Veður

Grjóthrun á Siglufjarðarvegi og skriðufall í Neskaupstað
Veðurstofan hefur gefið út viðvörun vegna skriðuhættu og vatnavaxta á norðan- og austanverðu landinu. Grjóthrun varð á Siglufjarðarvegi í kvöld og lítil skriða féll í Neskaupstað. Enn er gul viðvörun í gangi á stórum hluta landsins.

Það versta yfirstaðið en veður áfram leiðinlegt á morgun
Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, fór yfir veðrið í dag og næstu daga í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir það fyrst og fremst hafa vakið athygli sína hversu víðtækt veðrið var og að það hafi náð til landsins alls. Hann segir það versta yfirstaðið.

Vaktin: Ekta sumarhret leikur landann grátt
Veðurviðvaranir eru í gildi um allt land vegna norðan óveðurs. Björgunarsveitir standa í ströngu við að bjarga fé frá því að sökkva í fönn, Veðurstofan varar við skriðuhættu þvert yfir norðurströnd landsins og þetta allt í júní eftir hlýjasta og veðursælasta maí í manna minnum.

Skriðuhætta geti skapast á ólíklegum stöðum
Skriðuhætta er á öllu norðanverðu landinu frá Ströndum að norðanverðum Austfjörðum. Mikil rigning er á landinu norðanverðu samfara leysingum og því má búast við vatnavöxtum. Mesta úrkoman mun falla á Tröllaskaga og Flateyjarskaga.

Lýsa yfir óvissustigi vegna veðurs
Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi og Suðurlandi, hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna frá og með klukkan 18 í kvöld, vegna norðanáhlaups sem spáð er næsta sólarhringinn.

Höfuðborgarsvæðið bætist í hópinn
Veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir alla landshluta. Fyrstu gulu viðvaranirnar tóku gildi fyrr í dag, á Norðurlandi og Austurlandi að Glettingi, og hinar munu jafnt og þétt taka gildi á næstu klukkutímum.

Lægð nálgast sem dýpkar ört
Lægð er nú sunnan við landið sem dýpkar ört og fer til austurs. Spár gera ráð fyrir að lægðarmiðjan verði nærri Færeyjum fyrir hádegi á morgun og þrýstingur í miðjunni þá 966 millibör sem er óvenjulega lág tala á þessum árstíma.

Rigning í dag og svo von á júníhreti
Í dag færist regnsvæði yfir landið úr vestri og búast má við rigningu af og til í flestum landshlutum. Hvergi er þó búist við mikilli úrkomu. Vindur verður áfram fremur hægur og áttin vestlæg eða breytileg. Hiti verður á bilinu sex til 13 stig. Síðar í vikunni stefnir í júníhret og er búið að gefa út gular viðvaranir vegna þess.

Breytileg átt og skúrir á víð og dreif
Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur hægri breytilegri átt í dag og skúrum á víð og dreif, einkum seinnipartinn. Veðrið hefur því lítið breyst frá því sem var í gær og fyrradag.

Skin og skúrir í dag
Í dag, uppstigningardag, er spáð svipuðu veðri og var í gær. Fremur hægri breytilegri átt með skúrum nokkuð víða, sérstaklega síðdegis en þá geta orðið nokkuð öflugar dembur sums staðar inn til landsins.

Hægviðri og lítilsháttar væta
Veðurstofan gerir ráð fyrir að í dag og næsti daga verði hægviðri um allt land með skúrum eða lítilsháttar vætu.

Víða skýjað, væta og hiti að þrettán stigum
Veðurstofan gerir ráð fyrir breytilegri átt í dag, þremur til átta metrum á sekúndu, en norðvestantil er hins vegar spáð átta til þrettán metrum fram á kvöld.

Áfram norðanátt og sums staðar strekkingsvindur
Skammt norðaustur af Færeyjum er hægfara lægð sem viðheldur norðanáttinni hjá okkur í dag og má reikna með fimm til þrettán metrum á sekúndu.

Rigning í kortunum
Yfir landinu er grunn lægð sem hreyfist lítið. Í dag má búast við fremur hægri og breytilegri átt og skýjað verður á flestöllu landinu.

Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé
Hitabylgjan sem reið yfir landið dagana 13. til 22. maí er sú mesta sem vitað er um í maímánuði hér á landi. Tíu daga í röð mældist hiti 20 stig eða hærri einhvers staðar á landinu og fjöldi hitameta í maímánuði var sleginn.

Skýjað og sums staðar blautt
Lægð á Grænlandshafi stjórnar veðrinu á landinu í dag og önnur smálægð er við suðausturströndina. Veðurfræðingur spáir hægri og breytilegri átt.

Reikna með talsverðri rigningu austantil
Á Grænlandshafi er nú hægfara lægð en skil hennar þokast austur yfir landið í dag með tilheyrandi sunnankalda eða -strekkingi og rigningu. Það dregur úr vindi vestantil með kvöldinu.

Varað við snörpum hviðum
Veðurfræðingur Vegagerðarinnar hefur varað við snörpum hviðum undir Hafnarfjalli og á norðanverðu Snæfellsnesi síðar í dag.

Leiðin opnast fyrir lægðir að sækja að landinu
Hæðin milli Íslands og Skotlands, sem stjórnað hefur góða veðrinu síðustu daga, er að gefa eftir og því opnað leiðina fyrir lægðir að sækja að landinu.

Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast
Áfram er búist við hlýju og björtu veðri í dag, en víða lágskýjuðu eða þokubökkum og svalara lofti við ströndina.

Áfram sól og hlýtt í veðri
Veðurstofan gerir ráð fyrir hægri breytilegri átt eða hafgolu í dag. Víða verður léttskýjað og hlýtt í veðri, en sums staðar þoka við ströndina norðan- og vestanlands og mun svalara.

Getur víða farið yfir tuttugu stig
Hæð yfir landinu stýrir veðrinu í dag og verður áfram hlýtt í veðri. Útlit er fyrir fremur hæga breytilega átt eða hafgolu og víða björtu veðri, en við ströndina eru líkur á þokulofti, einkum sunnan- og vestanlands.

Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“
Veðurfræðingur segir frávik í loftstraumum valda hlýjunni sem hefur verið undanfarna daga. Næstu þrjá daga verður áfram gott veður áður en væta tekur við. Honum þykir líklegt að maímet hafi fallið á þónokkrum stöðum í dag.

Hitamet maímánaðar frá 1960 næstum fallið
Hæsti hiti í Reykjavík mældist í dag 20,4 stig og vantaði aðeins 0,2 stig til að jafna maí-hitamet frá 14. maí 1960.

Hiti getur farið yfir 20 stig
Í dag verður hæg breytileg átt á landinu eða hafgola og víða léttskýjað. Líkur eru á þokulofti við ströndina. Hiti á bilinu 10 til 24 stig, hlýjast inn til landsins en svalast í þokulofti.

„Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“
Garðyrkjufræðingur segir ekkert nema gott hægt að segja um veðurblíðu síðustu daga. Sumarið sé komið til að vera og bændur muni þurfa að hefja heyskap fyrr.

Ekkert lát á sumarveðrinu
Enn er spáð björtu og hlýju veðri á landinu í dag og og næstu daga. Hitinn gæti náð 23 stigum á Norðausturlandi þar sem verður hlýjast. Líkur eru þó á þokubökkum við sjóinn á sunnan- og austanverðu landinu.

Nýtt hitamet slegið á Egilsstöðum
Nýtt landshitamet í maímánuði var slegið á Egilsstaðaflugvelli í dag þar sem hiti mældist 25,8°C fyrr í dag. Hitametið var áður 25,6°C og var sett á Vopnafirði þann 26.maí 1992.

Gæti náð 24 stigum þar sem best lætur
Í dag verður áfram hæg og breytileg átt og víða bjartviðri, en suðlæg átt átta til fimmtán metrar á sekúndu suðvestan- og vestanlands og skýjað með köflum. Hiti verður á bilinu 13 til 23 stig, hlýjast verður væntanlega áfram á Norður- og Austurlandi, um 23-24 stig þar sem best lætur.

„Dýrlegt veður eins langt og séð verður“
Veðurfræðingur segir dýrlegt veður verða á öllu landinu verða næstu daga. Fólk skuli fara varlega með eld og vökva þær plöntur sem það vill að lifi þurrkatíðina af.