Fréttir Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Leiðtogar uppreisnarhópa frá norðanverðu Sýrlandi hittu í dag leiðtoga uppreisnarinnar í suðurhluta landsins í fyrsta sinn. Gífurlega mikilvægt er að tvinna þessar tvær fylkingar saman til að koma í veg fyrir áframhaldandi deilur og möguleg átök í Sýrlandi. Erlent 11.12.2024 15:48 Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið ekki láta af aðgerðum gagnvart fyrirtækjum innan SVEIT, Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, þótt samtökin ætli að endurskoða kjarasamning sem samtökin gerðu við stéttarfélagið Virðingu. Virðing hafnar því að félagið fremji lögbrot og segist ætla að laga misfellur í samningi. Innlent 11.12.2024 15:26 Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Fjöldi vitna í máli vegna andláts konu í Naustahverfi á Akureyri lýsti áralöngu grófu heimilisofbeldi af hálfu sambýlismanns konunnar. Synir fólksins sögðu báðir fyrir dómi að andlát móður þeirra væri léttir. Álit matsmanns var að maðurinn væri með heilabilun og refsing myndi ekki bera árangur en hann var samt sem áður talinn sakhæfur. Innlent 11.12.2024 15:06 „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Skarphéðinn Guðmundsson hefur sagt starfi sínu sem dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins Sjónvarps lausu. Hann hættir um áramótin og segist ekki vita hvað taki við. Innlent 11.12.2024 14:47 Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Lögregluþjónar sem handtóku Luigi Mangione, sem grunaður er um að hafa myrt forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, fundu í fórum hans stílabók. Þar hafði hann meðal annars skrifað um morðið, réttlætingu á því og hvernig hægt væri að framkvæma það. Erlent 11.12.2024 14:23 SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa ákveðið að taka til endurskoðunar kjarasamninga þá sem í gildi eru við stéttarfélagið Virðingu. SVEIT vonast til þess að Efling láti af fyrirhuguðum aðgerðum á meðan endurskoðun stendur. Frá þessu er greint í tilkynningu frá SVEIT. Innlent 11.12.2024 14:14 Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Daníel Gunnarsson, sem þegar sætir lífstíðarfangelsi fyrir hrottalegt morð í Bandaríkjunum, hlaut í gær 24 ára fangelsisdóm til viðbótar fyrir barnaníð. Daníel, sem er 24 ára gamall, hafði þegar fallist á dóm án þess að játa sekt í málinu. Erlent 11.12.2024 14:02 Telja sólarorku ekki vera auðlind Gagnavinnslufyrirtæki á Suðurnesjum var synjað um rannsóknarleyfi fyrir mögulegt sólarorkuver á Miðnesheiði. Orkustofnun taldi sólarorku og vinnslu hennar ekki falla undir skilgreiningu á auðlindum í lögum. Innlent 11.12.2024 14:00 Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Búið er að framlengja gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um alvarlega líkamsárás gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni þar til 10. janúar á næsta ári. Það staðfestir Karl Ingi Vilbergsson varahéraðssaksóknari. Maðurinn hefur verið í varðhaldi frá því í október þegar hann var handtekinn. Innlent 11.12.2024 13:39 Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Myndir af eldsprengjum sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) eru grunaðir um að hafa sett um borð í flugvélar DHL, benda til þess að sprengjurnar hefðu getað grandað flugvélum. Vegna tafa kviknaði í sprengjunum á jörðu niðri en hefðu engar tafir orðið, hefur þær líklega sprungið um borð í flugvélum yfir Atlantshafinu. Erlent 11.12.2024 13:20 Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Fimmtungur meðlima samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hefur sagt sig úr samtökunum eftir að Efling tilkynnti um aðgerðir gegn þeim. Formaður Eflingar segir aðgerðirnar gríðarlega nauðsynlegar. Innlent 11.12.2024 13:02 Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Enn er allt keyrt á varaafli í Vík og Mýrdal eftir að Víkurstrengur bilaði aðfaranótt mánudags þar sem strengurinn liggur plægður ofan í Skógá. Viðgerð hófst í gær og er áætlað að hún taki tvo daga. Innlent 11.12.2024 12:17 Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Á hverri sekúndu er fellt tré í þeim tilgangi gera timbrið að ódýru Ikea-húsgagni. Fyrirtækið heldur því fram að húsgangaframleiðsla þess sé með öllu sjálfbær. „En er það svo?“ spyrja þáttargerðamenn Danska ríkisútvarpsins, DR, í nýrri heimildarmynd þar sem skógar í eigu Ikea í Rúmeníu eru heimsóttir. Svæðið hefur að geyma einhverja elstu skóga á meginlandi Evrópu sem óháðir sérfræðingar, að sögn framleiðanda þáttarins, segja að Ikea gangi of nærri. Erlent 11.12.2024 12:01 Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Bandarískur maður sem vakti athygli á heimsvísu fyrr á árinu með því að ráðast á dómara sem neitaði að veita honum skilorðsbundinn dóm hefur verið dæmdur til áratuga langrar fangelsisvistar. Deobra Redden mun þurfa að sitja í fangelsi í að minnsta kosti 26 ár fyrir árásina á dómarann Mary Kay Holthus. Erlent 11.12.2024 11:56 Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Langtímaspár benda til þess að veðurfyrirbrigðið La niña gæti myndast í Kyrrahafi á næstu þremur mánuðum. Fyrirbrigðið er tengt kólnun en talið er að það verði veikt og skammlíft að þessu sinni. Erlent 11.12.2024 11:50 Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs en gert var ráð fyrir eru ekki góðar fréttir fyrir næstu ríkisstjórn, að sögn aðalhagfræðings Landsbankans. Hægara vaxtalækkunarferli og breytingar á fjárlögum skipti þar talsverðu máli. Innlent 11.12.2024 11:49 Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Í hádegisfréttum verður rætt við aðalhagfræðing Landsbankans sem segir að verri afkoma ríkissjóðs, sem greint var frá í gær, séu ekki góðar fregnir fyrir þá ríkisstjórn sem tekur við búinu. Innlent 11.12.2024 11:37 Þingmaður myrtur í Mexíkó Mexíkóskur þingmaður var skotinn til bana í launmorði í Veracruz-ríki á mánudagskvöldið. Benito Aguas, sat á þingi fyrir Græna flokkinn en sá flokkur er aðili að stjórnarsamstarfi sem elitt er af Morena-flokki Claudiu Sheinbaum, forseta, og var hann skotinn ítrekað af morðingja eða morðingjum sínum. Erlent 11.12.2024 11:02 Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Tuttugu og tveir sóttu um starf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar sem auglýst var laust til umsóknar í nóvember. Tilkynnt var í haust að Helgi Grímsson hefði ákveðið að láta af störfum. Innlent 11.12.2024 10:27 Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Fimmtungur allra þeirra fyrirtækja sem Efling stéttarfélag sendi bréf vegna kjarasamnings SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, við stéttarfélagið Virðingu, hefur sagt sig úr samtökunum. Þá hafa enn fleiri fyrirtæki lýst því að þau muni fylgja kjarasamningum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Innlent 11.12.2024 10:06 Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Fyrrverandi varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum í nótt. Hann stendur frammi fyrir ákæru fyrir uppreisn vegna tilraunar Yoon Suk Yeol, forseta landsins, og hans til að koma á herlögum. Þá ríkir umsátursástand um skrifstofu forsetans, þar sem lögregluþjónar reyna að framkvæma húsleit. Erlent 11.12.2024 09:56 Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Mýrdalshrepp var heimilt að ákveða að hafa aðeins einn sundlaugarvörð á vakt stærstan hluta ársins. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um að synja sveitarfélaginu um leyfi til þess. Innlent 11.12.2024 08:55 Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Dómari í Houston í Bandaríkjunum hefur ógilt söluna á Infowars, heimasíðu samsæriskenningasmiðsins Alex Jones, til háðsmiðilsins The Onion. Erlent 11.12.2024 08:50 Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Konur í Íran geta átt von á því að vera dæmdar til dauða eða í allt að fimmtán ára fangelsi ef þær brjóta gegn nýjum „siðferðislögum“ sem taka gildi núna í vikunni. Erlent 11.12.2024 07:56 Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Víðáttumikil lægð er nú suðvestur í hafi sem nálgast landið og mun stjórna veðrinu næstu daga. Veður 11.12.2024 07:12 Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Við Íslendingar stærum okkur gjarnan af því að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Við berjumst þangað til við vinnum. Við erum þjóð sigurvegara. Í þessum fyrsta annál fréttastofu fyrir árið 2024 verður einmitt farið yfir helstu sigra sem Íslendingar, og reyndar fáeinir útlendingar líka, unnu á árinu. Innlent 11.12.2024 07:02 Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Málefni Úkraínu, þróun mála í Sýrlandi og samskipti við Bandaríkin voru efst á baugi á fjarfundi norrænu utanríkisráðherranna sem fram fór í gær. Innlent 11.12.2024 06:55 Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Uppreisnarhópurinn Hayat Tahrir al-Sham (HTS) hefur skipað Mohammad al-Bashir í embætti forsætisráðherra Sýrlands. Mun hann sinna starfinu til 1. mars 2025. Erlent 11.12.2024 06:54 Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í nótt og var meðal annars kölluð til vegna þriggja þjófnaða úr verslunum í póstnúmerinu 108. Innlent 11.12.2024 06:16 Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Tæplega níræður maður vann sjötíu skattfrjálsar milljónir króna í Milljónaveltu Happdrættis háskóla Íslands í kvöld. Vinningshafinn hefur átt miða í Happdrættinu alla ævi en móðir hans keypti miða þegar hann fæddist, tveimur árum eftir stofnun Happdrættisins. Innlent 10.12.2024 23:23 « ‹ 13 14 15 16 17 18 19 20 21 … 334 ›
Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Leiðtogar uppreisnarhópa frá norðanverðu Sýrlandi hittu í dag leiðtoga uppreisnarinnar í suðurhluta landsins í fyrsta sinn. Gífurlega mikilvægt er að tvinna þessar tvær fylkingar saman til að koma í veg fyrir áframhaldandi deilur og möguleg átök í Sýrlandi. Erlent 11.12.2024 15:48
Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið ekki láta af aðgerðum gagnvart fyrirtækjum innan SVEIT, Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, þótt samtökin ætli að endurskoða kjarasamning sem samtökin gerðu við stéttarfélagið Virðingu. Virðing hafnar því að félagið fremji lögbrot og segist ætla að laga misfellur í samningi. Innlent 11.12.2024 15:26
Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Fjöldi vitna í máli vegna andláts konu í Naustahverfi á Akureyri lýsti áralöngu grófu heimilisofbeldi af hálfu sambýlismanns konunnar. Synir fólksins sögðu báðir fyrir dómi að andlát móður þeirra væri léttir. Álit matsmanns var að maðurinn væri með heilabilun og refsing myndi ekki bera árangur en hann var samt sem áður talinn sakhæfur. Innlent 11.12.2024 15:06
„Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Skarphéðinn Guðmundsson hefur sagt starfi sínu sem dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins Sjónvarps lausu. Hann hættir um áramótin og segist ekki vita hvað taki við. Innlent 11.12.2024 14:47
Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Lögregluþjónar sem handtóku Luigi Mangione, sem grunaður er um að hafa myrt forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, fundu í fórum hans stílabók. Þar hafði hann meðal annars skrifað um morðið, réttlætingu á því og hvernig hægt væri að framkvæma það. Erlent 11.12.2024 14:23
SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa ákveðið að taka til endurskoðunar kjarasamninga þá sem í gildi eru við stéttarfélagið Virðingu. SVEIT vonast til þess að Efling láti af fyrirhuguðum aðgerðum á meðan endurskoðun stendur. Frá þessu er greint í tilkynningu frá SVEIT. Innlent 11.12.2024 14:14
Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Daníel Gunnarsson, sem þegar sætir lífstíðarfangelsi fyrir hrottalegt morð í Bandaríkjunum, hlaut í gær 24 ára fangelsisdóm til viðbótar fyrir barnaníð. Daníel, sem er 24 ára gamall, hafði þegar fallist á dóm án þess að játa sekt í málinu. Erlent 11.12.2024 14:02
Telja sólarorku ekki vera auðlind Gagnavinnslufyrirtæki á Suðurnesjum var synjað um rannsóknarleyfi fyrir mögulegt sólarorkuver á Miðnesheiði. Orkustofnun taldi sólarorku og vinnslu hennar ekki falla undir skilgreiningu á auðlindum í lögum. Innlent 11.12.2024 14:00
Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Búið er að framlengja gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um alvarlega líkamsárás gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni þar til 10. janúar á næsta ári. Það staðfestir Karl Ingi Vilbergsson varahéraðssaksóknari. Maðurinn hefur verið í varðhaldi frá því í október þegar hann var handtekinn. Innlent 11.12.2024 13:39
Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Myndir af eldsprengjum sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) eru grunaðir um að hafa sett um borð í flugvélar DHL, benda til þess að sprengjurnar hefðu getað grandað flugvélum. Vegna tafa kviknaði í sprengjunum á jörðu niðri en hefðu engar tafir orðið, hefur þær líklega sprungið um borð í flugvélum yfir Atlantshafinu. Erlent 11.12.2024 13:20
Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Fimmtungur meðlima samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hefur sagt sig úr samtökunum eftir að Efling tilkynnti um aðgerðir gegn þeim. Formaður Eflingar segir aðgerðirnar gríðarlega nauðsynlegar. Innlent 11.12.2024 13:02
Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Enn er allt keyrt á varaafli í Vík og Mýrdal eftir að Víkurstrengur bilaði aðfaranótt mánudags þar sem strengurinn liggur plægður ofan í Skógá. Viðgerð hófst í gær og er áætlað að hún taki tvo daga. Innlent 11.12.2024 12:17
Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Á hverri sekúndu er fellt tré í þeim tilgangi gera timbrið að ódýru Ikea-húsgagni. Fyrirtækið heldur því fram að húsgangaframleiðsla þess sé með öllu sjálfbær. „En er það svo?“ spyrja þáttargerðamenn Danska ríkisútvarpsins, DR, í nýrri heimildarmynd þar sem skógar í eigu Ikea í Rúmeníu eru heimsóttir. Svæðið hefur að geyma einhverja elstu skóga á meginlandi Evrópu sem óháðir sérfræðingar, að sögn framleiðanda þáttarins, segja að Ikea gangi of nærri. Erlent 11.12.2024 12:01
Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Bandarískur maður sem vakti athygli á heimsvísu fyrr á árinu með því að ráðast á dómara sem neitaði að veita honum skilorðsbundinn dóm hefur verið dæmdur til áratuga langrar fangelsisvistar. Deobra Redden mun þurfa að sitja í fangelsi í að minnsta kosti 26 ár fyrir árásina á dómarann Mary Kay Holthus. Erlent 11.12.2024 11:56
Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Langtímaspár benda til þess að veðurfyrirbrigðið La niña gæti myndast í Kyrrahafi á næstu þremur mánuðum. Fyrirbrigðið er tengt kólnun en talið er að það verði veikt og skammlíft að þessu sinni. Erlent 11.12.2024 11:50
Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs en gert var ráð fyrir eru ekki góðar fréttir fyrir næstu ríkisstjórn, að sögn aðalhagfræðings Landsbankans. Hægara vaxtalækkunarferli og breytingar á fjárlögum skipti þar talsverðu máli. Innlent 11.12.2024 11:49
Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Í hádegisfréttum verður rætt við aðalhagfræðing Landsbankans sem segir að verri afkoma ríkissjóðs, sem greint var frá í gær, séu ekki góðar fregnir fyrir þá ríkisstjórn sem tekur við búinu. Innlent 11.12.2024 11:37
Þingmaður myrtur í Mexíkó Mexíkóskur þingmaður var skotinn til bana í launmorði í Veracruz-ríki á mánudagskvöldið. Benito Aguas, sat á þingi fyrir Græna flokkinn en sá flokkur er aðili að stjórnarsamstarfi sem elitt er af Morena-flokki Claudiu Sheinbaum, forseta, og var hann skotinn ítrekað af morðingja eða morðingjum sínum. Erlent 11.12.2024 11:02
Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Tuttugu og tveir sóttu um starf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar sem auglýst var laust til umsóknar í nóvember. Tilkynnt var í haust að Helgi Grímsson hefði ákveðið að láta af störfum. Innlent 11.12.2024 10:27
Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Fimmtungur allra þeirra fyrirtækja sem Efling stéttarfélag sendi bréf vegna kjarasamnings SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, við stéttarfélagið Virðingu, hefur sagt sig úr samtökunum. Þá hafa enn fleiri fyrirtæki lýst því að þau muni fylgja kjarasamningum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Innlent 11.12.2024 10:06
Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Fyrrverandi varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum í nótt. Hann stendur frammi fyrir ákæru fyrir uppreisn vegna tilraunar Yoon Suk Yeol, forseta landsins, og hans til að koma á herlögum. Þá ríkir umsátursástand um skrifstofu forsetans, þar sem lögregluþjónar reyna að framkvæma húsleit. Erlent 11.12.2024 09:56
Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Mýrdalshrepp var heimilt að ákveða að hafa aðeins einn sundlaugarvörð á vakt stærstan hluta ársins. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um að synja sveitarfélaginu um leyfi til þess. Innlent 11.12.2024 08:55
Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Dómari í Houston í Bandaríkjunum hefur ógilt söluna á Infowars, heimasíðu samsæriskenningasmiðsins Alex Jones, til háðsmiðilsins The Onion. Erlent 11.12.2024 08:50
Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Konur í Íran geta átt von á því að vera dæmdar til dauða eða í allt að fimmtán ára fangelsi ef þær brjóta gegn nýjum „siðferðislögum“ sem taka gildi núna í vikunni. Erlent 11.12.2024 07:56
Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Víðáttumikil lægð er nú suðvestur í hafi sem nálgast landið og mun stjórna veðrinu næstu daga. Veður 11.12.2024 07:12
Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Við Íslendingar stærum okkur gjarnan af því að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Við berjumst þangað til við vinnum. Við erum þjóð sigurvegara. Í þessum fyrsta annál fréttastofu fyrir árið 2024 verður einmitt farið yfir helstu sigra sem Íslendingar, og reyndar fáeinir útlendingar líka, unnu á árinu. Innlent 11.12.2024 07:02
Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Málefni Úkraínu, þróun mála í Sýrlandi og samskipti við Bandaríkin voru efst á baugi á fjarfundi norrænu utanríkisráðherranna sem fram fór í gær. Innlent 11.12.2024 06:55
Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Uppreisnarhópurinn Hayat Tahrir al-Sham (HTS) hefur skipað Mohammad al-Bashir í embætti forsætisráðherra Sýrlands. Mun hann sinna starfinu til 1. mars 2025. Erlent 11.12.2024 06:54
Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í nótt og var meðal annars kölluð til vegna þriggja þjófnaða úr verslunum í póstnúmerinu 108. Innlent 11.12.2024 06:16
Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Tæplega níræður maður vann sjötíu skattfrjálsar milljónir króna í Milljónaveltu Happdrættis háskóla Íslands í kvöld. Vinningshafinn hefur átt miða í Happdrættinu alla ævi en móðir hans keypti miða þegar hann fæddist, tveimur árum eftir stofnun Happdrættisins. Innlent 10.12.2024 23:23