Fréttir Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Joakim Medin, blaðamaður hjá dagblaðinu Dagens ETC, hefur verið handtekinn í Tyrklandi. Hann ferðaðist til landsins til að fjalla um fjölmenn mótmæli þarlendis. Erlent 28.3.2025 15:20 Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Fuglaverndarsamtök hafa kært framkvæmdir við skógrækt utan við Húsavík sem áttu sér stað í fyrra til lögreglu. Þau halda því fram að lög um náttúru- og dýravernd hafi verið brotin þar sem framkvæmdirnar hafi raskað varplendi fugla. Framkvæmdastjóri skógræktarfyrirtækisins segir að gætt hafi verið að því að engin hreiður væru á svæðinu. Innlent 28.3.2025 15:09 Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Lofther Ísraelsher gerði fyrstu loftárásina í Beirút, höfuðborg Líbanon, síðan vopnahlé var samþykkt milli Ísrales og Hezbollah samtakanna undir lok síðasta árs. Erlent 28.3.2025 14:31 Lokaæfing fyrir almyrkva Deildarmyrkvi á sólu mun sjást vel um allt land í fyrramálið. Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, segir undirbúning vera að hefjast fyrir almyrkvann sem verður í ágúst á næsta ári. Þá muni landið væntanlega fyllast af túristum og álag aukast á innviði. Innlent 28.3.2025 13:11 Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Fulltrúar Pírata, Viðreisnar, Vina Kópavogs og Samfylkingar lögðu fram breytingartillögu á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í gær sem felur í sér að laun bæjarstjóra lækki um tíu prósent eins og laun annarra kjörinna fulltrúa. Bæjarstjóri segir að laun lykilstjórnenda verði skoðuð. Til að byrja með verði þau fryst út árið og hækkuð í samræmi við þingfararkaup en ekki launavísitölu. Innlent 28.3.2025 12:33 Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV „Ég er bara rosalega sorgmædd og mjög döpur. Sendi Ástu bara kærleikskveðjur,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra. Innlent 28.3.2025 12:25 Saka lögregluna um að rægja Kínverja Talsmaður kínverska sendiráðsins á Íslandi gagnrýnir fullyrðingar fulltrúa ríkislögreglustjóra um njósnir Kínverja og sakar hann um að dreifa rógburði um Kína. Þótt talsmaðurinn segi sendiráðið á móti ummælum hans hafnar hann þeim ekki berum orðum. Innlent 28.3.2025 11:59 Verður aflífaður eftir allt saman Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur úrskurðað að hundur af gerðinni American Akita, sem hefur bitið mann og þrjá hunda, skuli aflífaður eftir allt saman. Eigandi hundsins kærði ákvörðun heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar um aflífun en þeirri kröfu hefur nú verið hafnað af úrskurðarnefndinni. Innlent 28.3.2025 11:39 Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Í hádegisfréttum fjöllum við um náttúrúhamfarirnar í Asíu en í morgun riðu tveir mjög öflugir skjálftar yfir í Mjanmar. Innlent 28.3.2025 11:39 Óttast að mörg hundruð séu látin Að minnsta kosti 20 eru látnir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Skjálftarnir hafa valdið gríðarlegri eyðileggingu, bæði í Mjanmar og í Bangkok á Taílandi. Erlent 28.3.2025 10:44 Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi, hefur verið skipuð í embætti framkvæmdastjóra nýrrar Mannréttindastofnunar Íslands. Hún er skipuð til næstu fimm ára. Innlent 28.3.2025 10:18 Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við þjófum sem hafa verið á ferðinni á miðborgarsvæðinu undanfarna daga. Þeir eru sagðir vera erlendir ríkisborgarar og herja á ferðamenn og hafa borist tilkynningar um slík mál við Hallgrímskirkju og nágrenni hennar. Innlent 28.3.2025 09:59 Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Stuðningur við bann geng símanotkun nemenda í grunnskólum hefur aukist og mælist nú 62 prósent. Árið 2023 sögðust 56 prósent fylgjandi banni. Innlent 28.3.2025 09:50 Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Nýr starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar og verkalýðsfélaganna BSRB og ASÍ á að skoða nýjar leiðir til þess að auka framboð og hraða uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Hópurinn á að skila sínum tillögum í maí. Starfshópurinn mun skoða sérstaklega hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfársárdal auk þess sem hann á að kortleggja helstu möguleika á uppbyggingu næstu 10 til 15 árin. Innlent 28.3.2025 09:47 Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Egypsk yfirvöld yfirheyrðu áhöfn ferðamannakafbáts sem sökk í Rauðahafi í gær. Enn liggur ekki fyrir hvað olli slysinu sem kostaði sex rússneska ferðamenn lífið, þar á meðal tvö börn. Fjórir eru sagðir þungt haldnir eftir slysið. Erlent 28.3.2025 09:21 Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri boðar til húsnæðisfundar í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan níu. Yfirskrift fundarins er Byggjum borg fyrir fólk og verður sú áhersla í erindi borgarstjóra og fyrirlesara. Innlent 28.3.2025 08:15 Albanese boðar til þingkosninga Forsætisráðherra Ástralíu hefur boðað til þingkosninga í landinu og munu kjósendur þar ganga að kjörborðinu þann 3. maí næstkomandi. Erlent 28.3.2025 07:54 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Jarðskjálfti af stærðinni 7,7 skók Mjanmar í morgun. Erlent 28.3.2025 07:27 Snjókoma sunnantil eftir hádegi Veðurstofan spáir norðaustlægri átt í dag, þrír til tíu metrar á sekúndu, og áfram lítilsháttar éljum fyrir norðan. Spár gera ráð fyrir að smálægð komi inn fyrir Suðurland með snjókomu á þeim slóðum eftir hádegi. Veður 28.3.2025 07:08 Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gefið út enn eina forsetatilskipunina þar sem hann meðal annars felur varaforsetanum J.D. Vance að uppræta „and-bandaríska hugmyndafræði“ á yfir tuttugu söfnum og rannsóknarstofnunum Smithsonian. Erlent 28.3.2025 07:00 Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði „Það var greinilega þeirra daglega iðja að koma við hér á Þingvöllum og síðan héldu þeir áfram yfir á Gullfoss og Geysi,“ segir Einar Á.E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, um erlenda vasaþjófa sem hafa herjað á ferðamenn hérlendis. Innlent 28.3.2025 06:27 Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Níu gista fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nú í morgunsárið, þeirra á meðal fimm sem voru handteknir grunaðir um líkamsárás í póstnúmerinu 104. Innlent 28.3.2025 06:13 Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Kanadamenn þurfa að gera umfangsmiklar breytingar á hagkerfi þeirra og í raun umturna því. Þetta sagði Mark Carney, forsætisráðherra, Kanada í ræðu sem hann hélt í kvöld en hann lýsti því meðal annars yfir að hið gamla samband Kanadamanna við nágranna sína í suðri, Bandaríkjamenn, væri búið. Erlent 27.3.2025 23:00 Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Karl III Bretakonungur var lagður inn á sjúkrahús í dag vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar. Hann var útskrifaður stuttu seinna. Erlent 27.3.2025 22:03 Sólmyrkvi á laugardaginn Deildarmyrkvi á sólu verður vel sjáanlegur frá Íslandi á laugardag, verði veður hagstætt. Þetta er síðasti deildarmyrkvinn sem sýnilegur er hér á landi fyrir almyrkvann í ágúst 2026. Innlent 27.3.2025 21:57 Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Það étur mann upp andlega og líkamlega að segja fréttir frá stríði. Þetta segir Íslendingur búsettur í Úkraínu sem hefur fjallað um stríðið frá upphafi allsherjarinnrásar. Mikilvægt sé að gera sér grein fyrir umfangi stríðsins og því að Úkraína sé ekki aðeins að verja eigin land, heldur einnig Evrópu. Innlent 27.3.2025 21:32 Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Auknar kröfur og eftirlit skattsins gagnvart íþróttafélögum hefur valdið titringi í hreyfingunni hér á landi. Lögmaður segir það skjóta skökku við að sjálfboðaliðar geti sætt refsiábyrgð og starfshópur hagsmunaaðila leitar lausna til að liðka fyrir rekstri íþróttahreyfinga. Innlent 27.3.2025 21:02 Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ísraelskir embættismenn kvörtuðu á dögunum við Hvíta húsið yfir upplýsingum sem send voru í spjallhóp háttsettra bandarískra embættismanna á Signal. Þar kom fram að Bandaríkin hefðu upplýsingar um að eitt helsta skotmark þeirra í nýlegum árásum gegn Hútum í Jemen væri heima hjá kærustu sinni og var sprengjum varpað á húsið. Erlent 27.3.2025 21:02 Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Viðræðum um myndun meirihluta á grænlenska þinginu er lokið og koma fjórir fimm flokkanna á þinginu að nýrri ríkisstjórn. Til stendur að undirrita stjórnarsáttmála í hádeginu á morgun. Erlent 27.3.2025 20:13 Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Ríkislögeglustjóri segir fjölmarga skipulagða glæpahópa starfa hér á landi. Dæmi séu um að þeir hafi verið nýttir af erlendum ríkjum til að fremja skemmdarverk. Innlent 27.3.2025 20:00 « ‹ 2 3 4 5 6 7 8 9 10 … 334 ›
Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Joakim Medin, blaðamaður hjá dagblaðinu Dagens ETC, hefur verið handtekinn í Tyrklandi. Hann ferðaðist til landsins til að fjalla um fjölmenn mótmæli þarlendis. Erlent 28.3.2025 15:20
Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Fuglaverndarsamtök hafa kært framkvæmdir við skógrækt utan við Húsavík sem áttu sér stað í fyrra til lögreglu. Þau halda því fram að lög um náttúru- og dýravernd hafi verið brotin þar sem framkvæmdirnar hafi raskað varplendi fugla. Framkvæmdastjóri skógræktarfyrirtækisins segir að gætt hafi verið að því að engin hreiður væru á svæðinu. Innlent 28.3.2025 15:09
Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Lofther Ísraelsher gerði fyrstu loftárásina í Beirút, höfuðborg Líbanon, síðan vopnahlé var samþykkt milli Ísrales og Hezbollah samtakanna undir lok síðasta árs. Erlent 28.3.2025 14:31
Lokaæfing fyrir almyrkva Deildarmyrkvi á sólu mun sjást vel um allt land í fyrramálið. Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, segir undirbúning vera að hefjast fyrir almyrkvann sem verður í ágúst á næsta ári. Þá muni landið væntanlega fyllast af túristum og álag aukast á innviði. Innlent 28.3.2025 13:11
Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Fulltrúar Pírata, Viðreisnar, Vina Kópavogs og Samfylkingar lögðu fram breytingartillögu á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í gær sem felur í sér að laun bæjarstjóra lækki um tíu prósent eins og laun annarra kjörinna fulltrúa. Bæjarstjóri segir að laun lykilstjórnenda verði skoðuð. Til að byrja með verði þau fryst út árið og hækkuð í samræmi við þingfararkaup en ekki launavísitölu. Innlent 28.3.2025 12:33
Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV „Ég er bara rosalega sorgmædd og mjög döpur. Sendi Ástu bara kærleikskveðjur,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra. Innlent 28.3.2025 12:25
Saka lögregluna um að rægja Kínverja Talsmaður kínverska sendiráðsins á Íslandi gagnrýnir fullyrðingar fulltrúa ríkislögreglustjóra um njósnir Kínverja og sakar hann um að dreifa rógburði um Kína. Þótt talsmaðurinn segi sendiráðið á móti ummælum hans hafnar hann þeim ekki berum orðum. Innlent 28.3.2025 11:59
Verður aflífaður eftir allt saman Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur úrskurðað að hundur af gerðinni American Akita, sem hefur bitið mann og þrjá hunda, skuli aflífaður eftir allt saman. Eigandi hundsins kærði ákvörðun heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar um aflífun en þeirri kröfu hefur nú verið hafnað af úrskurðarnefndinni. Innlent 28.3.2025 11:39
Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Í hádegisfréttum fjöllum við um náttúrúhamfarirnar í Asíu en í morgun riðu tveir mjög öflugir skjálftar yfir í Mjanmar. Innlent 28.3.2025 11:39
Óttast að mörg hundruð séu látin Að minnsta kosti 20 eru látnir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Skjálftarnir hafa valdið gríðarlegri eyðileggingu, bæði í Mjanmar og í Bangkok á Taílandi. Erlent 28.3.2025 10:44
Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi, hefur verið skipuð í embætti framkvæmdastjóra nýrrar Mannréttindastofnunar Íslands. Hún er skipuð til næstu fimm ára. Innlent 28.3.2025 10:18
Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við þjófum sem hafa verið á ferðinni á miðborgarsvæðinu undanfarna daga. Þeir eru sagðir vera erlendir ríkisborgarar og herja á ferðamenn og hafa borist tilkynningar um slík mál við Hallgrímskirkju og nágrenni hennar. Innlent 28.3.2025 09:59
Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Stuðningur við bann geng símanotkun nemenda í grunnskólum hefur aukist og mælist nú 62 prósent. Árið 2023 sögðust 56 prósent fylgjandi banni. Innlent 28.3.2025 09:50
Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Nýr starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar og verkalýðsfélaganna BSRB og ASÍ á að skoða nýjar leiðir til þess að auka framboð og hraða uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Hópurinn á að skila sínum tillögum í maí. Starfshópurinn mun skoða sérstaklega hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfársárdal auk þess sem hann á að kortleggja helstu möguleika á uppbyggingu næstu 10 til 15 árin. Innlent 28.3.2025 09:47
Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Egypsk yfirvöld yfirheyrðu áhöfn ferðamannakafbáts sem sökk í Rauðahafi í gær. Enn liggur ekki fyrir hvað olli slysinu sem kostaði sex rússneska ferðamenn lífið, þar á meðal tvö börn. Fjórir eru sagðir þungt haldnir eftir slysið. Erlent 28.3.2025 09:21
Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri boðar til húsnæðisfundar í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan níu. Yfirskrift fundarins er Byggjum borg fyrir fólk og verður sú áhersla í erindi borgarstjóra og fyrirlesara. Innlent 28.3.2025 08:15
Albanese boðar til þingkosninga Forsætisráðherra Ástralíu hefur boðað til þingkosninga í landinu og munu kjósendur þar ganga að kjörborðinu þann 3. maí næstkomandi. Erlent 28.3.2025 07:54
43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Jarðskjálfti af stærðinni 7,7 skók Mjanmar í morgun. Erlent 28.3.2025 07:27
Snjókoma sunnantil eftir hádegi Veðurstofan spáir norðaustlægri átt í dag, þrír til tíu metrar á sekúndu, og áfram lítilsháttar éljum fyrir norðan. Spár gera ráð fyrir að smálægð komi inn fyrir Suðurland með snjókomu á þeim slóðum eftir hádegi. Veður 28.3.2025 07:08
Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gefið út enn eina forsetatilskipunina þar sem hann meðal annars felur varaforsetanum J.D. Vance að uppræta „and-bandaríska hugmyndafræði“ á yfir tuttugu söfnum og rannsóknarstofnunum Smithsonian. Erlent 28.3.2025 07:00
Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði „Það var greinilega þeirra daglega iðja að koma við hér á Þingvöllum og síðan héldu þeir áfram yfir á Gullfoss og Geysi,“ segir Einar Á.E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, um erlenda vasaþjófa sem hafa herjað á ferðamenn hérlendis. Innlent 28.3.2025 06:27
Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Níu gista fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nú í morgunsárið, þeirra á meðal fimm sem voru handteknir grunaðir um líkamsárás í póstnúmerinu 104. Innlent 28.3.2025 06:13
Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Kanadamenn þurfa að gera umfangsmiklar breytingar á hagkerfi þeirra og í raun umturna því. Þetta sagði Mark Carney, forsætisráðherra, Kanada í ræðu sem hann hélt í kvöld en hann lýsti því meðal annars yfir að hið gamla samband Kanadamanna við nágranna sína í suðri, Bandaríkjamenn, væri búið. Erlent 27.3.2025 23:00
Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Karl III Bretakonungur var lagður inn á sjúkrahús í dag vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar. Hann var útskrifaður stuttu seinna. Erlent 27.3.2025 22:03
Sólmyrkvi á laugardaginn Deildarmyrkvi á sólu verður vel sjáanlegur frá Íslandi á laugardag, verði veður hagstætt. Þetta er síðasti deildarmyrkvinn sem sýnilegur er hér á landi fyrir almyrkvann í ágúst 2026. Innlent 27.3.2025 21:57
Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Það étur mann upp andlega og líkamlega að segja fréttir frá stríði. Þetta segir Íslendingur búsettur í Úkraínu sem hefur fjallað um stríðið frá upphafi allsherjarinnrásar. Mikilvægt sé að gera sér grein fyrir umfangi stríðsins og því að Úkraína sé ekki aðeins að verja eigin land, heldur einnig Evrópu. Innlent 27.3.2025 21:32
Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Auknar kröfur og eftirlit skattsins gagnvart íþróttafélögum hefur valdið titringi í hreyfingunni hér á landi. Lögmaður segir það skjóta skökku við að sjálfboðaliðar geti sætt refsiábyrgð og starfshópur hagsmunaaðila leitar lausna til að liðka fyrir rekstri íþróttahreyfinga. Innlent 27.3.2025 21:02
Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ísraelskir embættismenn kvörtuðu á dögunum við Hvíta húsið yfir upplýsingum sem send voru í spjallhóp háttsettra bandarískra embættismanna á Signal. Þar kom fram að Bandaríkin hefðu upplýsingar um að eitt helsta skotmark þeirra í nýlegum árásum gegn Hútum í Jemen væri heima hjá kærustu sinni og var sprengjum varpað á húsið. Erlent 27.3.2025 21:02
Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Viðræðum um myndun meirihluta á grænlenska þinginu er lokið og koma fjórir fimm flokkanna á þinginu að nýrri ríkisstjórn. Til stendur að undirrita stjórnarsáttmála í hádeginu á morgun. Erlent 27.3.2025 20:13
Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Ríkislögeglustjóri segir fjölmarga skipulagða glæpahópa starfa hér á landi. Dæmi séu um að þeir hafi verið nýttir af erlendum ríkjum til að fremja skemmdarverk. Innlent 27.3.2025 20:00