Skoðun

Fréttamynd

Sam­tal um launa­jafn­rétti og virðismat starfa í til­efni af Kvennaári

Helga Björg O. Ragnarsdóttir

Þann 24. október eru liðin 50 ár frá Kvennafrídeginum þegar konur hér á landi lögðu niður störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags síns. Staða kvenna á vinnumarkaði var langt frá því jöfn á við stöðu karla á þeim tíma. Störf þeirra voru vanmetin sem leiddi til þess að laun þeirra voru lægri.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Með góðri menntun eru börn lík­legri til að ná árangri

Börnum sem njóta stöðugleika og fagmennsku í leikskólastarfi líður betur, þau læra meira og dafna í námi. Fagmennska kennara er lykilþáttur í velferð barna og ungmenna og tryggir að þau fái kennslu og stuðning sem byggir á trausti, jafnræði og þekkingu.

Skoðun
Fréttamynd

Hömpum morðingjunum sem hetjum

„Ísrael getur ekki barist við allan heiminn, Bibi[1]“ sagðist Trump hafa sagt við Netanyahu til að sannfæra hann um að skrifa undir vopnahléssamkomulag við Hamas. Þegar Trump sagði hróðugur frá sannfæringarkrafti sínum í fjölmiðlum á dögunum, viðurkenndi hann þar með að vopnahléð hefði ekki komið til vegna þess að honum eða Netanyahu hefði nú þótt nóg komið af morðum á saklausum borgurum, aflimunum á börnum eða eyðileggingu spítala og menntastofnana. Nei, það kom til vegna þess að Trump og Netanyahu vissu að Ísrael væri að tapa stríðinu á vettvangi almenningsálits.

Skoðun
Fréttamynd

Ný og góð ver­öld í Reykja­víkur­borg?

Það hafa verið vonbrigði að fylgjast með nýlegri umræðu um aðgengi hreyfihamlaðs fólks í tengslum við fyrirætlanir vinstri meirihlutans í Reykjavík í skipulagsmálum. Barátta sem margir töldu að væri vel á veg komin hefur þurft að vera endurvakin og áfangar sem við töldum að hefði verið náð í þessum málaflokki eru heillum horfnir í huga flokkanna sem nú stýra borginni.

Skoðun
Fréttamynd

Krónupíning for­eldra er engin lausn

Nú liggja fyrir í samráðsferli tillögur um breytingar á leikskólastarfi Reykjavíkurborgar. Tillögurnar varða skráningu á dvalartíma barna, breytt skipulag leikskólans og nýja gjaldskrá sem byggir á tekjutengingum og refsingu fyrir foreldra sem þurfa fulla vistun.

Skoðun
Fréttamynd

Köld kveðja á kvennaári

Í ár eru 50 ár frá því að konur gengu út og sögðu hingað og ekki lengra, við krefjumst jafnréttis og það strax. Þetta var dagurinn sem hjól íslensks atvinnulífs stöðvuðust því konur lögðu niður störf. Formæður okkar sýndu hversu mikilvægar þær væru á vinnumarkaði og í íslensku samfélagi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá en samt er jafnrétti ekki náð og nú eru hreinlega blikur á lofti.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­land fyrst

Hvernig stendur á því að jafn sjálfsagður hlutur og Ísland fyrst vefst svo fyrir mönnum sem raun ber vitni? Að menn skuli keppast við að tortryggja það sem ætti að vera sjálfgefið? Er það vegna þess að hugmyndin er of sjálfsögð til að hægt sé að gagnrýna hana efnislega og því þarf að skrumskæla hana?

Skoðun
Fréttamynd

Gagnaver í leit að orku

Við lifum á tímum örra tæknibreytinga, þar sem gervigreind er orðin lykilþáttur í þróun samfélags og atvinnulífs um allan heim. Fyrirtæki og þjóðir keppast við að þjálfa líkön, bæta reiknigetu og skapa sér forskot í kapphlaupinu um nýtingu gervigreindar.

Skoðun
Fréttamynd

Varði Ís­land ó­líkt sumum öðrum

Við eigum það til að kalla fólk Íslandsvini af minnsta tilefni. Frægt fólk þarf varla að gera mikið meira en að millilenda á Keflavíkurflugvelli til þess að öðlast þá nafnbót. Á dögunum kom hins vegar hingað til lands einstaklingur sem á hana svo sannarlega á skilið. Daniel Hannan sem sæti á í lávarðadeild brezka þingsins. Ekki er nóg með að hann hafi komið margoft til landsins á liðnum árum og áratugum og eigi hér marga vini heldur var hann einn af örfáum erlendum stjórnmálamönnum sem komu Íslandi til varnar á ögurstundu í Icesave-deilunni og það gegn eigin stjórnvöldum.

Skoðun
Fréttamynd

Berum virðingu fyrir börnunum okkar

Ég er faðir og fjölskyldumaður sem býr í Laugardal og á þrjú börn sem öll hafa gengið í leik- og grunnskóla í Reykjavík. Í gegnum árin hef ég séð hversu mikilvægt það er að börnin okkar séu í skólaumhverfi sem er bæði öruggt og heilbrigt. Margt hefur verið vel gert í skólamálum, og ég vil sérstaklega hrósa því starfsfólki sem hefur sinnt börnunum okkar af einlægni og alúð, bæði í leikskólum og grunnskólum. Hins vegar blasir við að það er ýmislegt sem mætti bæta þegar kemur að almennri umsýslu málaflokksins og í viðhaldi á húsnæðum borgarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Það er pólitískt val að upp­ræta fá­tækt

Samfélagið tapar meira á því að leyfa fátækt að viðgangast en að uppræta hana. Alþjóðlegur dagur fátæktar er föstudaginn 17. október. Í áratugi hefur verið vitað hverjir eru líklegastir til að lenda í fátækt á Íslandi: einhleypir foreldrar, í flestum tilfellum mæður, innflytjendur og öryrkjar.

Skoðun
Fréttamynd

Bankarnir og þjáningin

Fátt er farsælla og meira gefandi en að greiða hæstu vexti sem þekkjast í veröldinni til íslenskra banka og annarra fjármálastofnana enda er það einskonar trygging fyrir því að viðkomandi einstaklingur eða fyrirtæki séu sannir Íslendingar sem fórna öllu til fyrir land og þjóð.

Skoðun
Fréttamynd

Stöndum með Ljósinu!

Ljósið er ekki góðgerðarsamtök og alls ekki bara „samtök úti í bæ“. Ljósið er eina sérhæfða endurhæfingarmiðstöðin fyrir krabbameinsgreinda á Íslandi, með leyfi frá Embætti landlæknis, rekin af þverfaglegum hópi starfsfólks – sjúkraþjálfurum, sálfræðingum, iðjuþjálfum, næringarfræðingum og hjúkrunarfræðingum.

Skoðun
Fréttamynd

Við þurfum að tala um Heið­mörk

Borgarfyrirtækið Orkuveita Reykjavíkur og dótturfélag þess, Veitur, ætla að stækka mjög girðingar í kringum vatnsverndarsvæði í Heiðmörk og vill breyta skipulagi þannig að akandi verði gert að leggja í þriggja til fjögurra kílómetra fjarlægð frá vinsælustu útivistarsvæðum Heiðmerkur.

Skoðun
Fréttamynd

Aðild Ís­lands að ESB: Veg­vísir til vel­sældar?

Skömmu áður en aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins (ESB) var hætt árið 2013 sagði þáverandi utanríkisráðherra að gefa ætti þjóðinni kost á að meta aðildina „út frá staðreyndum“. Um það leyti lágu fáar staðreyndir fyrir um afstöðu sambandsins til veigamestu hagsmunanna, en kaflar þar að lútandi höfðu þá enn ekki verið opnaðir.

Skoðun
Fréttamynd

Á­vinningur fyrri ára í hættu

Heilbrigðiskerfið okkar er ein af grunnstoðum samfélagsins. Á síðasta kjörtímabili náðust mikilvægir áfangar í að bæta þjónustu en nú horfum við hins vegar upp á fjölmörg merki um afturför, þar sem nýjar ákvarðanir stjórnvalda virðast grafa undan þeim árangri sem náðst hefur.

Skoðun
Fréttamynd

Gefum í – því ung­lingarnir okkar eiga það skilið

Það eru margar leiðir að því að stuðla að vellíðan barna og unglinga. Ein af áhrifaríkustu leiðunum er félagsmiðstöðin. Þessi opni vettvangur þar sem ungmenni fá að vera þau sjálf, prófa sig áfram, læra, skapa og vera hluti af hópi þar sem virðing, lýðræði og þátttaka eru leiðarljós. Þarna blómstrar sjálfsmyndin og þar liggur styrkur samfélagsins. Í tilefni af því að í dag er félagsmiðstöðvardagurinn er tækifæri til að draga þær fram.

Skoðun
Fréttamynd

Það er munur á veð­málum og veð­málum

Mikil umræða hefur verið síðustu daga og vikur um íþróttaveðmál. Fyrst vegna umræðu á Alþingi en nú síðast vegna auglýsingar erlends veðmálafyrirtækis þar sem íslenskur íþróttamaður var í aðalhlutverki.

Skoðun
Fréttamynd

Er hægt að bíða lengur?

Það er með miklum þunga sem Velferðar- og mannréttindaráð Kópavogsbæjar lýsir yfir áhyggjum af þeirri grafalvarlegu stöðu sem nú ríkir í þjónustu við börn og ungmenni sem þurfa á meðferðarúrræðum að halda – hvort heldur sem er vegna fjölþætts vanda eða vímuefnavanda. Þessi staða hefur verið óviðunandi lengi, en á síðustu mánuðum hefur hún farið úr böndunum.

Skoðun
Fréttamynd

Jafnréttisbærinn Hafnar­fjörður – nema þegar þú ert þolandi

Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, skrifar grein þar sem hann segir hvernig bærinn hefur lengi verið í fararbroddi þegar kemur að jafnréttismálum og leggur þar áherslu á aðgerðir við einelti og áreiti. Hann málar Hafnarfjarðabæ upp sem frábæran vinnuveitenda sem er annt um öryggi og velferð starfsmanna sinna.

Skoðun