Fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Lúkas Geir Ingvarsson, sakborningur í Gufunesmálinu, sagði aldrei hafa staðið til að yfirgefa Þorlákshöfn mánudagskvöldið 10. mars. Hann og Stefán Blackburn, annar sakborningur, hefðu ætlað að kúga fé út úr karlmanni sem hefði talið sig vera að ræða við stúlku undir lögaldri. Þá hefði honum ekki komið til hugar að hann gæti látið lífið þegar þeir skildu hann eftir örmagna og lurkum laminn á nærbuxum einum klæða við Gufunes. Innlent 25.8.2025 12:37 Jökulhlaupið í rénun Jökulhlaupið úr Hafrafellslóni vestan Langjökuls er gengið yfir að mestu. Áin reis fyrir helgi rétt fyrir ofan Húsafell en vöxturinn var sagður mun hægari en í síðasta stóra hlaupi á svæðinu árið 2020. Áfram verður fylgst með svæðinu. Innlent 25.8.2025 12:13 Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Tveir sakborningar í Gufunesmálinu svokallaða játuðu að hafa frelsissvipt og rænt karlmann á sjötugsaldri við upphaf aðalmeðferðar í Gufunesmálinu svonefnda í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Við förum yfir málið í hádegisfréttum og verðum í beinni frá héraðsdómi þar sem fréttamaður okkar fylgist með aðalmeðferðinni. Innlent 25.8.2025 11:41 Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér „Það eina sem gerðist þarna var að þarna hitti maður sem var að fara fremja glæp mann sem var í glæpum,“ sagði Stefán Blackburn í aðalmeðferð Gufunesmálsins svokallaða sem hófst í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Innlent 25.8.2025 11:28 Hættir sem ritstjóri Kveiks Ingólfur Bjarni Sigfússon, ritstjóri Kveiks, hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu sem ritstjóri fréttaskýringarþáttarins Kveiks á RÚV. Hann segir enga dramatík á bak við brotthvarf sitt. Hann sé einfaldlega orðinn þreyttur. Innlent 25.8.2025 10:50 Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun syðst á Suðurlandi vegna austan hvassviðris. Viðvörunin tekur gildi klukkan 12 á morgun og gildir til klukkan 20. Veður 25.8.2025 10:47 Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Samkomulag er á milli borgarstjóra og mennta- og barnamálaráðherra að Ágúst Ólafur Ágústsson, aðstoðarmaður borgarstjóra, muni taka við nýju starfi hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu sem aðstoðarmaður Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra. Innlent 25.8.2025 10:29 El Mayo sagður ætla að játa sekt Ismael Zambada, sem var um árabil einn valdamesti fíkniefnabarónn Mexíkó er talinn ætla að játa sekt í bandarískum alríkisdómstól í dag. Zambada, sem gengur undir nafninu „El Mayo“ og var háttsettur leiðtogi í Sinaloa-samtökunum svokölluðu en tvær vikur eru síðan alríkissaksóknarar sögðust ekki ætla að sækja eftir dauðadómi gegn Zambada. Erlent 25.8.2025 10:06 Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Rúmur helmingur svarenda í skoðanakönnun segist hafa miklar áhyggjur á því að íslenski laxastofninn sé í hættu. Afgerandi munur er hins vegar á afstöðu eftir landhlutum. Íbúar á Vestfjörðum og Austurlandi þar sjóeldi á laxi er mest stundað hafa áberandi minnstar áhyggjur af stofninum. Innlent 25.8.2025 09:23 Tíunda skotið klikkaði Bandaríska geimferðafyrirtækið SpaceX, sem er í eigu Elon Musk, stefndi að tíunda tilraunaflugi Starship geimfarsins í nótt. Af henni varð ekki. Erlent 25.8.2025 08:20 Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Eyal Zamir, yfirmaður herafla Ísraels, er sagður þrýsta á um það að stjórnvöld gangi að samningum við Hamas um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi á Gasa. Erlent 25.8.2025 07:57 Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Stjórn Landssambands veiðifélaga hefur ráðið Jóhann Helga Stefánsson í starf framkvæmdastjóra. Hann tekur við starfinu af Gunnari Erni Petersen 1. september næstkomandi. Innlent 25.8.2025 07:54 Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Útgefandi ævisögu Virginiu Giuffre, sem hún lauk við áður en hún svipti sig lífi fyrr á árinu, segir bókina innihalda persónulegar og átakanlegar lýsingar á samskiptum Giuffre við Jeffrey Epstein, Ghislaine Maxwell og Andrés Bretaprins. Erlent 25.8.2025 07:17 Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Langt suðsuðvestur af landinu er nú kröpp lægð, með uppruna úr fyrrverandi fellibyl, Erin, á norðurleið og mun hún stjórna veðrinu hjá okkur næstu daga. Veður 25.8.2025 07:10 Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Á síðastliðnum 20 árum hafa skýrslur verið teknar af tíu börnum undir sex ára aldri vegna gruns um að þau hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu starfsmanns á leikskóla þeirra. Innlent 25.8.2025 06:35 Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór á vettvang eftir að tilkynnt var um einstaklinga sem höfðu tjaldað í skógarrjóðri en viðkomandi voru vinsamlegast beðnir um að færa sig á tjaldsvæði. Innlent 25.8.2025 06:19 Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki geta verið mjög bjartsýn á að sanngjarn og raunverulegur friður náist í Úkraínu, vegna ytri aðstæðna eins og pólitísks vilja hjá Bandaríkjastjórn og Evrópulöndum. Innlent 25.8.2025 00:09 Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Tveir karlmenn sem ákærðir eru fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán í mars síðastliðnum játuðu frelssviptingu og rán við upphaf aðalmeðferðar í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Alls eru fimm ákærð og gætu átt yfir sér þunga dóma en lýsingar á ofbeldisverkum í ákæru eru hrottafengnar. Vísir mun fylgjast með því sem fram fer í dómssal. Innlent 24.8.2025 23:46 Metaðsókn og söfnunarmet slegið Metaðsókn var í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fór fram á laugardaginn. Skráðir þátttakendur voru 17.786, sem eru rúmlega þrjú þúsund fleiri en á síðasta ári. Þegar þetta er ritað hafa safnast yfir 321 milljónir, og er það söfnunarmet. Enn er hægt að heita á hlaupara fram á miðnætti. Innlent 24.8.2025 23:28 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Heildarstuðningur Íslands við Úkraínu hefur numið rúmum þrettán milljörðum frá upphafi allsherjarinnrásar Rússa. Úkraínskur framleiðandi drónahugbúnaðar segir hina svokölluðu dönsku leið, sem Ísland hefur stutt, vera eina áhrifaríkustu leiðina til að styðja við Úkraínu. Innlent 24.8.2025 22:00 Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Steindór Örn Gunnarsson, smiður, var endurkjörinn formaður Hallveigar, Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík á aðalfundi félagsins í vikunni. Hann hefur gegnt stöðunni frá 2024. Innlent 24.8.2025 21:33 Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Friedrich Merz Þýskalandskanslari segir að velferðarkerfi Þýskalands sé ekki fjárhagslega sjálfbært lengur. Á fundi Kristilegra demókrata á laugardaginn sagði hann að árangur ríkisstjórnarinnar hvað ríkisfjármálin varðar hafi ekki verið nógu góður hingað til, og kallaði eftir auknu aðhaldi í rekstri ríkisins og hertri útlendingalöggjöf. Erlent 24.8.2025 21:05 Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Það var mikið sjónarspil á Gaddstaðaflötum á Hellu í gærkvöldi þegar kveikt var í Bergþórshvoli, eftirlíkingu af húsi Njáls Þorgeirssonar, bónda, höfðingja og lögspekings úr Brennu – Njálssögu. Þúsundir gesta fylgdust með brennunni úr brekkunni, en með henni lauk fjögurra daga Njáluhátíð í Rangárþingi. Innlent 24.8.2025 20:05 Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Skiptar skoðanir eru á fyrirhugaðri stækkun Þjóðleikhússins. Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir áformin skjóta skökku við í ljósi fyrirheita um aðhald í ríkissrekstri en listamaður segir að stækkunin komi til með að borga sig. Innlent 24.8.2025 19:36 Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Sextíu og fjórir eru sagðir hafa verið drepnir og yfir þrjú hundruð særðir í árásum Ísraela á Gasa síðastliðinn sólarhring. Herflugvélar og skriðdrekar hafa verið nýttir til stórtækra árása á Gasaborg sem Ísraelar hyggjast sölsa undir sig með valdi. Erlent 24.8.2025 18:46 Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Úkraína fagnar sjálfstæði í dag í skugga innrásarstríðs Rússa. Á þessum degi árið 1991 lýstu Úkraínumenn yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum og þess var minnst víða um landið í dag. Stuðningur Íslands við Úkraínu frá upphafi allsherjarinnrásar Rússa í febrúar 2022 hefur numið rúmum þrettán milljörðum en nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Sýnar á eftir. Innlent 24.8.2025 18:28 Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Mennta- og barnamálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu í júní í fyrra að ákvörðun starfsfólks Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi um að loka sex ára gamalt barn inni í einveruherbergi í apríl 2023 hafi verið ólögmætt líkamlegt inngrip. Innlent 24.8.2025 16:35 Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Magnús Bjarki Snæbjörnsson smiður leitar nú logandi ljósi að kofa sem hann keypti af sveitarfélaginu Bláskógabyggð og ætlaði að flytja að sumarhúsi frændfólks síns og gera upp. Kofann keypti hann síðustu mánaðamót af Bláskógabyggð, en þegar hann fór að sækja hann í dag var hann horfinn. Innlent 24.8.2025 16:07 Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Bikarmeisturum Vestra verður vel fagnað á Silfurtorgi á Ísafirði í kvöld þar sem til stendur að heiðra liðið sem tryggði sér titilinn með sigri á Valsmönnum á Laugardalsvelli á föstudaginn. Sigurinn er sögulegur fyrir félagið en Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri á Ísafirði, hvetur alla sem geta til að fjölmenna á Silfutorg á eftir. Innlent 24.8.2025 15:03 Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Töluverðrar óánægju gætir innan hlaupasamfélagsins með framkvæmd Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka í gær. Skipting í almennan flokk og keppnisflokk tókst ekki betur en svo að fyrri hópurinn teppti fyrir þeim seinni. Íslandsmeistari í maraþoni segir mistök brautarstarfsmanns mögulega hafa kostað sig sigur. Innlent 24.8.2025 13:46 « ‹ 19 20 21 22 23 24 25 26 27 … 334 ›
Tilgangurinn að ná í „easy money“ Lúkas Geir Ingvarsson, sakborningur í Gufunesmálinu, sagði aldrei hafa staðið til að yfirgefa Þorlákshöfn mánudagskvöldið 10. mars. Hann og Stefán Blackburn, annar sakborningur, hefðu ætlað að kúga fé út úr karlmanni sem hefði talið sig vera að ræða við stúlku undir lögaldri. Þá hefði honum ekki komið til hugar að hann gæti látið lífið þegar þeir skildu hann eftir örmagna og lurkum laminn á nærbuxum einum klæða við Gufunes. Innlent 25.8.2025 12:37
Jökulhlaupið í rénun Jökulhlaupið úr Hafrafellslóni vestan Langjökuls er gengið yfir að mestu. Áin reis fyrir helgi rétt fyrir ofan Húsafell en vöxturinn var sagður mun hægari en í síðasta stóra hlaupi á svæðinu árið 2020. Áfram verður fylgst með svæðinu. Innlent 25.8.2025 12:13
Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Tveir sakborningar í Gufunesmálinu svokallaða játuðu að hafa frelsissvipt og rænt karlmann á sjötugsaldri við upphaf aðalmeðferðar í Gufunesmálinu svonefnda í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Við förum yfir málið í hádegisfréttum og verðum í beinni frá héraðsdómi þar sem fréttamaður okkar fylgist með aðalmeðferðinni. Innlent 25.8.2025 11:41
Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér „Það eina sem gerðist þarna var að þarna hitti maður sem var að fara fremja glæp mann sem var í glæpum,“ sagði Stefán Blackburn í aðalmeðferð Gufunesmálsins svokallaða sem hófst í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Innlent 25.8.2025 11:28
Hættir sem ritstjóri Kveiks Ingólfur Bjarni Sigfússon, ritstjóri Kveiks, hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu sem ritstjóri fréttaskýringarþáttarins Kveiks á RÚV. Hann segir enga dramatík á bak við brotthvarf sitt. Hann sé einfaldlega orðinn þreyttur. Innlent 25.8.2025 10:50
Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun syðst á Suðurlandi vegna austan hvassviðris. Viðvörunin tekur gildi klukkan 12 á morgun og gildir til klukkan 20. Veður 25.8.2025 10:47
Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Samkomulag er á milli borgarstjóra og mennta- og barnamálaráðherra að Ágúst Ólafur Ágústsson, aðstoðarmaður borgarstjóra, muni taka við nýju starfi hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu sem aðstoðarmaður Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra. Innlent 25.8.2025 10:29
El Mayo sagður ætla að játa sekt Ismael Zambada, sem var um árabil einn valdamesti fíkniefnabarónn Mexíkó er talinn ætla að játa sekt í bandarískum alríkisdómstól í dag. Zambada, sem gengur undir nafninu „El Mayo“ og var háttsettur leiðtogi í Sinaloa-samtökunum svokölluðu en tvær vikur eru síðan alríkissaksóknarar sögðust ekki ætla að sækja eftir dauðadómi gegn Zambada. Erlent 25.8.2025 10:06
Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Rúmur helmingur svarenda í skoðanakönnun segist hafa miklar áhyggjur á því að íslenski laxastofninn sé í hættu. Afgerandi munur er hins vegar á afstöðu eftir landhlutum. Íbúar á Vestfjörðum og Austurlandi þar sjóeldi á laxi er mest stundað hafa áberandi minnstar áhyggjur af stofninum. Innlent 25.8.2025 09:23
Tíunda skotið klikkaði Bandaríska geimferðafyrirtækið SpaceX, sem er í eigu Elon Musk, stefndi að tíunda tilraunaflugi Starship geimfarsins í nótt. Af henni varð ekki. Erlent 25.8.2025 08:20
Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Eyal Zamir, yfirmaður herafla Ísraels, er sagður þrýsta á um það að stjórnvöld gangi að samningum við Hamas um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi á Gasa. Erlent 25.8.2025 07:57
Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Stjórn Landssambands veiðifélaga hefur ráðið Jóhann Helga Stefánsson í starf framkvæmdastjóra. Hann tekur við starfinu af Gunnari Erni Petersen 1. september næstkomandi. Innlent 25.8.2025 07:54
Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Útgefandi ævisögu Virginiu Giuffre, sem hún lauk við áður en hún svipti sig lífi fyrr á árinu, segir bókina innihalda persónulegar og átakanlegar lýsingar á samskiptum Giuffre við Jeffrey Epstein, Ghislaine Maxwell og Andrés Bretaprins. Erlent 25.8.2025 07:17
Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Langt suðsuðvestur af landinu er nú kröpp lægð, með uppruna úr fyrrverandi fellibyl, Erin, á norðurleið og mun hún stjórna veðrinu hjá okkur næstu daga. Veður 25.8.2025 07:10
Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Á síðastliðnum 20 árum hafa skýrslur verið teknar af tíu börnum undir sex ára aldri vegna gruns um að þau hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu starfsmanns á leikskóla þeirra. Innlent 25.8.2025 06:35
Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór á vettvang eftir að tilkynnt var um einstaklinga sem höfðu tjaldað í skógarrjóðri en viðkomandi voru vinsamlegast beðnir um að færa sig á tjaldsvæði. Innlent 25.8.2025 06:19
Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki geta verið mjög bjartsýn á að sanngjarn og raunverulegur friður náist í Úkraínu, vegna ytri aðstæðna eins og pólitísks vilja hjá Bandaríkjastjórn og Evrópulöndum. Innlent 25.8.2025 00:09
Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Tveir karlmenn sem ákærðir eru fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán í mars síðastliðnum játuðu frelssviptingu og rán við upphaf aðalmeðferðar í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Alls eru fimm ákærð og gætu átt yfir sér þunga dóma en lýsingar á ofbeldisverkum í ákæru eru hrottafengnar. Vísir mun fylgjast með því sem fram fer í dómssal. Innlent 24.8.2025 23:46
Metaðsókn og söfnunarmet slegið Metaðsókn var í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fór fram á laugardaginn. Skráðir þátttakendur voru 17.786, sem eru rúmlega þrjú þúsund fleiri en á síðasta ári. Þegar þetta er ritað hafa safnast yfir 321 milljónir, og er það söfnunarmet. Enn er hægt að heita á hlaupara fram á miðnætti. Innlent 24.8.2025 23:28
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Heildarstuðningur Íslands við Úkraínu hefur numið rúmum þrettán milljörðum frá upphafi allsherjarinnrásar Rússa. Úkraínskur framleiðandi drónahugbúnaðar segir hina svokölluðu dönsku leið, sem Ísland hefur stutt, vera eina áhrifaríkustu leiðina til að styðja við Úkraínu. Innlent 24.8.2025 22:00
Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Steindór Örn Gunnarsson, smiður, var endurkjörinn formaður Hallveigar, Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík á aðalfundi félagsins í vikunni. Hann hefur gegnt stöðunni frá 2024. Innlent 24.8.2025 21:33
Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Friedrich Merz Þýskalandskanslari segir að velferðarkerfi Þýskalands sé ekki fjárhagslega sjálfbært lengur. Á fundi Kristilegra demókrata á laugardaginn sagði hann að árangur ríkisstjórnarinnar hvað ríkisfjármálin varðar hafi ekki verið nógu góður hingað til, og kallaði eftir auknu aðhaldi í rekstri ríkisins og hertri útlendingalöggjöf. Erlent 24.8.2025 21:05
Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Það var mikið sjónarspil á Gaddstaðaflötum á Hellu í gærkvöldi þegar kveikt var í Bergþórshvoli, eftirlíkingu af húsi Njáls Þorgeirssonar, bónda, höfðingja og lögspekings úr Brennu – Njálssögu. Þúsundir gesta fylgdust með brennunni úr brekkunni, en með henni lauk fjögurra daga Njáluhátíð í Rangárþingi. Innlent 24.8.2025 20:05
Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Skiptar skoðanir eru á fyrirhugaðri stækkun Þjóðleikhússins. Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir áformin skjóta skökku við í ljósi fyrirheita um aðhald í ríkissrekstri en listamaður segir að stækkunin komi til með að borga sig. Innlent 24.8.2025 19:36
Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Sextíu og fjórir eru sagðir hafa verið drepnir og yfir þrjú hundruð særðir í árásum Ísraela á Gasa síðastliðinn sólarhring. Herflugvélar og skriðdrekar hafa verið nýttir til stórtækra árása á Gasaborg sem Ísraelar hyggjast sölsa undir sig með valdi. Erlent 24.8.2025 18:46
Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Úkraína fagnar sjálfstæði í dag í skugga innrásarstríðs Rússa. Á þessum degi árið 1991 lýstu Úkraínumenn yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum og þess var minnst víða um landið í dag. Stuðningur Íslands við Úkraínu frá upphafi allsherjarinnrásar Rússa í febrúar 2022 hefur numið rúmum þrettán milljörðum en nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Sýnar á eftir. Innlent 24.8.2025 18:28
Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Mennta- og barnamálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu í júní í fyrra að ákvörðun starfsfólks Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi um að loka sex ára gamalt barn inni í einveruherbergi í apríl 2023 hafi verið ólögmætt líkamlegt inngrip. Innlent 24.8.2025 16:35
Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Magnús Bjarki Snæbjörnsson smiður leitar nú logandi ljósi að kofa sem hann keypti af sveitarfélaginu Bláskógabyggð og ætlaði að flytja að sumarhúsi frændfólks síns og gera upp. Kofann keypti hann síðustu mánaðamót af Bláskógabyggð, en þegar hann fór að sækja hann í dag var hann horfinn. Innlent 24.8.2025 16:07
Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Bikarmeisturum Vestra verður vel fagnað á Silfurtorgi á Ísafirði í kvöld þar sem til stendur að heiðra liðið sem tryggði sér titilinn með sigri á Valsmönnum á Laugardalsvelli á föstudaginn. Sigurinn er sögulegur fyrir félagið en Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri á Ísafirði, hvetur alla sem geta til að fjölmenna á Silfutorg á eftir. Innlent 24.8.2025 15:03
Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Töluverðrar óánægju gætir innan hlaupasamfélagsins með framkvæmd Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka í gær. Skipting í almennan flokk og keppnisflokk tókst ekki betur en svo að fyrri hópurinn teppti fyrir þeim seinni. Íslandsmeistari í maraþoni segir mistök brautarstarfsmanns mögulega hafa kostað sig sigur. Innlent 24.8.2025 13:46