Þorsteinn: Væri alveg til í að fara aftur til Prag en annars til Manchester Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. september 2019 18:45 Þorsteinn sagði Breiðablik hafa spilað sérstaklega vel í seinni hálfleiknum gegn Spörtu Prag. vísir/bára „Mér líður vel, mjög vel. Ég get ekki sagt annað,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Vísi eftir sigurinn frækna á Spörtu Prag, 0-1, í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. Blikar unnu fyrri leikinn á heimavelli, 3-2, og einvígið, 4-2 samanlagt. Sparta Prag sótti stíft í fyrri hálfleik en í þeim seinni snerist dæmið við. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom Blikum yfir á 55. mínútu og þeir fengu tækifæri til að skora fleiri mörk. „Þær fengu nokkur færi í fyrri hálfleik en reyndar við líka. En svo fengu þær engin færi í seinni hálfleik þar sem við spiluðum mjög góða vörn,“ sagði Þorsteinn. „Við beittum skyndisóknum, fengum færi og hefðum getað skorað fleiri mörk. Þær sköpuðu sér ekki neitt í seinni hálfleik. Í þeim fyrri fengu þær 2-3 opin færi en Ásta [Vigdís Guðlaugsdóttir] varði mjög vel.“ Frammistaða Ástu kom okkur ekki á óvartÁsta stóð í marki Breiðabliks í fjarveru fyrirliðans Sonný Láru Þráinsdóttur sem er meidd. „Hún er góð eins og við höfum alltaf haldið fram. Frammistaða hennar kom ekkert á óvart en það var gaman að sjá hana spila eins vel og hún gerði,“ sagði Þorsteinn. Hann segir að það skipti miklu máli að komast áfram í Meistaradeildinni. „Þetta skiptir máli upp á það að reyna ná öðru íslensku liði inn í keppnina sem yrði allt annað. Helst þyrftum við að komast áfram í 8-liða úrslit en það er annað mál,“ sagði Þorsteinn. Dregið verður í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar á mánudaginn. Þorsteinn segist helst vilja mæta Slavia Prag. Manchester City er svo annar kostur en Þorsteinn hefur haldið með liðinu alla tíð. Einfaldari klippivinna„Við værum alveg til í að fara aftur til Prag. Við höfum horft á marga leiki með Slavia Prag og það verður auðvelt að klippa það,“ sagði Þorsteinn. „Ef ekki Prag vildi ég fara til Manchester. Ég er gallharður City-maður til rúmlega 40 ára.“ Þónokkrir leikmenn Breiðabliks fara í landsliðsverkefni í byrjun október. Leikirnir í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fara svo fram 16. eða 17. og 30. og 31. október. „Við gefum leikmönnum nokkra daga frí og hittumst svo aftur um miðja næstu viku. Þetta lengir tímabilið um mánuð sem er gott. Við kvörtum ekki yfir því og undirbúningstímabilið styttist bara,“ sagði Þorsteinn að lokum. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Blikar komnir áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir sigur í Prag Berglind Björg Þorvaldsdóttir tryggði Breiðabliki sigur á Spörtu Prag í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 26. september 2019 17:51 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Sjá meira
„Mér líður vel, mjög vel. Ég get ekki sagt annað,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Vísi eftir sigurinn frækna á Spörtu Prag, 0-1, í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. Blikar unnu fyrri leikinn á heimavelli, 3-2, og einvígið, 4-2 samanlagt. Sparta Prag sótti stíft í fyrri hálfleik en í þeim seinni snerist dæmið við. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom Blikum yfir á 55. mínútu og þeir fengu tækifæri til að skora fleiri mörk. „Þær fengu nokkur færi í fyrri hálfleik en reyndar við líka. En svo fengu þær engin færi í seinni hálfleik þar sem við spiluðum mjög góða vörn,“ sagði Þorsteinn. „Við beittum skyndisóknum, fengum færi og hefðum getað skorað fleiri mörk. Þær sköpuðu sér ekki neitt í seinni hálfleik. Í þeim fyrri fengu þær 2-3 opin færi en Ásta [Vigdís Guðlaugsdóttir] varði mjög vel.“ Frammistaða Ástu kom okkur ekki á óvartÁsta stóð í marki Breiðabliks í fjarveru fyrirliðans Sonný Láru Þráinsdóttur sem er meidd. „Hún er góð eins og við höfum alltaf haldið fram. Frammistaða hennar kom ekkert á óvart en það var gaman að sjá hana spila eins vel og hún gerði,“ sagði Þorsteinn. Hann segir að það skipti miklu máli að komast áfram í Meistaradeildinni. „Þetta skiptir máli upp á það að reyna ná öðru íslensku liði inn í keppnina sem yrði allt annað. Helst þyrftum við að komast áfram í 8-liða úrslit en það er annað mál,“ sagði Þorsteinn. Dregið verður í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar á mánudaginn. Þorsteinn segist helst vilja mæta Slavia Prag. Manchester City er svo annar kostur en Þorsteinn hefur haldið með liðinu alla tíð. Einfaldari klippivinna„Við værum alveg til í að fara aftur til Prag. Við höfum horft á marga leiki með Slavia Prag og það verður auðvelt að klippa það,“ sagði Þorsteinn. „Ef ekki Prag vildi ég fara til Manchester. Ég er gallharður City-maður til rúmlega 40 ára.“ Þónokkrir leikmenn Breiðabliks fara í landsliðsverkefni í byrjun október. Leikirnir í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fara svo fram 16. eða 17. og 30. og 31. október. „Við gefum leikmönnum nokkra daga frí og hittumst svo aftur um miðja næstu viku. Þetta lengir tímabilið um mánuð sem er gott. Við kvörtum ekki yfir því og undirbúningstímabilið styttist bara,“ sagði Þorsteinn að lokum.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Blikar komnir áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir sigur í Prag Berglind Björg Þorvaldsdóttir tryggði Breiðabliki sigur á Spörtu Prag í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 26. september 2019 17:51 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Sjá meira
Blikar komnir áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir sigur í Prag Berglind Björg Þorvaldsdóttir tryggði Breiðabliki sigur á Spörtu Prag í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 26. september 2019 17:51