Fréttir

Kosningavaktin 2026: Lands­menn kjósa sér sveitar­stjórnir

Sveitarstjórnarkosningar árið 2026 fara fram þann 16. maí þar sem kosið verður um stjórnir allra 62 sveitarfélaga landsins. Þangað til verður valið á lista hinna ýmsu stjórnmálaflokka, hvort sem það verður með prófkjörum eða öðrum hætti. Fylgst verður með nýjustu tíðindinum í aðdraganda kosninga hér í Kosningavaktinni. 

Innlent

Reyna að koma sex­tán skipum gegnum her­kví

Áhafnir að minnsta kosti sextán olíuflutningaskipa virðast vera að reyna að komast gegnum herkví Bandaríkjanna um Venesúela. Slökkt hefur verið á sendum skipanna eða raunverulegar staðsetningar þeirra huldar á síðustu tveimur dögum en þar áður höfðu skipin verið við bryggju í Venesúela til lengri tíma.

Erlent

Suður­lands­vegi lokað vegna umferðarslyss

Suðurlandsvegur var lokað í báðar áttir á milli Lækjarbotna að Gunnarshólma í morgun vegna umferðarslys. Þetta kemur fram í stuttri tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. Samkvæmt fyrstu upplýsingum frá lögreglunni var veginum lokað til beggja átta sunnan Hólmsár en lögregla stýrir nú umferð á vettvangi um eina akrein.

Innlent

Rann­saka klám­myndir spjall­mennis Musk af táningum

Frönsk yfirvöld ætla að rannsaka framleiðslu Grok, spjallmennis samfélagsmiðilsins X, á fölsuðum klámmyndum af konum. Hundruð kvenna og táningsstúlkna hafa tilkynnt um að spjallmennið hafi verið notað til þess að búa til kynferðislegar myndir af þeim.

Erlent

Jón Gnarr biðst af­sökunar

Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hefur beðið Sjálfstæðisflokkinn og Geir H. Haarde, fyrrverandi ráðherra og formann flokksins, afsökunar á að hafa ranglega sagt flokkinn undir stjórn Geirs fyrst hafa lagt á erfðafjárskatt á Íslandi. Sjálfur telji hann skattinn „sérstaklega vondan skatt“ auk þess sem hann kveðst ekki sérstaklega hrifinn af sköttum almennt, sem séu „allt of margir og allt of ósanngjarnir.“

Innlent

Dýpra sam­tal og sam­vinna við Evrópu­sam­bandið „lykilbreyta“

„Sundurlyndi, yfirlýsingagleði og dauðahald í horfinn heim er ekki það sem við þörfnumst nú um stundir,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í aðsendri grein sem birtist á Vísi nú í morgun. Hún segir sótt að þeim grunngildum sem Ísland byggir utanríkisstefnu sína á og að Íslendingar geti ekki „lokað augunum“ á sama tíma og umheimurinn tekur „sögulegum breytingum“.

Innlent

„Ís­land stendur þétt með vinum sínum“

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er meðal þeirra norrænu leiðtoga sem lýst hafa yfir stuðningi við Grænland og Danmörku í framhaldi af enn einum ummælum Bandaríkjaforseta þar sem hann lýsir ósk sinni um að eignast Grænland.

Innlent

Hægir vindar og snjó­koma norðan- og austan­til

Víðáttumikið hæðakerfi suður í hafi veldur hæðahrygg sem teygir sig yfir landið og verða almennt vindar hægir í dag en þó einhver strekkingur norðvestantil. Búast má við snjókomu eða éljum um landið norðan- og austanvert.

Veður

„Nú er nóg komið“

Jens-Frederik Nielsen formaður landsstjórnar Grænlands hefur nú einnig tjáð sig um ummæli Donalds Trump og ríkisstjórnar hans í kjölfar árása Bandaríkjanna á Venesúela. Að Bandaríkin geri hótanir sínar um innlimun Grænlands að raun verður raunhæfara með deginum og Jens-Frederik segir nóg komið.

Erlent

„Ég neyðist til að segja það hreint út“

„Ég neyðist til að segja það hreint út við Bandaríkin,“ segir Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur í stuttri en beinskeyttri yfirlýsingu sem hún birti á heimasíðu forsætisráðuneytisins í kvöld.

Erlent

Stjórn Maduro situr sem fastast

Venesúelski herinn hefur viðurkennt valdatöku Delcy Rodríguez sem starfandi forseta landsins. Hún var varaforseti, fjármálaráðherra og olíumálaráðherra í valdatíð Maduro. Því er ekki ljóst hvaða breytingar, ef einhverjar, árás Bandaríkjanna kemur til með að hafa á stjórnarfar í Venesúela. Bandamenn Maduro hafa enn töglin og hagldirnar í stjórn landsins.

Erlent

Sauð­burður er hafinn í Helga­fells­sveit

„Lambið kom í heiminn í morgun okkur öllum á óvörum en svona er lífið í sveitinni, alltaf eitthvað spennandi að gerast. Ærin heitir Svanhildur, lambið heitir Tígull og faðirinn heitir Máni. Svanhildur bar snemma í morgun,” segir Guðmundur Karl Magnússon á bænum Gríshóli í Helgafellsveit á Snæfellsnesi aðspurður um lambið, sem fæddist þar snemma í morgun, 4. janúar, sem er mjög óvenjulegur tími fyrir sauðburð, sem er jú alltaf á vorin.

Innlent

„En við þurfum samt Græn­land“

Donald Trump Bandaríkjaforseti var myrkur í máli þegar blaðamaður innti hann eftir því hvaða þýðingu nýafstaðin árás á Venesúela og handtaka á forseta landsins hefði fyrir Grænlendinga. Hann ítrekaði samt mikilvægi þess að Bandaríkin innlimi Grænland.

Erlent

Svona hand­sömuðu Banda­ríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftir­líking af dvalar­stað Maduros í fullri stærð

Drónar, njósnarar, tölvuárás, uppljóstrari í venesúelsku ríkisstjórninni, lóðlampar, og nær fullkomin eftirlíking af dvalarstað Nicolás Maduros komu við sögu við undirbúning hernaðaraðgerðarinnar sem Bandaríkjaher réðst í í höfuðborg Venesúela í fyrrinótt þar sem venesúelski forsetinn og forsetafrúin voru handsömuð.

Erlent

Borgar­stjórinn segist heita Heiða

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, virðist ekki hafa tekið það stólpagrín sem gert var að henni í áramótaskaupinu inn á sig en hún svaraði því í myndbandi sem hún birti á samfélagsmiðlum.

Innlent

Smá­ríkið í­hugar mál­sókn vegna að­gerða lög­reglu

Forsvarsmenn áfengisverslunarinnar Smáríkisins íhuga að fara í mál við íslenska ríkið þar sem lögregla hefur ítrekað lokað afhendingarstöðum netverslunarinnar síðustu vikur. Forstjóri fyrirtækisins var í haust ákærður fyrir að hafa selt eina þriggja lítra belju af chardonnay.

Innlent

Gæti orðið bylting fyrir konur á breytinga­skeiði

Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna felldi nýlega úr gildi viðvaranir við hormónameðferð fyrir konur á breytingaskeiði. Hjúkrunarfræðingur sem sérhæfir sig í kvenheilsu segir þetta tímamót og vonar að leiðbeiningum hér á Íslandi verði breytt.

Innlent

Er Mið­flokkurinn hægri­flokkur?

Fræði- og stjórnmálamönnum kemur ekki saman um stöðu Miðflokksins á hinum pólitíska ás. Prófessor í stjórnmálafræði segir ljóst af stefnumálum og málflutningi flokksins að hann sé einn tveggja hægriflokka á Íslandi en fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir einungis einn hægriflokk á Íslandi; Sjálfstæðisflokkinn. 

Innlent

„BRÁÐUM“

„BRÁÐUM“ skrifar Katie Miller, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi úr ríkisstjórn Trumps, hástöfum í færslu á X í gær þar sem hún birtir kort af Grænlandi sem er málað með bandarískum fánalitum.

Erlent