„Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Smári Jökull Jónsson skrifar 13. júlí 2025 20:51 Aðstæður í tengslum við vegaframkvæmdir geta skapað hættu fyrir bifhjólafólk. Vísir/Vilhelm Bifhjólafólk er orðið langþreytt á að bíða eftir að meira tillit sé tekið til þeirra í vegakerfinu. Þau hafi áhyggjur af stöðunni og vilji að rödd þeirra heyrist. Bifhjólamaður lést í umferðarslysi í Reykjavík í vikunni. Málefni bifhjólafólks hafa verið í umræðunni síðustu vikur í tengslum við frumvarp um álagningu kílómetragjalds en öryggismál bifhjólafólks sömuleiðis. Í byrjun sumars vakti athygli myndband sem sýndi bifhjólamann renna á vegamerkingu í Reykjavík og í vikunni lést ökumaður bifhjóls í slysi á Miklubraut. Kristrún Tryggvadóttir bifhjólakona segir að svo virðist sem ekki sé tekið nægilega mikið tillit til bifhjólafólks í vegakerfinu og í umgengni við það, ýmislegt geti skapað hættu. „Vegrið, kantar, staurar og ef það verður fall af bifhjóli þá er það sem tekur við okkur eftir það. Hvort það eru aðrir í umferðinni eða vegakerfið,“ sagði Kristrún í kvöldfréttum Sýnar. „Við höfum áhyggjur af þessu“ Bifhjólafólk hefur unnið leiðbeiningar fyrir framkvæmdaaðila en Kristrún efast um hve mikið þær eru nýttar. „Við myndum vilja sjá mikla bót þar á og erum orðin langþreytt á það eru boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp og það á að gera eitthvað en svo bara líða árin og ekkert gerist.“ Kristrún segir of algengt að lausamöl berist á vegi, hún geri veginn flughálan. Vegamerkingar og nýtt malbik geti einnig skapað hættu. Hún segir bifhjólafólk vita að engum gangi illt til en segir að vegakerfið eigi að vera hægt að hanna með tilliti til bifhjólafólks. „Við viljum bara fá þessa rödd að hún heyrist, að við höfum áhyggjur af þessu og við viljum vinna með fólki til að bæta þetta.“ Bifhjól Umferð Umferðaröryggi Lögreglumál Vegagerð Tengdar fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Fimmtugur karlmaður lést í mótorhjólaslysinu á Miklubraut í Reykjavík í morgun. 9. júlí 2025 15:19 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
Málefni bifhjólafólks hafa verið í umræðunni síðustu vikur í tengslum við frumvarp um álagningu kílómetragjalds en öryggismál bifhjólafólks sömuleiðis. Í byrjun sumars vakti athygli myndband sem sýndi bifhjólamann renna á vegamerkingu í Reykjavík og í vikunni lést ökumaður bifhjóls í slysi á Miklubraut. Kristrún Tryggvadóttir bifhjólakona segir að svo virðist sem ekki sé tekið nægilega mikið tillit til bifhjólafólks í vegakerfinu og í umgengni við það, ýmislegt geti skapað hættu. „Vegrið, kantar, staurar og ef það verður fall af bifhjóli þá er það sem tekur við okkur eftir það. Hvort það eru aðrir í umferðinni eða vegakerfið,“ sagði Kristrún í kvöldfréttum Sýnar. „Við höfum áhyggjur af þessu“ Bifhjólafólk hefur unnið leiðbeiningar fyrir framkvæmdaaðila en Kristrún efast um hve mikið þær eru nýttar. „Við myndum vilja sjá mikla bót þar á og erum orðin langþreytt á það eru boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp og það á að gera eitthvað en svo bara líða árin og ekkert gerist.“ Kristrún segir of algengt að lausamöl berist á vegi, hún geri veginn flughálan. Vegamerkingar og nýtt malbik geti einnig skapað hættu. Hún segir bifhjólafólk vita að engum gangi illt til en segir að vegakerfið eigi að vera hægt að hanna með tilliti til bifhjólafólks. „Við viljum bara fá þessa rödd að hún heyrist, að við höfum áhyggjur af þessu og við viljum vinna með fólki til að bæta þetta.“
Bifhjól Umferð Umferðaröryggi Lögreglumál Vegagerð Tengdar fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Fimmtugur karlmaður lést í mótorhjólaslysinu á Miklubraut í Reykjavík í morgun. 9. júlí 2025 15:19 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
Ökumaður bifhjólsins látinn Fimmtugur karlmaður lést í mótorhjólaslysinu á Miklubraut í Reykjavík í morgun. 9. júlí 2025 15:19