Fótbolti

Fanndís braut ísinn fyrir Ísland á EM | Fyrsta mark Íslands í fimm leikjum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Fanndís fagnar hér ásamt liðsfélögum sínum fyrsta marki leiksins.
Fanndís fagnar hér ásamt liðsfélögum sínum fyrsta marki leiksins. Vísir/Getty
Fanndís Friðriksdóttir kom Íslandi yfir með snyrtilegu skoti nú rétt í þessu gegn Sviss á EM í Hollandi en þetta var fyrsta mark íslenska kvennalandsliðsins í rúmlega 400 mínútur frá 2-0 sigri gegn Slóveníu í apríl.

Eftir grátlegt tap gegn Frakklandi á þriðjudaginn komu Stelpurnar Okkar ákveðnar til leiks og var Fanndís búin að ógna marki Sviss rétt áður en markið kom.

Það verður að hrósa þætti Dagnýjar Brynjarsdóttur í markinu en hún átti einfaldlega frábæra sendingu inn fyrir vörnina á Fanndísi sem kom á hlaupinu, hélt varnarmanninum frá sér og laumaði boltanum í fjærhornið framhjá Gaëlle Thalmann í marki Sviss.

Var þetta fjórða mark Íslands á EM en Fanndís komst með þessu í flokk með Hólmfríði Magnúsdóttur, Margréti Láru Viðarsdóttur og Dagnýju Brynjarsdóttur yfir markaskorara Íslands á EM kvenna.

Hægt er að fylgjast með gangi leiksins hér í beinni textalýsingu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×