Fréttir

Stefna kennurum

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur höfðað mál fyrir Félagsdómi gegn Kennarasambandi Íslands og krefst þess að verkföll Kennarasambandsins, sem nú hafa skollið á að nýju, verði dæmd ólögmæt.

Innlent

Sögu­leg skipun Agnesar

E. Agnes Eide Kristínardóttir hefur verið skipuð yfirlögregluþjónn rannsóknarsviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún er fyrsta konan til að gegna stöðu yfirlögregluþjóns hjá embættinu. Á sama tíma er stokkað upp í stöðum aðstoðaryfirlögregluþjóna.

Innlent

Vilja finna fimm Ís­lendinga og vísa þeim úr landi

Fimm manns með íslenskan ríkisborgararétt voru undir lok síðasta árs á lista yfirvalda í Bandaríkjunum yfir þá sem hafa fengið höfnun um dvalarleyfi og á að vísa úr landi. Í heildina eru tæp ein og hálf milljón manna á listanum.

Innlent

Fjögur í fram­boði til for­manns VR

Fjögur framboð bárust til formanns VR. Framboðsfrestur rann út á hádegi í dag. Kosningar hefjast klukkan tíu að morgni fimmtudagsins 6. mars og þeim lýkur klukkan tólf á hádegi fimmtudaginn 13. mars. Einnig verður kosið í stjórn, varastjórn og trúnaðarráð.

Innlent

Nýr veðurstofuvefur kominn í loftið

Nýr veðurvefur Veðurstofunnar fór í loftið í dag. Vefurinn er fyrsta skrefið í endurnýjun vefs Veðurstofunnar og tækniumhverfi hans. Stöðum sem hægt er að fá veðurspá fyrir hefur verið fjölgað

Veður

Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir

Ríkissáttasemjari segir að kjaradeila kennara og ríkis og sveitarfélaga hafi strandað á að kennarar hafi viljað meiri innspýtingar í virðismat á kennarastafinu en kom fram í innanhússtillögu hans. Fulltrúi í samninganefnd kennara taldi að kjaradeilan myndi leysast í gær. Hann telur að pólitík hafi spillt fyrir.

Innlent

Lét Sjúkra­tryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjöl­skylduna

Kona sem starfaði sem verkefnastjóri hjá Sjúkratryggingum Íslands hefur verið ákærð fyrir að koma því til leiðar að stofnunin greiddi eiginmanni hennar og tveimur sonum alls 156 milljónir króna. Synirnir sæta einnig ákæru fyrir peningaþvætti en þeir millifærðu þorra fjárins inn á reikninga móður sinnar.

Innlent

Hvað gengur Trump til með tollum?

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill beita Kanada, Mexíkó og Kína umfangsmiklum tollum og segir tolla gegn Evrópu væntanlega á næstunni. Viðbrögð markaða hafa að mestu verið á einn veg, þar sem flest ljós loga rauð í kauphöllum heimsins.

Erlent

Nefndin ein­róma um kosningarnar

Undirbúningsnefnd Alþingis er einróma um að niðurstöður Alþingiskosninganna 30. nóvember standa. Formaður nefndarinnar segir fulltrúa allra flokka hafa verið málefnalega við vinnuna og tekið hlutverk sitt af mikilli ábyrgð.

Innlent

Brynjar Níels­son talinn hæfastur til að verða dómari

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara telur að Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sé hæfastur umsækjenda um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Jónas Þór Guðmundsson er talinn hæfastur sem dómari við Héraðsdóm Reykjaness.

Innlent

Ekki van­hæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strand­veiðar

Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir ekki rétt, eins og kom fram í frétt á Vísi og viðtali við Sigurjón Þórðarson, þingmann Flokks fólksins, að það varði brot á siðareglum Alþingis að Sigurjón fjalli um málaflokkinn sjávarútveg í heild sinni sem formaður atvinnuveganefndar, en það geti mögulega varðað brot á siðareglum Alþingis fjalli hann um strandveiðar sem formaður nefndarinnar. 

Innlent

Rubio fundaði með Mulino og í­trekaði hótanir Trump

Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti fund með José Raúl Mulino, forseta Panama, í gær. Á fundinum ítrekaði Rubio hótanir Donald Trump Bandaríkjaforseta um að Bandaríkjamenn hefðu, að óbreyttu, í hyggju að taka yfir Panamaskurðinn.

Erlent

Segir úlfalda gerðan úr mý­flugu

Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, segir að hagsmunir sínir af strandveiðibáti í hans eigu séu óverulegir. Hann efast stórlega um að hann sé vanhæfur til að setja lög um sjávarútveg, en hann verður tilnefndur sem formaður atvinnuveganefndar þegar þing kemur saman, þar sem til stendur að semja löggjöf um eflingu strandveiða. Þá segir hann ekkert rangt við hagsmunaskráningu sína sem hafi verið fyllt út árið 2023.

Innlent

Rof á þjónustu við fatlaða opin­beri slæma for­gangs­röðun stjórn­valda

Félagsmálaráðuneytið hefur trassað í marga mánuði að svara Umboðsmanni Alþingis um breytt fyrirkomulag réttindagæslu fatlaðs fólks og hefur nú kallað eftir svörum á nýjan leik. Heildarsamtök fatlaðs fólks hafa gert alvarlegar athugasemdir við breytingarnar en lögmaður segir ljóst að stjórnvöld forgangsraði ekki þessum viðkvæma hópi fólks.

Innlent

Góð sam­skipti við Banda­ríkin gríðar­lega mikil­væg

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að sagan sýni að tollastríð séu aldrei af hinu góða og gagnist engum, sérstaklega ekki útflutningsdrifinni þjóð eins og Íslendingum. Hún segir að gott samband okkar við Bandaríkin hafi verið okkur gríðarlega dýrmætt og mikilvægt sé að samskipti þar á milli séu góð. Ekkert bendi enn til þess að Ísland lendi í tollaálögum Trumps.

Innlent