Þrjú þúsund krefjast afsagnar Sigmundar Davíðs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. mars 2016 20:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir/Ernir Rúmlega þrjú þúsund manns hafa skrifað undir í undirskriftarsöfnun þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér sem forsætisráðherra og þingmaður vegna Wintris-málsins. Undirskriftasöfnunin var sett af stað í gær og hafa 3.112 skrifað undir á rúmlega sólarhring. Í lýsingu undirskriftarsöfnunarinnar segir að Sigmundur Davíð hafi gerst sekur um alvarlegan siðferðisbrest vegna aflandsfélags eiginkonu sinnar, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, Wintris inc. Eftir að forsætisráðherrafrúin upplýsti á Facebook að hún væri eigandi félagsins Wintris á Bresku-Jómfrúreyjum sem hefði lýst 523 milljóna króna kröfu í slitabú föllnu bankana hefur umræðan meðal annars snúist um hvort forsætisráðherra hafi átt hagsmuna að gæta þegar stjórnvöld leystu úr málefnum slitabúanna.Sjá einnig: Segja Wintris ekki hafa verið í skattaskjóliÍ lýsingu undirskriftasöfnunarinnar er því haldið fram að Sigmundur Davíð hafi verið vanhæfur til þess að leysa úr málefnum slitabúanna og að hann hafi ákveðið að „halda leyndu fyrir kjósendum þeim fjárhagslegum hagsmunum sem eiginkona hans á í svokölluðu erlendu skattaskjóli, sem má ætla að séu einnig hans eigin hagsmunir t.d. út frá lögum um hjúskap.“ Mikill styr hefur staðið um málið frá því að upp um það komst og heimildir Fréttablaðsins herma að einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði sín á milli hvort styðja eigi hugsanlegt vantraust á Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vegna eigna eiginkonu hans á Bresku Jómfrúreyjum.Sjá einnig: Segir stöðu sína aldrei hafa verið sterkariSigmundur Davíð segir sjálfur að það hefði orkað mjög tvímælis siðferðilega ef hann hefði gert kröfuhöfum og öðrum grein fyrir því að eiginkona sín ætti inni pening hjá föllnu bönkunum. Sigmundur og eiginkona hans Anna S. Pálsdóttir, hafa birt samantekt um erlenda félagið Wintris á bloggsíðu Sigmundar.Sigmundur Davíð segir einnig að staða sín hafi aldrei hafa verið sterkari en nú. Hann segist ekkert rangt hafa gert. Þá vonast hann til þess að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrauststillögu á þinginu. Hann hlakki til þess og óttist ekki slíka tillögu.Umfjöllun Stöðvar 2 um málið má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Segja Wintris ekki hafa verið í skattaskjóli Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug Pálsdóttir birtu samantekt um Wintris málið. 27. mars 2016 11:58 Segir stöðu sína aldrei hafa verið sterkari Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist vonast eftir því að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrauststillögu. 27. mars 2016 13:41 Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku. 21. mars 2016 07:00 Aflandsfélag Önnu Stellu: Hagræði vegna gjaldeyrishafta frekar en skattalegt Samkvæmt reglum frá árinu 2010 er íslenskum eigendum svokallaðra aflandsfélaga eða félaga á lágskattasvæðum skylt að greiða tekjuskatt af hagnaði félaganna hér á landi. 17. mars 2016 18:02 Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Rúmlega þrjú þúsund manns hafa skrifað undir í undirskriftarsöfnun þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér sem forsætisráðherra og þingmaður vegna Wintris-málsins. Undirskriftasöfnunin var sett af stað í gær og hafa 3.112 skrifað undir á rúmlega sólarhring. Í lýsingu undirskriftarsöfnunarinnar segir að Sigmundur Davíð hafi gerst sekur um alvarlegan siðferðisbrest vegna aflandsfélags eiginkonu sinnar, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, Wintris inc. Eftir að forsætisráðherrafrúin upplýsti á Facebook að hún væri eigandi félagsins Wintris á Bresku-Jómfrúreyjum sem hefði lýst 523 milljóna króna kröfu í slitabú föllnu bankana hefur umræðan meðal annars snúist um hvort forsætisráðherra hafi átt hagsmuna að gæta þegar stjórnvöld leystu úr málefnum slitabúanna.Sjá einnig: Segja Wintris ekki hafa verið í skattaskjóliÍ lýsingu undirskriftasöfnunarinnar er því haldið fram að Sigmundur Davíð hafi verið vanhæfur til þess að leysa úr málefnum slitabúanna og að hann hafi ákveðið að „halda leyndu fyrir kjósendum þeim fjárhagslegum hagsmunum sem eiginkona hans á í svokölluðu erlendu skattaskjóli, sem má ætla að séu einnig hans eigin hagsmunir t.d. út frá lögum um hjúskap.“ Mikill styr hefur staðið um málið frá því að upp um það komst og heimildir Fréttablaðsins herma að einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði sín á milli hvort styðja eigi hugsanlegt vantraust á Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vegna eigna eiginkonu hans á Bresku Jómfrúreyjum.Sjá einnig: Segir stöðu sína aldrei hafa verið sterkariSigmundur Davíð segir sjálfur að það hefði orkað mjög tvímælis siðferðilega ef hann hefði gert kröfuhöfum og öðrum grein fyrir því að eiginkona sín ætti inni pening hjá föllnu bönkunum. Sigmundur og eiginkona hans Anna S. Pálsdóttir, hafa birt samantekt um erlenda félagið Wintris á bloggsíðu Sigmundar.Sigmundur Davíð segir einnig að staða sín hafi aldrei hafa verið sterkari en nú. Hann segist ekkert rangt hafa gert. Þá vonast hann til þess að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrauststillögu á þinginu. Hann hlakki til þess og óttist ekki slíka tillögu.Umfjöllun Stöðvar 2 um málið má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan
Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Segja Wintris ekki hafa verið í skattaskjóli Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug Pálsdóttir birtu samantekt um Wintris málið. 27. mars 2016 11:58 Segir stöðu sína aldrei hafa verið sterkari Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist vonast eftir því að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrauststillögu. 27. mars 2016 13:41 Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku. 21. mars 2016 07:00 Aflandsfélag Önnu Stellu: Hagræði vegna gjaldeyrishafta frekar en skattalegt Samkvæmt reglum frá árinu 2010 er íslenskum eigendum svokallaðra aflandsfélaga eða félaga á lágskattasvæðum skylt að greiða tekjuskatt af hagnaði félaganna hér á landi. 17. mars 2016 18:02 Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Segja Wintris ekki hafa verið í skattaskjóli Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug Pálsdóttir birtu samantekt um Wintris málið. 27. mars 2016 11:58
Segir stöðu sína aldrei hafa verið sterkari Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist vonast eftir því að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrauststillögu. 27. mars 2016 13:41
Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38
Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06
Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku. 21. mars 2016 07:00
Aflandsfélag Önnu Stellu: Hagræði vegna gjaldeyrishafta frekar en skattalegt Samkvæmt reglum frá árinu 2010 er íslenskum eigendum svokallaðra aflandsfélaga eða félaga á lágskattasvæðum skylt að greiða tekjuskatt af hagnaði félaganna hér á landi. 17. mars 2016 18:02
Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48