Fréttir Hafa níu mánuði til að svara dómi MDE í talningamálinu Íslensk stjórnvöld hafa níu mánuði til að skila áætlun til fullnustudeildar Evrópuráðsins um þær ráðstafanir sem gripið verður til vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu um talningamálið svokallaða. Það kemur fram í svari ráðuneytisins til fréttastofu. Innlent 24.5.2024 13:56 Sló aðra á heimilinu ítrekað með hleðslusnúru Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot í nánu sambandi, með því að beita fyrrverandi eiginkonu hans og börn ítrekuðu ofbeldi. Fólst það meðal annars að slá þau með hleðslusnúru. Innlent 24.5.2024 13:51 Vonar að þetta dugi til Halla Tómasdóttir segir ljóst að frammistaða hennar í kappræðum hafi haft mikil áhrif á fylgi hennar. Hún mælist nú önnur í skoðanakönnunum með rúmlega 18 prósent fylgi, en mældist aðeins með um 5 prósent fylgi fyrr í mánuðinum. Innlent 24.5.2024 11:49 Hagkaup selur áfengi og Þórkatla kaupir í Grindavík Í hádegisfréttum fjöllum við um áform Hagkaups að selja áfengi í verslunum keðjunnar. Innlent 24.5.2024 11:38 „Þetta setti af stað dómínó-áhrif út um allan heim“ Nemendur í háskólum Hollands hafa undanfarna daga reist tjaldbúðir á skólalóðum til stuðnings Palestínu, og margir mætt mikilli hörku lögreglu. Íslenskur nemandi lýsir mikilli samstöðu meðal stúdenta sem fara fram á að hollenskir háskólar taki skýrari afstöðu gegn ísraelskum stjórnvöldum og slíti tengslum við ísraelska háskóla og fyrirtæki. Erlent 24.5.2024 10:58 „ÁTVR dugar“ Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir það skaðlegt samfélaginu að selja áfengi í matvöruverslunum, því áfengi sé engin venjuleg söluvara. Nú þegar sé nægt aðgengi að áfengi með rekstri ÁTVR og markaðssamkeppni óþörf. „ÁTVR dugar.“ Innlent 24.5.2024 10:54 Hækka leigu á stúdentagörðum um tvö prósent í haust Félagsstofnun stúdenta, FS, hækkar leigu á stúdentagörðunum um tvö prósent frá og með 1. september næstkomandi. Ástæða hækkunar er aukin rekstrarkostnaður og aukin viðhaldskostnaður sem ekki hefur tekist að rétta úr undanfarin ár. Innlent 24.5.2024 10:26 Safna til að koma konunum í varanlegt skjól í Nígeríu Hópur fólks stendur nú fyrir söfnun til að aðstoða þrjár nígerískar konur sem var vísað úr landi fyrr í þessum mánuði. Konurnar fengu allar endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd fyrir um ári síðan og voru fluttar á brott í þvinguðum brottflutningi. Innlent 24.5.2024 09:32 Fundur um athafnaborgina Reykjavík Opinn kynningarfundur borgarstjóra í Ráðhúsi Reykjavíkur, fer fram í dag klukkan 9 til 11 þar sem verður fjallað um Reykjavík sem athafnaborg. Fundurinn fer fram í ráðhúsinu Reykjavíkur og er í beinu streymi. Innlent 24.5.2024 08:52 Kostnaður vegna uppkaupa fjórtán milljörðum meiri en áætlað var Útlit er fyrir að heildarfjárfesting Þórkötlu í húsnæði í Grindavík verði allt að 75 milljarðar í heildina eða um 14 milljörðum króna meiri en áætlað var við setningu laganna um úrræðið. Aukinn kostnaður skýrist að mestu af hækkun brunabótamats á eignum í bænum. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Fasteignafélaginu Þórkötlu. Innlent 24.5.2024 08:40 Brottfall ungra karla á Íslandi úr námi hæst í Evrópu Um 16 prósent ungs fólks á aldrinum 18 til 24 á Íslandi flosnuðu upp úr námi eftir mennta- eða framhaldsskóla samkvæmt niðurstöðum nýrrar greiningar fyrir árið 20230 á vegum Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Ísland er í þriðja sæti meðal Evrópuríkja. Innlent 24.5.2024 08:09 Ákærður fyrir að nauðga barnungri hálfsystur sinni Karlmaður hefur verið ákærður fyrir tvær nauðganir en önnur þeirra beindist gegn barnungri hálfsystur hans. Meint brot mannsins áttu sér stað árið 2021, annars vegar í maí og hins vegar í júní. Innlent 24.5.2024 08:00 Enginn málefnalegur ágreiningur skýri brotthvarf bæjarstjóra Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg og verðandi bæjarstjóri segir engan málefnalegan ágreining hafa verið innan flokksins í bæjarstjórn sem skýri brotthvarf Fjólu Kristinsdóttur úr meirihlutanum. Fjóla vill ekki tjá sig um ákvörðun sína. Innlent 24.5.2024 08:00 Gul viðvörun: Fyrsta trampólínið þegar fokið Gul viðvörun tekur gildi klukkan 08 víða um land, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu. Fyrsta trampólínið er þegar fokið í Kópavogi. Veður 24.5.2024 07:35 Réðst í tvígang á starfsmann verslunar í Skeifunni Alls eru átta vistaðir í fangaklefa Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna mála sem komu upp í gærkvöldi og í nótt. Lögregla sinnti fjölbreyttum verkefnum um til dæmis þjófnað út matvöruverslun, akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna og innbrot. Innlent 24.5.2024 07:18 Óttast um afdrif ríflega hundrað eftir aurskriðu Talið er að ríflega eitt hundrað gætu hafa farist þegar aurskriða féll á þorp í Papúa Nýju-Gíneu í nótt. Erlent 24.5.2024 07:15 Allsherjarsigur gegn Hamas ólíklegur Þrátt fyrir umfangsmikinn hernað á Gasaströndinni berjast vígamenn Hamas-samtakanna enn af krafti gegn ísraelska hernum. Þá skjóta Hamas-liðar enn eldflaugum að Ísrael en ráðamenn í Ísrael og í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að Ísraelar geti ekki náð markmiðum ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahú um algeran sigur gegn hryðjuverkasamtökunum. Erlent 24.5.2024 06:44 Neyðarlínan lýsir eftir börnum sem komu færandi hendi Óþekkt börn skyldu eftir glaðning á stéttinni fyrir framan húsnæði Neyðarlínunnar í gær. Glaðningurinn innihélt gjafir og þakklætisbréf og skilaboðin voru einföld; „Takk 112!“ Innlent 24.5.2024 06:31 Segir yfirlýsingar um að FBI hafi mátt skjóta Trump stórhættulegar Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir fullyrðingar Donalds Trump og bandamanna hans að alríkislögreglan FBI hafi fengið heimild til þess að skjóta hann þegar hún gerði húsleit hjá honum stórhættulegar. Fullyrðingarnar byggjast á stöðluðu orðalagi í tengslum við húsleitir. Erlent 23.5.2024 23:45 Augljóst að fylgið er enn á verulegri hreyfingu Fylgi við forsetaframbjóðendur er enn á verulegri hreyfingu nú þegar rúm vika er til kosninga, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Hann segir mjög athyglisvert að forystusauðurinn Katrín Jakobsdóttir mælist aðeins með fjórðungsfylgi. Innlent 23.5.2024 23:08 Segir samstöðu lykilinn að jarðgangagerð Færeyinga Algjör samstaða um jarðgangagerð er lykillinn að samgöngubyltingu Færeyja, segir ráðherrann Høgni Hoydal, og segir Hvalfjarðargöngin hafa reynst Færeyingum innblástur. Og það eru ekki Danir sem borga. Erlent 23.5.2024 21:55 Fjórir látnir eftir að bygging hrundi á Majorku Fjórir eru látnir eftir að bygging hrundi á spænsku eyjunni Majorka um klukkan hálf níu að staðartíma. 27 manns eru auk þess slasaðir. Erlent 23.5.2024 21:39 Ósátt með skýringar á andláti: „Dæmigert kveisubarn“ voru svörin Móðir sem missti sjö vikna gamla dóttur sína er ósátt við svör heilbrigðiskerfisins um andlátið og vill að einhver axli ábyrgð. Málið hefur verið tilkynnt til landlæknis. Innlent 23.5.2024 21:02 Áfram í fangelsi þótt gæsluvarðhaldskröfu hafi verið hafnað Litháenskur karlmaður sem er grunaður um að hafa valdið dauða samlanda síns í sumarhúsabyggð í Kiðjabergi í apríl verður áfram í haldi þrátt fyrir að dómari hafi hafnað gæsluvarðhaldskröfu lögreglu. Maðurinn afplánar nú eldri fangelsisdóm. Innlent 23.5.2024 20:31 Engin hlutdeildarlán fyrr en þingið afgreiðir fjáraukalög Enn hefur ekki borist meira fjármagn frá stjórnvöldum til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til að veita í hlutdeildarlán. Aðeins hefur verið úthlutað þrisvar sinnum á þessu ári en miðað er við að það gerist mánaðarlega. Engar breytingar verða þar á fyrr en frumvarp til fjáraukalaga verður samþykkt á Alþingi. Innlent 23.5.2024 20:01 Mál Alberts sýni að skýra þurfi reglurnar Horft var til eldra fordæmis þegar tekin var ákvörðun um að ekki væri heimilt að velja Albert Guðmundsson, leikmann Genóa í knattspyrnu, í næsta landsliðverkefni. Ríkissaksóknari á eftir að taka endanlega ákvörðun í máli hans. Ekki er deilt um túlkun reglna innan stjórnar en ljóst er að skýra verði reglurnar. Innlent 23.5.2024 19:22 Halla T skýst upp í annað sæti en Katrín leiðir Halla Tómasdóttir skýst upp í annað sæti forsetaframbjóðenda í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Katrín Jakobsdóttir er aftur á móti með afgerandi forystu og marktækur munur er á fylgi hennar og Höllu. Innlent 23.5.2024 19:11 Halla orðin vinsælasta plan B Tæplega fjórðungur landsmanna myndi kjósa Höllu Tómasdóttur ef þeirra fyrsti kostur væri ekki í boði. Þrisvar sinnum fleiri setja hana sem sitt plan B nú en fyrir mánuði. Á sama tíma og flestir myndu kjósa Katrínu eru enn fleiri sem geta ekki hugsað sér hana sem forseta. Innlent 23.5.2024 19:00 Vendingar í nýrri könnun og köttur heiðraður með styttu Töluverðar breytingar eru á stuðningi við forsetaframbjóðendur samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Maskínu. Helstu tíðindi verða birt í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við Ólaf Þ. Harðarson stjórnmálafræðing í beinni. Innlent 23.5.2024 18:00 Þarf að endurgreiða sinni fyrrverandi eftir allt saman Karlmaður sem fékk níutíu prósent skuldbindinga sinna felld niður með greiðsluaðlögunarsamningum eftir efnahagshrun þarf að endurgreiða fyrrverandi eiginkonu sinni greiðslur vegna krafna sem hún hafði greitt sem ábyrgðarmaður. Hann þarf að greiða henni 1,7 milljónir króna með dráttarvöxtum. Innlent 23.5.2024 17:01 « ‹ 286 287 288 289 290 291 292 293 294 … 334 ›
Hafa níu mánuði til að svara dómi MDE í talningamálinu Íslensk stjórnvöld hafa níu mánuði til að skila áætlun til fullnustudeildar Evrópuráðsins um þær ráðstafanir sem gripið verður til vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu um talningamálið svokallaða. Það kemur fram í svari ráðuneytisins til fréttastofu. Innlent 24.5.2024 13:56
Sló aðra á heimilinu ítrekað með hleðslusnúru Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot í nánu sambandi, með því að beita fyrrverandi eiginkonu hans og börn ítrekuðu ofbeldi. Fólst það meðal annars að slá þau með hleðslusnúru. Innlent 24.5.2024 13:51
Vonar að þetta dugi til Halla Tómasdóttir segir ljóst að frammistaða hennar í kappræðum hafi haft mikil áhrif á fylgi hennar. Hún mælist nú önnur í skoðanakönnunum með rúmlega 18 prósent fylgi, en mældist aðeins með um 5 prósent fylgi fyrr í mánuðinum. Innlent 24.5.2024 11:49
Hagkaup selur áfengi og Þórkatla kaupir í Grindavík Í hádegisfréttum fjöllum við um áform Hagkaups að selja áfengi í verslunum keðjunnar. Innlent 24.5.2024 11:38
„Þetta setti af stað dómínó-áhrif út um allan heim“ Nemendur í háskólum Hollands hafa undanfarna daga reist tjaldbúðir á skólalóðum til stuðnings Palestínu, og margir mætt mikilli hörku lögreglu. Íslenskur nemandi lýsir mikilli samstöðu meðal stúdenta sem fara fram á að hollenskir háskólar taki skýrari afstöðu gegn ísraelskum stjórnvöldum og slíti tengslum við ísraelska háskóla og fyrirtæki. Erlent 24.5.2024 10:58
„ÁTVR dugar“ Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir það skaðlegt samfélaginu að selja áfengi í matvöruverslunum, því áfengi sé engin venjuleg söluvara. Nú þegar sé nægt aðgengi að áfengi með rekstri ÁTVR og markaðssamkeppni óþörf. „ÁTVR dugar.“ Innlent 24.5.2024 10:54
Hækka leigu á stúdentagörðum um tvö prósent í haust Félagsstofnun stúdenta, FS, hækkar leigu á stúdentagörðunum um tvö prósent frá og með 1. september næstkomandi. Ástæða hækkunar er aukin rekstrarkostnaður og aukin viðhaldskostnaður sem ekki hefur tekist að rétta úr undanfarin ár. Innlent 24.5.2024 10:26
Safna til að koma konunum í varanlegt skjól í Nígeríu Hópur fólks stendur nú fyrir söfnun til að aðstoða þrjár nígerískar konur sem var vísað úr landi fyrr í þessum mánuði. Konurnar fengu allar endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd fyrir um ári síðan og voru fluttar á brott í þvinguðum brottflutningi. Innlent 24.5.2024 09:32
Fundur um athafnaborgina Reykjavík Opinn kynningarfundur borgarstjóra í Ráðhúsi Reykjavíkur, fer fram í dag klukkan 9 til 11 þar sem verður fjallað um Reykjavík sem athafnaborg. Fundurinn fer fram í ráðhúsinu Reykjavíkur og er í beinu streymi. Innlent 24.5.2024 08:52
Kostnaður vegna uppkaupa fjórtán milljörðum meiri en áætlað var Útlit er fyrir að heildarfjárfesting Þórkötlu í húsnæði í Grindavík verði allt að 75 milljarðar í heildina eða um 14 milljörðum króna meiri en áætlað var við setningu laganna um úrræðið. Aukinn kostnaður skýrist að mestu af hækkun brunabótamats á eignum í bænum. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Fasteignafélaginu Þórkötlu. Innlent 24.5.2024 08:40
Brottfall ungra karla á Íslandi úr námi hæst í Evrópu Um 16 prósent ungs fólks á aldrinum 18 til 24 á Íslandi flosnuðu upp úr námi eftir mennta- eða framhaldsskóla samkvæmt niðurstöðum nýrrar greiningar fyrir árið 20230 á vegum Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Ísland er í þriðja sæti meðal Evrópuríkja. Innlent 24.5.2024 08:09
Ákærður fyrir að nauðga barnungri hálfsystur sinni Karlmaður hefur verið ákærður fyrir tvær nauðganir en önnur þeirra beindist gegn barnungri hálfsystur hans. Meint brot mannsins áttu sér stað árið 2021, annars vegar í maí og hins vegar í júní. Innlent 24.5.2024 08:00
Enginn málefnalegur ágreiningur skýri brotthvarf bæjarstjóra Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg og verðandi bæjarstjóri segir engan málefnalegan ágreining hafa verið innan flokksins í bæjarstjórn sem skýri brotthvarf Fjólu Kristinsdóttur úr meirihlutanum. Fjóla vill ekki tjá sig um ákvörðun sína. Innlent 24.5.2024 08:00
Gul viðvörun: Fyrsta trampólínið þegar fokið Gul viðvörun tekur gildi klukkan 08 víða um land, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu. Fyrsta trampólínið er þegar fokið í Kópavogi. Veður 24.5.2024 07:35
Réðst í tvígang á starfsmann verslunar í Skeifunni Alls eru átta vistaðir í fangaklefa Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna mála sem komu upp í gærkvöldi og í nótt. Lögregla sinnti fjölbreyttum verkefnum um til dæmis þjófnað út matvöruverslun, akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna og innbrot. Innlent 24.5.2024 07:18
Óttast um afdrif ríflega hundrað eftir aurskriðu Talið er að ríflega eitt hundrað gætu hafa farist þegar aurskriða féll á þorp í Papúa Nýju-Gíneu í nótt. Erlent 24.5.2024 07:15
Allsherjarsigur gegn Hamas ólíklegur Þrátt fyrir umfangsmikinn hernað á Gasaströndinni berjast vígamenn Hamas-samtakanna enn af krafti gegn ísraelska hernum. Þá skjóta Hamas-liðar enn eldflaugum að Ísrael en ráðamenn í Ísrael og í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að Ísraelar geti ekki náð markmiðum ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahú um algeran sigur gegn hryðjuverkasamtökunum. Erlent 24.5.2024 06:44
Neyðarlínan lýsir eftir börnum sem komu færandi hendi Óþekkt börn skyldu eftir glaðning á stéttinni fyrir framan húsnæði Neyðarlínunnar í gær. Glaðningurinn innihélt gjafir og þakklætisbréf og skilaboðin voru einföld; „Takk 112!“ Innlent 24.5.2024 06:31
Segir yfirlýsingar um að FBI hafi mátt skjóta Trump stórhættulegar Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir fullyrðingar Donalds Trump og bandamanna hans að alríkislögreglan FBI hafi fengið heimild til þess að skjóta hann þegar hún gerði húsleit hjá honum stórhættulegar. Fullyrðingarnar byggjast á stöðluðu orðalagi í tengslum við húsleitir. Erlent 23.5.2024 23:45
Augljóst að fylgið er enn á verulegri hreyfingu Fylgi við forsetaframbjóðendur er enn á verulegri hreyfingu nú þegar rúm vika er til kosninga, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Hann segir mjög athyglisvert að forystusauðurinn Katrín Jakobsdóttir mælist aðeins með fjórðungsfylgi. Innlent 23.5.2024 23:08
Segir samstöðu lykilinn að jarðgangagerð Færeyinga Algjör samstaða um jarðgangagerð er lykillinn að samgöngubyltingu Færeyja, segir ráðherrann Høgni Hoydal, og segir Hvalfjarðargöngin hafa reynst Færeyingum innblástur. Og það eru ekki Danir sem borga. Erlent 23.5.2024 21:55
Fjórir látnir eftir að bygging hrundi á Majorku Fjórir eru látnir eftir að bygging hrundi á spænsku eyjunni Majorka um klukkan hálf níu að staðartíma. 27 manns eru auk þess slasaðir. Erlent 23.5.2024 21:39
Ósátt með skýringar á andláti: „Dæmigert kveisubarn“ voru svörin Móðir sem missti sjö vikna gamla dóttur sína er ósátt við svör heilbrigðiskerfisins um andlátið og vill að einhver axli ábyrgð. Málið hefur verið tilkynnt til landlæknis. Innlent 23.5.2024 21:02
Áfram í fangelsi þótt gæsluvarðhaldskröfu hafi verið hafnað Litháenskur karlmaður sem er grunaður um að hafa valdið dauða samlanda síns í sumarhúsabyggð í Kiðjabergi í apríl verður áfram í haldi þrátt fyrir að dómari hafi hafnað gæsluvarðhaldskröfu lögreglu. Maðurinn afplánar nú eldri fangelsisdóm. Innlent 23.5.2024 20:31
Engin hlutdeildarlán fyrr en þingið afgreiðir fjáraukalög Enn hefur ekki borist meira fjármagn frá stjórnvöldum til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til að veita í hlutdeildarlán. Aðeins hefur verið úthlutað þrisvar sinnum á þessu ári en miðað er við að það gerist mánaðarlega. Engar breytingar verða þar á fyrr en frumvarp til fjáraukalaga verður samþykkt á Alþingi. Innlent 23.5.2024 20:01
Mál Alberts sýni að skýra þurfi reglurnar Horft var til eldra fordæmis þegar tekin var ákvörðun um að ekki væri heimilt að velja Albert Guðmundsson, leikmann Genóa í knattspyrnu, í næsta landsliðverkefni. Ríkissaksóknari á eftir að taka endanlega ákvörðun í máli hans. Ekki er deilt um túlkun reglna innan stjórnar en ljóst er að skýra verði reglurnar. Innlent 23.5.2024 19:22
Halla T skýst upp í annað sæti en Katrín leiðir Halla Tómasdóttir skýst upp í annað sæti forsetaframbjóðenda í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Katrín Jakobsdóttir er aftur á móti með afgerandi forystu og marktækur munur er á fylgi hennar og Höllu. Innlent 23.5.2024 19:11
Halla orðin vinsælasta plan B Tæplega fjórðungur landsmanna myndi kjósa Höllu Tómasdóttur ef þeirra fyrsti kostur væri ekki í boði. Þrisvar sinnum fleiri setja hana sem sitt plan B nú en fyrir mánuði. Á sama tíma og flestir myndu kjósa Katrínu eru enn fleiri sem geta ekki hugsað sér hana sem forseta. Innlent 23.5.2024 19:00
Vendingar í nýrri könnun og köttur heiðraður með styttu Töluverðar breytingar eru á stuðningi við forsetaframbjóðendur samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Maskínu. Helstu tíðindi verða birt í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við Ólaf Þ. Harðarson stjórnmálafræðing í beinni. Innlent 23.5.2024 18:00
Þarf að endurgreiða sinni fyrrverandi eftir allt saman Karlmaður sem fékk níutíu prósent skuldbindinga sinna felld niður með greiðsluaðlögunarsamningum eftir efnahagshrun þarf að endurgreiða fyrrverandi eiginkonu sinni greiðslur vegna krafna sem hún hafði greitt sem ábyrgðarmaður. Hann þarf að greiða henni 1,7 milljónir króna með dráttarvöxtum. Innlent 23.5.2024 17:01