Norður-Írar komnir á blað | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júní 2016 17:45 Gareth McAuley fagnar marki sínu. Vísir/Getty N-Írland bar sigurorð af Úkraínu með tveimur mörkum gegn engu í C-riðli EM 2016 í Lyon í dag. Þetta er fyrsti sigur Norður-Íra í lokakeppni EM frá upphafi en keppnin í Frakklandi er þeirra fyrsta í sögunni. Gareth McAuley kom N-Írlandi í 1-0 á 49. mínútu. Miðvörðurinn sterki stangaði þá aukaspyrnu Olivers Norwood í netið. Þetta var þriðja mark McAuleys í síðustu sex keppnisleikjum fyrir N-Írland. Úkraínumenn voru miklu meira með boltann en fundu engar leiðir í gegnum norður-írsku vörnina sem stóð sig vel í dag. Þá var Michael McGovern öruggur á milli stanganna. Þrátt fyrir að vera mun minna með boltann voru Norður-Írar hættulegri aðilinn í leiknum og þá sérstaklega í föstum leikatriðum. Það rigndi mikið í Lyon á meðan á leiknum stóð og eftir tæpan klukkutíma kom haglél, svo mikið að tékkneski dómarinn Pavel Královec þurfti að gera nokkurra mínútna hlé á leiknum. Úkraína sótti og sótti en skapaði sér ekki nógu góð færi til að skora. Það var svo varamaðurinn Niall McGinn sem gulltryggði sigur Norður-Íra þegar hann skoraði annað mark þeirra þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. McGinn fylgdi þá eftir skoti Stuart Dallas sem Andriy Pyatov varði. Lokatölur 2-0, N-Írlandi í vil. Norður-Írar eru nú komnir með þrjú stig í C-riðli en Úkraínumenn eru enn án stiga.Úkraína 0-1 N-Írland Enn 1-0 fyrir Norður-Írlandi gegn Úkraínu. Hér er markið sem kom á 49. mínútu. #EMÍsland https://t.co/hy9DZPE3EI— Síminn (@siminn) June 16, 2016 Úkraína 0-2 N-Írland Mark á 6. mínútu uppbótartíma! 2-0 fyrir Norður-Írlandi gegn Úkraínu. #EMÍsland https://t.co/2qN3s6MfBp— Síminn (@siminn) June 16, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Fleiri fréttir Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjá meira
N-Írland bar sigurorð af Úkraínu með tveimur mörkum gegn engu í C-riðli EM 2016 í Lyon í dag. Þetta er fyrsti sigur Norður-Íra í lokakeppni EM frá upphafi en keppnin í Frakklandi er þeirra fyrsta í sögunni. Gareth McAuley kom N-Írlandi í 1-0 á 49. mínútu. Miðvörðurinn sterki stangaði þá aukaspyrnu Olivers Norwood í netið. Þetta var þriðja mark McAuleys í síðustu sex keppnisleikjum fyrir N-Írland. Úkraínumenn voru miklu meira með boltann en fundu engar leiðir í gegnum norður-írsku vörnina sem stóð sig vel í dag. Þá var Michael McGovern öruggur á milli stanganna. Þrátt fyrir að vera mun minna með boltann voru Norður-Írar hættulegri aðilinn í leiknum og þá sérstaklega í föstum leikatriðum. Það rigndi mikið í Lyon á meðan á leiknum stóð og eftir tæpan klukkutíma kom haglél, svo mikið að tékkneski dómarinn Pavel Královec þurfti að gera nokkurra mínútna hlé á leiknum. Úkraína sótti og sótti en skapaði sér ekki nógu góð færi til að skora. Það var svo varamaðurinn Niall McGinn sem gulltryggði sigur Norður-Íra þegar hann skoraði annað mark þeirra þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. McGinn fylgdi þá eftir skoti Stuart Dallas sem Andriy Pyatov varði. Lokatölur 2-0, N-Írlandi í vil. Norður-Írar eru nú komnir með þrjú stig í C-riðli en Úkraínumenn eru enn án stiga.Úkraína 0-1 N-Írland Enn 1-0 fyrir Norður-Írlandi gegn Úkraínu. Hér er markið sem kom á 49. mínútu. #EMÍsland https://t.co/hy9DZPE3EI— Síminn (@siminn) June 16, 2016 Úkraína 0-2 N-Írland Mark á 6. mínútu uppbótartíma! 2-0 fyrir Norður-Írlandi gegn Úkraínu. #EMÍsland https://t.co/2qN3s6MfBp— Síminn (@siminn) June 16, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Fleiri fréttir Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjá meira