Ólafur Ólafsson óskar eftir að funda með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. apríl 2017 17:33 ÓlafurÓlafssn. visir/vilhelm Ólafur Ólafsson hefur farið þess á leit við formann stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis að hann komi fyrir nefndina og fái að tjá sig fyrir henni um einkavæðingu Búnaðarbankans sem gerð var fyrir tæpum 15 árum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Ólafur hefur sent fjölmiðlum en í seinasta mánuði kom út skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska banka Hauck & Aufhäuser að sölu Búnaðarbankans. Var það niðurstaða nefndarinnar að stjórnvöld, almenningur og fjölmiðlar hafi verið blekkt þar sem þýski bankinn hafi í raun aldrei verið raunverulegur kaupandi að hlutum í Búnaðarbankanum. Var það jafnframt niðurstaða nefndarinnar hafi stýrt fléttunni um aðkomu Hauck & Aufhäuser frá A til Ö. Í tilkynningu Ólafs segir hann að sé borinn þungum sökum í skýrslu rannsóknarnefndarinnar en hún kynnti niðurstöðu sína fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd daginn sem skýrslan kom út, það er þann 29. mars síðastliðinn. Þá segir Ólafur í tilkynningu sinni: „Í kjölfarið hófst mikil fjölmiðlaumfjöllun sem byggði á skýrslu nefndarinnar. Við slíkar aðstæður er ógerningur að halda uppi vörnum og nauðsynlegt að gefa sér ráðrúm til að rýna í ásakanir sem þar koma fram. Ég gaf samdægurs út yfirlýsingu þar sem ég áréttaði að ríkið hefði fengið greitt að fullu fyrir Búnaðarbankann og að staðið hefði verið við alla samninga. Enn fremur skýrði ég frá því að ég myndi ekki tjá mig um efni skýrslunnar fyrr en ég hefði kynnt mér hana. Það er ekki hlaupið að því að rifja upp tæplega fimmtán ára gamalt mál. Síðan skýrsla rannsóknarnefndarinnar kom út hef ég farið yfir öll aðgengileg gögn er tengjast málinu. Ég tel mikilvægt að kasta ljósi á þær nýju upplýsingar sem ég hafði ekki fengið aðgang að áður og niðurstöður eru dregnar af í rannsóknarskýrslunni. Réttur vettvangur til að bregðast við er að mínu mati fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, enda var niðurstaða rannsóknarnefndarinnar kynnt þar. Ég geri mér vonir um að varpa þar ljósi á atburðarrásina og svara spurningum sem nefndin kann að beina til mín.“ Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Segir orðspor Þýskalands í hættu eftir lundafléttuna Süddeutsche Zeitung fjallar ítarlega um söluna á Búnaðarbankanum og aðild Hauck & Aufhauser í dag. 6. apríl 2017 10:30 Grunur vaknaði þremur árum eftir einkavæðingu Búnaðarbankans Ólafur Davíðsson, sem var formaður framkvæmdanefndar um einkavæðingu þegar Búnaðarbankinn og Landsbankinn var seldur, segir niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis um sölu á Búnaðarbankanum koma sér í opna skjöldu. 31. mars 2017 06:00 Þræðirnir liggja til Sambandsins Endalok og uppgjör SÍS leiddu til þess að Ólafur Ólafsson var ráðinn forstjóri Samskipa. Fyrirtæki Sambandsins eru nú enn og aftur í sviðsljósinu í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. 8. apríl 2017 09:00 Mest lesið „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Ólafur Ólafsson hefur farið þess á leit við formann stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis að hann komi fyrir nefndina og fái að tjá sig fyrir henni um einkavæðingu Búnaðarbankans sem gerð var fyrir tæpum 15 árum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Ólafur hefur sent fjölmiðlum en í seinasta mánuði kom út skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska banka Hauck & Aufhäuser að sölu Búnaðarbankans. Var það niðurstaða nefndarinnar að stjórnvöld, almenningur og fjölmiðlar hafi verið blekkt þar sem þýski bankinn hafi í raun aldrei verið raunverulegur kaupandi að hlutum í Búnaðarbankanum. Var það jafnframt niðurstaða nefndarinnar hafi stýrt fléttunni um aðkomu Hauck & Aufhäuser frá A til Ö. Í tilkynningu Ólafs segir hann að sé borinn þungum sökum í skýrslu rannsóknarnefndarinnar en hún kynnti niðurstöðu sína fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd daginn sem skýrslan kom út, það er þann 29. mars síðastliðinn. Þá segir Ólafur í tilkynningu sinni: „Í kjölfarið hófst mikil fjölmiðlaumfjöllun sem byggði á skýrslu nefndarinnar. Við slíkar aðstæður er ógerningur að halda uppi vörnum og nauðsynlegt að gefa sér ráðrúm til að rýna í ásakanir sem þar koma fram. Ég gaf samdægurs út yfirlýsingu þar sem ég áréttaði að ríkið hefði fengið greitt að fullu fyrir Búnaðarbankann og að staðið hefði verið við alla samninga. Enn fremur skýrði ég frá því að ég myndi ekki tjá mig um efni skýrslunnar fyrr en ég hefði kynnt mér hana. Það er ekki hlaupið að því að rifja upp tæplega fimmtán ára gamalt mál. Síðan skýrsla rannsóknarnefndarinnar kom út hef ég farið yfir öll aðgengileg gögn er tengjast málinu. Ég tel mikilvægt að kasta ljósi á þær nýju upplýsingar sem ég hafði ekki fengið aðgang að áður og niðurstöður eru dregnar af í rannsóknarskýrslunni. Réttur vettvangur til að bregðast við er að mínu mati fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, enda var niðurstaða rannsóknarnefndarinnar kynnt þar. Ég geri mér vonir um að varpa þar ljósi á atburðarrásina og svara spurningum sem nefndin kann að beina til mín.“
Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Segir orðspor Þýskalands í hættu eftir lundafléttuna Süddeutsche Zeitung fjallar ítarlega um söluna á Búnaðarbankanum og aðild Hauck & Aufhauser í dag. 6. apríl 2017 10:30 Grunur vaknaði þremur árum eftir einkavæðingu Búnaðarbankans Ólafur Davíðsson, sem var formaður framkvæmdanefndar um einkavæðingu þegar Búnaðarbankinn og Landsbankinn var seldur, segir niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis um sölu á Búnaðarbankanum koma sér í opna skjöldu. 31. mars 2017 06:00 Þræðirnir liggja til Sambandsins Endalok og uppgjör SÍS leiddu til þess að Ólafur Ólafsson var ráðinn forstjóri Samskipa. Fyrirtæki Sambandsins eru nú enn og aftur í sviðsljósinu í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. 8. apríl 2017 09:00 Mest lesið „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Segir orðspor Þýskalands í hættu eftir lundafléttuna Süddeutsche Zeitung fjallar ítarlega um söluna á Búnaðarbankanum og aðild Hauck & Aufhauser í dag. 6. apríl 2017 10:30
Grunur vaknaði þremur árum eftir einkavæðingu Búnaðarbankans Ólafur Davíðsson, sem var formaður framkvæmdanefndar um einkavæðingu þegar Búnaðarbankinn og Landsbankinn var seldur, segir niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis um sölu á Búnaðarbankanum koma sér í opna skjöldu. 31. mars 2017 06:00
Þræðirnir liggja til Sambandsins Endalok og uppgjör SÍS leiddu til þess að Ólafur Ólafsson var ráðinn forstjóri Samskipa. Fyrirtæki Sambandsins eru nú enn og aftur í sviðsljósinu í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. 8. apríl 2017 09:00