Helst vakti athygli að Southgate kallaði á Jermain Defoe, 34 ára sóknarmann Sunderland, sem hefur ekki spilað með enska landsliðinu síðan í nóvember 2013.
Defoe hefur skorað fjórtán mörk fyrir Sunderland á tímabilinu og er næstmarkahæsti enski leikmaður deildarinnar, á eftir Harry Kane. Kane er ekki með vegna meiðsla.
Fjórir leikmenn voru valdir sem ekki eiga landsleik að baki. Það eru Nathan Redmond og James Ward-Prowse, leikmenn Sunderland, sem og Michael Keane hjá Burnley og West Ham-maðurinn Michail Antonio.
Theo Walcott var hins vegar ekki valinn í hópinn og þá er fyrirliðinn Wayne Rooney frá vegna meiðsla, sem og Daniel Sturridge.
Here it is – the #ThreeLions squad for this month's games against and ! pic.twitter.com/CpSFOmRwyQ
— England (@England) March 16, 2017