Bandarískt þjóðfélag í uppnámi Guðsteinn Bjarnason og Ólöf Skaftadóttir skrifa 9. júlí 2016 08:00 Fjöldi fólks safnaðist saman í hinum ýmsu stórborgum í Bandaríkjunum til að mótmæla lögregluofbeldi. Vísir/NordicPhotos Bandarískt þjóðfélag logar vegna framferðis hvítra lögreglumanna gegn svörtum almenningi. Í hvert sinn sem fréttir berast af því að svartur maður hafi látið lífið eftir að hafa orðið á vegi lögreglumanna, þá magnast fjandskapurinn í garð lögreglunnar. Þúsundir manna safnast reglulega saman í borgum landsins til að minna lögregluna á, að líf svartra skipta máli. Í hverjum mánuði falla halda samt tugir manna áfram að falla fyrir skotum úr byssum lögreglumanna. Í fyrrakvöld gerðist það svo að fimm lögreglumenn voru myrtir í Dallas, skammt frá þeim stað þar sem John F. Kennedy forseti var myrtur árið 1963. Sjö lögreglumenn að auki særðust, sumir alvarlega, en árásarmennirnir voru fjórir. Þrír þeirra eru í haldi lögreglunnar en sá fjórði lést þegar lögreglan sprengdi sprengju, sem hann var með á sér. Þetta gerðist þegar þúsundir manna voru úti á götum að taka þátt í friðsamlegum mótmælum gegn lögregluofbeldi. Árásaramennirnir biðu þangað til mótmælendurnir voru komnir framhjá og réðust þá á lögregluna, sem stóð á verði.Fólk safnaðist saman í bænum Baton Rouge í Louisiana til að mótmæla lögregluofbeldi.Vísir/NordicPhotos„Þessu verður að linna” „Þessu verður að linna, þessum illdeilum milli lögreglunnar okkar og almennings,” sagði David Brown, lögreglustjóri í Dallas, við fjölmiðla í gær og dró enga fjöður yfir það að lögreglan er ekki vel liðin þessa dagana. „Flesta daga finnum við ekki fyrir miklum stuðningi.” Yfirmenn lögreglunnar í Dallas hafa reyndar lagt á það mikla áherslu undanfarið, meiri en víða annars staðar í Bandaríkjunum, að breyta vinnubrögðum sínu og hugarfari til að draga úr líkum á ástæðulausu ofbeldi. Brown lögregluforingi óskaði eindregið eftir því að almenningur taki sér nú stöðu með lögreglunni: „Við þurfum ykkar stuðning til að geta verndað ykkur gegn mönnum á borð við þessa, sem frömdu þennan hörmulega verknað.”Ekkert sem réttlætir Barack Obama Bandaríkjaforseti flutti í gærmorgun stutt ávarp í tilefni þessara atburða, þar sem hann er staddur í Póllandi á leiðtogafundi NATO. „Ég tel mig tala fyrir hvern einasta Bandaríkjamann þegar ég segi að þessir atburðir vekji með okkur andstyggð og að við stöndum öll saman með fólkinu og lögregludeildinni í Dallas,” sagði Obama. „Það er ekkert sem réttlætir árásir af þessu tagi eða ofbeldi hvers konar gegn lögreglunni.” Daginn áður hafði hann samt einnig ávarpað fjölmiðla, þá nýkominn til Póllands, en í það skiptið var tilefni ávarpsins atburðirnir í Louisiana og Minnesota fyrr í vikunni, þar sem hvítir lögreglumenn höfðu drepið þeldökka menn, gjörsamlega að ástæðulausu eftir því sem best varð séð af myndböndum. Þessi dráp urðu til þess að þúsundir Bandaríkjamanna flykktust út á götur í mörgum stærstu borgum landsins til að mótmæla lögregluofbeldi gegn þeldökku fólki. „Við höfum of oft séð harmleiki af þessu tagi,” sagði Obama þá, og bætti því við að skotárásir af þessu tagi hljóti að valda öllum Bandaríkjamönnum óhug.Bandarískt samfélag er í uppnámiVísir/NordicPhotosEkki einangruð atvik „Þetta eru nefnilega ekki einangruð atvik. Þau eru einkenni á víðtækara kynþáttamisræmi í löggæslukerfinu okkar.” Hann hrósaði samt lögreglunni almennt fyrir góð og mikilvæg störf í þágu þjóðarinnar, og í gær minnti aftur á þær fórnir sem lögreglan færir í daglegum störfum sínum. Hann minnti jafnframt á hina hörðu andstöðu, sem allar tilraunir til að herða skotvopnalöggjöf landsins hafa mætt af hálfu Repúblikanaflokksins og hinna fjársterku samtaka skotvopnaeigenda: „Við vitum að þegar fólk er vopnað öflugum vopnum, þá gerir það illu heilli árásir af þessu tagi enn banvænni og sorglegri, og á næstu dögum munum við þurfa að skoða þennan raunveruleika líka.”Þjóðfélag í uppnámi Bandarískt þjóðfélag er tvímælalaust í uppnámi vegna þessara atburða, bæði þeir sem ekki eru hvítir á hörund og þykir látlaust að sér vegið, en nú ekki síður hinir sem nú sjá hugsanlega fram á harðari átök. Enn er þó allt óljóst um framhaldið. Forsetakosningarnar, sem verða haldnar í nóvember næstkomandi, verða að öllum líkindum með þeim skrautlegri í sögunni og alveg eins líklegt að bæði lögreglumorðin í Dallas og kynþáttafordómar hvítra lögreglumanna muni setja svip sinn á hana. Væntanleg forsetaefni beggja stóru flokkanna, þau Hillary Clinton og Donald Trump, hafa bæði frestað framboðsfundum sínum vegna atburða vikunnar. Bæði hörmuðu þau og fordæmdu lögreglumorðin í Dallas og sögðu huga sinn vera hjá fjölskyldum hinna látnu. Trump sendi síðan frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði: „Við verðum að endurheimta lög og reglu. Við verðum að endurreisa trú almennings hér á að geta verið öruggt á heimilum sínum og úti á götum.” Black Lives Matter Donald Trump Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Sjá meira
Bandarískt þjóðfélag logar vegna framferðis hvítra lögreglumanna gegn svörtum almenningi. Í hvert sinn sem fréttir berast af því að svartur maður hafi látið lífið eftir að hafa orðið á vegi lögreglumanna, þá magnast fjandskapurinn í garð lögreglunnar. Þúsundir manna safnast reglulega saman í borgum landsins til að minna lögregluna á, að líf svartra skipta máli. Í hverjum mánuði falla halda samt tugir manna áfram að falla fyrir skotum úr byssum lögreglumanna. Í fyrrakvöld gerðist það svo að fimm lögreglumenn voru myrtir í Dallas, skammt frá þeim stað þar sem John F. Kennedy forseti var myrtur árið 1963. Sjö lögreglumenn að auki særðust, sumir alvarlega, en árásarmennirnir voru fjórir. Þrír þeirra eru í haldi lögreglunnar en sá fjórði lést þegar lögreglan sprengdi sprengju, sem hann var með á sér. Þetta gerðist þegar þúsundir manna voru úti á götum að taka þátt í friðsamlegum mótmælum gegn lögregluofbeldi. Árásaramennirnir biðu þangað til mótmælendurnir voru komnir framhjá og réðust þá á lögregluna, sem stóð á verði.Fólk safnaðist saman í bænum Baton Rouge í Louisiana til að mótmæla lögregluofbeldi.Vísir/NordicPhotos„Þessu verður að linna” „Þessu verður að linna, þessum illdeilum milli lögreglunnar okkar og almennings,” sagði David Brown, lögreglustjóri í Dallas, við fjölmiðla í gær og dró enga fjöður yfir það að lögreglan er ekki vel liðin þessa dagana. „Flesta daga finnum við ekki fyrir miklum stuðningi.” Yfirmenn lögreglunnar í Dallas hafa reyndar lagt á það mikla áherslu undanfarið, meiri en víða annars staðar í Bandaríkjunum, að breyta vinnubrögðum sínu og hugarfari til að draga úr líkum á ástæðulausu ofbeldi. Brown lögregluforingi óskaði eindregið eftir því að almenningur taki sér nú stöðu með lögreglunni: „Við þurfum ykkar stuðning til að geta verndað ykkur gegn mönnum á borð við þessa, sem frömdu þennan hörmulega verknað.”Ekkert sem réttlætir Barack Obama Bandaríkjaforseti flutti í gærmorgun stutt ávarp í tilefni þessara atburða, þar sem hann er staddur í Póllandi á leiðtogafundi NATO. „Ég tel mig tala fyrir hvern einasta Bandaríkjamann þegar ég segi að þessir atburðir vekji með okkur andstyggð og að við stöndum öll saman með fólkinu og lögregludeildinni í Dallas,” sagði Obama. „Það er ekkert sem réttlætir árásir af þessu tagi eða ofbeldi hvers konar gegn lögreglunni.” Daginn áður hafði hann samt einnig ávarpað fjölmiðla, þá nýkominn til Póllands, en í það skiptið var tilefni ávarpsins atburðirnir í Louisiana og Minnesota fyrr í vikunni, þar sem hvítir lögreglumenn höfðu drepið þeldökka menn, gjörsamlega að ástæðulausu eftir því sem best varð séð af myndböndum. Þessi dráp urðu til þess að þúsundir Bandaríkjamanna flykktust út á götur í mörgum stærstu borgum landsins til að mótmæla lögregluofbeldi gegn þeldökku fólki. „Við höfum of oft séð harmleiki af þessu tagi,” sagði Obama þá, og bætti því við að skotárásir af þessu tagi hljóti að valda öllum Bandaríkjamönnum óhug.Bandarískt samfélag er í uppnámiVísir/NordicPhotosEkki einangruð atvik „Þetta eru nefnilega ekki einangruð atvik. Þau eru einkenni á víðtækara kynþáttamisræmi í löggæslukerfinu okkar.” Hann hrósaði samt lögreglunni almennt fyrir góð og mikilvæg störf í þágu þjóðarinnar, og í gær minnti aftur á þær fórnir sem lögreglan færir í daglegum störfum sínum. Hann minnti jafnframt á hina hörðu andstöðu, sem allar tilraunir til að herða skotvopnalöggjöf landsins hafa mætt af hálfu Repúblikanaflokksins og hinna fjársterku samtaka skotvopnaeigenda: „Við vitum að þegar fólk er vopnað öflugum vopnum, þá gerir það illu heilli árásir af þessu tagi enn banvænni og sorglegri, og á næstu dögum munum við þurfa að skoða þennan raunveruleika líka.”Þjóðfélag í uppnámi Bandarískt þjóðfélag er tvímælalaust í uppnámi vegna þessara atburða, bæði þeir sem ekki eru hvítir á hörund og þykir látlaust að sér vegið, en nú ekki síður hinir sem nú sjá hugsanlega fram á harðari átök. Enn er þó allt óljóst um framhaldið. Forsetakosningarnar, sem verða haldnar í nóvember næstkomandi, verða að öllum líkindum með þeim skrautlegri í sögunni og alveg eins líklegt að bæði lögreglumorðin í Dallas og kynþáttafordómar hvítra lögreglumanna muni setja svip sinn á hana. Væntanleg forsetaefni beggja stóru flokkanna, þau Hillary Clinton og Donald Trump, hafa bæði frestað framboðsfundum sínum vegna atburða vikunnar. Bæði hörmuðu þau og fordæmdu lögreglumorðin í Dallas og sögðu huga sinn vera hjá fjölskyldum hinna látnu. Trump sendi síðan frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði: „Við verðum að endurheimta lög og reglu. Við verðum að endurreisa trú almennings hér á að geta verið öruggt á heimilum sínum og úti á götum.”
Black Lives Matter Donald Trump Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Sjá meira