Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan í Grikklandi í 41 ár Atli Ísleifsson skrifar 29. júní 2015 09:46 Gríska kauphöllin opnar ekki í dag og þá verða bankar í Grikklandi lokaðir alla þessa viku. Vísir/EPA Þjóðaratkvæðagreiðslan sem fyrirhuguð er í Grikklandi sunnudaginn þann 5. júlí er sú fyrsta í landinu í 41 ár. Grikkir munu þá skera úr um hvort stjórnvöldum beri að samþykkja lánapakka Evrópusambandsins. Að sögn forsætisráðherrans Alexis Tsipras voru tillögur ESB svo slæmar fyrir Grikki að hann telur ríkisstjórn hans og Syriza-flokkinn ekki hafa umboð til að samþykkja þær fyrir hönd grísku þjóðarinnar. Syriza vann sigur í grísku þingskosningunum á síðasta ári, meðal annars vegna loforða um að skera ekki niður lífeyrisgreiðslur.Bankar lokaðirGríska kauphöllin opnar ekki í dag og þá verða bankar í Grikklandi lokaðir alla þessa viku. Gríska ríkisstjórnin tók þá ákvörðun í kjölfar þess að Seðlabanki Evrópu ákvað að lengja ekki í línu neyðaraðstoðar til handa bönkunum svo þeir gætu haldið starfsemi sinni áfram.Í frétt norska ríkisútvarpsins kemur fram að tillögur ESB innihaldi flókinn texta sem enn hafi ekki verið þýddur á grísku. Þar að auki lauk aldrei viðræðum þar sem þær stöðvuðust í raun þegar Tsipras boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Enn liggur ekki fyrir hvernig til standi að orða spurninguna sem lögð verður fyrir gríska kjósendur.Þjóðaratkvæðagreiðsla síðast árið 1974Síðasta þjóðaratkvæðagreiðslan sem fór fram í Grikklandi var árið 1974 þegar ákveðið var að afnema gríska konungsveldið. Sérfræðingar og grískir kjósendur vilja margir meina að smáatriðin og tæknilegar greiðargerðir í tillögu ESB séu atriði sem venjulegir Grikkir séu ekki í aðstöðu til að taka afstöðu til. Í reynd snúist því atkvæðagreiðslan um hvort Grikkir vilji áfram vera hluti af evrusamstarfinu eður ei. Gríska þingið greiddi atkvæði með því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um næstu helgi. Stjórnarandstöðuflokkar Jafnaðarmanna og Íhaldsmanna greiddu báðir atkvæði gegn tillögunni. Tengdar fréttir Mikill órói á fjármálamörkuðum vegna ástandsins í Grikklandi Bankar í landinu verða lokaðir til 7. júlí. 29. júní 2015 07:36 Loka fyrir lánalínur til Grikklands Talið er nánast öruggt að Grikkir fari úr evrusamstarfinu. 28. júní 2015 09:28 Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Þjóðaratkvæðagreiðslan sem fyrirhuguð er í Grikklandi sunnudaginn þann 5. júlí er sú fyrsta í landinu í 41 ár. Grikkir munu þá skera úr um hvort stjórnvöldum beri að samþykkja lánapakka Evrópusambandsins. Að sögn forsætisráðherrans Alexis Tsipras voru tillögur ESB svo slæmar fyrir Grikki að hann telur ríkisstjórn hans og Syriza-flokkinn ekki hafa umboð til að samþykkja þær fyrir hönd grísku þjóðarinnar. Syriza vann sigur í grísku þingskosningunum á síðasta ári, meðal annars vegna loforða um að skera ekki niður lífeyrisgreiðslur.Bankar lokaðirGríska kauphöllin opnar ekki í dag og þá verða bankar í Grikklandi lokaðir alla þessa viku. Gríska ríkisstjórnin tók þá ákvörðun í kjölfar þess að Seðlabanki Evrópu ákvað að lengja ekki í línu neyðaraðstoðar til handa bönkunum svo þeir gætu haldið starfsemi sinni áfram.Í frétt norska ríkisútvarpsins kemur fram að tillögur ESB innihaldi flókinn texta sem enn hafi ekki verið þýddur á grísku. Þar að auki lauk aldrei viðræðum þar sem þær stöðvuðust í raun þegar Tsipras boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Enn liggur ekki fyrir hvernig til standi að orða spurninguna sem lögð verður fyrir gríska kjósendur.Þjóðaratkvæðagreiðsla síðast árið 1974Síðasta þjóðaratkvæðagreiðslan sem fór fram í Grikklandi var árið 1974 þegar ákveðið var að afnema gríska konungsveldið. Sérfræðingar og grískir kjósendur vilja margir meina að smáatriðin og tæknilegar greiðargerðir í tillögu ESB séu atriði sem venjulegir Grikkir séu ekki í aðstöðu til að taka afstöðu til. Í reynd snúist því atkvæðagreiðslan um hvort Grikkir vilji áfram vera hluti af evrusamstarfinu eður ei. Gríska þingið greiddi atkvæði með því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um næstu helgi. Stjórnarandstöðuflokkar Jafnaðarmanna og Íhaldsmanna greiddu báðir atkvæði gegn tillögunni.
Tengdar fréttir Mikill órói á fjármálamörkuðum vegna ástandsins í Grikklandi Bankar í landinu verða lokaðir til 7. júlí. 29. júní 2015 07:36 Loka fyrir lánalínur til Grikklands Talið er nánast öruggt að Grikkir fari úr evrusamstarfinu. 28. júní 2015 09:28 Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Mikill órói á fjármálamörkuðum vegna ástandsins í Grikklandi Bankar í landinu verða lokaðir til 7. júlí. 29. júní 2015 07:36
Loka fyrir lánalínur til Grikklands Talið er nánast öruggt að Grikkir fari úr evrusamstarfinu. 28. júní 2015 09:28