Bakþankar Hættu að nauðga! Erla Hlynsdóttir skrifar Konur þurfa að fylgja ákveðnum reglum í okkar samfélagi. Þær eiga ekki að vera í of stuttum pilsum, þær eiga ekki að vera of drukknar, og þær eiga ekki að vera einar á fáförnum stöðum. Nýverið bættist við ný regla: Konur eiga ekki að leggja bílnum sínum langt frá innganginum í bílastæðahúsum. Bakþankar 30.4.2012 08:00 Excel-samfélagið Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Það fólk er til sem finnst ekkert fallegra en vel upp sett excel-skjal. Að tölur sem rétt er raðað upp í dálka fangi alla kima mannlífsins. Ef einungis debet- og kreditdálkar stangast á sé allt gott. Þetta er gott og blessað, en lífið er örlítið flóknara en svo. Excel getur verið hið besta forrit til að reikna og raða, en þar rúmast ekki mannlegir þættir. Bakþankar 28.4.2012 06:00 Hundurinn inni, makinn úti Sif Sigmarsdóttir skrifar Heimasíða hótelsins lofaði hlýjum móttökum, framúrskarandi þjónustu, ljúffengum mat og mjúkum rúmum. Steven Preddy lét því slag standa og bókaði rómantískan helgarpakka fyrir sig og makann. Töskunum var skellt í skottið, hundinum í aftursætið og svo var ekið af stað. Helgin fór þó öðruvísi en á horfðist. Þrátt fyrir fögur fyrirheit fengu ekki allir jafnhlýjar móttökur á Chymorvah-hótelinu í Cornwall á Englandi. Hundurinn var jú velkominn. Makinn var það hins vegar ekki. Bakþankar 27.4.2012 06:00 Traustið Ákvörðun 33 þingmanna um að ákæra Geir H. Haarde fyrir Landsdómi er ein merkilegasta ákvörðun sem tekin hefur verið á Alþingi. Um hana, aðdragandann og eftirleikinn verða skrifaðar bækur. Bakþankar 26.4.2012 06:00 Þessi kvennastörf Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Næsti forseti Íslands gæti orðið kona og næsti biskup Íslands gæti orðið kona, á sama tíma og forsætisráðherra landsins er kona og forseti Alþingis er kona. Það er svo sem ekki víst, enn á eftir að kjósa um embættin og stólaskipti geta víst orðið innan veggja Alþingis eins og hendi sé veifað, en kannski! Ég hefði gaman af því, remban sem ég er. Bakþankar 25.4.2012 06:00 Þankagangsgildrur Magnús Þ. Lúðvíksson skrifar Flestir standa í þeirri trú um sjálfa sig að þeir séu rökvísir einstaklingar. Þeir taki ákvarðanir að vandlega íhuguðu máli og að teknu tilliti til mikilvægustu röksemda. Þá hafi ómerkileg, yfirborðskennd smáatriði ekki teljandi áhrif á ákvarðanatöku þeirra, hvað þá líðan. Því er verr að rannsóknir í atferlissálfræði síðustu áratugi hafa grafið allverulega undan þessari sjálfsmynd. Heilinn er magnað fyrirbæri og vissulega fær um djúpa, rökræna hugsun en hann reynist einnig vera viðkvæmur fyrir truflunum og gjarn á að falla í gildrur. Bakþankar 24.4.2012 06:00 Magnús lítilláti Scheving Mikið óskaplega er Magnús Scheving lítillátur maður. Reyndar hefur hann verið afar iðinn við að færa heiminn í sanninn um að hann geti farið í flikk, flakk og heljarstökk en hann þegir yfir því sem allir myndu vilja monta sig af. Bakþankar 23.4.2012 07:00 Fitnessþrælarnir Atli Fannar Bjarkason skrifar Tugir bronslitaðra, prótínþandra og kolvetnissveltra kroppa stigu á svið á dögunum og kepptu um Íslandsmeistaratitil í fitness. Þrátt fyrir ótvíræða líkamlega möguleika fólksins í ýmsum íþróttum, þá snerist þessi keppni um hver leit best út samkvæmt fyrirfram tilgreindum anatómískum stöðlum. Bakþankar 21.4.2012 11:00 Sagan í sorpinu Sumarið er komið. Besti tími ársins er núna, áður en gróðurinn vex og kæfir allt fallega ruslið sem við, borgararnir í Reykjavík, höfum nostursamlega raðað í blómabeðin og undir runnana. Það er ekki auðvelt að raða rusli þannig að það líti út fyrir að því hafi verið fleygt tilviljanakennt og án umhugsunar, það vita þeir sem reynt hafa. Að staðsetja rétt rifinn plastpoka þannig á grein að hann teygi tætlur sínar til himins í ákveðinni vindátt, að krumpa kókglas saman svo ekki sé á allra færi að greina uppruna þess, að láta sælgætisbréf fölna passlega mikið í sólskininu til að varla sé hægt að gera sér ljóst hvað stóð einu sinni á þeim, hálfgleymd minning um unað í munni. Þetta er miklu meira en handahófskennt eða hugsunarlaust, þetta er útpæld aðferð til að setja mark á umhverfi sitt, til að láta vita af tilvist sinni. ÉG var hér og því til sönnunar skildi ÉG þessa drykkjarjógúrtdós eftir hér á grasinu. Bakþankar 20.4.2012 08:00 Ljós, lykt og lautartúrar Friðrika Benónýsdóttir skrifar Í fyrradag sat ég á gangstéttarkaffihúsi í Edinborg, sötraði morgunkaffið og pírði augun upp í sólina, alsæl. Það var 8 gráðu hiti og nístingsvindur en sólin skein og það eitt skipti máli. Skotarnir, sem þó kalla ekki allt ömmu sína hvað viðvíkur kulda, hristu höfuðið yfir þessari klikkuðu konu, vöfðu úlpunum þéttar að sér og keyrðu hökur niður í bringur. Gamall maður sem átti leið fram hjá kom til mín með áhyggjusvip og sagði: „Viltu ekki fara inn, vinan, það slær að þér. Vorið ætlar að láta bíða eftir sér í ár.“ Bakþankar 19.4.2012 06:00 Hversdagshelförin Bergsteinn Sigurðsson skrifar Það á ekki af okkur Íslendingum að ganga. Rúmum þremur árum eftir hrun er andrúmsloftið orðið svo lævi blandið að leita þarf allt aftur til Þýskalands nasismans til að finna annað eins. Bakþankar 18.4.2012 06:00 Vegurinn heim Svavar Hávarðarson skrifar Á dögunum var ég að blaða í gegnum pappíra heima í stofu og rakst þá á frétt sem ég skrifaði fyrir margt löngu um fjölfarinn vegarslóða vestur á fjörðum. Við lesturinn fékk ég heimþrá. Heimamenn voru að barma sér yfir sviknum loforðum um vegabætur og fékk ég þær upplýsingar að á vegarkaflanum hafði helstu hindrunum á leiðinni verið gefin örnefni – voru það gjarnan stærstu steinarnir sem höfðu komið í ljós í gegnum árin og verið skírð eftir mönnum sem höfðu strandað bílum sínum á veginum – gjarnan í illviðrum. Ég á sjaldan leið um Vestfirði, svo ég hef aldrei séð þessar klettamyndanir á veginum – en ég geri ráð fyrir að þær séu fallegar, rétt eins og náttúran öll þarna fyrir vestan. Bakþankar 17.4.2012 06:00 Byggt Björn Þór Sigbjörnsson skrifar Umræðan um nýja Landspítalann er snúin. Svo snúin að maður veit ekki hvort endanlega sé búið að ákveða að byggja hann og hafa hann þarna við Hringbrautina. Allavega eru menn ennþá að koma fram og segja að þetta sé kolröng staðsetning. Þangað sé til dæmis svo löng leið úr fjölmennu úthverfunum og nágrannasveitarfélögunum í suðri. Það er líka talað um mikilvægi nálægðarinnar við flugvöllinn í Vatnsmýrinni en á hann ekki bráðum að fara? Bakþankar 16.4.2012 07:00 Ég og Groucho Marx Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Dagur rennur upp og sólin skín á Álftanesið. Eftir endurnærandi svefn rumska ég og finn kaffiilm í loftinu. Það er gott að fara á fætur og gott að fá sér morgunsopann. Ég renni yfir blöðin. Þar er náttúrulega ekkert að frétta frekar en venjulega, merkilegt hvaða slúbbertar skrifa orðið í blöðin. Jú, jú, þarna eru ein, tvær pillur á mig, eins og við var að búast. Maður er nú einu sinni forseti. Bakþankar 14.4.2012 06:00 Forsetaframboð. Börn. Ólétt. Sif Sigmarsdóttir skrifar Ég stóð í anddyri kvikmyndahúss og keypti mér miða á heitustu myndina í bænum, Hungurleikana, þegar ég heyrði á tal tveggja kvenna. "Hvernig ætlar hún að fara að þessu með tvö börn og annað á leiðinni?“ Það þurfti ekki að spyrja að því um hvern var rætt. Bakþankar 13.4.2012 06:00 Þurrpressa Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Ég þekki ekki vel til íslenskra veðurfræðinga en ég gæti ímyndað mér að skömmu fyrir verslunarmannahelgi finni þeir fyrir nokkurri pressu. Sérstaklega held ég að það sé þrúgandi ef rigningin er á tilviljunarkenndu ráfi og hálf vonlaust að sjá fyrir hvort landinn muni líka vökna útvortis þessa miklu ferðahelgi. Aldrei er jafn mikilvægt fyrir veðurfræðing að hafa vaðið fyrir neðan sig vilji hann ekki vera skammaður fyrir að skemma útihátíð. Bakþankar 12.4.2012 06:00 Njótum frídagsins Hvernig hafðirðu það nú um páskana? Fórstu eitthvert? Fékkstu gott veður? að þessu spyrja vinnufélagarnir þegar fólk skreiðist aftur til vinnu eftir fríið. Þetta var enda langt frí, fimm heilir dagar og því talsvert lengra en jólafríið var núna síðustu jól. Bakþankar 11.4.2012 06:00 Köstum krónunni Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar Það þarf væntanlega ekki að segja mörgum Íslendingum að verðbólgan hafi verið til viðvarandi vandræða í hagkerfinu enda nægar áminningar að fá í verslunum landsins. Enn ein barst svo á dögunum þegar Seðlabankinn tilkynnti að til stæði að hefja útgáfu á 10.000 króna seðlum. Seðlarnir munu bera mynd af Jónasi Hallgrímssyni, sem er vel valið, auk lóunnar. Sumir kunna að spyrja af hverju Seðlabankinn stígur þetta skref, skortur á 10.000 króna seðlum er jú varla aðkallandi vandamál í lífi margra. Þeir sömu mega þó hafa í huga að verðlag hefur næstum því sexfaldast frá því að 5.000 króna seðilinn var gefinn út árið 1986. Bakþankar 10.4.2012 06:00 Sykursíkið Atli Fannar Bjarkason skrifar Páskadagur er á morgun og ég er búinn með helminginn af páskaegginu mínu. Þegar ég segi "helminginn“ meina ég "eiginlega allt“. Ég er kámugur á puttunum eftir óhóflega neyslu af unaðslegu súkkulaði og sé ekki eftir neinu. Samt er ég meðvitaður um að sykur er ávanabindandi eitur sem er að drepa okkur öll. Bakþankar 7.4.2012 06:00 Gömul en alls ekki góð Friðrika Benónýsdóttir skrifar Þessi leikur er alltof flókinn fyrir gamalt fólk,“ sagði fjórtán ára dóttursonur minn andvarpandi eftir að hafa eytt klukkutíma í að reyna að kenna ömmu gömlu leikreglurnar í uppáhaldstölvuleiknum sínum. Varla hafði hann sleppt orðinu þegar hann gerði sér ljóst að hann hafði hlaupið á sig, sótroðnaði og flýtti sér að bæta við: „Ég meina sko eldra en þrjátíu ára.“ Bakþankar 5.4.2012 06:00 Hið háða Alþingi Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Mikilvægasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar er að endurvekja traust á stofnunum samfélagsins,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir 23. febrúar 2009, þá tiltölulega nýtekin við sem forsætisráðherra. Og Jóhanna var ekki ein um að telja þetta brýnt verkefni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hjó í sama knérunn rúmu ári síðar, 14. júní 2010, í almennum stjórnmálaumræðum á Alþingi. "Traust á Alþingi, á þingstörfunum, hefur verið í lágmarki undanfarin misseri. Það er grafalvarlegt mál því að Alþingi er bæði elsta og æðsta valdastofnun landsins.“ Bjarni taldi augljóst að allir þingmenn hefðu velt þessu fyrir sér. "Ég hygg að allir þingmenn hafi spurt sig: Hvernig má endurheimta traust Alþingis? Hvernig endurheimtum við traust á störfum þingsins? Við sem hér störfum, hvar í flokki sem við stöndum, tökum skilaboð um lítið traust á þinginu til okkar og viljum allt til þess vinna að endurheimta virðingu þess.“ Bakþankar 4.4.2012 06:00 Tylft þroskaðra manna Svavar Hávarðarson skrifar Ég lærði það á fimmtudaginn að það er með öllu ónauðsynlegt, og í raun tímaeyðsla, að skipuleggja afmæli fimm ára barns. Hins vegar, vegna reynsluleysis, hafði ég um nokkurn tíma skipulagt afmælið hans Atla míns í þaula. Ef ég hefði lágmarkskunnáttu á Excel þá hefði ég sett dagskrána upp í skema, en studdist þó við skrifblokkina í þetta skiptið. Tólf guttar, fæddir á árunum 2006 og 2007, mættu stundvíslega. Eftir fimm mínútur áttaði ég mig á því að ekkert af því sem ég hafði reiknað með myndi ganga eftir. Tylft manna á þessu aldursskeiði hefur nefnilega gert lítið af því að skipuleggja sig. Næstu tveir tímarnir voru þeirra. Bakþankar 3.4.2012 06:00 Baráttubarinn minn Erla Hlynsdóttir skrifar Þá er komið að því. Ég ætla að opna bar. En ekki neinn venjulegan bar, nei. Þessi bar verður opnaður til að berjast gegn alkóhólisma. Bakþankar 2.4.2012 07:00 Takk fyrir mig Davíð Þór Jónsson skrifar Í apríl 2006 birtust mínir fyrstu Bakþankar hér í blaðinu. Síðan hefur margt breyst til hins betra í lífi mínu. Það eina, sem ég man í svipinn eftir að breyst hafi á verri veg, er tilfinning mín í garð þessara skrifa. Lengst af hlakkaði ég til að færa vangaveltur mínar í letur og koma þeim á framfæri í svo víðlesnum fjölmiðli. Upp á síðkastið hefur þetta aftur á móti orðið að hálfgerðri kvöð og núorðið er ekki laust við að ég finni fyrir vægri kvíðaröskun í hvert skipti sem ég sest við tölvuna. Bakþankar 31.3.2012 06:00 Náttúruleg fegurð Bakþankar 30.3.2012 06:00 Rasismi Fyrir okkur sem ekki erum útlærð í rasismafræðum og veltum þeim málaflokki ekki fyrir okkur dagsdaglega er þátttaka í samræðum um þau eins og að fara yfir mýri. Við vonumst til að komast yfir þokkalega þurrum fótum en eigum á hættu að sökkva í drulluna. Bara eitt rangt skref/orð getur haft í för með sér skelfilegar afleiðingar. Bakþankar 29.3.2012 06:00 Marserað fram á við Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Bakþankar 28.3.2012 00:01 Hegðun til hliðsjónar Magnús Þ. Lúðvíksson skrifar Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga sem felur í sér að lögum um líffæragjafir verði breytt þannig að gert sé ráð fyrir "ætluðu samþykki“ við líffæragjafir í stað "ætlaðrar neitunar“. Nái tillagan fram að ganga verður látinn einstaklingur sjálfkrafa líffæragjafi nema hinn látni hafi látið í ljós vilja til hins gagnstæða þótt einnig sé kveðið á um að taka skuli tillit til óska aðstandenda. Er það markmið þeirra þingmanna sem að tillögunni standa að fjölga líffæragjöfum á Íslandi. Bakþankar 27.3.2012 04:00 Einnar bókar bullur Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Þegar ég geng um miðbæ Kordóvu og horfi á gömlu moskuna fyllist ég andagift. Það sem ljær vitund minni vængi er tilhugsunin um að hér sátu múslímar, gyðingar og kristnir á miðöldum og lásu sér til á sama bókasafninu og rökræddu síðan hugmyndir sínar þó ólíkar væru. Bakþankar 26.3.2012 11:15 Öfgafemínismi Atli Fannar Bjarkason skrifar Ummæli sem frú Vigdís Finnbogadóttir lét hafa eftir sér í vikublaðinu Monitor á fimmtudaginn hafa farið öfugt ofan í marga. Spurning um öfgafemínisma vakti hörðustu viðbrögðin, þó Vigdís hafi svarað henni á mjög yfirvegaðan hátt. Hún varar við öfgum, sem hún segir geta eyðilagt góðan málstað. Það er hárrétt hjá Vigdísi, þó hvergi hafi verið gerð tilraun til að útskýra meintar öfgar. Bakþankar 24.3.2012 06:00 « ‹ 57 58 59 60 61 62 63 64 65 … 111 ›
Hættu að nauðga! Erla Hlynsdóttir skrifar Konur þurfa að fylgja ákveðnum reglum í okkar samfélagi. Þær eiga ekki að vera í of stuttum pilsum, þær eiga ekki að vera of drukknar, og þær eiga ekki að vera einar á fáförnum stöðum. Nýverið bættist við ný regla: Konur eiga ekki að leggja bílnum sínum langt frá innganginum í bílastæðahúsum. Bakþankar 30.4.2012 08:00
Excel-samfélagið Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Það fólk er til sem finnst ekkert fallegra en vel upp sett excel-skjal. Að tölur sem rétt er raðað upp í dálka fangi alla kima mannlífsins. Ef einungis debet- og kreditdálkar stangast á sé allt gott. Þetta er gott og blessað, en lífið er örlítið flóknara en svo. Excel getur verið hið besta forrit til að reikna og raða, en þar rúmast ekki mannlegir þættir. Bakþankar 28.4.2012 06:00
Hundurinn inni, makinn úti Sif Sigmarsdóttir skrifar Heimasíða hótelsins lofaði hlýjum móttökum, framúrskarandi þjónustu, ljúffengum mat og mjúkum rúmum. Steven Preddy lét því slag standa og bókaði rómantískan helgarpakka fyrir sig og makann. Töskunum var skellt í skottið, hundinum í aftursætið og svo var ekið af stað. Helgin fór þó öðruvísi en á horfðist. Þrátt fyrir fögur fyrirheit fengu ekki allir jafnhlýjar móttökur á Chymorvah-hótelinu í Cornwall á Englandi. Hundurinn var jú velkominn. Makinn var það hins vegar ekki. Bakþankar 27.4.2012 06:00
Traustið Ákvörðun 33 þingmanna um að ákæra Geir H. Haarde fyrir Landsdómi er ein merkilegasta ákvörðun sem tekin hefur verið á Alþingi. Um hana, aðdragandann og eftirleikinn verða skrifaðar bækur. Bakþankar 26.4.2012 06:00
Þessi kvennastörf Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Næsti forseti Íslands gæti orðið kona og næsti biskup Íslands gæti orðið kona, á sama tíma og forsætisráðherra landsins er kona og forseti Alþingis er kona. Það er svo sem ekki víst, enn á eftir að kjósa um embættin og stólaskipti geta víst orðið innan veggja Alþingis eins og hendi sé veifað, en kannski! Ég hefði gaman af því, remban sem ég er. Bakþankar 25.4.2012 06:00
Þankagangsgildrur Magnús Þ. Lúðvíksson skrifar Flestir standa í þeirri trú um sjálfa sig að þeir séu rökvísir einstaklingar. Þeir taki ákvarðanir að vandlega íhuguðu máli og að teknu tilliti til mikilvægustu röksemda. Þá hafi ómerkileg, yfirborðskennd smáatriði ekki teljandi áhrif á ákvarðanatöku þeirra, hvað þá líðan. Því er verr að rannsóknir í atferlissálfræði síðustu áratugi hafa grafið allverulega undan þessari sjálfsmynd. Heilinn er magnað fyrirbæri og vissulega fær um djúpa, rökræna hugsun en hann reynist einnig vera viðkvæmur fyrir truflunum og gjarn á að falla í gildrur. Bakþankar 24.4.2012 06:00
Magnús lítilláti Scheving Mikið óskaplega er Magnús Scheving lítillátur maður. Reyndar hefur hann verið afar iðinn við að færa heiminn í sanninn um að hann geti farið í flikk, flakk og heljarstökk en hann þegir yfir því sem allir myndu vilja monta sig af. Bakþankar 23.4.2012 07:00
Fitnessþrælarnir Atli Fannar Bjarkason skrifar Tugir bronslitaðra, prótínþandra og kolvetnissveltra kroppa stigu á svið á dögunum og kepptu um Íslandsmeistaratitil í fitness. Þrátt fyrir ótvíræða líkamlega möguleika fólksins í ýmsum íþróttum, þá snerist þessi keppni um hver leit best út samkvæmt fyrirfram tilgreindum anatómískum stöðlum. Bakþankar 21.4.2012 11:00
Sagan í sorpinu Sumarið er komið. Besti tími ársins er núna, áður en gróðurinn vex og kæfir allt fallega ruslið sem við, borgararnir í Reykjavík, höfum nostursamlega raðað í blómabeðin og undir runnana. Það er ekki auðvelt að raða rusli þannig að það líti út fyrir að því hafi verið fleygt tilviljanakennt og án umhugsunar, það vita þeir sem reynt hafa. Að staðsetja rétt rifinn plastpoka þannig á grein að hann teygi tætlur sínar til himins í ákveðinni vindátt, að krumpa kókglas saman svo ekki sé á allra færi að greina uppruna þess, að láta sælgætisbréf fölna passlega mikið í sólskininu til að varla sé hægt að gera sér ljóst hvað stóð einu sinni á þeim, hálfgleymd minning um unað í munni. Þetta er miklu meira en handahófskennt eða hugsunarlaust, þetta er útpæld aðferð til að setja mark á umhverfi sitt, til að láta vita af tilvist sinni. ÉG var hér og því til sönnunar skildi ÉG þessa drykkjarjógúrtdós eftir hér á grasinu. Bakþankar 20.4.2012 08:00
Ljós, lykt og lautartúrar Friðrika Benónýsdóttir skrifar Í fyrradag sat ég á gangstéttarkaffihúsi í Edinborg, sötraði morgunkaffið og pírði augun upp í sólina, alsæl. Það var 8 gráðu hiti og nístingsvindur en sólin skein og það eitt skipti máli. Skotarnir, sem þó kalla ekki allt ömmu sína hvað viðvíkur kulda, hristu höfuðið yfir þessari klikkuðu konu, vöfðu úlpunum þéttar að sér og keyrðu hökur niður í bringur. Gamall maður sem átti leið fram hjá kom til mín með áhyggjusvip og sagði: „Viltu ekki fara inn, vinan, það slær að þér. Vorið ætlar að láta bíða eftir sér í ár.“ Bakþankar 19.4.2012 06:00
Hversdagshelförin Bergsteinn Sigurðsson skrifar Það á ekki af okkur Íslendingum að ganga. Rúmum þremur árum eftir hrun er andrúmsloftið orðið svo lævi blandið að leita þarf allt aftur til Þýskalands nasismans til að finna annað eins. Bakþankar 18.4.2012 06:00
Vegurinn heim Svavar Hávarðarson skrifar Á dögunum var ég að blaða í gegnum pappíra heima í stofu og rakst þá á frétt sem ég skrifaði fyrir margt löngu um fjölfarinn vegarslóða vestur á fjörðum. Við lesturinn fékk ég heimþrá. Heimamenn voru að barma sér yfir sviknum loforðum um vegabætur og fékk ég þær upplýsingar að á vegarkaflanum hafði helstu hindrunum á leiðinni verið gefin örnefni – voru það gjarnan stærstu steinarnir sem höfðu komið í ljós í gegnum árin og verið skírð eftir mönnum sem höfðu strandað bílum sínum á veginum – gjarnan í illviðrum. Ég á sjaldan leið um Vestfirði, svo ég hef aldrei séð þessar klettamyndanir á veginum – en ég geri ráð fyrir að þær séu fallegar, rétt eins og náttúran öll þarna fyrir vestan. Bakþankar 17.4.2012 06:00
Byggt Björn Þór Sigbjörnsson skrifar Umræðan um nýja Landspítalann er snúin. Svo snúin að maður veit ekki hvort endanlega sé búið að ákveða að byggja hann og hafa hann þarna við Hringbrautina. Allavega eru menn ennþá að koma fram og segja að þetta sé kolröng staðsetning. Þangað sé til dæmis svo löng leið úr fjölmennu úthverfunum og nágrannasveitarfélögunum í suðri. Það er líka talað um mikilvægi nálægðarinnar við flugvöllinn í Vatnsmýrinni en á hann ekki bráðum að fara? Bakþankar 16.4.2012 07:00
Ég og Groucho Marx Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Dagur rennur upp og sólin skín á Álftanesið. Eftir endurnærandi svefn rumska ég og finn kaffiilm í loftinu. Það er gott að fara á fætur og gott að fá sér morgunsopann. Ég renni yfir blöðin. Þar er náttúrulega ekkert að frétta frekar en venjulega, merkilegt hvaða slúbbertar skrifa orðið í blöðin. Jú, jú, þarna eru ein, tvær pillur á mig, eins og við var að búast. Maður er nú einu sinni forseti. Bakþankar 14.4.2012 06:00
Forsetaframboð. Börn. Ólétt. Sif Sigmarsdóttir skrifar Ég stóð í anddyri kvikmyndahúss og keypti mér miða á heitustu myndina í bænum, Hungurleikana, þegar ég heyrði á tal tveggja kvenna. "Hvernig ætlar hún að fara að þessu með tvö börn og annað á leiðinni?“ Það þurfti ekki að spyrja að því um hvern var rætt. Bakþankar 13.4.2012 06:00
Þurrpressa Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Ég þekki ekki vel til íslenskra veðurfræðinga en ég gæti ímyndað mér að skömmu fyrir verslunarmannahelgi finni þeir fyrir nokkurri pressu. Sérstaklega held ég að það sé þrúgandi ef rigningin er á tilviljunarkenndu ráfi og hálf vonlaust að sjá fyrir hvort landinn muni líka vökna útvortis þessa miklu ferðahelgi. Aldrei er jafn mikilvægt fyrir veðurfræðing að hafa vaðið fyrir neðan sig vilji hann ekki vera skammaður fyrir að skemma útihátíð. Bakþankar 12.4.2012 06:00
Njótum frídagsins Hvernig hafðirðu það nú um páskana? Fórstu eitthvert? Fékkstu gott veður? að þessu spyrja vinnufélagarnir þegar fólk skreiðist aftur til vinnu eftir fríið. Þetta var enda langt frí, fimm heilir dagar og því talsvert lengra en jólafríið var núna síðustu jól. Bakþankar 11.4.2012 06:00
Köstum krónunni Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar Það þarf væntanlega ekki að segja mörgum Íslendingum að verðbólgan hafi verið til viðvarandi vandræða í hagkerfinu enda nægar áminningar að fá í verslunum landsins. Enn ein barst svo á dögunum þegar Seðlabankinn tilkynnti að til stæði að hefja útgáfu á 10.000 króna seðlum. Seðlarnir munu bera mynd af Jónasi Hallgrímssyni, sem er vel valið, auk lóunnar. Sumir kunna að spyrja af hverju Seðlabankinn stígur þetta skref, skortur á 10.000 króna seðlum er jú varla aðkallandi vandamál í lífi margra. Þeir sömu mega þó hafa í huga að verðlag hefur næstum því sexfaldast frá því að 5.000 króna seðilinn var gefinn út árið 1986. Bakþankar 10.4.2012 06:00
Sykursíkið Atli Fannar Bjarkason skrifar Páskadagur er á morgun og ég er búinn með helminginn af páskaegginu mínu. Þegar ég segi "helminginn“ meina ég "eiginlega allt“. Ég er kámugur á puttunum eftir óhóflega neyslu af unaðslegu súkkulaði og sé ekki eftir neinu. Samt er ég meðvitaður um að sykur er ávanabindandi eitur sem er að drepa okkur öll. Bakþankar 7.4.2012 06:00
Gömul en alls ekki góð Friðrika Benónýsdóttir skrifar Þessi leikur er alltof flókinn fyrir gamalt fólk,“ sagði fjórtán ára dóttursonur minn andvarpandi eftir að hafa eytt klukkutíma í að reyna að kenna ömmu gömlu leikreglurnar í uppáhaldstölvuleiknum sínum. Varla hafði hann sleppt orðinu þegar hann gerði sér ljóst að hann hafði hlaupið á sig, sótroðnaði og flýtti sér að bæta við: „Ég meina sko eldra en þrjátíu ára.“ Bakþankar 5.4.2012 06:00
Hið háða Alþingi Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Mikilvægasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar er að endurvekja traust á stofnunum samfélagsins,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir 23. febrúar 2009, þá tiltölulega nýtekin við sem forsætisráðherra. Og Jóhanna var ekki ein um að telja þetta brýnt verkefni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hjó í sama knérunn rúmu ári síðar, 14. júní 2010, í almennum stjórnmálaumræðum á Alþingi. "Traust á Alþingi, á þingstörfunum, hefur verið í lágmarki undanfarin misseri. Það er grafalvarlegt mál því að Alþingi er bæði elsta og æðsta valdastofnun landsins.“ Bjarni taldi augljóst að allir þingmenn hefðu velt þessu fyrir sér. "Ég hygg að allir þingmenn hafi spurt sig: Hvernig má endurheimta traust Alþingis? Hvernig endurheimtum við traust á störfum þingsins? Við sem hér störfum, hvar í flokki sem við stöndum, tökum skilaboð um lítið traust á þinginu til okkar og viljum allt til þess vinna að endurheimta virðingu þess.“ Bakþankar 4.4.2012 06:00
Tylft þroskaðra manna Svavar Hávarðarson skrifar Ég lærði það á fimmtudaginn að það er með öllu ónauðsynlegt, og í raun tímaeyðsla, að skipuleggja afmæli fimm ára barns. Hins vegar, vegna reynsluleysis, hafði ég um nokkurn tíma skipulagt afmælið hans Atla míns í þaula. Ef ég hefði lágmarkskunnáttu á Excel þá hefði ég sett dagskrána upp í skema, en studdist þó við skrifblokkina í þetta skiptið. Tólf guttar, fæddir á árunum 2006 og 2007, mættu stundvíslega. Eftir fimm mínútur áttaði ég mig á því að ekkert af því sem ég hafði reiknað með myndi ganga eftir. Tylft manna á þessu aldursskeiði hefur nefnilega gert lítið af því að skipuleggja sig. Næstu tveir tímarnir voru þeirra. Bakþankar 3.4.2012 06:00
Baráttubarinn minn Erla Hlynsdóttir skrifar Þá er komið að því. Ég ætla að opna bar. En ekki neinn venjulegan bar, nei. Þessi bar verður opnaður til að berjast gegn alkóhólisma. Bakþankar 2.4.2012 07:00
Takk fyrir mig Davíð Þór Jónsson skrifar Í apríl 2006 birtust mínir fyrstu Bakþankar hér í blaðinu. Síðan hefur margt breyst til hins betra í lífi mínu. Það eina, sem ég man í svipinn eftir að breyst hafi á verri veg, er tilfinning mín í garð þessara skrifa. Lengst af hlakkaði ég til að færa vangaveltur mínar í letur og koma þeim á framfæri í svo víðlesnum fjölmiðli. Upp á síðkastið hefur þetta aftur á móti orðið að hálfgerðri kvöð og núorðið er ekki laust við að ég finni fyrir vægri kvíðaröskun í hvert skipti sem ég sest við tölvuna. Bakþankar 31.3.2012 06:00
Rasismi Fyrir okkur sem ekki erum útlærð í rasismafræðum og veltum þeim málaflokki ekki fyrir okkur dagsdaglega er þátttaka í samræðum um þau eins og að fara yfir mýri. Við vonumst til að komast yfir þokkalega þurrum fótum en eigum á hættu að sökkva í drulluna. Bara eitt rangt skref/orð getur haft í för með sér skelfilegar afleiðingar. Bakþankar 29.3.2012 06:00
Hegðun til hliðsjónar Magnús Þ. Lúðvíksson skrifar Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga sem felur í sér að lögum um líffæragjafir verði breytt þannig að gert sé ráð fyrir "ætluðu samþykki“ við líffæragjafir í stað "ætlaðrar neitunar“. Nái tillagan fram að ganga verður látinn einstaklingur sjálfkrafa líffæragjafi nema hinn látni hafi látið í ljós vilja til hins gagnstæða þótt einnig sé kveðið á um að taka skuli tillit til óska aðstandenda. Er það markmið þeirra þingmanna sem að tillögunni standa að fjölga líffæragjöfum á Íslandi. Bakþankar 27.3.2012 04:00
Einnar bókar bullur Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Þegar ég geng um miðbæ Kordóvu og horfi á gömlu moskuna fyllist ég andagift. Það sem ljær vitund minni vængi er tilhugsunin um að hér sátu múslímar, gyðingar og kristnir á miðöldum og lásu sér til á sama bókasafninu og rökræddu síðan hugmyndir sínar þó ólíkar væru. Bakþankar 26.3.2012 11:15
Öfgafemínismi Atli Fannar Bjarkason skrifar Ummæli sem frú Vigdís Finnbogadóttir lét hafa eftir sér í vikublaðinu Monitor á fimmtudaginn hafa farið öfugt ofan í marga. Spurning um öfgafemínisma vakti hörðustu viðbrögðin, þó Vigdís hafi svarað henni á mjög yfirvegaðan hátt. Hún varar við öfgum, sem hún segir geta eyðilagt góðan málstað. Það er hárrétt hjá Vigdísi, þó hvergi hafi verið gerð tilraun til að útskýra meintar öfgar. Bakþankar 24.3.2012 06:00
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun