Átrúnaðargoð fótboltahipstersins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júní 2015 09:30 Pavel Vrba hefur rifið tékkneska landsliðið upp úr lægðinni. vísir/getty Sú var tíðin að fótboltahipsterinn tilbað Argentínumanninn Marcelo Bielsa sem hefur undanfarin aldarfjórðung heillað þenkjandi (og stundum svolítið tilgerðarlega) fótboltaáhugamenn með nálgun sinni á leikinn. Fótboltaheimspeki Bielsa, sem byggir á hröðum sóknarfótbolta og stanslausri hápressu, er gríðarlega áhrifamikil en meðal tilbiðjenda Argentínumannsins eru ekki ómerkari þjálfarar en Pep Guardiola, Diego Simeone og Mauricio Pochettino. Fræg er sagan þegar Guardiola heimsótti Bielsa eftir að hann var ráðinn þjálfari Barcelona. Hann vildi læra sjö sekúndna pressu Bielsa og gekkst undir 17 klukkustunda samfellt námskeið í þeim fræðum. Þeir borðuðu nautakjöt og töluðu um fótbolta í tæpan sólarhring. Með Bielsa-fræðin að vopni vann Guardiola 14 stóra titla með Barcelona á fjórum árum. Þó Spánverjinn hafi náð undraverðum árangri á sínum tiltölulega þjálfaraferli kallar Guardiola læriföður sinn Marcelo Bielsa besta þjálfara í heimi. En nú er fótboltahipsterinn búinn að finna sér nýtt átrúnaðargoð; Pavel Vrba sem skaust upp á stjörnuhiminn fótboltans með mögnuðum árangi sem hann náði sem þjálfari Viktoria Plzen í Tékklandi. Hinn 51 árs gamli Vrba á auðvitað langt í land með að verða jafn vinsæll og áhrifamikill og Bielsa en hann er enn mest spennandi þjálfarinn í bransanum. Og hann er staddur hér á landi og mun stýra tékkneska landsliðinu gegn því íslenska í undankeppni EM 2016 á Laugardalsvellinum í kvöld.Vrba á æfingu tékkneska landsliðsins á Laugardalsvelli í gær.vísir/ernirSá eini semkom til greina í starfið „Hann er í miklum metum og er aðallega vinsæll vegna árangursins sem hann náði með Viktoria Plzen,“ sagði Karel Häring, tékkneskur blaðamaður, í samtali við Vísi í gær en hann er mættur til að fylgjast með leiknum í kvöld sem er gríðarlega mikilvægur upp á framhaldið í riðlinum að gera.Sjá einnig: Nokkrir leikmenn tékkneska liðsins verið duglegir að skemmta sér. Häring segir að Vrba hafi verið fyrsti valkostur almennings í Tékklandi sem næsti landsliðsþjálfari eftir erfiða tíma undir stjórn Michals Bílek: „Forveri hans var mjög óvinsæll þegar hann hætti en leikstíll hans var mjög varnarsinnaður. Almenningur vildi fá Vrba í starfið og hann var sá eini sem kom til greina.“ Það gekk þó ekki þrautalaust að fá Vrba lausan frá Viktoria Plzen en skilnaður hans við félagið var nokkuð erfiður, aðallega vegna ósættis stjórnar Viktoria Plzen og Miroslav Pelta, forseta tékkneska knattspyrnusambandsins. Málið leystist þó að lokum; tékkneska sambandsins nýtti sér klásúlu í samningi Vrba og borgaði samning hans við Viktoria Plzen upp.Vrba er í miklum metum hjá stuðningsmönnum Viktoria Plzen.vísir/gettyJó-jó liðið sem varð að tvöföldum meisturum Stuðningsmönnum Viktoria Plzen rann þó fljótt reiðin enda var árangurinn sem Vrba náði með liðið einstakur. Þegar hann tók við Viktoria Plzen árið 2008 hafði félagið aldrei unnið neitt og var þekkt sem hálfgert jó-jó lið sem flakkaði milli tveggja efstu deildanna í Tékklandi. Þegar Vrba yfirgaf félagið fimm árum síðar var það tveimur meistaratitlum og einum bikarmeistaratitli ríkari, hafði tvisvar komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og náð góðum árangri í Evrópudeildinni. Það var ekki einungis að Viktoria Plzen hefði náð árangri heldur var það hvernig þeir náðu honum; með skemmtilegum og aðlaðandi sóknarfótbolta sem hreif fólk. Enda fjölgaði áhorfendum á Doosan Arena í Plzen umtalsvert meðan hann var við stjórnvölinn hjá félaginu. Á fyrsta tímabili Vrba mættu rétt rúmlega 4000 manns á leiki en þegar hann fór var talan komin upp í 10.000. Og það var hans gamla heimavelli, Doosan Arena, sem Tékkar unnu Íslendinga með tveimur mörkum gegn einu 16. nóvember í fyrra.Vrba fagnar sigrinum á Íslandi ásamt Petr Cech og Tomas Rosicky, stærstu stjörnum Tékka.vísir/gettyHeimir er hrifinn Það er eina tap íslensku strákanna í undankeppninni til þessa og Tékkar hafa einir liða náð að skora á íslenska liðið. Það mátti vissulega ekki muna miklu að sigurinn endaði Íslands megin - Jón Daði Böðvarsson skoraði afar slysalegt sjálfsmark og í stöðunni 2-1 í seinni hálfleik svo skaut Gylfi Þór Sigurðsson í stöngina og Petr Cech varði frá Jóhanni Berg Guðmundssyni í dauðafæri - en Tékkar voru sterkari aðilinn. Það viðurkenndu bæði leikmenn og þjálfarar íslenska liðsins.Sjá einnig: Betur tilbúnir en síðast.Vrba setti leikinn frábærlega upp og Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara Íslands, var ófeiminn að hrósa kollega sínum á blaðamannafundi þegar landsliðshópurinn var tilkynntur í síðustu viku: „Þjálfari Tékka er mjög taktískur. Ég er ekkert feiminn við að lýsa hrifningu minni á honum. Hann setur alltaf upp eitthvað nýtt.“Tékkar á æfingunni á Laugardalsvellinum í gær.vísir/ernirVarnarleikurinn er spurningarmerki Stíf pressa er eitt af því sem einkennir leikstíl liða Vrba en Íslendingar voru í vandræðum með að leysa pressu Tékka í fyrri leiknum. Vrba stillir jafnan upp í leikkerfið 4-2-3-1 og leggur áherslu á lið sín haldi boltanum og spili hraðan og beittan sóknarleik, ekki ósvipað og Bielsa gerir. Varnarleikur Tékka er þó ákveðið spurningarmerki en þeir hafa ekki enn haldið hreinu í leik síðan Vrba tók við. Þá voru þeir stálheppnir að ná jafntefli gegn Lettum í undankeppninni í mars og töpuðu svo fyrir Slóvakíu í vináttulandsleik. Það eru því sóknarfæri fyrir íslenska liðið í kvöld.Sjá einnig: Erum með lausnir fyrir Eið Smára. Vrba er opinn persónuleiki og hrífur fólk með sér. Og það sem mikilvægast er, þá kaupa leikmenn aðferðir hans. Vrba er á hraðri leið upp metorðastigann og nú þegar hann er farinn ná góðum árangri með tékkneska landsliðið berst hróður hans víðar en áður. Nú eru það ekki bara Tékkar og fótboltahipsterinn sem þekkir til hans, heldur einnig hinn almenni fótboltaáhugamaður. Og það er ekki að ástæðulausu - Pavel Vrba er skrambi góður í því sem hann gerir. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Betur tilbúnir nú en síðast Strákarnir okkar geta tekið risastórt skref í átt að Evrópumótinu í Frakklandi 2016 með sigri á Tékkum í Laugardalnum í kvöld. 12. júní 2015 06:00 Ekki unnið í júní í tíu ár Sigur Íslands á Möltu árið 2005 var síðasti sigur okkar manna í mótsleik í júnímánuði. 12. júní 2015 06:30 Skoda verður ekki startað Tékkar urðu fyrir áfalli um síðustu helgi þegar aðalframherji liðsins, David Lafata, meiddist á æfingu. 12. júní 2015 07:00 Tékkar smeykir við rok og rigningu Vindurinn er það versta af öllu segir tékkneskur landsliðsmaður. 11. júní 2015 08:00 Tékkar búnir að tilkynna hópinn sem mætir Íslandi Pavel Vrba, þjálfari tékkneska landsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt hópinn sem mætir Íslandi á Laugardalsvellinum í undankeppni EM 12. júní næstkomandi. 26. maí 2015 09:54 Tékkar klæddir stuttbuxum afþökkuðu bjór við komuna til Íslands Leikmenn tékkneska landsliðsins í knattspyrnu lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. Framundan er toppslagur í riðli okkar Íslendinga í undankeppni Evrópumótsins 2016. 11. júní 2015 00:03 Aron sló á létta strengi: Finn aðeins til í öxlinni Tékkar óttast löng innköst landsliðsfyrirliðans í Laugardalnum á morgun. 11. júní 2015 12:34 Heimir: Niðurlægjandi ef Tékkarnir hræðast íslenska veðrið mest Landsliðsþjálfarinn segir íslenska liðið meira tilbúið í leikinn gegn Tékkum núna en í haust. 11. júní 2015 12:22 Gylfi: Fékk smá frí og finn ekki fyrir neinum meiðslum Besti leikmaður landsliðsins í undankeppninni til þessa spilaði í gegnum meiðsli á Englandi. 11. júní 2015 10:00 Nokkrir leikmenn tékkneska liðsins verið duglegir að skemmta sér Tékkneskur blaðamaður segir að mikil virðing sé borin fyrir íslenska landsliðinu. 11. júní 2015 13:15 Heimir: Leikurinn með stórum stöfum Fátt óvænt í leikmannahópi Íslands fyrir Tékkaleikinn. Gunnleifur Gunnleifsson snýr aftur eftir góða frammistöðu í Pepsi-deildinni. Sigur gefur ekki bara mikilvæg stig heldur einnig góða stöðu fyrir undankeppni HM. 4. júní 2015 07:00 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Sjá meira
Sú var tíðin að fótboltahipsterinn tilbað Argentínumanninn Marcelo Bielsa sem hefur undanfarin aldarfjórðung heillað þenkjandi (og stundum svolítið tilgerðarlega) fótboltaáhugamenn með nálgun sinni á leikinn. Fótboltaheimspeki Bielsa, sem byggir á hröðum sóknarfótbolta og stanslausri hápressu, er gríðarlega áhrifamikil en meðal tilbiðjenda Argentínumannsins eru ekki ómerkari þjálfarar en Pep Guardiola, Diego Simeone og Mauricio Pochettino. Fræg er sagan þegar Guardiola heimsótti Bielsa eftir að hann var ráðinn þjálfari Barcelona. Hann vildi læra sjö sekúndna pressu Bielsa og gekkst undir 17 klukkustunda samfellt námskeið í þeim fræðum. Þeir borðuðu nautakjöt og töluðu um fótbolta í tæpan sólarhring. Með Bielsa-fræðin að vopni vann Guardiola 14 stóra titla með Barcelona á fjórum árum. Þó Spánverjinn hafi náð undraverðum árangri á sínum tiltölulega þjálfaraferli kallar Guardiola læriföður sinn Marcelo Bielsa besta þjálfara í heimi. En nú er fótboltahipsterinn búinn að finna sér nýtt átrúnaðargoð; Pavel Vrba sem skaust upp á stjörnuhiminn fótboltans með mögnuðum árangi sem hann náði sem þjálfari Viktoria Plzen í Tékklandi. Hinn 51 árs gamli Vrba á auðvitað langt í land með að verða jafn vinsæll og áhrifamikill og Bielsa en hann er enn mest spennandi þjálfarinn í bransanum. Og hann er staddur hér á landi og mun stýra tékkneska landsliðinu gegn því íslenska í undankeppni EM 2016 á Laugardalsvellinum í kvöld.Vrba á æfingu tékkneska landsliðsins á Laugardalsvelli í gær.vísir/ernirSá eini semkom til greina í starfið „Hann er í miklum metum og er aðallega vinsæll vegna árangursins sem hann náði með Viktoria Plzen,“ sagði Karel Häring, tékkneskur blaðamaður, í samtali við Vísi í gær en hann er mættur til að fylgjast með leiknum í kvöld sem er gríðarlega mikilvægur upp á framhaldið í riðlinum að gera.Sjá einnig: Nokkrir leikmenn tékkneska liðsins verið duglegir að skemmta sér. Häring segir að Vrba hafi verið fyrsti valkostur almennings í Tékklandi sem næsti landsliðsþjálfari eftir erfiða tíma undir stjórn Michals Bílek: „Forveri hans var mjög óvinsæll þegar hann hætti en leikstíll hans var mjög varnarsinnaður. Almenningur vildi fá Vrba í starfið og hann var sá eini sem kom til greina.“ Það gekk þó ekki þrautalaust að fá Vrba lausan frá Viktoria Plzen en skilnaður hans við félagið var nokkuð erfiður, aðallega vegna ósættis stjórnar Viktoria Plzen og Miroslav Pelta, forseta tékkneska knattspyrnusambandsins. Málið leystist þó að lokum; tékkneska sambandsins nýtti sér klásúlu í samningi Vrba og borgaði samning hans við Viktoria Plzen upp.Vrba er í miklum metum hjá stuðningsmönnum Viktoria Plzen.vísir/gettyJó-jó liðið sem varð að tvöföldum meisturum Stuðningsmönnum Viktoria Plzen rann þó fljótt reiðin enda var árangurinn sem Vrba náði með liðið einstakur. Þegar hann tók við Viktoria Plzen árið 2008 hafði félagið aldrei unnið neitt og var þekkt sem hálfgert jó-jó lið sem flakkaði milli tveggja efstu deildanna í Tékklandi. Þegar Vrba yfirgaf félagið fimm árum síðar var það tveimur meistaratitlum og einum bikarmeistaratitli ríkari, hafði tvisvar komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og náð góðum árangri í Evrópudeildinni. Það var ekki einungis að Viktoria Plzen hefði náð árangri heldur var það hvernig þeir náðu honum; með skemmtilegum og aðlaðandi sóknarfótbolta sem hreif fólk. Enda fjölgaði áhorfendum á Doosan Arena í Plzen umtalsvert meðan hann var við stjórnvölinn hjá félaginu. Á fyrsta tímabili Vrba mættu rétt rúmlega 4000 manns á leiki en þegar hann fór var talan komin upp í 10.000. Og það var hans gamla heimavelli, Doosan Arena, sem Tékkar unnu Íslendinga með tveimur mörkum gegn einu 16. nóvember í fyrra.Vrba fagnar sigrinum á Íslandi ásamt Petr Cech og Tomas Rosicky, stærstu stjörnum Tékka.vísir/gettyHeimir er hrifinn Það er eina tap íslensku strákanna í undankeppninni til þessa og Tékkar hafa einir liða náð að skora á íslenska liðið. Það mátti vissulega ekki muna miklu að sigurinn endaði Íslands megin - Jón Daði Böðvarsson skoraði afar slysalegt sjálfsmark og í stöðunni 2-1 í seinni hálfleik svo skaut Gylfi Þór Sigurðsson í stöngina og Petr Cech varði frá Jóhanni Berg Guðmundssyni í dauðafæri - en Tékkar voru sterkari aðilinn. Það viðurkenndu bæði leikmenn og þjálfarar íslenska liðsins.Sjá einnig: Betur tilbúnir en síðast.Vrba setti leikinn frábærlega upp og Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara Íslands, var ófeiminn að hrósa kollega sínum á blaðamannafundi þegar landsliðshópurinn var tilkynntur í síðustu viku: „Þjálfari Tékka er mjög taktískur. Ég er ekkert feiminn við að lýsa hrifningu minni á honum. Hann setur alltaf upp eitthvað nýtt.“Tékkar á æfingunni á Laugardalsvellinum í gær.vísir/ernirVarnarleikurinn er spurningarmerki Stíf pressa er eitt af því sem einkennir leikstíl liða Vrba en Íslendingar voru í vandræðum með að leysa pressu Tékka í fyrri leiknum. Vrba stillir jafnan upp í leikkerfið 4-2-3-1 og leggur áherslu á lið sín haldi boltanum og spili hraðan og beittan sóknarleik, ekki ósvipað og Bielsa gerir. Varnarleikur Tékka er þó ákveðið spurningarmerki en þeir hafa ekki enn haldið hreinu í leik síðan Vrba tók við. Þá voru þeir stálheppnir að ná jafntefli gegn Lettum í undankeppninni í mars og töpuðu svo fyrir Slóvakíu í vináttulandsleik. Það eru því sóknarfæri fyrir íslenska liðið í kvöld.Sjá einnig: Erum með lausnir fyrir Eið Smára. Vrba er opinn persónuleiki og hrífur fólk með sér. Og það sem mikilvægast er, þá kaupa leikmenn aðferðir hans. Vrba er á hraðri leið upp metorðastigann og nú þegar hann er farinn ná góðum árangri með tékkneska landsliðið berst hróður hans víðar en áður. Nú eru það ekki bara Tékkar og fótboltahipsterinn sem þekkir til hans, heldur einnig hinn almenni fótboltaáhugamaður. Og það er ekki að ástæðulausu - Pavel Vrba er skrambi góður í því sem hann gerir.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Betur tilbúnir nú en síðast Strákarnir okkar geta tekið risastórt skref í átt að Evrópumótinu í Frakklandi 2016 með sigri á Tékkum í Laugardalnum í kvöld. 12. júní 2015 06:00 Ekki unnið í júní í tíu ár Sigur Íslands á Möltu árið 2005 var síðasti sigur okkar manna í mótsleik í júnímánuði. 12. júní 2015 06:30 Skoda verður ekki startað Tékkar urðu fyrir áfalli um síðustu helgi þegar aðalframherji liðsins, David Lafata, meiddist á æfingu. 12. júní 2015 07:00 Tékkar smeykir við rok og rigningu Vindurinn er það versta af öllu segir tékkneskur landsliðsmaður. 11. júní 2015 08:00 Tékkar búnir að tilkynna hópinn sem mætir Íslandi Pavel Vrba, þjálfari tékkneska landsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt hópinn sem mætir Íslandi á Laugardalsvellinum í undankeppni EM 12. júní næstkomandi. 26. maí 2015 09:54 Tékkar klæddir stuttbuxum afþökkuðu bjór við komuna til Íslands Leikmenn tékkneska landsliðsins í knattspyrnu lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. Framundan er toppslagur í riðli okkar Íslendinga í undankeppni Evrópumótsins 2016. 11. júní 2015 00:03 Aron sló á létta strengi: Finn aðeins til í öxlinni Tékkar óttast löng innköst landsliðsfyrirliðans í Laugardalnum á morgun. 11. júní 2015 12:34 Heimir: Niðurlægjandi ef Tékkarnir hræðast íslenska veðrið mest Landsliðsþjálfarinn segir íslenska liðið meira tilbúið í leikinn gegn Tékkum núna en í haust. 11. júní 2015 12:22 Gylfi: Fékk smá frí og finn ekki fyrir neinum meiðslum Besti leikmaður landsliðsins í undankeppninni til þessa spilaði í gegnum meiðsli á Englandi. 11. júní 2015 10:00 Nokkrir leikmenn tékkneska liðsins verið duglegir að skemmta sér Tékkneskur blaðamaður segir að mikil virðing sé borin fyrir íslenska landsliðinu. 11. júní 2015 13:15 Heimir: Leikurinn með stórum stöfum Fátt óvænt í leikmannahópi Íslands fyrir Tékkaleikinn. Gunnleifur Gunnleifsson snýr aftur eftir góða frammistöðu í Pepsi-deildinni. Sigur gefur ekki bara mikilvæg stig heldur einnig góða stöðu fyrir undankeppni HM. 4. júní 2015 07:00 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Sjá meira
Betur tilbúnir nú en síðast Strákarnir okkar geta tekið risastórt skref í átt að Evrópumótinu í Frakklandi 2016 með sigri á Tékkum í Laugardalnum í kvöld. 12. júní 2015 06:00
Ekki unnið í júní í tíu ár Sigur Íslands á Möltu árið 2005 var síðasti sigur okkar manna í mótsleik í júnímánuði. 12. júní 2015 06:30
Skoda verður ekki startað Tékkar urðu fyrir áfalli um síðustu helgi þegar aðalframherji liðsins, David Lafata, meiddist á æfingu. 12. júní 2015 07:00
Tékkar smeykir við rok og rigningu Vindurinn er það versta af öllu segir tékkneskur landsliðsmaður. 11. júní 2015 08:00
Tékkar búnir að tilkynna hópinn sem mætir Íslandi Pavel Vrba, þjálfari tékkneska landsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt hópinn sem mætir Íslandi á Laugardalsvellinum í undankeppni EM 12. júní næstkomandi. 26. maí 2015 09:54
Tékkar klæddir stuttbuxum afþökkuðu bjór við komuna til Íslands Leikmenn tékkneska landsliðsins í knattspyrnu lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. Framundan er toppslagur í riðli okkar Íslendinga í undankeppni Evrópumótsins 2016. 11. júní 2015 00:03
Aron sló á létta strengi: Finn aðeins til í öxlinni Tékkar óttast löng innköst landsliðsfyrirliðans í Laugardalnum á morgun. 11. júní 2015 12:34
Heimir: Niðurlægjandi ef Tékkarnir hræðast íslenska veðrið mest Landsliðsþjálfarinn segir íslenska liðið meira tilbúið í leikinn gegn Tékkum núna en í haust. 11. júní 2015 12:22
Gylfi: Fékk smá frí og finn ekki fyrir neinum meiðslum Besti leikmaður landsliðsins í undankeppninni til þessa spilaði í gegnum meiðsli á Englandi. 11. júní 2015 10:00
Nokkrir leikmenn tékkneska liðsins verið duglegir að skemmta sér Tékkneskur blaðamaður segir að mikil virðing sé borin fyrir íslenska landsliðinu. 11. júní 2015 13:15
Heimir: Leikurinn með stórum stöfum Fátt óvænt í leikmannahópi Íslands fyrir Tékkaleikinn. Gunnleifur Gunnleifsson snýr aftur eftir góða frammistöðu í Pepsi-deildinni. Sigur gefur ekki bara mikilvæg stig heldur einnig góða stöðu fyrir undankeppni HM. 4. júní 2015 07:00