
Körfubolti

Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga
Skýrari mynd er nú komin á það hvernig miðasölu verður háttað fyrir EM karla í körfubolta. Íslenskir stuðningsmenn gætu þurft að hafa hraðar hendur í lok mars.

Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid
Keflvíkingar riðu ekki feitum hesti úr viðureign sinni í undanúrslitum VÍS bikarsins í kvöld. Þeir lutu í gras fyrir Val 67-91 og sáu ekki mikið til sólar í leiknum. Sigurður Ingimundarson þjálfari liðsins gat var ekki með skýringar á hittni sinna manna.

Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri
Joshua Jefferson er í því hlutverki að koma inn af bekknum í liði Vals eins og staðan er núna en hann heldur betur skilaði frábæru framlagi í sigri Vals á Keflavík í undanúrslitum VÍS bikarsins. Joshua skoraði 20 stig og Valur vann mínúturnar hans með 21 stigi.

„Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“
Jakob Sigurðarson, þjálfari KR, var vitanlega kampakátur eftir sigur lærisveina sinna gegn Stjörnunni í undanúrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta í Smáranum í kvöld.

„Sviðið sem við viljum vera á“
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, leikmaður KR, lagði svo sannarlega sitt af mörkum til þess að tryggja liði sínu sigur gegn Stjörnunni í kvöld og þar af leiðandi sæti í úrslitaleik VÍS-bikars karla í körfubolta.

Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit
Bikarmeistarar Keflavíkur mættu ofjarli sínum í Val í Smáranum í Kópavogi í seinni undanúrslitaleik kvöldsins í VÍS-bikar karla í körfubolta. Valsmenn voru fullir sjálfstrausts allar 40 mínúturnar en Keflvíkingar misstu sitt sjálfstraust í öðrum leikhluta. Leikurinn endaði 67-91 og Valur leikur við KR í bikarúrslitunum á laugardaginn.

Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni
KR lagði Stjörnuna að velli í hádramatískum leik í undanúrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta í Smáranum í kvöld. Lokatölur í leiknum sem var jafn og spennandi allan tímann urðu 94-91 KR í vil.

Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar
Gestur Bónus Körfuboltakvölds Extra í þessari viku var ekki af verri endanum; fótboltadoktorinn sjálfur, Hjörvar Hafliðason.

Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af
Körfuboltapabbinn skoðanaglaði LaVar Ball hefur lýst því hvað varð til þess að taka þurfti annan fótinn af honum.

„Við vorum mjög sigurvissar“
„Við vorum búnar að undirbúa okkur vel fyrir þennan leik og komum tilbúnar“ sagði Ísabella Ósk Sigurðardóttir eftir sigur Grindavíkur í bikarundanúrslitum gegn Þór Akureyri. Hún átti stóran þátt í sigrinum með sínum 14 stigum, 8 fráköstum, 3 stoðsendingum og 3 blokkum.

Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit
Grindavík vann 92-80 gegn Þór Akureyri í svakalega sveiflukenndum undanúrslitaleik bikarkeppni kvenna í körfubolta. Grindavík hefndi þar með fyrir tapið gegn Þór í undanúrslitum í fyrra og mun mæta Njarðvík í úrslitaleiknum næsta laugardag.

„Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn“
„Já, ég held það,“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur hvort það hafi truflað hans lið að fyrir leikinn gegn Hamri/Þór bjuggust flestir við sigri hjá sjóðheitu liði Njarðvíkinga. Njarðvík hafði sigur að lokum eftir æsispennu á síðustu sekúndunum.

Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn
Njarðvík er komið í úrslitaleik VÍS-bikars kvenna í körfubolta eftir 84-81 sigur á Hamri/Þór í undanúrslitaleik. Leikurinn væri æsispennandi og Hamar/Þór fékk tækifæri til að jafna metin í lokasókn sinni en tókst ekki.

Óbærileg bið eftir kvöldinu
Daníel Andri Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Þórs í körfubolta, segir mikla spennu fyrir undanúrslitaleik kvöldsins við Grindavík í bikarkeppninni. Biðin sé heldur löng eftir kvöldinu.

Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta
Nýr formaður Körfuknattleikssambands Íslands segir framtíðina bjarta í greininni. Hann vonast til að finna langtíma lausn varðandi erlenda leikmenn hér á landi.

Allt klárt fyrir úrslitakeppnina
Deildarkeppni 1. deildar karla í körfubolta er nú lokið. Fyrir lokaumferðina var ljóst að ÍA væru deildarmeistarar og myndu leika í Bónus-deildinni á næstu leiktíð. Liðin í 2. til 9. sæti fara í úrslitakeppnina um hitt sætið sem í boði er í Bónus-deildinni.

Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“
Tómas Steindórsson furðar sig á ummælum Draymonds Green, leikmanns Golden State Warriors, um Karl-Anthony Towns, leikmann New York Knicks, í hlaðvarpi sínu.

Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar
Eftir að hafa unnið sextán leiki í röð tapaði Cleveland Cavaliers loks þegar Orlando Magic mætti í heimsókn í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lokatölur 103-108, Orlando í vil.

Martin stigahæstur í stórsigri
Martin Hermannsson var stigahæsti maður vallarins er Alba Berlin vann öruggan 35 stiga sigur gegn Braunschweig í þýsku deildinni í körfubolta í kvöld, 73-108.

Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum
San Pablo Burgos náði þriggja stiga forystu á toppi spænsku b-deildarinnar í körfubolta eftir góðan útisigur í hádeginu.

Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki
Fyrstu mánuðir ársins hafa verið hræðilegir fyrir NBA körfuboltalið Dallas Mavericks og það lítur út fyrir að hlutirnir gætu jafnvel orðið enn verri.

Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ
Gullmerki Körfuknattleikssambands Íslands voru veitt á ársþinginu á Grand Hótel Reykjavík í gær.

Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfuboltamaðurinn Styrmir Snær Þrastarson og félagar hans í Belfius Mons unnu nauman tveggja stiga sigur er liðið tók á móti Donar Groningen í sameiginlegri deild Hollands og Belgíu í kvöld.

Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Kristinn Albertsson var í dag kjörinn nýr formaður Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ.

Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið
Jóhanna Jakobsdóttir, formaður Körfuknattleiksdeildar Aþenu, átti endurkomu á KKÍ þingið í dag og var vel tekið.

Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn
Körfuknattleiksþing samþykkti í dag tillögu um að það verði í höndum stjórnar KKÍ að hefja vinnu við breytingu á reglugerð um erlenda leikmenn fyrir Körfuknattleikssamband Íslands.

Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu
Fulltrúar Aþenu á Körfuknattleiksþinginu vildu fá að bæta við tillögu á KKÍ þinginu eftir að frestur til þess var runninn út. Þingið kaus því um hvort ætti að taka hana tillöguna fyrir á þinginu en það var fellt.

Svona var þing KKÍ
Ársþing Körfuknattleiksamabands Íslands árið 2025 fer fram á Grand hótel í dag og það er hægt að fylgjast með þinginu í beinni.

Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert
Í dag fer fram ársþing Körfuknattleikssambands Íslands og þar verður meðal annars kosið um nýjan formann sambandsins. Reynslubolti úr körfuboltahreyfingunni segir að þetta sé mikilvægasta þingið í langan tíma.

Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu
ÍR-ingar unnu eins stiga sigur á föllnum Hattarmönnum í Skógarselinu í kvöld, 84-83 og stigu um leið stórt skref í átt að úrslitakeppninni.