Fréttir

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Viðbúið er að húsnæðisverð hækki þegar Grindvíkingar koma inn á fasteignamarkaðinn að sögn fjármálaráðherra. Hagfræðideild Landsbankans segir hækkunina meðal annars fara eftir því hvort gripið verði til skuldsetningar eða skattheimtu.

Innlent

Grímuskyldan felld niður

Farsóttanefnd Landspítala hefur lagt til við forstjóra spítalans að breyta grímuskyldu sem sett var á 4. janúar síðastliðinn í valkvæða grímunotkun.

Innlent

Á­kveða sig eftir Söngva­keppnina

Ríkisútvarpið ætlar ekki að taka neina ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Að óbreyttu verður Ísland meðal þátttökuþjóða í Malmö í maí. 

Innlent

Kaldar kveðjur til Þróttar og KR

Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segir ekki nægilega skýrt hvernig eða hvort brugðist sé við þeim bráðavanda sem myndast hafi í aðstöðumálum íþróttafélaga og grunnskóla í Laugardal með nýrri þjóðarhöll.

Innlent

Vonast eftir af­gerandi sigri gegn Haley

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, vonast eftir yfirgnæfandi sigri í forvali Repúblikanaflokksins í New Hampshire í dag. Hann vonast til þess að sigurinn verði svo afgerandi að hann geri út af við mótframboð Nikki Haley og annarra frambjóðenda.

Erlent

Maðurinn í Bátavogi lést vegna köfnunar

Dánarorsök mannsins sem lést í Bátavogi í september í fyrra liggur nú fyrir. Samkvæmt endanlegri niðurstöðu úr réttarkrufningu lést maðurinn af völdum köfnunar, og þá hafði innvortisblæðing spillandi áhrif á súrefnisnæringu til heilans sem var til þess fallið að stuðla enn frekar að köfnuninni.

Innlent

Meint fram­hjá­hald gæti tafið mála­ferli gegn Trump um ár

Fani Willis, héraðssaksóknari í Fulton-sýslu i Georgíu í Bandaríkjunum, hefur verið sökuð um að halda við saksóknarann sem hún réð til að halda utan um málaferli ríkisins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta. Ásakanirnar gætu leitt til margra ára tafa á málaferlunum gegn Trump og öðrum sem voru ákærðir með honum.

Erlent

HR fær 200 milljónir í rannsóknarhús

Háskólanum í Reykjavík hefur verið úthlutað 200 milljónum króna í stuðning til fjármögnunar undirbúnings að uppbyggingu á allt að 6000 fermetra rannsókna- og nýsköpunarhúsi við skólann. Þetta kemur fram í tilkynningu frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu.

Innlent

„Þú notar ekki sömu krónurnar tvisvar“

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármála-og efnahagsráðherra, segir ljóst að aðgerðir til handa Grindvíkingum hafi áhrif á stöðu ríkisfjármála og þar með mögulegt útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum.

Innlent

Dapur­legt ef stjórn­völd ætla að draga í land í kjara­við­ræðum vegna Grinda­víkur

Formaður VR segir dapurlegt ef stjórnvöld ætli að notfæra sér stöðuna í Grindavík til að draga í land með aðgerðir í tengslum við nýja kjarasamninga. Stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins virðist ekki hafa trú á að hægt sé að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ef Seðlabankinn hækki vexti í byrjun febrúar sé þátttöku verkalýðshreyfingarinnar í þessari tilraun lokið.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum tökum við stöðuna á kjaraviðræðunum en Formaður VR segir dapurlegt ef stjórnvöld ætli að notfæra sér stöðuna í Grindavík til að draga í land með aðgerðir í tengslum við nýja kjarasamninga.

Innlent

Börn geti ekki leikið sér nógu mikið úti

Börn og ungmenni í Bretlandi verða fyrir mikilli heilsufarsskerðingu þar sem þeim stendur ekki til boða að leika sér úti í sama mæli og áður í landinu. Hagsmunasamtök segja bresk stjórnvöld ekki horfa til mikilvægi þessa þegar kemur að skipulagsmálum.

Erlent

Enn rís Mið­flokkurinn

Samfylkingin mælist með tæplega 26 prósenta fylgi og er enn stærsti stjórnmálaflokkurinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi Miðflokksins eykst þriðju mælinguna í röð og mælist flokkurinn nú með tólf prósenta fylgi.

Innlent

Felldu tuttugu og einn her­mann í um­sátri

Ráðamenn í Ísrael segja 24 ísraelska hermenn hafa fallið í átökum við Hamas-liða á Gasaströndinni í gær. Þar af féllu 21 þeirra í sömu árás Hamas en gærdagurinn var sá mannskæðasti fyrir ísraelska herinn frá 7. október.

Erlent

Björn ekki á leið í forsetaframboð

Björn Zoëga, forstjóri Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð, segist ekki á leið aftur til Íslands eða í forsetaframboð. Greint var frá því í gær að hann hefði ákveðið að láta af störfum sem forstjóri spítalans en hann hefur gegnt þeirri stöðu frá árinu 2019.

Innlent

Skaut átta til bana í Illinois

Byssumaður sem grunaður er um að hafa skotið átta til bana í borginni Joliet í Illinois í Bandaríkjunum í nótt er látinn eftir átök við lögreglu í Texas ríki, í tvöþúsund kílómetra fjarlægð.

Erlent