Bílar

Skyldum við þurfa hleðslustöðvar á hálendið?
Nýr Tesla Cybertruck pallbíll hefur hvarvetna vakið athygli og sýnist sitt hverjum. Á meðan sumir geta varla leynt vanþóknun sinni á framúrstefnulegu útliti hans með hvössum og beinum línum eru aðrir sem halda varla vatni af hrifningu.

Raunverulegar leiðir að eldsneytissparnaði
Margar greinar eru til um hvernig spara skuli eldsneyti, flestar þeirra leggja til að fólk kaupi sparneytnari bíl eða létti sinn bíl. Slíkar uppástungur eru oft ekkert sérstaklega hjálplegar. Þetta myndband gefur raunhæf ráð í átt að lægri eldsneytisnotkun.

Aldrei fleiri rafbílar í úrslit í vali á bíl ársins í Evrópu
Forvali á bíl ársins í Evrópu er lokið og hefur listi þeirra bíla sem keppa til úrslita verið opinberaður. Aldrei hafa fleiri rafbílar verið á blaði.

Þjónustuhlé í þyngdarleysi
Þjónustulið Red Bull liðsins í Formúlu 1 tókst á við nýstárlega áskorun á dögunum. Þjónustuliðið framkvæmdi þjónustuhlé í þyngdarleysi. Afraksturinn má sjá í myndbandi í fréttinni.

Framkvæmdastjóri Porsche segir næstu kynslóð 718 hugsnalega vera rafbíl
Oliver Blume, framkvæmdastjóri Porsche segir að næstu kynslóðir af Cayman og Boxer bílunum gætu orðið rafbílar. Porsche hefur þegar gefið út Taycan rafbílinn og Macan er væntanlegur 2021. Það ætti því ekki að koma á óvart að þróunin skili sér í 718 bílana.

Askja heldur upp á komu Honda
Bílaumboðið Askja tók nýlega við umboði fyrir Honda á Íslandi. Af því tilefni verður haldin sérstök opnunarhátíð Honda í nýjum sýningarsal að Fosshálsi 1 nk. laugardag frá klukkan 12 til 16.

Kia XCeed hlýtur Gullna stýrið
Nýr Kia XCeed var sæmdur hinu eftirsótta Gullna stýri á verðlaunahátíð í Þýskalandi sl. fimmtudag. Verðlaunin eru talin þau eftirsóttustu í bílaiðnaðinum í Þýskalandi en það eru fjölmiðlarnir Auto Bild og Bild am Sonntag sem standa að verðlaununum sem voru fyrst veitt árið 1976.

JCB Fastrac Two hraðskreiðasti traktor heims
JCB Fastrac Two hefur náð sér í nafnbótina hraðskreiðasti traktor í heimi. Hann hefur hlotið viðurkenningu Heimsmetabókar Guinness sem slíkur.

Ford Mustang Mach-E væntanlegur 2021
Ford ætlar sér að herja inn á sport-rafjeppa markaðinn með Mustang Mach-E árið 2021. Bílnum er ætlað að drífa eina 480 km. á einni hleðslu og hann kemur afturhjóladrifinn og fjórhjóladrifinn.

Jaguar I-Pace hlaut Gullna stýrið sem besti sportjeppinn
Rafknúni sportjeppinn Jaguar I-Pace hefur verið kjörinn sá besti í flokki miðlungsstórra sportjeppa í Þýskalandi og hampar hann nú "Gullna stýrinu“ í sínum flokki þar í landi þar sem verðlaunin eru ein þau eftirsóttustu í bílgreininni.

Ferrari Roma kynntur til sögunnar
Ferrari kynnti í gær til leiks nýjasta bílinn í sinni framleiðslu, Ferrari Roma. Roma er nefndur eftir höfuðborg Ítalíu Róm. Ferrari Roma er tveggja sæta sportbíll.

Alfa Romeo hættir við tvo sportbíla og leggur áherslu á jepplinga í staðinn
Ítalski sportbílaframleiðandinn Alfa Romeo er að endurskipuleggja sig í þá veru að færa áherslu sína á sportbíla meira yfir á það sem allir vilja kaupa í dag, sportjeppa og jepplinga.

Fjórða kynslóð Skoda Octavia frumsýnd
Kemur til landsins í september 2020 og verður þá strax fáanleg sem tengiltvinnbíll en líka í öðrum útgáfum.

Mercedes-Benz með sölumet á heimsvísu í október
Mercedes-Benz setti sölumet í október en þá seldi þýski lúxusbílaframleiðandinn alls 199.293 nýjar bifreiðar á heimsvísu. Það er tæplega 5% aukning frá október á síðasta ári.

Ný Skoda Octavia kynnt með tengil-tvinn vél
Fjórða kynslóinð af Skoda Octavia, sem er mest seldi Skoda bíllinn á heimsgrundvelli, var kynnt til leiks í gær. Meðal þess sem var kynnt var ný tengil-tvinnútfærsla.

Rafbílar seljast betur en beinskiptir í Bandaríkjunum
Á þriðja fjórðungi ársins seldust fleiri nýjir rafbílar í Bandaríkjunum en beinskiptir. Sala rafbíla jókst á sama tíma og sala beinskiptra bíla dróst saman.

227 milljónum úthlutað til uppsetningar 43 hraðhleðslustöðva
Orkusjóður hefur úthlutað styrkjum að upphæð 227 milljónum króna til uppsetningar 43 nýrra hraðhleðslustöðva víðs vegar um landið.

Minnsta aukning umferðar í átta ár
Samkvæmt frétt á vef Vegagerðarinnar jókst umferð á höfuðborgarsvæðin um 1,6 prósent í október, samanborið við október mánuð í fyrra. Umferð um Hringveg jókst um 0,4% í október.

Tesla kynnir pallbíl
Elon Musk, framkvæmdastjóri bandaríksa rafbílaframleiðandas Tesla hefur sagt að pallbíll verði kynntur 21. nóvember næstkomandi. Pallbíllinn hefur fengið vinnuheitið Cybertruck.

Askja tekur formlega við Honda umboðinu
Bílaumboðið Askja tekur formlega við Honda umboðinu á Íslandi þann 8. nóvember. Askja tekur við umboðinu af Bernhard sem er í eigu fjölskyldu stofnandans, Gunnars Bernhards. Fyrir er Askja með umboð fyrir Mercedes-Benz og Kia og nú bætist Honda við sem þriðja vörumerkið hjá fyrirtækinu.

Blóðhundurinn nær 740 km/klst
Landhraðametsbíllinn Blóðhundurinn náði fyrir helgina 740 km/klst. Myndband má sjá af bílnum á þeim hraða í fréttinni.

Rafmagns Corvette-a á næstum 340 km/klst
Chevrolet Corvette hefur löngum verið einna þekktust fyrir mikið afl, marga sílendera og mikinn hávaða. Þessi rafknúna Corvette-a er því ansi ólík fyrirrennurum sínum undir yfirborðinu.

Hrekkjavökugrín kom í bakið á BMW
BMW gerði grín á kostnað Mercedes Benz í tilefni hrekkjavökunnar í gær. Mercedes Benz svaraði fyrir sig og sló öll vopn úr höndum BMW.

Kia frumsýnir XCeed
Bílaumboðið Askja frumsýnir Kia XCeed í Kia húsinu að Krókhálsi 13 nk. laugardag klukkan 12-16. XCeed er glænýr bíll úr smiðju suður-kóreska bílaframleiðandans og er borgarjepplingur (crossover) og er afar sportlegur í útliti.

Áttunda kynslóð VW Golf frumsýnd í Wolfsburg
Kemur fyrst beinskiptur en aðalsölubíllinn sem er 150 hestafla sjálfskiptur verður kynntur með vorinu hérlendis.

Kia XCeed frumsýndur í Öskju um helgina
Bílaumboðið Askja frumsýnir Kia XCeed í Kia húsinu að Krókhálsi 13 á laugardaginn klukkan 12-16. XCeed er glænýr bíll úr smiðju suður-kóreska bílaframleiðandans og er borgarjepplingur.

20 Benz EQC bílar innkallaðir á Íslandi
Að sögn Jónasar Kára Eiríkssonar, vörumerkjastjóra Mercedes á Íslandi, er verið að bíða eftir varahlutum svo hægt sé að hefja innköllunina.

VW hugleiðir að færa framleiðslu frá Tyrklandi
Stjórn Volkswagen Group mun hittast í vikunni með það eitt að markmiði að ákveða hvort að áætlunum um framleiðslu á Passat í Tyrklandi verði hætt eða ekki.

Samruni Fiat Chrysler og Peugeot Citroen til umræðu
Samkvæmt heimildum Wall Street Journal er samtal í gangi um samruna Fiat Chrysler og PSA (móðurfélags Peugeot, Citroen og DS). Samruninn er talinn vera 6,2 billjón króna virði.

Landhraðametsbíllinn Blóðhundur við prófanir
Bloodhound LSR (Blóðhundurinn) er þessa dagana við prófanir á Hakskeen flötunum í Suður Afríku. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá hann ná 160 km/klst.