki trú á því sem þjálfarinn er að gera
Guðjón Guðmundsson og Kristján Arason krufu leik íslenska liðsins í HM-kvöldi á Stöð 2 Sport.

Guðjón Valur: Mættum sterkara liði
Fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sex mörk úr ellefu skotum gegn Dönum og var sá eini í liðinu sem lék allan leikinn. Var það áfall að komast ekki lengra í keppninni en í 16 liða úrslit?

Gaupi í HM-kvöldi: Þetta er munurinn á Fokker 50 og Boeing
Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, segir að það hafi verið himinn og haf á milli íslenska og danska landsliðsins í kvöld.

Aron Kristjáns: Erfitt þegar Landin er í stuði
Aron Kristjánsson segir að sigur Dana á Íslendingum hafi verið sanngjarn. Hann vill ekki svara því hvort hann myndi velja sömu leikmenn ef hann stæði frammi fyrir því að velja liðið núna.

Snorri: Mótið er vonbrigði
Snorri Steinn Guðjónsson var svekktur með tapið gegn Dönum. Hann segir að liðið hafi ekki spilað vel í mótinu og vonar að Íslendingur verði heimsmeistari.

Björgvin Páll: Súrt að falla úr leik á móti Dönum
Björgvin Páll Gústavsson varði tuttugu skot á móti Dönum í kvöld og var enn einu sinni besti leikmaður mótsins. Björgvin Páll var veikur í gær og um tíma óvíst hvort hann gæti spilað.

Vignir: Auðvitað eigum við erindi í keppnina
Vignir Svavarsson og Kári Kristján Kristjánsson skoruðu báðir þrjú mörk úr þremur skotum af línunni. Vignir hrósaði Dönunum eftir leikinn.

Alexander: Danir geta orðið heimsmeistarar
Alexander Petterson var bestur í íslenska liðinu í kvöld þegar liðið tapaði á móti Dönum í sextán liða úrslitunum á HM í Katar.

Einkunnir Gaupa: Sex leikmenn fá lægstu einkunn
Líkt og áður gefur Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, leikmönnum og þjálfaranum einkunnir.

Sverre lék líklega síðasta landsleikinn í kvöld: Ennþá sárara
Sverre Jakobsson lék í tæpar 18 mínútur í vörninni gegn Dönum í kvöld. Hann reiknar með því að þetta hafi verið síðasti landsleikur hans en segist þó vera til taks í umspilsleikina í Evrópukeppninni verði kallað á hann.

Guðmundur: Þykir vænt um drengina í íslenska liðinu
Kvöldið var afar sérstakt fyrir Guðmund Guðmundsson, landsliðsþjálfara Danmerkur. Þá mætti hann drengjum sem hann þjálfaði í mörg ár og vann til tveggja verðlauna með á stórmótum.

Arnór: Ég spilaði illa á þessu móti
Arnór Atlason var fúll út í sjálfan sig eftir tapið gegn Dönum og einnig fúll með að vera á leið heim.

Ásgeir Örn: Vandamálið liggur í andlega þættinum
Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að andlega hliðin hafi brugðist íslenska liðinu í upphafi leikja á HM.

Róbert: Við áttum aldrei möguleika
Línumaðurinn Róbert Gunnarsson fann sig ekki frekar en flestir aðrir leikmenn íslenska liðsins gegn Dönum í kvöld.

Frakkarnir sýndu styrk sinn í stórsigri á Argentínu
Frakkar áttu ekki í miklum vandræðum með að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum á HM í handbolta í Katar en Frakkar unnu þrettán marka sigur á Argentínu, 33-20, í sextán liða úrslitunum í kvöld.