Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fjölnir - Valur 1-1 | Daufir bikarmeistarar stálheppnir í Grafarvoginum Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Fjölnisvelli skrifar 20. ágúst 2015 21:00 Vísir/anton Fjölnir og Valur skildu jöfn, 1-1, í 16. umferð Pepsi-deildar karla á Fjölnisvelli í Grafarvogi í kvöld.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndir. Leikurinn var lengst af afar bragðdaufur og tilþrifalítill. Fjölnismenn komust snemma yfir með ótrúlegu marki Arons Sigurðarsonar og vörðu forskot sitt lengst af vel. Heimamenn fengu færi til að bæta við mörkum en allt kom fyrir ekki. Þeim var svo refsað á lokamínútum leiksins þegar varamaðurinn Einar Karl Ingvarsson skoraði jöfnunarmark Vals og tryggði bikarmeisturunum stig. Niðurstaðan var svekkjandi fyrir heimamenn sem geta þó ekki verið svekktir út í neinn fyrir sjálfan sig eftir niðurstöðu kvöldsins.Lygilegt mark Arons Leikmenn, áhorfendur og blaðamenn voru nokkra stund að átta sig þegar Aron skoraði fyrsta markið strax á sjöundu mínútu. Hann negldi boltanum inn út við endalínuna af löngu færi - yfir Ingvar Kale, í fjærstöngina og inn. Aron fagnaði sjálfur eins og þetta væri daglegt brauð enda hefur hann áður skorað óvenjuleg og falleg mörk. Leikurinn var varla kominn almennilega í gang þegar markið kom og því varla hægt að tala um að hann hafi róast eftir markið. En hann var í öllu falli afar rólegur. Valsmenn voru án lykilmanna á borð við Patricks Pedersen og Hauks Páls Sigurðssonar og hvort sem að það sé hægt að skrifa það á fjarveru þeirra þá var slen yfir nýkrýndum bikarmeisturum Vals. Með bikarsigrinum tryggði Valur sér Evrópusæti fyrir næstu leiktíð en færa mætti rök fyrir því að liðið sé því að spila upp á lítið annað en heiðurinn í deildinni þar sem að þrír tapleikir í röð gerðu nánast út um vonir liðsins um Íslandsmeistaratitil. Fjölnismenn vörðust fimlega það sem eftir lifði fyrri hálfleiksins og beittu skyndisóknum. Kennie Chopart og Gunnar Már Guðmundsson fengu báðir góð færi í leiknum, sérsatklega Gunnar Már sem skaut yfir af stuttu færi. Eitt besta færi leiksins kom svo snemma í síðari hálfleik er Ingvar Kale varði skot Gunnars Más úr teignum glæsilega.Ekkert skot á markið í 83 mínútur Þetta reyndist þó ekki vera fyrirboði um skemmtilegan síðari hálfleik - þvert á móti. Valsmenn voru mikið með boltann án þess að gera mikið með hann og fyrsta skot Vals á markið kom ekki fyrr en það voru sjö mínútur eftir af venjulegum leiktíma. Fjölnismenn beittu skyndisóknum sem fyrr og varamaðurinn Ragnar Leósson var nálægt því að skora en Thomas Christensen varði skot hans á marklínu. Það var því nokkuð gegn gangi leiksins og nánast upp úr þurru að jöfnunarmarkið kom. Varamaðurinn Einar Karl fékk boltann utan vítateigs, lét vaða og boltinn hafnaði í fjærhorninu. Þórður Ingason var sigraður en hann hafði afar lítið fengið að gera í leiknum fram að því. Valsmenn komust meira að segja nálægt því að stela sigrinum í uppbótartíma er annar varamaður, Patrick Pedersen, slapp í gegn en hann var dæmdur rangstæður. Það getur varla talist sanngjarnt að Valur hafi fengið stig úr þessum leik en það er ekki spurt að því. Fjölnismenn fengu mun fleiri færi í leiknum og geta aðeins sjálfum sér um kennt að hafa ekki verið löngu búnir að gera út um leikinn. Heimamenn vörðust fimlega í leiknum og leyfðu Valsmönnum að sækja á sig á löngum köflum. Það virtist engan árangur ætla að bera fyrir gestina þar til að Einar Karl tók skyndilega til sinna mála. Fyrir vikið eru bæði lið enn jöfn að stigum í 4.-5. sæti. Bæði hefðu þurft sigur til að geta gert að minnsta kosti atlögu að efstu þremur liðunum. Valur er búinn að tryggja sitt Evrópusæti en Fjölnismenn búa ekki svo vel. Þeir hefðu þurft að sýna meiri grimmd og ákefð en þeir gerðu í kvöld til að halda í sinn Evrópudraum.Ólafur: Nánast ógerningur fyrir öll lið að ná FH Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, viðurkenndi eftir jafnteflið við Fjölni í kvöld að hans menn hefðu spilað illa í leiknum. Valur tryggði sér jafntefli í leiknum með marki varamannsins Einars Karls Ingvarssonar í lok leiksins. „Ég er ánægður með stigið. Þetta var rólegur leikur og við spiluðum ekki vel. Það er því gott að fá stig úr slíkum leik,“ sagði Ólafur sem vildi ekki skrifa frammistöðuna á sigurinn í bikarnum um helgina eða stöðu liðsins í deildinni. „Stundum á maður bara ekki góðan leik án þess að það sé sérstök ástæða fyrir því. Svona eru íþróttir bara.“ Hann segir að þjálfarar og leikmenn hafi byrjað strax eftir bikarleikinn að ræða um næsta leik í deildinni og taldi að það hafi ekki verið erfitt að fá menn á tærnar. „Mér fannst það ekki vandamál. Okkar möguleikar til að klífa upp töfluna eru enn fínir enda með einu stigi meira í kvöld en við vorum með fyrir leikinn. Við ætlum að halda áfram.“ Hann segir það verði þó erfitt að ná toppliði FH að stigum úr þessu. „Ég held að það sé nánast ógerningur. Held að það sé reyndar ógerningur fyrir öll liðin. En við reynum að safna stigum og sjá hvað kemur úr því.“ Ólafur segir að Patrick Pedersen, sem kom inn á undir lok leiksins í kvöld, sé meiddur. „Hann verður betri með hverjum deginum en hann var ekki nógu góður til að spila í dag og verður sennilega ekki með á mánudaginn.“vísir/antonÁgúst: Mjög fúlt Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis, segir að það hafi verið klaufalegt að gefa Valsmönnum færi á að fara með eitt stig úr Grafarvoginum í kvöld. „Þetta er mjög súrt. Svona er bara fótboltinn. Ef maður klárar ekki 90 plús þá fær maður þetta í andlitið. Við fengum færi til að gera út um leikinn snemma en þeir jafna með skoti langt utan af velli. Það var mjög fúlt.“ Hann segir að bæði lið hafi verið orðin þreytt undir lok leiksins og að það sé ekki hægt að útiloka einbeitingarleysi hjá sínum mönnum. „Það voru mikil átök inni á vellinum en mér fannst þetta samt aldrei hætta og óttaðist ekki að missa leikinn niður í jafntefli. En svona er fótboltinn stundum - hann er stundum skemmtilegur og stundum leiðinlegur. Þetta var gott stig fyrir Valsara í dag.“ Hann segir að það verði enn erfiðara fyrir hans menn að taka þátt í baráttunni um Evrópusæti úr þessu. „Sú barátta er alltaf erfið. Það eru sex leikir eftir og ætli við þurfum ekki að vinna þá alla. Á meðan það er enn möguleiki þá höldum við áfram. Það er hörkuleikur gegn ÍA í næstu umferð og við hlökkum til að spila við Skagamenn.“Aron: Var ekki að reyna að skora Aron Sigurðarson, markaskorari Fjölnis, viðurkennir að hann hafi ekki ætlað sér að skora þegar hann gerði það gegn Valsmönnum í kvöld. „Við spiluðum vel og vorum mun betri í fyrri hálfleik. Þeir sóttu á okkur í síðari hálfleik og við reyndum að halda það út. En það gekk ekki.“ „Við fengum betri færi en þeir í leiknum og við vorum einfaldlega klaufar að nýta okkur þau ekki.“ Aron viðurkennir að hann hafi ekki reynt að skjóta á markið þegar hann skoraði snemma leiks í kvöld. „Ég ætla ekki einu sinni að reyna að ljúga því. Ég var að setja hann fyrir og [Ingvar] Kale var að reyna að ljúga því að það hafi einhver vindur sem hjálpaði til en það er bara kjaftæði. Það var mjög ljúft að sjá hann inni.“ Hann segir að baráttan um Evrópusæti sé ekki úr sögunni fyrir Fjölni. „Þetta verður bara erfiðara með þessu. En við erum enn að reyna að ná okkar markmiðum og við erum á góðri leið með það.“Kristinn Freyr: Gekk ekki að æsa Bergsvein upp Kristinn Freyr Sigurðsson segir að hann hafi áður séð Einar Karl Ingvarsson skora upp úr engu líkt og hann gerði þegar Fjölnir og Valur skildu jöfn, 1-1, í kvöld. „Það var mjög sætt að sjá Einar Karl skora. Hann hefur gert þetta margoft á æfingum - hann á það til að skjóta upp úr engu og hann negldi þessu inn.“ Hann hefur annars engar skýringar á andleysi Valsmanna í dag. „Við vorum mjög lélegir í dag. Það verður bara að segjast alveg eins og er.“ „En það má ekki taka það af Fjölnismenn að þeir voru mjög þéttir til baka. Pössuðu sín svæði og pressuðu vel á boltann. Þeir leyfðu okkur ekki að spila betri leik. En með eins gott lið og við erum með eigum við að gera betur.“ Kristinn Freyr segir að það hafi ekki verið erfitt að koma hausnum í lag fyrir leikinn. „Fólk er enn að óska manni til hamingju og allt það. En það var ekki erfitt að mótivera sig fyrir leik gegn liði sem er með jafn mörg stig og við í deildinni. Við eigum bara að gera betur.“ Hann og Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, tókust á í leiknum og Kristinn Freyr, sem er uppalinn Fjölnismaður og fyrrum samherji Bergsveins, reyndi að koma fyrirliðanum úr jafnvægi. „Hann á það til að verða svolítið pirraður. Ég reyndi því að ýta á nokkra hnappa á Begga vini mínum en það tókst ekki í dag.“vísir/antonFjölnismenn misstu af tækifæri til að komast upp í 4. sæti deildarinnar.vísir/antonÓlafur var ekki sáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld.vísir/antonKristinn Freyr hefur verið einn besti leikmaður Vals í sumar.vísir/antonÓlafur Páll Snorrason er spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis.vísir/anton Pepsi Max-deild karla Mest lesið Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Fleiri fréttir Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
Fjölnir og Valur skildu jöfn, 1-1, í 16. umferð Pepsi-deildar karla á Fjölnisvelli í Grafarvogi í kvöld.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndir. Leikurinn var lengst af afar bragðdaufur og tilþrifalítill. Fjölnismenn komust snemma yfir með ótrúlegu marki Arons Sigurðarsonar og vörðu forskot sitt lengst af vel. Heimamenn fengu færi til að bæta við mörkum en allt kom fyrir ekki. Þeim var svo refsað á lokamínútum leiksins þegar varamaðurinn Einar Karl Ingvarsson skoraði jöfnunarmark Vals og tryggði bikarmeisturunum stig. Niðurstaðan var svekkjandi fyrir heimamenn sem geta þó ekki verið svekktir út í neinn fyrir sjálfan sig eftir niðurstöðu kvöldsins.Lygilegt mark Arons Leikmenn, áhorfendur og blaðamenn voru nokkra stund að átta sig þegar Aron skoraði fyrsta markið strax á sjöundu mínútu. Hann negldi boltanum inn út við endalínuna af löngu færi - yfir Ingvar Kale, í fjærstöngina og inn. Aron fagnaði sjálfur eins og þetta væri daglegt brauð enda hefur hann áður skorað óvenjuleg og falleg mörk. Leikurinn var varla kominn almennilega í gang þegar markið kom og því varla hægt að tala um að hann hafi róast eftir markið. En hann var í öllu falli afar rólegur. Valsmenn voru án lykilmanna á borð við Patricks Pedersen og Hauks Páls Sigurðssonar og hvort sem að það sé hægt að skrifa það á fjarveru þeirra þá var slen yfir nýkrýndum bikarmeisturum Vals. Með bikarsigrinum tryggði Valur sér Evrópusæti fyrir næstu leiktíð en færa mætti rök fyrir því að liðið sé því að spila upp á lítið annað en heiðurinn í deildinni þar sem að þrír tapleikir í röð gerðu nánast út um vonir liðsins um Íslandsmeistaratitil. Fjölnismenn vörðust fimlega það sem eftir lifði fyrri hálfleiksins og beittu skyndisóknum. Kennie Chopart og Gunnar Már Guðmundsson fengu báðir góð færi í leiknum, sérsatklega Gunnar Már sem skaut yfir af stuttu færi. Eitt besta færi leiksins kom svo snemma í síðari hálfleik er Ingvar Kale varði skot Gunnars Más úr teignum glæsilega.Ekkert skot á markið í 83 mínútur Þetta reyndist þó ekki vera fyrirboði um skemmtilegan síðari hálfleik - þvert á móti. Valsmenn voru mikið með boltann án þess að gera mikið með hann og fyrsta skot Vals á markið kom ekki fyrr en það voru sjö mínútur eftir af venjulegum leiktíma. Fjölnismenn beittu skyndisóknum sem fyrr og varamaðurinn Ragnar Leósson var nálægt því að skora en Thomas Christensen varði skot hans á marklínu. Það var því nokkuð gegn gangi leiksins og nánast upp úr þurru að jöfnunarmarkið kom. Varamaðurinn Einar Karl fékk boltann utan vítateigs, lét vaða og boltinn hafnaði í fjærhorninu. Þórður Ingason var sigraður en hann hafði afar lítið fengið að gera í leiknum fram að því. Valsmenn komust meira að segja nálægt því að stela sigrinum í uppbótartíma er annar varamaður, Patrick Pedersen, slapp í gegn en hann var dæmdur rangstæður. Það getur varla talist sanngjarnt að Valur hafi fengið stig úr þessum leik en það er ekki spurt að því. Fjölnismenn fengu mun fleiri færi í leiknum og geta aðeins sjálfum sér um kennt að hafa ekki verið löngu búnir að gera út um leikinn. Heimamenn vörðust fimlega í leiknum og leyfðu Valsmönnum að sækja á sig á löngum köflum. Það virtist engan árangur ætla að bera fyrir gestina þar til að Einar Karl tók skyndilega til sinna mála. Fyrir vikið eru bæði lið enn jöfn að stigum í 4.-5. sæti. Bæði hefðu þurft sigur til að geta gert að minnsta kosti atlögu að efstu þremur liðunum. Valur er búinn að tryggja sitt Evrópusæti en Fjölnismenn búa ekki svo vel. Þeir hefðu þurft að sýna meiri grimmd og ákefð en þeir gerðu í kvöld til að halda í sinn Evrópudraum.Ólafur: Nánast ógerningur fyrir öll lið að ná FH Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, viðurkenndi eftir jafnteflið við Fjölni í kvöld að hans menn hefðu spilað illa í leiknum. Valur tryggði sér jafntefli í leiknum með marki varamannsins Einars Karls Ingvarssonar í lok leiksins. „Ég er ánægður með stigið. Þetta var rólegur leikur og við spiluðum ekki vel. Það er því gott að fá stig úr slíkum leik,“ sagði Ólafur sem vildi ekki skrifa frammistöðuna á sigurinn í bikarnum um helgina eða stöðu liðsins í deildinni. „Stundum á maður bara ekki góðan leik án þess að það sé sérstök ástæða fyrir því. Svona eru íþróttir bara.“ Hann segir að þjálfarar og leikmenn hafi byrjað strax eftir bikarleikinn að ræða um næsta leik í deildinni og taldi að það hafi ekki verið erfitt að fá menn á tærnar. „Mér fannst það ekki vandamál. Okkar möguleikar til að klífa upp töfluna eru enn fínir enda með einu stigi meira í kvöld en við vorum með fyrir leikinn. Við ætlum að halda áfram.“ Hann segir það verði þó erfitt að ná toppliði FH að stigum úr þessu. „Ég held að það sé nánast ógerningur. Held að það sé reyndar ógerningur fyrir öll liðin. En við reynum að safna stigum og sjá hvað kemur úr því.“ Ólafur segir að Patrick Pedersen, sem kom inn á undir lok leiksins í kvöld, sé meiddur. „Hann verður betri með hverjum deginum en hann var ekki nógu góður til að spila í dag og verður sennilega ekki með á mánudaginn.“vísir/antonÁgúst: Mjög fúlt Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis, segir að það hafi verið klaufalegt að gefa Valsmönnum færi á að fara með eitt stig úr Grafarvoginum í kvöld. „Þetta er mjög súrt. Svona er bara fótboltinn. Ef maður klárar ekki 90 plús þá fær maður þetta í andlitið. Við fengum færi til að gera út um leikinn snemma en þeir jafna með skoti langt utan af velli. Það var mjög fúlt.“ Hann segir að bæði lið hafi verið orðin þreytt undir lok leiksins og að það sé ekki hægt að útiloka einbeitingarleysi hjá sínum mönnum. „Það voru mikil átök inni á vellinum en mér fannst þetta samt aldrei hætta og óttaðist ekki að missa leikinn niður í jafntefli. En svona er fótboltinn stundum - hann er stundum skemmtilegur og stundum leiðinlegur. Þetta var gott stig fyrir Valsara í dag.“ Hann segir að það verði enn erfiðara fyrir hans menn að taka þátt í baráttunni um Evrópusæti úr þessu. „Sú barátta er alltaf erfið. Það eru sex leikir eftir og ætli við þurfum ekki að vinna þá alla. Á meðan það er enn möguleiki þá höldum við áfram. Það er hörkuleikur gegn ÍA í næstu umferð og við hlökkum til að spila við Skagamenn.“Aron: Var ekki að reyna að skora Aron Sigurðarson, markaskorari Fjölnis, viðurkennir að hann hafi ekki ætlað sér að skora þegar hann gerði það gegn Valsmönnum í kvöld. „Við spiluðum vel og vorum mun betri í fyrri hálfleik. Þeir sóttu á okkur í síðari hálfleik og við reyndum að halda það út. En það gekk ekki.“ „Við fengum betri færi en þeir í leiknum og við vorum einfaldlega klaufar að nýta okkur þau ekki.“ Aron viðurkennir að hann hafi ekki reynt að skjóta á markið þegar hann skoraði snemma leiks í kvöld. „Ég ætla ekki einu sinni að reyna að ljúga því. Ég var að setja hann fyrir og [Ingvar] Kale var að reyna að ljúga því að það hafi einhver vindur sem hjálpaði til en það er bara kjaftæði. Það var mjög ljúft að sjá hann inni.“ Hann segir að baráttan um Evrópusæti sé ekki úr sögunni fyrir Fjölni. „Þetta verður bara erfiðara með þessu. En við erum enn að reyna að ná okkar markmiðum og við erum á góðri leið með það.“Kristinn Freyr: Gekk ekki að æsa Bergsvein upp Kristinn Freyr Sigurðsson segir að hann hafi áður séð Einar Karl Ingvarsson skora upp úr engu líkt og hann gerði þegar Fjölnir og Valur skildu jöfn, 1-1, í kvöld. „Það var mjög sætt að sjá Einar Karl skora. Hann hefur gert þetta margoft á æfingum - hann á það til að skjóta upp úr engu og hann negldi þessu inn.“ Hann hefur annars engar skýringar á andleysi Valsmanna í dag. „Við vorum mjög lélegir í dag. Það verður bara að segjast alveg eins og er.“ „En það má ekki taka það af Fjölnismenn að þeir voru mjög þéttir til baka. Pössuðu sín svæði og pressuðu vel á boltann. Þeir leyfðu okkur ekki að spila betri leik. En með eins gott lið og við erum með eigum við að gera betur.“ Kristinn Freyr segir að það hafi ekki verið erfitt að koma hausnum í lag fyrir leikinn. „Fólk er enn að óska manni til hamingju og allt það. En það var ekki erfitt að mótivera sig fyrir leik gegn liði sem er með jafn mörg stig og við í deildinni. Við eigum bara að gera betur.“ Hann og Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, tókust á í leiknum og Kristinn Freyr, sem er uppalinn Fjölnismaður og fyrrum samherji Bergsveins, reyndi að koma fyrirliðanum úr jafnvægi. „Hann á það til að verða svolítið pirraður. Ég reyndi því að ýta á nokkra hnappa á Begga vini mínum en það tókst ekki í dag.“vísir/antonFjölnismenn misstu af tækifæri til að komast upp í 4. sæti deildarinnar.vísir/antonÓlafur var ekki sáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld.vísir/antonKristinn Freyr hefur verið einn besti leikmaður Vals í sumar.vísir/antonÓlafur Páll Snorrason er spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis.vísir/anton
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Fleiri fréttir Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira